Morgunblaðið - 05.02.1978, Side 18

Morgunblaðið - 05.02.1978, Side 18
18 MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 — Engum bónda dytti í hug að ala búfé sitt á lélegu fóóri eða skipuleggja ekki nákvæmlega og af natni hvernig fóðrun skuli háttað, sagði Snorri Páll Snorra- son yfírlæknir og hjartasérfræð- ingur þegar Morgunblaðið kom að máli við hann til að leita fróðleiks um manneldi og hollustuhætti, sem mjög hafa verið til umræðu manna á meðal og á opinberum vettvangi að undanförnu. — Sama ætti að sjálfsögðu að gilda um mannfólkið, en því mið- ur er ekki hægt að segja að sama fyrirhyggjan sé látin ráða þar ferðinni, — að minnsta kosti ekki hjá þorra fólks, hélt hann áfram. — Það þarf að vera hugarfars- breyting að þessu leyti, og ég er þeirrar skoðunar að fjöldinn allur af fólki láti sér alltof títt um mat- seld og alls konar umstang og stell i kringum þennan þátt dag- legs Iifs i stað þess að huga að hollustuháttum. Það er kannski eins með þetta og annað, að allt er það sem er hættulegt. Það er sama hvort um er að ræða tóbak, áfengi, mat eða sykur. — Þú segir mat eða sykur? — Já, sykur getur naumast tal- izt til matar. Við fáum allan þann sykur, sem likaminn hefur þörf fyrir án þess að sætinda sé neytt eða sykri bætt í matinn. Það er ekki nóg með að sykur sé gagns- laus, hann er beinlinis skaðlegur. Eg segi oft við læknanema að holl fæða að viðbættum sykri í hvaða mynd sem er geri það að verkum að fæðið verði óhollt. Astæðan er sú, að þeim sykri sem bætt er i fæðuna er algjörlega ofaukið, og þessi viðbót ryður burtu hollum næringarefnum og veldur offitu. Ég held að þorri fólks borði meira eða minna af sætabrauði á hverj- um einasta degi. Það notar sykur óspart i kaffi og te, auk þess sem sykur er talsvert notaður í matar- gerð. Til dæmis má nefna brúnað- ar kartöflur og ávaxtamauk, sem Snorri Páll m Snorrason læknir: verið numið brott ásamt vitamín- um og steinefnum. — Undanfarið hefur hart verið deilt um landhúnaðarafurðir, ekki sízt eftir að verð á undan- rennu hækkaði verulega. Hafa ýmsir haft á orði að með þeirri ráðstöfun hafi opinberir aðilar beinlínis stuðlað að þvf að fðlk neyti óhollrar mjólkurfitu. Eru landbúnaðarafurðir — og þá sér- staklega mjólkurfita — skaðlegar heilsu manna? — Landbúnaðarafurðir sem slíkar eru ekki óhollar, en óholl- ustan felst i þvi, að þær eru of ríkur þáttur i daglegri fæðu. Þeg- ar ofneyzla sykurs bætist við of mikla fituneyzlu þarf enginn að verða undrandi á þvi að hjarta- og æðasjúkdómar færist i vöxt, svo og offita. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að mjólkurfita sé óhollari en önnur hörð eða mettuð fita. Hún inniheldur raun- ar A- og D-bætiefni, sem eru lík- amanum nauðsynleg. ,,Stenzt ekki að hluti mannkynsins borði sér til óbóta Ekki nóg með að sykur sé gagnslaus . Blóðfita hjá Is ..Efnaskipti likam þegar meirihlutinn býr víð skort " — hann er lendingurn eín sú ans eru ekki skaðlegur' hæsta, sem þekkíst staðlað fyrirbæri" Islendingar hafa breytzt i kyrrsetu þjóð á nokkrum áratugum" hefur sinn tima, þróast þar til það hefur náð hámarki, en færist sið- an tii gullins meðalvegar. Ég get til dæmis varla ímyndað mér að sundurgerð i matseld og útbúnaði eldhúsa eigi eftir að verða meiri en hún er nú um stundir. Fólk hlýtur að fá leið á þessu og fara að hugsa af meiri skynsemi. Það stenzt ekki að hluti mannkynsins borði sér til óbóta á meðan yfir- gnæfandi meirihluti býr við kröpp kjör, skort og jafnvel hung- ursneyð. Það þarf að breyta al- menningsálitinu þannig að þeim fjölgi, sem borða til að lifa, en lifa ekki að því er virðist til að borða. — En hvernig er hægt að breyta almenningsálitinu? borið er fram með kjötréttum. Þetta þekkja allir og þarf ekki að eyða mörgum orðum að því að þegar allt er talið verður þetta ekkert smáræði, sagði Snorri Páll. — 1 þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á