Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 10. FEBRUAR 1978
Ber verðbólgudraugur-
inn sigur úr býtum?
- eftir Ellert B. Schram alþ.m.
Efnahagsmál eru enn á dag-
skrá. Langar ræður eru fluttar
og harðorðar yfirlýsingar gefn-
ar út. Málin eru flækt og
sjónarmið eru svo andstæð að
almenningur á i erfiðleikum
með að átta sig á hvað raun-
verulega er verið að gera.
Niðurstaðan verður sú að fæst-
ir leggja trúnað á það sem sagt
er og stjórnmálamenn minnka
enn í áliti fyrir einhliða mál-
flutning.
1 þeim umræðum sem fram
hafa farið virðast flestir sam-
mála um, að óhjákvæmilegt sé
að grípa til einhverra ráðstaf-
ana, bæði til að koma fram-
leiðsluatvinnuvegunum á
réttan kjöl og forðast aukna
verðbólgu.
Agreiningur er hinsvegar um
orsakir þessa ástands sem við
blasir, og jafnframt um leiðir
til að mæta honum.
Orsakirnar eru að sjálfsögðu
margvíslegar og ástæðulaust að
frfa rfkisstjórnina af þeim að
öllu leyti. Rikisstjórnin hefði að
margra mati mátt vera ákveðn-
ari í baráttu sinni gegn verð-
bólgunni og haga stjórn sinni
svo, að til núverandi vanda
hefði ekki komið. En um leið og
þetta er sagt verða menn að líta
í eigin barm og viðurkenna að
þeir hafi ekki verið tilbúnir til
að kosta einhverju til sjálfir,
eins og nú kemur á daginn.
Stjórn landsmála er engan
veginn einföld og hagsbætur til
handa einum eru oft á kostnað
annars. Hitt er líka löngu orðið
ljóst, að völdin í þessu landi
liggja ekki alfarið í höndum
ríkisstjórna. Hagsmunasamtök,
almenningsálit, atvinnustefna
og þróun peningamála hafa
óneitanlega áhrif, sem ekki
verða virt aó vettugi. Og meðan
frjálsir kjarasamningar eiga
sér stað, sem fela í sér 60%
hækkun launa á einu og sama
árinu, er barnalegt að loka
augunum fyrir þvf, að þeir hafi
ekki veruleg áhrif.
- • -
Um þetta er þó þýðingarlaust
að karpa úr því sem komið er,
og heiðarlegast að viðurkenna
vandann, eins og hann liggur
fyrir. Gengisfelling var orðin
óhjákvæmileg og jafnframt
ljóst, að til hliðarráðstafana
varð að grípa svo afleiðingar
gengislækkunar margfölduðu
ekki verðbólgu á augabragði.
Hverju barni á að vera ljóst,
að ekki er hægt að gera ráðstaf-
anir án þess, að einhver finni
fyrir þeim. Við ákvörðun um
leiðir setti þingflokkur sjálf-
stæðismanna sér það megin-
markmið, að kjaraskerðing, að
svo miklu leyti sem hún var
óhjákvæmileg, mætti ekki vera
tilfinnanleg fyrir hina lægst
launuðu, og að kaupmáttur
skertist ekki frá fyrra ári, eins
og hann hefur bestur verið.
Þessum markmiðum hefur að
mestu verið náð eins og fram
kemur í frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar. Sá launamaður sem
hefur kr. 100 þús. skv. kaup-
taxta fær kr. 8.800 verðbætur 1.
mars n.k. í stað kr. 10 þús.
Hækkun launa, sem hann
skyldi fá skv. kjarasamn. er
skert um kr. 1.200,- Þá aðeins,
þegar laun eru orðin kr. 176
þús, skv. kauptaxta, verða verð-
bætur skertar um helming.
Auk þessa eru barnabætur
hækkaðar, sem leiða til skatta-
lækkunar fyrir barnafólk, vöru-
gjald er lækkað og bætur
almannatrygginga hækkaðar.
