Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 23

Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5, FEBRUAR 1978 23 Ég hef lifað góðu lífi en nú hefur það ekkert frekar að bjóða mér (SJÁ: Undrabörn) UNDRABÖRN Skömmu fyrir klukkan fimm á aðfangadagskvöld leit Hans Bleiber, bflstjóri, út um stofu- gluggann heima hjá sér í Wein- garten-Ost, útborg Freiburgar f Baden í Vestur-Þýzkalandi. Kon- an hans hafði beðið hann um að gera það, þvf að hún vildi ekki, að hann sæi, þegar hún setti jóla- gjöfina til hans undir jólatréð. Og svo virti bflstjórinn fyrir sér jólaljósin á háhýsunum við Krot- zingerstræti. Allt f einu hrópaði hann: „Jólatrésbruni!" Sfðan sagði hann við konu sfna: „Þau hafa hent logandi trénu út um gluggann. Það féll eins og hala- stjarna með Ijósrák úti f myrkr- inu.“ En það, sem féll ofan af tutt- ugustu hæð háhýsisins við Krot- zingerstræti, var ekki logandi jólatré. Það var átján ára gamall stúdent, Wolfgang Reiser, sem á svo skelfilegan hátt batt enda á sitt unga Iff. Þetta var óvenjuleg- ur dauði óvenjulegs manns. Wolfgang Reiser var némandi, sem hafði afburðagáfur, afburða- greind og sýndi afburðaiðni og ástundun. Hann kunni iatfnu og talaði reiprennandi ftölsku, ensku og spænsku. Og málfræði, orðmyndanir og bókmenntir tólf annarra tungumála bar hann glöggt skyn á. Hann gat lesið úr fornegypzku myndletri (hferó- glýfum) og lesið sanskrft, hið fornindverska tungumál mennta- manna. Rektor Goethe-menntaskólans f Freiburg, Rudolf Deger, segir: „Gáfur hans voru langt fyrir ofan meðallag. Hann var einn af gáfuð- ustu nemendum Þýzkalands." Frú R. Reiser, 51 árs gömul móðir hins látna, segir: „Hann var alveg ótrúlega næmur.“ En þessi afburðanemandi gat ekki orðið hamingjusamur mað- ur. Þar sem hann var svo langt á undan öðrum að þekkingu og kunnáttu og áhugi hans beindist nær eingöngu að menntun, ein- angraðist hann frá umhverfi sfnu gáfu Bandaríkjamenn mat fyrir níu milljónir dollara til annarra Suðurameríkjuríkja — og eru þau þrjátíu sinnum mannfleiri en Chile. Bandaríkjamenn beittu og áhrifum sínum til þess, að al- þjóðasjóðir neituðun Allende um Ián, en lánuðu Pinochet aftur á móti nærri því eins og hann vildi, Alþjóðabankinn, sem er gildastur allra sjóða er lána fé til stjórnar- framkvæmda og uppbygginggr, lánaði Chile ekkert í tíð Allendes, að því er segir í „Chile América", en aftur á móti tókst Pinochet að kría 66.5 milljónir dollara út úr honum á árunum 1974 — ’76. og umheimi, sem stöðugt verður sérhæfari og jafnframt sam- ræmdari —tilbreytingalausari. Þetta eru örlög, sem bfða nær allra undrabarna. Vfsindagreinarnar læknisfræði og sálfræði hafa fundið einfalda skýringu á þessu: Fólk f návist afburðagáfaðra manneskja f jarlægist það eða forðast. Það vill ekki stöðugt hafa það á tilfinningunni, að það sé minnimáttar f samskiptum við aðra. Hinir gáfuðu taka það þann- ig, að samferðafólk þeirra sýni þeim fálæti og óvild. Og afleiðing- arnar verða þær, að undrabörn verða kaldlynd, einmana og hrokafull. Enskir vfsindamenn hafa rann- sakað 1000 óvenjugáfaða nemend- ur. Greinilegt var, að allir áttu við erfiðleika að strfða, hvað snerti kynni við aðra, og voru einangrað- ir. Andreas Wehlow var talinn gáf- aðasta barn f Þýzkalandi 1974. Ellefu ára gamall var hann snill- ingur í stærðfræði. t huganum gat hann margfaldað saman 339 og 6348 ( 2 151 972). En vini eignaðist drengurinn ekki. Hann leitaði athvarfs úti f skógi og tal- aði þar við plöntur og dýr. Einn daginn villtist hann og varð úti. Nemandans Woifgangs Reiser biðu svipuð örlög f Frciburg góð- borgaranna. „Mér finnst gaman að kynnast geðugu fólki, en ég þarfnaðist einskis. Eg get alveg lifað án vina,“ sagði hann einu sinni við foreldra sína. Hinar óvenjulegu gáfur Wolf- gangs Reiser komu skýrt f ljós, þegar hann var f jögurra ára gam- all. Þá var honum gefinn kassi með