Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAG.UR 3. FEBRÚAR 1978 Bretar veida makríl og selja í sovézk skip London 2 febrúar Reuter BREZKA sjávarútvegsráðuneytið skýrði frá því í dag, að aðþrengdir brezkir sjómenn reyndu nú að drýgja tekjur sínar með því að selja makríl milliliðalaust um borð i sovézk verk- smiðjuskip úti á rúmsjó i Ermar sundi. Um það bil 40 þúsund tonn af heildarmakrílaflanum hafa verið seld á þennan hátt siðan i september að sögn ráðuneytisins. Réttur Sovéta til að veiða innan lögsögu Efnahagsbandalagsins rann út í september og þar með misstu Sovétar af brezkum makríl sem er mjög eftirsóttur fiskur I Sovétrikjun- um. , Niu verksmiðjuskip halda nú uppi þessum viðskiptum við brezka sjó- menn og auk sovézkra eru þar og austur-þýzk og búlgörsk skip VEÐUR víða um heim Amsterdam 5 skýjað Aþena 14 skýjað Berlfn 2 skýjað Briissel 7 rigning Chicago +8 skýjað Kaup.m.h. 2 skýjað Frankfurt 1 snjókoma Genf 8 rigning Helsinki +2 snjókoma Jóh.b. 24 SÓI Lissabon 17 skýjað London 10 rigning Los Angeles 19 bjart Madrid 16 bjart Miami 21 skýjað Moskva +10 bjart New York + 1 snjókoma Osló 1 skýjað París 10 skýjað Rómaborg 8 skýjað San Franc. 13 skýjað Stokkh. 2 snjókoma Tci Aviv 17 skýjað Tókíó 6 bjart Vancouver 1 rigning Vfnarb. 5 bjart Bretar og önnur Efnahagsbandalags- lönd eru nú komin í algera sjálfheldu í Brússel vegna deilu og ágreinings um afstöðu til fiskveiðimála og kröfu John Silkins, sjávarútvegsráðherra, um sér- stakan rétt Breta til veiða innan 50 mílna marka úti fyrir Bretlandi Þá segir í Reuterfréttinni að ekki sé það til að bæta ástandið, að brezkir sjómenn sem hafi áður stundað veiðar á fjarlægum miðum, nánar tiltekið við ísland, hafi ekki lengur í þau hús að venda og verulegar takmarkanir hafi verið settar á veiðar þeirra við Noreg vegna fiskverndunarsjónarmiða Brezka stjórnin hafi bannað allar sild- veiðar í Norðursjó og hafi það enn orðið til að auka á atvinnuleysi og erfiðleika brezkra sjómanna enda sé æ fleiri skipum lagt i brezkum höfnum Einn útvegsmaður sem gerir út tvo togara er veiða makril í sovézku verk smiðjuskipin sagði í dag við frétta- mann Reuters, að þetta væri gert af algerri nauðsyn til að komast af Mörg af þeim 1 300 skipum sem hafa leyfi til að nýta makrilmiðin við vestur- og suðurströndma eru frá Skotlandi og hafnarbæjum í norðurhluta Englands og myndu ella ekki hafa annað að leita Talið er að fyrir þau 40 þús tonn sem seld hafi verið i skipin hafi fengizt um tvær milljónir sterlingspunda og segja sérfróðir að vafasamt sé að Bret- um hefði tekizt að losna við fiskinn eftir öðrum leiðum Stóraukinn gjaldeyris- forði Breta London, 2 febr Reuter. GJALDEYRISFORÐI Bretlands jókst um jafnvirði 311 milljóna dollara í janúar og nemur gjaldey risforði landsins nú samtals 20.87 milljörð- um dollara, að þvi er fjármálaráðu- neytið i London tilkynnti i dag. Frá þvi í desember 1976 hefur gjaldeyrisforði Breta vaxið úr 4.13 milljörðum dollara i þessa upphæð eða um meira en 16 milljarða dollara Þykir þetta mjög hagstæð þróun einkanlega þegar þess er gætt að gjaldeyrissjóðir Japana og V-Þjóðverja jukust mun minna á þessu timabili. Blökkumenn krefjast frelsis. Þessi mynd var tekin á fundi blökkumanna í borginni Soweto í úthverfi Jóhannesarborgar. Gatsha Helezi. Leiðtogi Zulu-manna, reiðir krepptan hnefann um leið og hann biður um fullt frelsi handa blökkumönnum. Samningar um Empain hafnir Rómaborg, 2 febrúar AP ÍTÖLSK logregluyfirvold staðfestu I dag að fulltrúar þeirra hefðu átt fund með frönskum lögreglumönnum i Rómaborg til að fjalla um hugsanleg tengsl sem gætu legið til