- • -
Hitt atriðið, sem túlka má
sem kjaraskerðingu, er, að frá
og með 1. janúar 1979 skulu
óbeinir skattar ekki hafa áhrif
á verðbótavísitölu.
Þetta ákvæði er stefnumark-
andi og virðingarverð tilraun
til að komast út úr vítahring
víxlhækkana og brjóta niður
það dæmalausa kerfi, sem í
gildi er. 1 sjálfu sér væri það
óþarfi fyrir stjórnvöld að setja
slíkt ákvæði í lög nú, þar sem
það hefur ekki áhrif á verðlags-
þróun eða kjarasamninga á
þessu ári. En það er engu að
síður gert til að undirstrika
þann ásetning að takast þurfi á
við verðbólguna með raunhæf-
um hætti.
-• -
Skiljanlegt er að verkalýðs-
hreyfingin mótmæli ráðstöfun-
um sem fela í sér skerðingu á
kjarasamningum, sem nýlega
hafa verið gerðir.
Við því mátti búast. Það er
engum fagnaðarefni, að skerða
kjör og gerða samninga, allra
sízt stjórnmálamönnum, sem
leita þurfa fylgis þess sama
fólks, sem aðgerðirnar bitna á.
En hvers vegna er petta þá
Ellert B. Schram.
gert? Af illgirni gagnvart laun-
þegum? Vitaskuld ekki. Það er
gert í þeirri trú, að það sé laun-
þegum fyrir bestu, að verð-
bólgudraugurinn sé kveðinn
niður — í þeirri von að
almenningur skilji, að það sé
betra að vera nokkrum
verðbótakrónum fátækari í
bráð ef kaupmáttur er tryggður
í lengd.
- • -
Einhverjum kynni að detta í
hug að láta alt vaða á súðum
fram yfir kosningar, ýta
vandanum á undan sér. En
skyldi þjóðin ekki frekar meta
ábyrgð og aðgerðir, frekar en
lýðskrum og verðbólgubrask?
Er það ekki kjósendum meira
að skapi og þjóðinni meira að
gagni, að ráðstafanir séu gerðar
nú þegar, og því lýst yfir hvað
fyrir stjórn og stuðningsflokk-
um hennar vakir í baráttunni
gegn verðbólgunni?
Ef við meinum eitthvað með
því, að verðbólgan sé okkar
mesti bölvaldur, og beita þurfi
öllum tiltækum ráðum til að
draga úr henni, þá verður að
sætta sig við að eitthvað sé gert
— og það strax.
öllum hugsandi mönnum er
ljóst að margt meira þurfi til að
koma. En það verður því aðeins
gert, að stjórnmálamenn hafi
kjark til slíkra aðgerða og
standi við þær, þrátt fyrir mót-
mæli og andbyr um stundar-
stakir. Frumvarp ríkisstjórnar-
innar nú er prófsteinn á þetta
þrek.
Atökin um tillögur ríkis-
stjórnarinnar eru því raunveru-
lega átök um það hvort þjóðin
vill óðaverðbólgu áfram eða
ekki. Hér berjast ekki stjórn og
stjórnarandstaða, né heldur
stjórn gegn verkalýð. Hags-
munir þessara aðila allra fara
saman gegn hinum eiginlega
óvini — verðbólgunni.
Vitaskuld getur verkalýðs-
hreyfingin sett hnefann i
borðið, sagt upp samningum og
boðað verkföll. Þau átök gætu
eflaust leitt til þess, að fallið
væri frá skerðingu verðbótanna
og viðnámi gegn víxlhækkun-
um.
En hver verður þá ofan á?
Ekki atvinnuvegirnir, ekki
launþegar — ekki einu sinni
stjórnarandstaða. Sigur-
vegarinn í þeirri orrahríð
. verður verðbólgudraugurinn
sjálfur — og hann mun þá eiga
sér langt líf.