því að það er ekki fyrr en á siðustu öld að sam- þjappaður sykur verður neyzlu- vara. Áður þekktust ekki önnur sætindi en hunang og svo sætir ávextir. — Hvað meó púðursykur? — Púðursykur er óhollur, og það eina sem segja má um hann er að hann er kannski ekki jafn óhollur og hvitasykurinn. En holl- ur er hann ekki. — Þú nefndir að matur ætti að eru ekki óhollar en — Ég held að það bæri árangur ef hægt væri að koma því að hjá fólkí, að það sé ófint að troða sig út af mat, enda má að vissu leyti segja að slikt framferði sé úrkynj- unarmerki. Tökum til dæmis tó- bakið. Einu sinni var það i tizku og þótti fint að reykja. Þú sást til dæmis ekki svo kvikmynda- stjörnu á hvíta tjaldinu öðru visi en reykjandi. Nú orðið þykir þetta ekki fint og maður kemst ekki hjá því að taka eftir þvi á fundum og mannamótum hvað reykingafólki hefurfækkað. — Hvað á fólk að leggja sér til munns ef það vill vera öruggt um að fá I sig nauðsynleg næringar- efni án þess þó að um ofneyzlu verði að ræða? — Fyrst og fremst þarf að gæta þess að fæðið sé fjölbreytt, og ekki einungis fjölbreytt, heldur fjölbreytt af hollum fæðutegund- um. Hvað þetta snertir gildir það sama og í öðrum efnum — að óhóf vera fjölbreyttur. Þegar litið er á vöruval í verzlunum er kannski ekki fráleitt að álykta að vart verði hjá þvf komizt að fólk fái fjölbreytta fæðu. — Fæðið á að vera fjölbreytt, en það þýðir ekki að það sé nóg að neyta margra tegunda, meira og minna af handahófi. Það er hægt að skipta kolvetnum i tvo flokka, — holl kolvetni og öholl. Þau hollu er til dæmis að finna i brauði og kornmat yfirleitt, og þá er að sjálfsögðu átt við korn þar sem ekki er búið að fjarlægja hýðið, en i þvi er mest af bætiefn- um. Holl kolvetni eru einnig í kartöflum og ávöxtum, og i öllu þessu er sykur, sem líkaminn þarf vissulega á að halda, en það er ekki sykur, sem búið er að hreinsa öll nýt efni úr. Ef við tökum svo óhollu kolvetnin, þá eiu þau i allri þeirri jurtafæðu, sem þjöppuðum sykri hefur verið bætt i, — einnig i kornmat þar sem kimið og hýði kornsins hefur — Hver er munurinn á mett- aðri fitu og ömettaðri? — Mettuð fita er sú, sem storknar við stofuhita, og hana er yfirleitt að finna i kjöti og mjólk- urafurðum. Ómettuð fita er fljót- andi fita, eða olíur, og hún fæst úr jurtum. Mikil neyzla mettaðrar fitu eykur blóðfituna — eða kólesterólið í blóðinu. Það gerir ómettaða fitan hins vegar ekki. Hún dregur meira að segja frekar úr blóðfitu. Of mikil blóðfita veld- ur efnaskiptatruflunum, sem sið- an leiða af sér æðakölkun. Þess má geta að blóðfita hjá Islending- um er ein sú hæsta, sem þekkist. 1 stað þess að nýta mettuðu fituna vinnur Iíkaminn ekki úr henni, heldur verða úrgangsefni, sem svo má kalla, eftir i likamanum, og þau orsaka svo þessa alræmdu kölkum æðaveggjanna. Æðarnar þrengjast svo smátt og smátt með alkunnum afleiðingum. — Nú er nauðsynlegt að geta þess að fiturik fæða getur verið heppilegur orkugjafi undir viss- um kringumstæðum. Fólk, sem vinnur mjög mikla erfiðisvinnu, getur nýtt allmikla fitu og fengið úr henni orku. Einnig þeir, sem lifa í heimskautaloftslagi. En kringumstæður sem þessar eru svo sjaldgæfar að ekki er unnt að ráðleggja neyzlu fituríkrar fæðu almennt. — En nú brennir fólk misjafn- lega miklu. Sumir eru sletandi, án þess þó að safna offitu, og svo eru þeir, sem ekki virðast borða óhóflega en eru samt alltof feitir. — Þetta er rétt. Það er nokkuð einstaklingsbundið hvað fólk brennir miklu, það er að segja efnaskipti likamans eru ekki staðlað fyrirbæri. Svo hreyfir fólk sig lika misjafnlega mikið. En al- mennt er, að á nokkrum áratug- um hafi Islendingar — eins og aðrar velmegunarþjóðir — breytzt i kyrrsetuþjóð. Vinnandi fólki hefur fjölgað mjög í at- vinnugreinum, .sern krefjast lik- amlega erfiðis i mjög takmörkuð- um mæli eða jafnvel algerrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.