Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 30. tbl. 65 árg. SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Væringar út af hrapi frankans Paris. 4. feb. Reuter. PÓLITtSKAR sviptingar urðu í Frakklandi í dag vegna viðbragða stjórnarinnar við hrapi franska frankans á gjaldeyrismörkuðum i gær. Hafa sósíalistar sakað sam- steypustjórn mið- og hægriflokka um að greiða fvrir falli frankans nú þegar aðeins. fimm vikur eru til frönsku þingkosninganna. Franski frankinn féll í verði i gær gagnvart v-þýzka markinu og svissneska frankanum og báru viðskiptamenn að um væri að kenna ótta manna við kosninga- sigur vinstrimanna. Leiðtogi sósíalista, Francois Mitterand, bar það á forsætisráðherra lands- ins, Raymond Barre, að hann reyndi að ala á vangaveltum manna um stöðu frankans i póli- tisku ábataskyni fyrir kosningar. Sjálfur skýrði Barre fréttamönn- um frá þvi að of hátt hrap gjald- miðils Frakka gæti haft verkanir, sem erfitt væri að hafa stjórn á. Hann útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við. Aðstoðarfjármálaráðherra landsins, Robert Boulin, sagði í útvarpsviðtali i gær að hann sæi enga ástæðu til að lengur haliaði undan fæti fyrir frankanum, ef miðað væri við efnahagslegar að- stæður Frakka og gjaldeyrisforða landsins. Hann tók fram að frek- ara fall gætí haft slysalegar af- leiðingar fyrir viðskiptajöfnuð þjóðarinnar vegna þess að ýmis hráefni, einkum olía, eru greidd í dollurum og yrðu þvi langtum dýrari. ísraelar senda vopn til Eþíópíu Carter v^ll ekki þvinga Israela Washinton, 4. feb. Reuter. Washin^ton. 3. feb. — Reuler. ÍSRAELSMENN hafa hafa séð Eþíópíumönnum fyrir vopnum í baráttu þeirra gegn uppreisnarmönnum í Eritreu að því er sagði í heimildum bandarísku stjórnar- innar á föstudag. Samkvæmt þeim hafa ísraelsmenn látið Eþíópíumönnum í té klasasprengjur, eldflaugar, sem skjóta má úr flugvélum, og napalmsprengjur. CARTER Bandarfkjaforseti mun í dag hafa ráðið Sadat Egypta- lands forseta að gera hlé um stundarsakir áður en hann tekur upp þráðinn á nýju þar sem hann slitnaði f samningaumleitunum hans og Israelsmanna. Var einnig haft eftir bandarfskum embættis- mönnum að Carter væri í viðræð- um sfnum við Sadat að reyna að fullvissa hann um að hann myndi ekki reyna að þvinga Israelsmenn til að gera tilslakanir f friðarvið- ræðunum f Miðausturlöndum. Forsetarnir tveir settust á rök- stóla f dag á dvalarstað Carters f Catocin-fjöllum f Maryland, 96 kflómetra norður af Washington. Að sögn embættismannanna er það skoðun Carters að Sadat eigi að senda samninganefnd sína aftur að friðarborðinu. Eins og Tíbet lokað áfram af heilsufars- ástæðum — segir Teng Katmandu. Nepal, 4. febr. AP. TENG hsiao ping, aðstoðarforsæt- isráðherra Kína, ræddi f dag við blaðamenn eftir viðræður sem hann átti með forsætisráðherra Nepals, Kirti Nidhi Bista. Þykir það tfðindum sæta að Teng ræði þannig beinlfnis við fréttamenn. Framhald á bls. 46. kunnugt er kallaði Sadat nefnd- ina til baka í síðasta mánuði og bar við þráa ísraelsmanna f við- ræðunum. Sögðu embættismenn að Carter virtist ísraelsmenn sveigjanlegir og þjónaði það eng- um tilgangi að Bandarikin kæmu beint til skjalanna og reyndu að þvinga hlutaðeigandi aðila til samninga. Þeir bættu við að Carter fyndist að Sadat kynni að ofþóga sjálfum sér í viðleitni hans til að laða almenningsálit i Banda- rikjunum til fylgis við sig. Er forsetarnir hittust við komu Sadats til Bandaríkjanna í gær- kvöld beindi Sadat þegar þeim tilmælum til Carters að Banda- Framhald á bls. 46. I upplýsingum stjórnarinnar sagði að embættismenn hefðu veitt athygli þvi sérstæða ástandi að ísraelsmenn seldu vopn til Eþíópíu ásamt Sovétmönnum. sem væru málsvarar Arabaþjóða í stríðinu við Israelsmenn i Mið- Austurlöndum. Auk þess eru það einkum Saudi-Arabar og aðrar Arabaþjóðir. sem stutt hafa við bakið á uppreisnarmönnum i Eri- treu, en þeir eru flestir múhamm- eðstrúar. Aðrir hlutar Eþiópiu eru að mestu kristnir. Að sögn notast Eþíópiumenn enn að hluta til við vopn síðan fyrir þann tima að slitnaði upp úr samskiptum þeirra og Banda- ríkjamanna. Höfðu Bandarikja- menn, allt fram i aprilmánuð sl„ selt þeim orrustuskip. skriðdreka af gerðinni M-60 og flugvélar af gerðinni F-5E. Ekki er vitað hvort Eþiópiumenn nota vopn frá Israel á vigstöðvunum i Ogaden- eyðimörkinni gegn herjum Sóm- ala. en þar njóta þeir stuðnings Kúbana og Sovétmanna. Fundin 240 þús. ára gömul mannabein? Kaupmannahöfn, febr. Frá fróttaritara Mbl. Erik Larsen. SANDDÆLUSKIP fann fimmtudag f Sejeröfirðinum úti fyrir Kalundborg leifar beinagrindar af manni. Beina- grindarhlutar þessir eru ef til vill yfir 240 þús. ára gamlir. Ef það reynist rétt hafa fundizt á danskri grund mannaleifar, sem eru eldri en beinin af Neandertalsmanninum og Cro- Magnonmanninum sem eru scnnilega um það bil 50 þús. og 100 þús. ára. Beinaleifarnar eru taldar vera frá tfmabili milli fsalda en þann tfma var hitabeltisloftslag f Danmörku. Áður hafa fundist i Dan- mörku dýrabein og verkfæri úr tinnusteini, sem talin eru mjög forn. Dýrabeinin sem fundust árið 1910 voru úrskurðuð vera 70—80 þús. ára gömul. Verk- færin voru af fornleifafræðing- um talin vera ekki minna en 240 þús. ára gömul. Það er að segja að verkfærin séu frá sama skeiði og þær mannaleifar sem nú hafa fundist í Sejerö- firði. Beinaleifarnar fundust þegar sanddæluskipið var að grafa niður á 12—14 metra dýpi í firðinum. Beinin eru nú í rann- sóknarstofu Mannfræðistofn- unar Kaupmannahafnarhá- skóla. Forsvarsmenn rannsókn- arstofunarinnar búast við þvi að hálft ár kunni að líða unz riiðurstaða liggur fyrir. Beina- leifarnar verða kannaðar með fullkomnustu rafeindatækjum. Vísindaleg greining á beinunum sem fundust í Sejeröfirði er nú hafin og mun flestra spá að þetta sé einhver merkasti fornleifa- fundur sem um getur. Hér sést skipstjórinn Kaj Mortensen á sanddæluskipinu „Sigriður" sem fann mannaheinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.