Þorsteinn Jónsson:
Raunhæf leið í þróun
sjálfstæðrar, íslenzkr-
ar kvikmyndagerðar
Nýlega birtist í blöðum grein
eftir Hrafn Gunnlaugsson um
hvað gera þurfi í málum íslenskr-
ar kvikmyndagerðar. Hann bend-
ir þar á tvær leiðir: í fyrsta lagi
að kvikmyndagerðarmönnum
verði gert kleift að kaupa tæki til
kvikmyndagerðar með lánafyrir-
greiðslu eins og stendur öðrum
iðnaði í landinu til boða. í öðru
lagi leggur hann til að framlög
einstaklinga til kvikmyndagerðar
verði undanþegin skattskyldu.
Mig langar til að taka undir
fyrri tillöguna, sem ætti raunar
að vera svo sjálfsagt mál að ekki
þyrfti um að ræða. Þótt kvik-
myndagerðarmenn vilji gjarnan
líta á kvikmyndina sem listgrein
fremur en iðnað, er því ekki að
neita að framleiðsla kvikmyndar
lýtur að miklu leyti sömu lög-
málum og framleiðsla hverrar
annarrar iðnaðarvöru. Gerð kvik-
myndar getur ekki farið fram á
sama hátt og önnur listsköpun.
Hún krefst dýrra tækja og sam-
vinnu fjölda manns. Lán til tækja-
kaupa ættu ekki síður að standa
kvikmyndagerðarmönnum til
boða en öðrum iðnaði.
Stærsta vandamál íslenskrar
kvikmyndagerðar er þó ekki
skortur á tækjum. Ef lagt væri
saman eru til tæki í landinu til að
gera kvikmyndir einfaldar að
sniði. í sjónvarpinu er aðstaða til
að klippa og vinna hljóð. Félag á
vegum kvikmyndagerðarmanna
er í þann mund að koma sér upp
aðstöðu til hljóðvinnslu auk
klippingar og nokkrir kvikmynda-
gerðarmenn eiga orðið tökuvélar
sem notast má við til töku á leikn-
um kvikmyndum á 16 mm filmu.
Kvikmyndagerð annarra landa
hefur byggst upp sem hver önnur
viðskipti fyrst með fjármagni frá
peningamönnum og siðan með
fjármögnun gegnum bankakerfi.
Þannig lenti kvikmyndin í hönd-
um blindrar gróðahyggju með
þeim afleiðingum að kvikmynda-
gerðarmenn hafa aldrei notið
nema örlítils brots þess tjáningar-
frelsis, sem listamenn njóta í
öðrum greinum. Aðferðin til að
spyrna gegn þessu hefur reynst
vera sú í löndum Vestur-Evrópu
að veita fé af opinberri hálfu til
kvikmyndagerðarmanna og frelsa
þá með þvi undan gróðahyggj-
unni, sem sjaldan á samleið með
menningarlegri kvikmyndagerð.
Fyrir þetta framlag hins opinbera
gréiða kvikmyndagerðarmenn
með því að kynna þjóðlíf í hverju
landi á alþjóðlegum vettvangi og
reka áróður fyrir menningu þjóð-
ar sinnar með þessu máttugasta
áróðurstæki nútimans.
Nú má vera að Hrafn Gunn-
iaugsson eigi við framlög vel
meinandi hugsjónamanna til
framleiðslu mannbætandi kvik-
mynda, þegar hann leggur til að
framlög til kvikmyndagerðar
verði undanþegin skattskyldu.
Óskandi væri að þjóðin ætti slika
hugsjónamenn. En hitt er vist að
þetta myndi vera til mikils gagns
fyrir þá tegund fjéreignamanna,
sem hafa stóran hluta kvikmynda-
gerðar heimsins í höndum sér
bæði kvikmyndagerðarmönnum
og almenningi til mikils ógagns.
Með því að stuðla að slfkri fjár-
mögnun kvikmynda er ekki verið
að stíga skref fram á við heldur
verið að endurtaka sömu mistökin
og hafa átt sér stað í öðrum lönd-
um, þar sem kvikmyndagerðar-
menn eiga í stöðugri baráttu víð
fjármálavaldið :ð fá að gera þær
kvikmyndir sem þeir telja fram-
sæknar og mannbætandi á þann
hátt sem þeir hafa kunnáttu til;
að þeir hvorki þurfi að gangast
undir ritskoðun né séu neyddir til
að setja í myndir sínar efni, sem
höfði til lægstu hvata áhorfenda
og seljist vel í það og það skiptið.
