Morgunblaðið - 16.02.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978
Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra:
„Flest hraðfrystihús hefðu
ney ðzt til að s töðva rekstur’ ’
— án gengisbreytingar og hliðarráðstafana
Stjórninni bar skylda til að taka ákvarðanir, er
tryggðu áframhaldandi verðmætasköpun og atvinnuöryggi
Hér fer á eftir að megin-
máli ræða Matthíasar
Bjarnasonar, sjávarútvegs-
ráðherra, er hann flutti við
útvarpsumræður frá Al-
þingií fyrrakvöld.
Tvö markmið
Góðir íslendingar. Þegar núv.
ríkisstj. tók - við völdum fyrir
þremur og hálfu ári setti hún sér
tvö höfuðmarkmið: I fyrsta lagi
aó færa fiskveiðilögsögu okkar út
i 200 sjómílur og stefna að alger-
um yfirráðum Islendinga yfir
fiskveiðum á öllu þessu hafsvæði.
í öðru lagi að draga úr verðbólg-
unni. Þar náðist mjög umtalsverð-
ur árangur, því að á miðju s.I. ári
var verðbólgan komin niður I
26%. Nú er hún að vísu á leiðinni
yfir 30% markið, vegna þess að
kauphækkanir hafa síðustu tvo
mánuði hækkað að meðaltali um
rúmlega 60% á sama tíma sem
meðaltalshækkun á útflutningsaf-
urðum okkar hefur ekki numið
nema um 20%.
Við verðum líka að hafa I huga,
að frá því að kjarasamningarnir
voru gerðir hafa ytri aðstæður
versnað hjá okkur islendingum
hvað snertir verð og sölu á út-
flutníngsafurðum. Að undan-
förnu hefur ekki orðið framhald
hækkana á freðfiskafurðum; salt-
fiskafurðir hafa lækkað frá því
sem áður var og við eigum óseldar
skreiðarbirgðir fyrir 5000 millj.
kr. Þessar breytingar allar hafa
rýrt afkomu útflutningsatvinnu-
veganna gífurlega og á þann veg,
að ekki varð komist hjá aðgerðum
til þess að koma I veg fyrir, að
flest hraðfrystihús landsins
hefðu neyðst til þess að stöðva
rekstur sinn. Sömuleiðis þótti
bæði rétt og sanngjarnt að hækka
fiskverð um 13%, sem staðið
hafði óbreytt frá 1. júlí á s.l. ári.
Eg tel eðlilegt, að slík fiskverðs-
breyting ætti sér stað á sama tíma
og aðrir launþegar hafa fengið
miklar hækkanir. Það var ekki
hjá því komist en sjómenn fengju
þessa hækkun sem og útgerðar-
menn, til þess að mæta hækkun-
um á útgerðarkostnaði skipa
sinna. Það er augljóst mál, að
þegar kaupgjald og verðlag þre-
faldast miðað við verðmæti út-
flutningsframleiðslunnar, þá þarf
að gera sérstakar ráðstafanir.
Ef fiskvinnslan
hefði stöðvazt
Eftir kjarasamningana á s.l.
