Morgunblaðið - 16.02.1978, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.02.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTLTDAGUR 16: FEBRUAR 1978 7 Skuggi stjórn- arandstöðu Þegar á dögum fyrri vinstri st jórnarinnar, árið 1956, stóðu þeir Lúðvfk Jósepsson og Gylfi Þ. Gfslason, þá sem ráðherrar, saman að bindingu verðbóta. Báðir hafa þeir ftrekað staðið að gengisfækkun- um til að styrkja rekstr- arstöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu; Lúðvík f tvígang f vinstri stjórn- inni síðari, enda sjávar- útvegsráðherra. Ifann stóð jafnframt að þvf þá, ásamt núverandi formanni Samtaka frjálsfyndra og vinstri manna, að rjúfa tengsl kaupgjalds við verðlag, rifta vfsitöluákvæðum þáverandi kjarasamn- inga. Stjórnarandstæðing- ar hafa uppi stór orð, f ræðu og riti, þessa dag- ana, gegn ákvæðum stjórnarfrumvarps um ráðstafanir í efnahags- málum. Þær aðgerðir, sem þeir deila harðast á, mynda þó þeirra póli- tíska skugga, sem fylgir þeim. Forvfgismenn stjórnarandstöðunnar hafa allir staðið að hlið- stæðum ráðstöfunum og nú er beitt, sumir marg- oft. Gagnrýnisorð þeirra eru þvf hol og innantóm. Minni gengis- felling en oft áður Tíminn segir nýlega f leiðara: „Gengisfelling er allt- af neyðarúrræði. Hún leysir ekki heldur neinn vanda til fram- búðar, nema henni fylgi fullnægjandi hliðarráð- stafanir. Gengisfelling er Iangoftast afleiðing verðbólgu, sem ýmist rekur rætur til inn- lendra orsaka eða er- lendra. Að þessu sinni eru orsakirnar fyrst og fremst innlendar. Örar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds hafa leitt til þess, að laun hafa hækkað hér um 60—80% á einu ári. Slfka hækkun geta út- flutningsatvinnuvegirn- ir ekki staðizt, þrátt fyr- ir hagstæða verðlags- þróun erlendis. Þess vegna var ekki hjá þvf komizt að grfpa til geng- isfellingar eða annarrar hliðstæðrar ráðstöfun- ar, ef ekki átti að láta útflutningsatvinnuveg- ina stöðvast meira eða minna. I kjölfar þess hefði fylgt atvinnuleysi með öllu því böli sem því fylgir. Að þessu sinni hefur verið gripið til minni gengisfellingar en oft- ast áður. Þetta er gert í trausti þess að verð út- Svipmynd frá Alþingi flutningsvaranna a.m.k. Þetta kemur þeim haldist erlendis og að heldur takist að draga úr verðbólguvextinum innanlands. Rætist þessar vonir ekki, verð- ur þessi gengisfelling, eins og svo margar aðr- ar, ekki annað en bráða- birgðaráðstöfun.1* Þeim launa- lægstu að mestum riotum Enn segir Tíminn: „Til þess að koma f veg fyrir, að áhrif geng- isfellingarinnar til stuðnings útflutningn- um renni strax út í sandinn, hyggst rfkis- stjórnin fá fram lög, sem takmarka nokkuð vísitölubætur, þó til- tölulcga minnst hjá þeim launalægstu. Jafn- framt verða ýmsar bæt- ur, eins og barnabætur, auknar og einnig aukn- ar niðurgreiðslur á helztu Iffsnauðsynjum. launalægstu að tiltölu- lega mestum notum. Kjaraskerðingin hjá þeim ætti því að reynast lítil, en hins vegar meiri hjá þeim sem hærri laun hafa. Eins og vænta mátti hefur þessum fyrirætl- unum verið mótmælt af samtökum launamanna. Þvf hefur jafnframt verið hótað að grfpa til verkfalla. Slíkt verður þó að telja ólfklegt, því að bæru verkföll þann árangur, að óbreyttar verðbætur héldust áfram, gæti það ekki leitt til annars en að útflutningsframteiðsl- an stöðvaðist eftir stutt- an tíma. Þá héldi at- vinnuleysið innreið sína og það yrði ekki launafólki til hagsbóta. Verkföll eiga rétt á sér, þegar atvinnuvegirnir geta borið hækkanir, en ekki undir andstæðum kringumstæðum." VALD. POULSEN" Suðurlandsbraut 10. simar 38520—31142. Eigum ávallt fyrirliggjandi Fenner reimar og reimskífur, Fenrier gírmótorar, Fenner leguhús, JTr’xTÍ,!-' *>f —i I J • , •• fM-1 ••' lii Fenner ástengi í miklu úrvali. Látið okkur leiðbeina yður um val á Fenner drifbúnaði. Vatnsþéttur krossvióur Mótakrossviður, Combi krossviður, harðviðarkrossviður í ýmsum þykktum. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG T, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjödleikhúsinu * Ahuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun Með þjálfun og kennslu í hinum fræga skóla James Haroldson, Spartan School of Aeronautics, 8820 East Pine St. Tulsa Oklahoma 741 51 U.S.A. Skrifið strax i dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur, mun verða sendur til yðar, nýir nemendur teknir inn mánaðarlega. Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan. MC C0NNEL traktors-grafa Eigum fyrirliggjandi traktorsgröfu 5/12, sem hægt er að nota á alla alaenqustu dráttarvélatequndir, yfir 60 hestafla Gröfunni fylgja 2 skoflur, önnur 760 mm/30 og hin 280 mm/ 11" Afar hagstætt verð Vélaborg h.f. Sundaborg — Símar 86655 — 86680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.