Lcgo-kubbum, en færðist undan að byggja með þeim sam- kvæmt meðfylgjandi leiðarvísi. Hann fór sfnar eigin leiðir við samsetninguna. Hann lifði lffi sérvitrings, sem fer einförum. Það var aðeins skóli og nám. Þó að hann væri orðinn átján ára, hafði hann aldrei kom- Samamerfski þróunarbankinn, sem er, stofnun til aöstoðar Suð- urameríkuríkjum en Bandaríkin eiga stærstan hlut í, lánaði stjórn Allendes 19.3 milljónir dollara alls, en er nú búin að lána herfor- ingjastjórn Pinochets 237.6 millj- ónir. Hefur herforingjastjórnin enda þakkað þróunarbankanum fyrir það opinberlega, hversu fljótt og vel hann brást við láns- umsóknum hennar . . . I stjórnartíð Allendes, árin frá 1971 — ’73, lánaði Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn Chile 95.3 milljón- ir dollara alls. En á árunum 1974 — ’76 lánaði sjóðurinn herfor- ingjastjórninni 388 milljónir. Auk ið á fótboltavöll, aldrei sett sfgarettu f munn sér, aldrei leitt stúlku við hönd sér. Fvrir átta mánuðum sagði hann við foreldra sfna: „Eg hef lifað góðu lffi, en nú hefur það ekkert frekar að bjóða mér. Nú ætla ég að svipta mig Iffinu." Um þetta leyti var hann að lesa ástarsögu Goethcs, „Þjáningar hins unga Werthers", f skólanum. 1 henni lýsir skáldið hinum sorg- legu örlögum ástfangins manns, sem finnur, að ást hans er ekki endurgoldin. Bókin, sem kom út árið 1774, hratt af stað mestu sjálfsmorðshreyfingu, sem vitað er um. Eftir þetta fyrsta umtal um sjálfsmorð reyndu foreldrarnir eftir megni að beina áhuga sonar sfns inn á nýjar brautir. Nú skyldi hann lifa eins og jafnaldr- ar hans. Wolfgang Reiser óskaði sér mótorhjóls. „Eins og á öllum svið- um vildi hann alltaf hið bezta“, segir móðir hans. Hann vildi Harley Davidson, dýrasta mótor- hjól f heimi, en einu sinni veg- samaði Birgitte Bardot titring þess milli læra sér. Foreldrarnir gátu loks keypt handa honum Su- zuki 400, en hann hafði skamma stund ánægju af þvf. Fyrir f jórum vikum setti Wolf- gang sfðan á blað, áætlun f ellefu liðum, leiðarvfsi að dauða sfnum, sem lögreglan fann sfðar meðal eftirlátinna eigna hans. 2. liður: „Slá pabba f rot með gosdrykkjaflösku (ef flaskan nægir ekki, þá að nota öxi. Leggja pabba sfðan á stól fyrir framán fsskápinn f eldhúsinu og breiða yfir hann). A aðfangadag bað Wolfgang móður sfna að fara úr fbúðinni um stund, þvf að hann þyrfti að tala einslega við föður sinn, en hann var sjötugur fyrrverandi bóksali. Þegar móðirin var farin burt, sagði hann við föður sinn: „Þú ættir að Ifta á fsskápinn f eldhúsinu, þvf að hann er bilað- ur.“ Þegar faðir hans tók að skoða skápinn, sló sonur hans hann aft- an frá með fullri gosdrykkja- flösku f höfuðið. Sfðan lokaði hann hinn ringlaða föður sinn inni í eldhúsinu. Þvf næst fór hann inn f baðher- bergið. Þar afklæddist hann og vætti fötin sín benzfni. Sfðan fór hann f fötin aftur. Hann tók eldspýtnastokk og hraðaði sér úr íbúð sinni á ann- arri hæð og tók lyftuna upp á efstu hæð hússins, hina tuttug- ustu. Þar opnaði Wolfgang Reiser glugga í gangi og settist á glugga- kistuna og sneri bakinu út. Þvf næst kveikti hann f skálmum gallabuxnanna sinna. Sfðan lét hann sig falla f björtu báli niður f myrkrið. Frú Reiser, hin ógæfusama móðir, segir: „Þannig var sonur minn. Hann vildi aldrei láta skeika að sköpuðu, hjá honum varð allt að takast. Þannig lifði hann — og þannig dó hann.