sumri og með nýju fiskverði frá
áramótum fór hagur hraðfrysti-
húsanna og flestra annarra greina
I fiskiðnaði mjög versnandi og svo
var komið nú um áramótin, að
óumflýjanlegar voru ráðstafanir
til þess að koma I veg fyrir stöðv-
un þessara mikilvirku atvinnu-
tækja. Stöðvun hraðfrystiiðnaðar-
ins þýddi stöðvun útgerðar óg
stöðvun velflestra atvinnugreina I
þessu landi, því að sjávarútvegur-
inn er undirstöðuatvinnuvegur
landsmanna. Þegar hann bregst
bregðast einnig aðrar stoðir ís-
lensks efnahagslífs. Þess vegna
var gengisbreyting gerð og I fram-
haldi af henni þær hliðarráðstaf-
anir, sem þetta frv. gerir ráð fyr-
lr' 1 þeim hliðarráðstöfunum er
fyrst og fremst stefnt að því að
tryggja þeim, sem minnst hafa I
þjóðfélaginu svipuð lífskjör og
þeir áður höfðu. Hins vegar verð-
ur ekki hjá því komist að draga úr
kaupuppbótum á öll meðallaun og
upp úr þannig, að þeir sem hæst
launin hafa, verða að krónutölu
að fórna mestu. Samhliða þessu
eru gerðar ráðstafanir til þess að
bæta hag ellilífeyrisþega og ör-
orkuþega fram yfir það, sem oft
áður hefur verið gert. Ég tel, að
þessar ráðstafanir, sem hér er
verið að gera séu eins mildar og
hægt er. Það er óhjákvæmilegt
annað en að taka vísitöluna til
meðferðar, því áð við getum ekki
lifað og rekið okkar þjóðfélag
með því vísitölufyrirkomulagi,
sem við búum við og er margvið-
urkennt af talsmönnum allra
flokka, að þurfi að breyta til þess
að draga úr hinum mikla verð-
bólguhvata, sem það hefur I för
með sér. En þegar á hólminn er
komið standa menn ekki við stóru
orðin.
70 þúsund manns
fóru utan
Það má lengi deila um hvaða
breytingar eigi að gera á vísitölu-
grundvellinum. Þær breytingar,
sem þetta frv. felur I sér eru að
mínum dómi eðlilegar, þegar
jafnframt er höfð I huga sú yfir-
lýsing, sem hæstv. forsrh. gaf hér
áðan varðandi niðurgreiðslur á
vöruverði. Atvinna hefur verið
mikil I landinu og tekjur hjá öll-
um stéttum verið mjög góðar.
Kaupgeta hefur verið meiri en
nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það
að góðæri hefur verið ríkjandi hjá
öllum þorra Iandsmanna er kynt
undir elda að glóðum óánægju.
Þar hefur neikvæð frétta-
mennska, bæði ríkisfjölmiðla og
annarra fyrst og fremst verið að
verki. Þar er aldrei spurt um,
hvað áunnist hefur, hvort við höf-
um gengið götuna til góðs, heldur
er alltaf spurt: ertu ekki óánægð-
ur með þetta eða hitt? Alltaf er
reynt að finna einhvers staðar
óánægju. Er þá mögulegt, að
óánægjan eigi fyrst og fremst að
vera ríkjandi, þegar flest leikur I
lyndi? Ber kaupmáttur launa á
s.l. ári vott um, að almenningum
hafi átt við mikla erfiðleika að
stríða I efnahagsmálum á s.l. ári?
Ber það vott um, að lífskjörin hafi
versnað, þegar 70 þús. manns
hafa farið utan og keypt gjaldeyri
I íslenskum bönkum fyrir 5.8
milljarða kr. Til samanburðar
fóru utan 59 þús. manns með
gjaldeyri 3.2 milljarða kr. á árinu
á undan? Ber það vott um fátækt,
að keyptar voru til landsins á s.l.
ári 7563 bifreiðar á móti 4310 á
árinu 1976? Ber það vott um pen-
ingaleysi, að flutt eru inn 8827
sjónvörp á árinu 1977 á móti 2202
árið undan, þar af þeim eru 97%
litasjónvörp. Ber þetta vott um,
að það hafi kreppt alvarlega að
almenningi I þessu landi. Eða ætl-
ar einhver að halda því fram, að
þessi innflutningur nái aðeins til
örfárra forréttindamanna eða
stétta I þjóðfélaginu.
Verslun á s.l. ári og þó serstak-
lega I desembermánuði hefur
aldrei verið meiri. Lífsgæðakapp-
hlaupið hefur verið I algleymingi.
Finnst hlustendum þetta ekki
vera I samræmi við sultarræðu
Sighvats Björgvinssonar hér áð-
an?
