Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
Barrv Milncr
Ástarævintýri
prinsessunn-
ar sem endaði
með aftöku
Misha prinsessa íSaudi-
Arabíu var að flýja úr
landi með ástmanni sínum
þegar þau voru handtekin
og líflátin opinberlega
Unga Bretanum Barry Milner var mjög
brugðið þegar hann sneri heim frá Saudi-
Arabíu. Ekki aðeins hafði hann orðið vitni að
opinberri aftöku sem var framfylgt vegna laga-
brota fórnarlambanna. Hann hafði líka laum-
ast til að taka myndir af þessum hryllilega
atburði og smyglað þeim út úr landinu.
Misha prinsessa. M.vndina tók Rosemarie Bosehow, þýzk-fædd kennslukona, sem vann í höll Mohammeds
prins. M.vndin var tekin öfáum dögum fyrir aftökuna.
Barry Milner er 25 ára gamall, ættaður frá
Yorkshire. Hann notaði örlitla Instamaticvél
og faldi hana í sígarettupakka. Hann segist þó
ekki hafa gert sér fulla grein fyrir því fyrr en
eftir á að hann hefði í raun náð einstæðum
myndum og þær hafa komið róti á hugi manna
víða um heim og ekki að ósekju. Hann segist
ekki treysta sér til að hugsa þá hugsun til enda
hvað um hann hefði orðið ef uppvfst hefði
orðið um myndirnar.
Rosmarie Busehow, þýzkættuð
kennslukona, sem starfaði í höll
Mohammeds prins í Saudi-
Arabíu, hefur leyst frá skjóðunni
eftir að þessir atburðir gerðust og
sagt frá því sem hún vissi um
ástarævintýri prinsessunar og
Musleh A1 Shaer.
Rosemarie hefur og skýrt frá
því að Khaled konungur og
Mohammed bróðir hans hafi verið
með tárin í augunum af geðshrær-
ingu þegar þeir veittu með þögn-
inni samþykki sitt fyrir því að
unga fólkiðyrði líflátið.
Rosmarie segir að prinsessan
hafi áreiðanlega aldrei gert sér
grein fyrir því að svo gæti farið að
hún yrði tekin af lífi þó svo .að
hún vissi hver refsing lægi við því
að hafa mök við sér ótignari per-
sónu. Hún talaði aldrei opinskátt
um ástarævintýri sitt við Ros-
marie en þó kom fyrir að hún vék
að honum og kallaði hann þá jafn-
an ,,habibi“ sem þýðir „ástin“ eða
„elskan". Eiginmaður Mishu
hafði yfirgefið hana og hún virtist
nú að sögn kennslukonunnar hafa
fundið gleði sína aftur í samvist-
unum við Husleh A1 Shaer. Talið
er að ástarævintýrið hafi staðið í
hátt á annað ár er þau voru hánd-
tekin.
B*endir margt til að þau hafi
verið farin að gruna að þau yrðu
ekki óhult í Saudi-Arabíu. Er nú
og álitið að Misha og ástmaður
hennar hafi átt með sér leynilega
fundi í London árið 1976.
Khaled konungur og Mohammcd prins: þeir treystu sér ekki til að
koma 1 veg f.vrir aftökuna.
Þau kynntust að sögn i Beirút
í Líbanon þar sem bæði voru við
nám og tókust fljótlega með þeim
ástir.
Lítill vafi leikur á því að
prinsessan áttaði sig á því að hún
var kominn út á hættulega braut,
enda þótt hún hafi áreiðanlega
ekki trúað þvf fyrr en öll sund
voru lokuð, að henni yrði refsað á
þennan miskunnarlausa hátt.
Fréttum ber ekki saman um hvort
hún hafi verið grýtt til dauða eða
skotin. Hið fyrra er þó sennilegra
samkvæmt arabískum lögum.
Misha var 23 ára gömul,
barnabarn Mohammeds prins,
bróður Khaleds konungs Saudi-
Arabíu. Hún var ekki löglega skil-
in við mann sinn, en hjónabandi
þeirra var fyrir æði nokkru lokið
og hafði verið kalt og ástlaust að
sögn þeirra sem til þekktu.
Barnaafma'li í höllinni en f því tók Rosemarie einnig þátt.
Misha beitti ýmsum brögðum
til að geta haldið sambandi við
ástmanninn, en á utanlandsferð-
um hennar, foreldra hennar og
systkina voru alltaf sérskipaðir
eftirlitsmenn sem gættu prinsess-
anna. Þó mun hún og Musleh A1
Shaer hafa haft tök á þvf að eiga
saman stundir í London haustið
1976.
Lengi vel hafði afi Mishu eng-
ar spurnir af málinu. í júnf á sl.
ári mun eitthvað hafa farið að
berast honum til eyrna orðrómur
en þessa leyndarmáls hafði verið
vandlega gætt í Kvennahöllinni í
Riyadh í upp undir ár.
En þegar fréttirnar tóku að
berast til karlmannanna í fjöl-
skyldunni fór málið að verða al-
verlegt. Bróðir Mishu, S:ad prins,
gerði sér tíðförult í Kvennahöll-
ina til að aðgæta hvort Misha væri
þar og virtist hann áhuggjufullur
ef hún var ekki heima, og leitaði
þá mjög eftir að fá að vita hvar
hún væri. Bendir flest til þess að
hann hafi fljótt fengið hugboð um
að hún myndi ekki geta komizt
undan refsingu ef upp kæmist og
hafi reynt á ýmsan hátt að beita
áhrifum sfnum henni í hag. Og
bróðurleg umhyggja Saads reynd-
ist árangurslaus. Misha vildi ekki
hlusta á aðvaranir bróður síns um
að slíta sambandi við ástmann
sinn eða fara að með meiri gát. Þó
kom á daginn að henni var engan
veginn rótt og ákvað nú að fram-
kvæma flóttaáform sín. Fyrst
reyndi hún að sviðsetja eigin
drukknun með því að skilja eftir
föt sfn á árbakka þar sem hún fór
stundum í sund. En þegar lík
hennar fannst ekki eftir fjögurra
sólarhringa leit var tortryggni
manna vakin fyrir alvöru. Var nú
hafin dauðaleit að henni um ger-
vallt landið og flugvöllum var lok-
að. Á einni flugstöð fannst Misha
svo og ástmaður hennar og þau
voru handtekin.
Nú tóku við miklar rökræður
innan konungsfjölskyldunnar um
til hvaða ráða skyldi gripið. Lög
Kóransins voru skýr. Elskendurn-
ir urðu að deyja. Mohammed
prins og Khaled bróðir hans áttu í
miklu sálarstríði og vissu að þeir
urðu að hlýða lögunum. Þeir leit-
uðu engu að síður eftir því hvort
færi væri á að veita undantekn-
ingu frá því en það reyndist
ógerningur.
Rosmarie Buschow segist ekki
hafa getað fest yndi í Saudi-