Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 15

Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 15 Arabíu eftir þennan atburð, en hins vegar kveðst hún ekki for- dæma þetta einfaldlega vegna þess að þetta sé í sambandi við lög landsins. Siðir og lög Austur- landaþjóða væru oft villimannleg f augu Vesturlandabúa, en menn gerðu sér ekki grein fyrir að allt væri svo gerólíkt með Vestur- og Austurlandabúum í Iífsviðhorfi, trúarskoðunum, hverju sem nefna mætti. Það var kaldhæðni örlaganna að konungurinn hafði nokkru áð- ur reynt að túlka lög landsins Mishu í hag og það varð þó til þess að útkljá í eitt skipti fyrir öll örlög hennar. Eiginmaður hennar fyrrverandi hafði farið á fund Khaleds konungs og beðið um leyfi hans til að kvænast annarri konu. Samkvæmt múhameðstrú mega menn eiga f jórar konur. En Khaled konungur neitaði og sagði: Því aðeins færðu að giftast að þú veitir Mishu skilnað. Eiginmaðurinn neitaði hug- mynd um skilnað og án þess að þeir hefðu þar með hugmynd um höfðu þeir kveðið upp dauðadóm- inn yfir prinsessunni ungu. Saudi-Arabía að h verf a aftur til gamla tímans í refsingum Khalid konungur neitaði að dæma prinsessuna og mann hennar, en hann gat ekki beitt sér fyrir því að þau fengu að halda lífi. Það var nefnilega kóngurinn sjálfur sem f fyrra gaf út þau fyrirmæli, að ákvæði Kóransins skyldi haldin í hvf- vetna f Saudi-Arabfu. Þessi úrskurður hefur haft í för með sér að á ný hafa verið tekin upp refsingar, sem á Vesturlöndum eru taldar villi- mannlegar. Aflimun fyrir þjófnað og aftaka fyrir alvar- legri afbrot. Aftökur í Saudi- Arabíu eru þvf að verða hér um bil daglegt brauð. Eitt af þeim orðum sem Aröbum er hvað tamast á tungu er Inshallah — ef guð vill. Ekkert er dregið í efa sé það gert í guðs nafni. Og múgurinn æpti AFTAKA: Sverðinu er sveiflað og hinn dauðadæmdi geldur nú fyrir það með lffi sfnu að hafa gerzt brotlegur við arabfsk lög og elskað Mishu prinsessu. ^ Böðullinn hefur hoggið í sjötta sinn sverði sfnu, unnusti prinsessunnar er ekki lengur með Iffsmarki og múgurinn fagnar Frásögn Barry Milners Ég sá þegar Misha prinsessa var skotin. Og það, sem gerðist næst, var nokkuð sem ég gat vart trúað ... Þarna á miðju rykugu torginu, sem var troðfullt af hlæjandi og masandi Aröbum, stóð hermaður sem þungt, gneistandi sverð reitt til höggs. Við fætur hans kraup maður, sem var nýbúinn að horfa á konu sfna tekna á lífi. Nú var komið að honum að deyja. Skyndilega féll sverðið. Og um lcið og það reið á háls fðrnarlambsins þrýsti ég skjálfandi hendi á hnappinn á myndavélinni, sem var falin. Fimm sinnum til viðbótar þurfti að reiða sverðið til höggs áður en búið var að vinna á eiginmanninum. Loks var búið að hálshöggva hann og þúsundin á torginu, sumt börn, lyftu örmum fagnandi. Aftakan átti sér stað f Jeddah — vfggirtri borg frá miðöldum. Fórnarlömbin voru Misha Bin Abdul Aziz, 23 ára, barnabarn bróður Khaleds konungs, og ungur stúdent, sem hún hafði hlaupizt á brott með. Gla'purinn: Elskhugunn var ekki aðalsættar og hjónaband þeirra braut í bága við hjúskaparlög Kóransins. Aftakan vegna ólöglegs ástarsambands og hjónabands. Ég gleymi aldrei þessum dauðdaga í anda kjötkveðjuhátíðar. Hún var grönn og hávaxin, svartklædd. Þeir leiddu hana að sandbing. Tveir menn, lögreglumenn eða hermenn, drógu upp skammbyssur, miðuðu og skutu sfðan þremur skotum hvor. Hún riðaði við og féll síðan aftur á bak f sandinn. Líkami hennar kipptist til nokkrum sinnum, sfðan lá hún kyrr. Böðlarnir léku á alls oddi. Þeir ste.vptu stömpum eins og skólastrák- ar. Þeir höfðu ánægju af hverju augnabliki. Nutu hverrar mínútu. Múgurinn rak upp fagnaðaróp. Réttlætinu hafði verið fullnægt — frá þeirra sjónarhóli. Ég hefði þurft að fá mér vænan vískísjúss en áfengi er bannað í Saudi-Arabfu. Ég fór til Saudi-Arabíu til að vinna mér inn peninga. Þangað fer ég aldrei aftur eftir það sem ég hef orðið vitni að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.