Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
V ar gengið yfir
Beringssund?
WashintKon, 3. feb. AP.
MENN ferðuðust á fæti á milli
Sfberíu og N-Amerfku miklu fyrr
en haldið hefur verið fram til
þessa, að þvf segir f könnun
sovéskra vfsindamanna.
Samkvæmt almennum kennslu-
bókum í mannfræði ferðuðust
menn yfir sundið milli Síberíú og
Alaska fyrir 15,000 til 20,000 ár-
um. En nú hafa sovéskir vísinda-
menn hins vegar fundið leifar
mannabúsetu í Síberíu, sem þeir
telja að séu a.m.k. 35,000 ára
gamlar. Svipar áhöldum, er þar
hafa fundizt, mjög til minja, er
fram hafa komið í N-Ameríku.
Þar að auki sýna veðurfarsskýsl-
ur að risavaxið jarðbelti var á
milli landanna yfir sjávarmáli,
sem ferðast mátti um á 5000 ára
tímabili 34,000 til 29,000 árum
aftur í tímann. Alíta vfsindamenn
að ferð sú hafi verið hvort tveggja
kuldaleg og háskasöm en eigi að
síður verið farin. Það var banda-
ríski mannfræðiprófessorinn
Robert E. Ackerman í Washing-
ton, sem kunngerði þessar niður-
stöður Sovétmannanna f ávarpi
nýlega.
— Trédúkka
Framhald af bls. 2
Snorra Karlsefnissonar, var
móðir Þorláks biskups Runólfs-
sonar, auk þess sem Þorkell
Gellisson, föðurbróðir Ara,
hafði verið á Grænlandi og afl-
að sér þar fróðleiks. En þó get-
ur verið að þjóðin, sem menn
urðu varir við á Vínlandi, hafi
ekki verið Eskimóar, heldur
Indíanar.
Af samningi Islendinga við
Ólaf konung helga má ráða, að
tslendingar hafi verið miklir
landkönnuðir á 1.. öld, og hefur
það haldizt eitthvað fram á 12.
öld. I Konungsannál segir við
árið 1121: „Eiríkur biskup af
Grænlandi fór að leita Vín-
lands“ — og svipað stendur í
öðrum annálum. Eiríks er áður
getið, en ekki er vitað, hvernig
honum gekk ferðin né hvort
hann kom aftur úr henni. Ann-
álsgreinin sýnir, að ferðir til
Vínlands hafi lagzt niður eða
menn hafa ekki vitað nákvæm-
lega, hvar það var. Hins vegar
hafa siglingar til Marklands
haldizt og að öllum líkindum
einnig til Hellulands. Um ferð
til Marklands er til samtlma-
heimild, Skálholtsannáll. Þar
segir við árið 1347: „Þá kom
skip af Grænlandi minna vexti
en smá Islandsför. Það kom I
Straumfjörð hinn ytra (á Snæ-
fellsnesi). Það var akkeris-
laust. Þar voru á 17 menn og
höfðu farið til Marklands, en
siðan orðið hafreka.“ Til Mark-
lands hafa Grænlendingar lfk-
lega sótt timbur.
I stuttri heimslýsingu, sem er
til í handriti frá hér um bil 1300
(AM. 736 I, 4to), segir svo:
„Fyrir norðan Noreg er Finn-
mörk. Þaðan víkur landi til
landnorðurs og svo til austur,
áður komi til Bjarmaiands. Það
er skattgilt undir Garðakonung.
Frá Bjarmaland ganga lönd til
óbyggða of norðurætt, allt til
þess er Grænland tekur við.
Frá Grænlandi í suður liggur
Helluland, þá Markland. Þaðan
er eigi langt til Vínlands, er
sumir menn ætla að gangi af
Affrica. England og Skotland
ey ein eru, og eru þó sitt hvort
konungsríki. írland er ey mikil.
Island er og ey mikil í norður
frá írlandi. Þessi lönd öll eru I
þeim hluta heims er Europa er
kallaður.““
— Prófkjör
Framhald af bls. 2
kosningar í Reykjaneskjördæmi,
er kjörnefnd skylt að gera þá til-
lögu til kjördæmisráðsfundar um
skipan framboðslista flokksins
við kosningarnar, að þrjú efstu
sæti listans skipi þeir frambjóð-
endur sem eru í þremur efstu
sætunum samkvæmt prófkjörinu,
enda hafi þeir fengið hver fyrir
sig atkvæði á a.m.k. helmingi
allra gildra prófkjörsseðla. Þó er
kjörn’efnd heimilt I tillögu sinni
að færa frambjóðendur úr einu
sæti í annað innan framan-
greindra sæta ef hún telur það
nauðsynlegt vegna heildarsvips
listans, eða að það sé lsitanum til
styrktar.
Að lokum skal þess getið að
yfirkjörstjórn hefur aðsetur sitt í
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi þar
sem allar upplýsingar varðandi
prófkjörið verða gefnar í síma
40708.
—Frissi köttur
Framhald af bls. 3.
einkum ætlaðar fyrir sjónvarp og
litla klúbba, en sýningarvélar Há-
skólabfós geta ekki sýnt nema 35
mm myndir og stærri. Nefndin
ákvað því að taka myndina I 35
mm kópíu og greiddi inn á hana
fyrir jól.