Sé ætlunin að skapa þessari grein
lífsskilyrði hér á íslandi, þarf það
að vera á þann veg að þessi
sjónarmið verði ekki ofaná og
hægt verði að framleiða kvik-
myndir um málefni, sem varða
lifandi fólk i þessu landi i stað
mynda sem byðu upp á ufsflötta
og andlegt sjálfsmorð af því tagi,
sem stór hluti kvikmyndafram-
leiðslu heimsins er í dag.
Það sem gera þarf til þess að á
fslandi geti þróast þjóðleg sjálf-
stæð kvikmyndagerð er eftir-
farandi:
1. Kvikmyndagerðarmenn þurfa
að eiga kost á lánum eða fram-
lögum úr sérstökum sjóði til
einstakra kvikmynda. Sjóður-
inn þarf að vera svo stór að
hann geti veitt umtalsverðu
fjármagni til a.m.k. tveggja
leikinna kvikmynda auk
heimildakvikmynda á ári
hverju. Frumvarp um kvik-
myndasjóð hefur verið lagt
fram á Alþingi af menntamála-
ráðherra og vonandi ber þjóð-
in gæfu til að það verði sam-
þykkt og fjármagn tryggt til
sjóðsins þannig að hann komi
að gagni.
2. Til viðbótar framlagi sjóðsins
ætti íslenska sjónvarpið að
leggja fram allt að helmingi
kostnaðar sem greiðslu fyrir
sýningarrétt i sjónvarpi á ís-
landi og ef til vill á Norður-
löndum eftir að viðkomandi
kvikmynd hefur verið sýnd í
kvikmyndahúsum. Þar fengi
sjónvarpið íslenskar kvik-
myndir til sýninga á hálfvirði
miðað við að þurfa að standa í
framleiðslu þeirra sjálft og
gæti auk þess selt þær áfram
til sjónvarpsstöðva á Norður-
Iöndum.
3. Gera þarf samkomulag við
stjórnendur kvikmyndahúsa
sem mörg hver eru rekin af
opinberum aðilum og félaga-
samtökum um sýningar á
íslenskum kvikmyndum" á
viðráðanlegum kjörum þannig
að ágóðinn nýtist í áframhald-
andi framleiðslu íslenskra
kvikmynda og kvikmynda-
sjóðurinn endurnýist.
4. Að lokum þarf að koma á
fræðslu um kvikmyndir í
skólakerfinu og kenna
nemendum að skilja mál kvik-
myndanna og meta kvikmynd-
ir. Með því móti er hægt að
byggja upp áhorfendahóp, sem
ekki er hægt að bjóða nema
það besta af kvikmyndatagi,
innlendu sem erlendu. Til þess
að slik fræðsla geti farið fram
á áhrifaríkan hátt þarf að reka
öflugt kvikmyndasafn með því
besta úr kvikmyndasögunni og
vönduðu safni íslenskra kvik-
mynda.
Takist með þessu að forða ís-
lenskri kvikmyndagerð undan
klafa ófyrirleitins gróðabralls,
þarf ekki síður að gæta þess að
stjórn þessara mála verði ekki í
höndum grárra skriffinna,
hræddra við hverja ærlega
hugsun, heldur verði þar sett fólk
með þekkingu og kjark til að
horfa með opnum augum á
íslenskt þjóðlíf og setja það á
kvikmynd.
12/2, 197S.
Þorsteínn Jónsson
kvikmyndagerðarmaður.
Fjörutfu nemendur f verkfræði- og raunvfsindadeild fóru s.l.
föstudag f kynnisferð að Kröflu og kynntu sér starfsemina þar.
Með þeim fór Júlíus Sólnes kennari þeirra og tók Axel Sölvason
þessa mynd af hópnum er hann var staddur nyrðra.