Vítahringur sem
komast verdur út úr
En við verðum að taka tillit til
aðstæðna I þjóðfélaginu. Við vit-
um það, að það var gengið of langt
i verðlags- og kauphækkunum á
s.I. ári og dýrtíðarhjólið hefur
snúist hraðar og við stefnum rak-
leitt í svo gífurlega dýrtíð, að á
tveimur árum, ef ekkert er að
gert, myndum við nálgast það
Evrópumet sem var, þegar Lúðvík
Jósepsson og þeir félagar fóru frá
stjórn 1974. Það dugar skammt að
berja sér á brjóst og bölva
verðbólgunni. En þegar á að gera
ráðstafanir til þess að draga úr
skaða þessa skrímslis er snúist á
Útvarpsumræður um efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar:
„Gengisbreytingin var alger nauð-
syn vegna stöðu atvinnuveganna og
vegna viðskipta við önnur lönd”
sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra
ÞRIÐJA umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar til
laga um aðgerðir í efnahagsmálum fór fram í fyrra-
kvöld og var útvarpað frá henni. Þeir þingmenn, sem
töluðu af hálfu Sjálfstæðisflokksins, voru Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra en ræð: hans var birt í
blaðinu í gær, og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra og er ræða hans birt í heild sinni í blaðinu í dag.
Þá töluðu af hálfu Framsóknarflokksins Tómas Arna-
son og Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra, af
hálfu Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal, Sighvatur
Björgvinsson og Gylfi Þ. Gíslason, af hálfu Alþýðu-
bandalagsins Lúðvík Jósepsson og Eðvarð Sigurðsson og
að lokum af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna þeir Magnús Torfi Ólafsson og Karvel Pálmason.
Fer hér á eftir úrdráttur úr ræðum þessara þingmanna:
Lúðvík Jósepsson (Abl); For-
sætisráðherra heldur þvi fram að
nauðsynlegt hafi verið að gera
þessar ráðstafanir til að tryggja
rekstur atvinnuveganna svo og að
ekkert þjóðfélag þyldi 50—60%
faunahækkanir á einu ári, og að
reynt væri að tryggja hagsmuni
láglaunafólks og að stefnt væri að
því að kaupmáttur launa yrði
svipaður og á siðasta ári. Hér er
um lélegar skýringar forsætisráð-
herra að ræða, skýringar sem
ekki segja hálfan sannleikann og
ganga á svig við kjarna þess alvar-
lega máls, sem hér er um að ræða.
Gengislækkun sú er samþykkt var
fyrir fáum dögum og orsakar
14.9% hækkun á erlehdum gjald-
eyri éða um 15% verðhækkun á
öllum innfluttum vörum, var að-
eins formleg tilkynning um
ákvörðun sem ríkisstjórnin hafði
tekið fyrir mörgum mánuðum.
Það var verðhækkunarstefna
ríkisstjórnarinnar sem margfald-
aði 8—9% kaupmáttaraukningu
upp í 60—70% krónutöluhækkun
kauptaxta, sem nú er verið að tala
um og síðan leiddu allar þessar
hækkanaráðstafanir til þess að
gengið var fellt nú, er þetta því
alls ekki sök verkalýðshreyfingar-
innar að svo er komið í efnahags-
máium þjóðarinnar.
Tómas Arnason (F): A undan-
förnum árum hefur verið beint
miklu fjármagni til þess að
byggja upp atvinnutæki til lands
og sjávar. Samhliða sigursælli
baráttu fyrir útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar hefur fiskiskipaflot-
inn verið efldur og er að allri gerð
og búnaði eins og bezt verður á
kosið. Á þessu ári verður að
mestu lokið við uppbyggingu og
endurbætur á fiskiðjuverum og
frystihúsum úti á landsbyggðinni
utan Reykjavíkur og Reykjanes-
svæðisins, en verið er að leggja
grundvöll að skipulegri uppbygg-
ingu á því svæði m.a. með þeim
ráðstöfunum, sem hér eru til um-
ræðu.