Þessi kópía var væntanleg til
landsins s.l. föstudagsmorgun, að
sögn Friðriks Friðrikssonar, frá
London. Flugleiðir h.f. felldu
niður það flug og myndin sat því á
Lundúnaflugvelli. Þetta er að
sjálfsögðu bagalegt og nefndin
harmar að slík mistök hafi átt sér
stað.
Þess má að lokum geta, að lög-
fræðilegar hliðar sýningarréttar
eru ákaflega flóknar og það er
aðeins lögfræðingur, Ragnars
Aðalsteinsson, sem sér um þá
hlið.
Frissi köttur er væntanlegur
með fyrsta flugi frá London og
verður þá væntanlega sýnd á
Kvikmyndahátiðinni".
— Carter vill
ekki þvinga
Israela...
Framhald af bls. 1.
ríkjamenn skærust I leikinn.
Komst hann svo að orði að rás
atburða sfðan hann fór til Jerú-
salem í nóvember hefði sannað að
friðurinn væri fallvaltur og vand-
meðfarinn. I stuttu ávarpi, sem
hann flutti, andmælti Sadat af-
stöðu Israelsmanna f tveimur
mikilvægum málum. Gagnrýndi
hann í fyrsta lagi þá kröfu Israels-
manna að varðveita bústaði Gyð-
inga í Sinai og öðru lagi neitun
þeirra við þeirri ósk að veita
Palestínumönnum fullkomna
sjálfstjórn á vesturbakka Jórdan-
ár og á Gazasvæðinu. Vitnaði
Sadat í orð Carters sjálfs um að
færa út og standa vörð um mörk
mannréttindabaráttunnar um
heim allan. Þá veittist Sadat einn-
ig að Begin, forsætisráðherra
ísraelsmanna á óbeinan hátt og
lýsti því yfir að hugmyndafræði-
legar öfgar og einstrengisháttur
ættu ekki að hefta „hina heilögu
framrás á brautinni til friðar“.
I athugasemdum Carters áður
en hann og Sadat héldu frá Hvfta
húsinu í átt til fjalla kom fram að
Bandaríkjamenn æskja þess að
Israelsmenn og Egyptar taki á sig
rögg að nýju og bindi enda á þófið
með tilstuðlan Bandaríkjanna og
annarra þjóða.
Forsetarnir tveir áttu með sér
einkaviðræður í bústað Carters í
Camp David í Catocin-fjöllum í
gær, en í morgun var fyrirhugað
að ráðgjafar þeirra kæmu saman
með þeim til nánari viðræðna. I
fylgdarliði Carters voru þeir
Walter Mondale varaforseti og
Cyrus Vance utanríkisráðherra
en f för með Sadat var m.a.
egypski utanríkisráðherrann,
Mohammed Ibrahim Kamel.
— Tíbet lok-
að áfram
Framhald af bls. 1.
Virtist hann að sögn fréttamanna
ágæta vel fyrirkallaður og hress f
bragði.
Fréttamenn leituðu mjög eftir
svörum við þvi hvort Kínnverjar
myndu opna Tíbet fyrir viðskipt-
um og ferðamönnum erlendis frá
og var af orðum Teng að skilja að
það yrði ekki gert af heilsufars-
ástæðum. Hann sagði að vegna
þess hve hátt Tfbet lægi og lands-
lag þar væri hrjúft og erfitt yfir-
ferðar væri óhugsandi að þróa þar
ferðamannastraum og fjölþættari
viðskipti að svo stöddu. Hann
sagði að meira að segja væri kín-
verskum varaforsætisráðherra
ekki frjálst að fara inn i ákveðin
svæði í Tfbet og hann hefði aðeins
getað horft þangað úr lofti. Teng
sagði að þeir sem vildu fara til
Tíbet yrðu að fara í nákvæma
læknisskoðun áður, þar sem loftið
væri mjög þunnt, enda landið í 4
þús. metra hæð yfir sjávarmál.
Teng var spurður hvort „bófarnir
fjórir frá Shanghai" hefðu alger-
lega verið yfirbugaðir og sagði
hann þá hraðmæltur „vitaskuld"
en bætti sfðan við að það væri
sjálfgert að baráttunni yrði hald-
íð ffram gegn hvers kyns niður-
rifsöflum.
Teng sagði að samskipti Nepals
og Kina væru til fyrirmyndar og
þar bæri hvergi skugga á og við-
ræður hans við ráðamenn hefðu
verið einkar gagnlegar.
Costa del Sol Kanaríeyjar
Irland Jugóslavía
Sumaráætlunin tilbúin!
Samvinnuferðir
AUSTURSTRÆTI 12 SIMI 27077
LANDSÝN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 28899
Sumir versla dýrt —
aórir versla hjá okkur.
Okkar veró eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupuml
A morgun er
Bolludagur...
Því ekki að hafa fiskibollur?
— eða kjötbollur?
Okkar rómaða fiskf ars
hefur alltaf verið gott, en aldrei
eins og á Bolludaginn
Kjötfars,
saltað
og nýtt
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17