ítalfu vegna ránsins á auðjöfrinum Eduard Jean Empain. Franska innanrikisráðuneytið beitti sér fyrir því að fulltrúi yrði sendur til Rómaborgar vegna málsins en mjög erfitt hefur verið að afla upplýsinga um málið og er enn í gildi fréttabann um framvindu Þó er vitað að samningar í einhverri mynd eru hafnir en ekki hefur enn verið tilkynnt hversu mikils lausnargjalds er krafizt Bandaríkin vara við geimvopnakapphlaupi Washington, 2. febrúar. AP. IIAROLD Brown, landvarnaráð- herra Bandarfkjanna, sagði f dag að herútgjöld Bandarfkjamanna yrðu að aukast um nær 56 millj- arða dollara á næstu fimm árum ef þeir ættu ekki að dragast aftur úr Rússum. Hann sagði að varðveita yrði rfkjandi hernaðarjafnvægi gagn- vart Rússum á öllum sviðum. Hann sagði að þrátefli hefði skap- azt á sviði kjarnorkuvopna og því ástandi yrði að viðhalda hvað sem það kostaði. Brown sagði að framfarir Rússa i smíði vopna sem eyða gervi- hnöttum gerðu að verkum að Bandaríkjamenn ættu fárra ann- arra kosta völ en hefja geim- vopnakapphlaup við Rússa. Ráðherrann sagði að Banda- ríkjamenn væru. svo háðir geim- förum að þeir mættu ekki við því að láta Rússa komast upp með að hafa yfirburði á sviði gagnhnatta- vopna. Þess vegna sagði hann að Bandaríkjamenn mundu vinna að áætlun um smíði gagnhnatta- vopna á næsta áratug ef ekki tæk- ist samkomulag milli Bandaríkja- manna og Rússa um geimvopn Panamasamníngurinn mun auka áhrif Banda- ríkjanna í S-Ameríku WashinKton. 1. febrúar. Houtcr. CARTER, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, að samningur Bandarfkjanna og Panama um yfirráð yfir Panamaskurði ógnaði ekki ör.vggi Banda- rfkjanna og að samningurinn yki áhrif Bandaríkjanna í Suður- Ameríku. Carter sagði þetta f sjónvarpsumræðum, þar sem andstæðingar samningsins gagnrýndu hann harðlega. Samningurinn var undirritað- ur í Washington í september síðastliðnum og felur í sór að Panama fær full yfirráð yfir skurðinum árið 2000. Carter var gagnrýndur fyrir samninginn á þeim forsendum að yfirráð Panama yfir skurðinum veiktu öryggi Bandarfkjanna. Öldungadeild bandaríska þings- ins hefur enn ekkí staðfest samn- inginn, eri % bluta þingmanna þarf til að hann hljóti staðfest- ingu. Carter hefur sagt að stað- festing samningsins muni styrkja stöðu Bandaríkjanna og hug- myndafræði Vesturveldanna. Utanríkisnefnd öldungadeildar- innar lagði samninginn fram á þinginu í vikunni, en nefndin sagði að tvær lagfæringar þyrfti að gera á honum áður en hann yrði staðfestur. í fyrsta lagi þyrfti að koma betur fram að Bandarík- in hefðu rétt til að verja skurðinn gegn utanaðkomandi árás, eftir að Panama fengi yfirráð yfir hon- um, og i öðru lagi að bandarisk herskip hefðu fullan rétt til að sigla í gegnum skurðinn í neyðar- tilvikum. Carter og Omar Torrijos hers- höfðingi, leiðtogi Panama, urðu sammála um bæði þessi atriði stuttu eftir að samningurinn var undirritaður, en þeim var ekki bætt í samninginn. Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir nokkru, sýndi, að 62 öld- ungadeildarþingmenn studdu samninginn, 28 voru á móti hon- um, en 10 voru óákveðnir. Styðja nú mun fleiri þingmenn samning- inn en áður, en Carter sagði fyrir fáeinum vikum, að hann væri ekki viss um að samningurinn yrði staðfestur. Forsetinn sagði í sjónvarpsum- ræðunum að yrði samningurinn staðfestur „myndu Bandaríkin sýna heiminum að þótt þau væru stórt og voldugt ríki, væru þau fús til að gera réttláta samninga við önnur minni, sjálfstæð ríki.