I landbúnaði hefur einnig
verið stórfelld uppbygging, sem
gerir fáliðaðri en atorkusamri
bændastétt kleyft að brauðfæða
þjóðina með hollum og heilnæm-
um fæðutegundum. Þjónustu- og
framleiðsluiðnaður hefur verið
stórefldur, þar á meðal vaxandi
útflutningsiðnaður. Sem dæmi
um árangur þessara þróttmiklu
framleiðslustefnu má nefna, að
útflutningsverðmæti sjávaraf-
urðaframleiðslunnar nam yfir 80
milljörðum króna á s.l. ári. Það er
mála sannast, að sjaldan eða
aldrei hefur Islendingum vegnað
betur en einmitt hú, velmegun er
mikil og almenn og atvinnuleysi
er í algjöru lágmarki, þetta finnur
og veit öll þjóðin. Að lokum vil ég
segja það að við erum of hátt uppi
i efnahagsmálum til að geta
stokkið niður á trausta jörð i einu
stökki, án þess að skaða okkur.
Benedikt Gröndal (A): Þessi
ríkisstjórn sem nú situr að völd-
um er algerlega misheppnuð, hún
kom til valda fyrir þremur og
hálfu ári í frekar lélegu árferði,
en allt frá þeim tíma hafa aðstæð-
ur allar batnað og hafa aldrei
verið betri en einmitt nú, samt
hefur stjórn þjóðarbúsins farið í
handaskolum, landið er að sökkva
í erlent skuldafen og verðbólgan
riður húsum, svo að einstakling-
um og stofnunum er varla vært.
30—50% verðhækkanir á ári hafa
þurrkað út siðferðiskennd þjóðar-
innar, og leitt af sér meira órétt-
læti, meiri spillingu, meiri sér-
réttindabrask en þjóðin hefur
nokkru sinni kynnst fyrr. Ríkis-
stjórnin mun augsýnilega skilja
við efnahagsmál okkar i meiri
ógöngum en þau voru þegar hún
tók við. Þær efnadhagsráðstafan-
ir sem hér er verið að ræða um
eru gerðar fyrst og fremst á
kostnað launþega, sem minnst
mega sín og er það furðulegt að
þeim tillögum, sem verðbólgu-
nefndin sendi frá sér, er alger-
lega stungið undir stól af rikis-
stjórninni, en í mörgum þeirra
leiðum er gert ráð fyrir að skerða
á engan hátt hlut vinnandi fólks í
landinu.
Magnús Torfi Ólafsson (Sfv):
Ríkisstjórnin hóf feril sinn með
tveimur gengisfellingum á einu
misseri og nú framkvæmir hún þá
þriðju í lok valdaferils síns. 1
framhaldi af þessari gengisfell-
ingu leggur hún svo fyrir frum-
varpið sem hér er til umræðu, þar
sem kveðið er á um ógildingu
verðbótaákvæða allra kjarasamn-
inga og helmingslækkun þeirra
verðbóta á laun, sem samið var
um á seinni hluta s.l. árs fyrir
þorra launafólks. Einnig hyggst
ríkisstjórnin gera gangskör að því
að breyta vísitölugrundvellinum
með því að nema úr grundvelli
verðbótavísitölu alla óbeina
skatta, s.s. söluskatt og hvers kon-
ar aðflutningsgjöld og benzín-
skatt. 1 starfi verðbólgunefndar
nú siðustu mánuði fór það ekki
dult að ríkisstjórnin var að undir
búa slíkar aðgerðir í efnahags-
málum, sem og varð raunin á. Það
er einnig ljóst í þessu frumvarpi
að hver höndin hefur verið uppi á
móti annarri í stjórnarflokkunum
um afgreiðslu þess, þannig að
ekki er von á góðu. Þetta frum-
varp er ekki markviss ráðstöfun
samhentrar rikisstjórnar, sem
veit hvað hún vjll og hefur mark-
að sér leið af framsýni og yfirveg-
un. Þetta frumvarp er vanburða
afsprengi sundurleits þingmeiri-
hluta, sem hangir saman á því
einu að hann veit sig sameigin-
lega ábyrgan fyrir misheppnaðri
stjórn flokks sem hafa fyrirgert
trausti margra sinna beztu stuðn-
ingsmanna.
Sighvatur Björgvinsson (A);
Enn ein kollsteypan blasir nú við
í efnahagsmálum, undir lok fjög-
urra ára valdaferiis ríkisstjórnar
tveggja stærstu stjórnmálaflokka
á Islandi. Nú stendur þjóðin á
barmi hengiflugs. Við blasir
35—40% verðbólga, hrun at-