“ —svá—úr „Welt am Sonntag" þess kom Bandaríkjastjórn því til leiðar árið 1974, er herforingja- stjórnin var í kröggum, að lánar- drottnar hennar rýmkuðu greiðsluskilmálana mjög og svo rausnarlega, að það jafngilti þvi, að stjórnin hefði fengið 298.9 milljónir dollara að láni í viðbót. Þegar lánsupphæðir eru lagðar saman kemur í ljós, að stjórn All- endes fékk 11.6 milljónir dollara á stjórnarárum sínum þremur — en stjórn Pinochets 1.087 milljón- ir á jafnlöngum tíma frá því að hún tók völd . . . — HUGH O’SHAUGHNESSY. „Nú ætla ég að svipta mig lífinu” Petta gerðist líke .... Feimnismál Það vildi vefjast dálítið fyrir leiðtogunum í Kreml að réttlæta griðasáttmálann sem þeir gerðu við Hitler árið 1940, segir í endur- minningum Brezhnevs frá stríðsárunum, en Tassfrétta- stofan birti nýverið glefsur úr þeim og síðan er ætlunin að þær birtist í heild í bókmennta- ritinu Novy Mir núna í mánuð- inum. Hinsvegar kveðst Brezhnev sjálfur, sem þá var f forystuliði flokksins i Ukrainu, ekki hafa fundið neitt athuga- vert við samkomulagið: hann segist einfaldlega hafa fyrir- skipað undirmönnum sfnum að „útskýra” samninginn fyrir al- menningi og að halda áfram að hamra á þeim útskýringum uns gengið hefur verið milli bols og höfuðs á nasistunum. — Að þessu undan- skildu mun þó vera fátt um athyglisverðar uppljóstranir í endurminn- ingum flokksleiðtogans. Eftir innrás Þjóðverja var hann dubbaður upp i pólitískan erindreka í hernum og var kominn með hershöfðingjanafn- bót þegar hildarleiknum lauk. Á valdi óttans Dómstólum í Turin hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að gegna kviðdómendastörfum núna upp á síðkastið. Hefur kveðið svo rammt að þessu að dómarar hafa orðið að fresta málum. Tregi borgaranna til þess að taka að sér þessi störf vírðist eiga rætur sfnar að rekja til fyrirhugaðra réttarhalda yfir nokkrum meðlimum hryðjuverkasamtak- anna illræmdu, „Rauðu hersveitanna”. Væntanlegir kviðdómendur óttast sem sagt blóðuga hefnd hermdarverkamannanna ef félagar þeirra verði sakfelldir. Eiturbras Dálæti Skota á steiktum mat er tíðasta ástæðan fyrir því að þeir deyja um aldur fram, og ef þeir bæta ekki ráð sitt hljóta þeir áður en lýkur að „sprengja” sjúkratryggingakerfið, að mati prófessors vió háskólann i Glasgow, sem um árabil hefur rannsakað þessi mál. Hann fullyrðir að dánartala Skota mundi snarlækka, ef þeir fengjust til að breyta mataræði sinu. „Það er hörmulegt til þess að vita,” segir í nýjustu álitsgerð hans, „að hjartasjúkdómar og lungnakrabbi... eru til muna tiðari dánarorsök hjá okkur en i nokkru öðru vestrænu riki.” Arftakar Beilamys Muna menn ennþá snoppufríða leigubílstjórann í „Húsbændur og hjú”, sem giftist léttlyndu vinnm konunni og kom sér upp sjálf- stæðum atvinnurekstri? John Alderton (myndin) lék bilstjór- ann og Pauline Collins vinnukon- una — og eru þau raunar hjón i verunni. Nú þegar Bretarnir eru búnir að kreista síðasta dropann úr Bellamyfjölskyldunni og vinnuhjúum hennar, verður tekið til við bílstjórahjónin fyrrver- andi. Þau verða sem sagt uppi- staðan í nýjum franthaldsmynda- flokki sem kemur væntanlega á markaðinn næsta vetur. Sitt lítid af hverju Sovéska blaðið Trud segir frá þvi að uppvíst hafi orðið um magnað svartamark- aðsbrask tveggja kvenna, sem gerðu illt verra með-því að vera samtímis virðulegir fulltrúar i viðskiptamálaráðuneytinu. Þær voru búnar að stunda prellina i ellefu ár og fengu níu ára tukthús fyrir tiltæk- ið ... Tólf af framámönnum kristilegra demókrata i Chile, með fyrrverandi vara- forseta flokksins i broddi fylkingar, hafa verið sendir í útlegð á e.vðimerkurslóðir norðurhéraðanna fyrir að efna til „óleyfi- legra fundarhalda’’ eins og það heitir i tilkynningu stjórnvalda. (Sjá: Peningarn- ir og pólitikin” hér i opnunni) ... Em- bættismenn í Bonn upplýsa, að yfirvöld i Rúmeníu hafi heitið því að leyfa um 50.000 rúmenskum borgurum af þýskum uppruna að flytjast til Vestur-Þýzkalands á næstu fimm árum .. . Harry F. Brauér, sem er hæstaréttardómari í Santa Cruz í Mexikó, visaði á dögunum kvenmanni úr kviðdómi sínum með svofelldum orðum: „Þú lætur það sem ég segi heima eins og vind um eyrun þjóta, og ég sé enga ástæðu til að-ætla að þú takir fremur mark á mér hér.” Að svo mæltu vísaði hann Georgiu konu sinni til kviðdómsþjónustu í öðrum réttarsal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.