“ Fyrri samningur Bandaríkj- anna og Panama var gerður árið 1930 og æ síðan hafa Panama- menn haldið því fram, að þá hafi nýlendusjónarmið Bandaríkjanna ráðið ferðinni. Þá var Carter einnig gagnrýnd- ur fyrir samningsgerðina vegna þess að í Panama rikir ekki lýð- ræði. Carter svaraði því til, að á þeim níu árum sem Torrijos hers- höfðingi hefði verið við völd, hefðu stjórnvöid gert mikið til að efla einstaklingsframtak i land- inu. „Lýðræðislegar kosningar verða haldnar í ágúst næstkom- andi og verður þá kosið til þings, sem mun svo velja forseta," sagði Carter. Einnig sagði Carter: „Staðfest- ing samningsins er mun betri kostur en að senda syni okkar og sonasyni til að berjast í skógum Panama." eins og Carter forseti hefur lagt til að verði gert. Brown segir i árlegri skýrslu til þingsins að hann hafi alvarlegar áhyggjur af ótryggu jafnvægi á sviði venjulegra vopna. Brown mætir jafnframt við vitnaleiðslur í hermálanefnd fulltrúadeildar- innar til að lýsa yfir stuðningi við beiðni Carters um metútgjöld til landvarna að upphæð 126 milljarðar dollara þar sem mikil áherzla er lögð á eflingu venju- legs herliðs til varnar Vestur- Evrópu. Brown sagði þinginu að land- varnaráðuneytið hefði uppi áætlanir um viðvarandi aukningu herútgjalda í 172.7 milljarða doll- ara á fjárhagsárinu 1983 miðað við 116.8 milljarða á yfirstand- andi fjárhagsári. Hann lagði áherzlu á áfram- haldandi aukningu sovézkra eld- flauga og sagði að bráðlega mundu Rússar hefja smíði nýrrar fullkominnar tegundar sem Bandaríkjamenn vissu lítið um. Hann sagði að bráðlega væri von á nýrri gerð sovézkrar sprengju- þotu. Carter stöðvaði í fyrra áætl- un um smíði nýrrar tegundar af sprengjuþotum, B-l. Auk þess sagði Brown að Rúss- ar virtust vera að búa hina gömlu Yankee-kafbáta sína eldflaugum að gerðinni SSNX17 sem eru ná- kvæmari og draga lengra en eldri eldflaugar Rússa. Hann sagði að Bandaríkjamenn mundu svara Rússum með smíði nokkurra mikilvægra vopna, einkum nýrrar eldflaugar sem yrði hreyfanleg og drægi milli heimsálfa. Hann sagði þó að aðal- lega yrði unnið að rannsóknum á smiði slíkrar eldflaugar sem smiði yrði ekki hafin á fyrr en eftir tilraunir sem mundu svara spurningum í sambandi við tækniatriði og kostnað. Elzti borgari Sovét 143 ára lYfoskvu, 2. febrúar. Reuter. MEDZHID Acavev elzti borgari Sovétrikjanna hélt í gær upp á 143. afmælisdag sinn með pomp og prakt að því er Tass- fréttastofan sagði í morgun. Vinir Acavevs sem býr í Káakasfu söfnuðust saman til að fagna af- mælisbarninu og í þcim hóp voru nfu fbúar i þorpi Acaveves sem eru eldri en eitt hundrað ára. Hérað þetta f Kákasíu, Lerikfjallahéraðið, er frægt fyrir að þar ná menn ótrúlega háum aldri. Lögregla lamdi leikskáld Frankfurt 1. febr. Reuter. ANDÓFSMAÐURINN og leik- ritaskáldið Pavel Kohout sagði ( dag, að leynilögreglumenn hefðu ráðist að honum og barið hann f andlitið og aftrað hon- um frá þvf að komast inn á dansstað í Prag. Sagði hann í opnu bréfi til Lubomir Strougal forsætisráðherra, sem birt var f vestur-þýzka blaðinu Allgemeine Zeitung, að hann hefði verið svo harkalega bar- inn að hann hefði fallið við. Kohout sem styður Mannrétt- indaskrá 77 sagði að hann og vinir hans hefðu hugsað sér að fara á árshátfð járnbrautar- starfsmanna s.l. laugardag til að reyna að slaka á og breyta til eftir erfitt ár þar eð lögreglan hefði stöðugt verið á hælum þeirra. En ekki tókst þó betur til en svo, að lögreglan lá á gægjum og varnaði Kohout vegarins þegar hann ætlaði að ganga í danssalinn. Brást hann illa við, en mátti sfn ekki gegn margnum og varð frá að hverfa við svo búið. Meðal annarra þekktra aðila sem ekki fengu að fara á dans- leikinn var leikskáldið Vaclav Havel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.