Morgunblaðið - 16.02.1978, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978
26
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna;
Mótmælir ómerk-
ingu kjarasamninga
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
LtV:
Seint verður nægileg áherzla
lögð á mikilvægí þess, að kjara-
samningar séu virtir, rétt sem
aðrar fjárskuldbindingar i þjóðfé-
laginu. Allt of oft hafa þó stjórn-
völd brotið gegn þessu grund-
vallaratriði og er mál til komið að
linni.
Þegar samningar voru gerðir á
s.l. vori var miðað við þáverandi
ástand efnahagsmála og áætlanir
um þróun þeirra til loka samn-
ingstímabilsins. Síðan þá hafa
efnahagsástæður sízt versnað.
Verðbólgan heldur þó áfram að
vaxa og dylst engum nauðsyn þess
að hamla þar á móti og tryggja að
atvinnuvegir landsmanna geti
þrifizt með eðlilegum hætti. Eng-
um dettur í hug aó hægt sé að
kveða niður verðbólguna í einni
svipan. Til þess þarf lengri tíma
og um það þarf að nást samstaða
allra meginafla í þjóðfélaginu, ef
árangurs á að vænta.
Framhald af bls. 48
og ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir
með atfylgi atvinnurekendasam-
takanna:
1: Samþykkt frumvarps þessa
fæli í sér grófa og stórfellda
kjaraskerðingu allra launþega
þar sem þeir yrðu sviftir hálfum
samningsbundnum verðbótum
fyrir verðlagshækkanir sem ekki
geta numið minna en 30—40%
frá 1. nóv. 1977 — 1. nóv. 1978 en
það er það tímabil sem verðlags-
bætur yrðu skertar fyrir skv. 1.
gr. frumvarpsins.
2. Með ákvæðum 3. gr. frum-
varpsins er gert ráð fyrir að
óbeinir skattar skuli ekki hafa
áhrif á verðlagsbætur frá og með
næstu áramótum. Auk þeirrar
ómældu kjaraskerðingar sem
þetta ákvæði hefði í för með sér
er augljóst að með þessum nýja og
gerbreytta verðbótagrundvelli
yrðu réttir aðilar vinnumarkaðar-
ins sviftir lagarétti sinum til að
semja sín í milli um eitt helsta og
mikilvægasta atriði, sem launa-
kjörin varða og ríkisvaldinu í
raun fengið í hendur einræðis-
vald til að ákvarða launakjör I
landinu.
Þar með yrðu launþegasamtök-
in gerð ómerk í kjarabaráttu sinni
að þeim hætti sem tíðkast í þjóð-
löndum þar sem lýðréttindi eru í
minnstum hávegum höfð.
Þótt ekki kæmu til margvísleg
fleiri atriði en að framan er
greint frá er augljóst að með ráð-
stöfunum þessum væri hafin slík
aðför að verkalýðsstéttinni og
samtökum hennar að óhjákvæmi-
lega nauðsyn bæri til að gegn
henni verði snúist með öllu því
afli sem samtökin hafa yfir að
ráða. Leggur ráðstefnan í því efni
sérstaka áherslu á fulla samstöðu
og samráð við Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og Far-
manna- og fiskimannasamband ís-
lands sem bæði hafa þegar lýst
eindregnum vilja sínum til sam-
starfs og baráttu við hlið Alþýðu-
sambands íslands.
Ráðstefnan ítrekar fyrri
áskoranir verkalýðssamtakanna
til ríkisstjórnarinnar um að
stöðva framgang frumvarpsins.
Verði ekki orðið við þeim ein-
dregnu tilmælum samþykkir ráð-
stefnan að fela miðstjórn ásamt
stjórnum eða fulltrúum BSRB og
FFÍ að skipuleggja sameiginlegar
baráttuaðgerðir og skal miða við
að þær hefjist 1. mars n.k. en
þann dag á fyrsta kaupskerðingin
að koma til framkvæmda. Allar
skulu aðgerðir samtakanna stefna
að þvi marki að þeim ólögum, sem
sett hafa verið hagsmunum og
rétti launamanna til höfuðs verði
í reynd eytt þannig að kjara- og
réttindaskerðingin komi ekki til
framkvæmda og verði ekki þoluð
af neinu verkalýðsfélagi né ein-
stökum félögum þeirra. Kjörorð
baráttunnár vérðí: Kjarasámn-
ingana í gildi“.
Ennfremur var samþykkt:
Ekki má grípa til neinna þeirra
aðgerða í stundarárangursskyni,
sem síðar gætu spillt fyrir fram-
haldsaðgerðum til úrbóta.
Sá þáttur frumvarps ríkis-
stjórnarinnar, sem nú er til með-
ferðar á Alþingi og ógildir að
hluta gildandi kjarasamninga, er
því bæði rangut og mjög óvitur-
legur, þar eð hann veldur litlu um
hömlun gegn verðbólgunni, en
eyðir trausti og samstarfsmögu-
leikum milli stjórnvalda og laun-
þegasamtaka, stuðlar beinlínis að
harðari kröfugerð og hindrar að
hægt sé að gera samninga til
lengri tíma.
Með vísun til framangreinds
mótmælir stjórn Landssambands
íslenzkra verzlunarmanna harð-
lega þeim áformum um ómerk-
ingu kjarasamninga, sem fram
koma í greindu stjórnarfrum-
varpi, og hvetur allt verzlunar-
fólk til samstöðu og baráttu til
varnar umsömdum kjörum, og
gegn hugsanlegri takmörkun
samningsréttarins.
„Ráðstefnan felur miðstjórn
ásamt fulltrúum þeirra launþega-
samtaka annarra, sem með henni
vilja vinna í baráttunni gegn
kjara- og réttindaskerðingunni,
sem nú dynur yfir, að nota tímann
fram til 1. mars til hins ýtrasta til
að efla samstöðu og baráttuað-
gerðir með fundahöldum í sam-
ráði við verkalýðsfélögin, með
sérstökum svæðaráðstefnum
launþegafélaganna og með út-
gáfustarfsemi.
Ráðstefnan felur framan-
greindri framkvæmdanefnd einn-
ig að standa í fyrirsvari gagnvart
samtökum atvinnurekenda og
ríkisvaldinu, en kalla til eftir
þörfum fulltrúa aðildarsamtak-
anna þegar taka þarf mikilvægar
ákvarðanir umfram þær sem í
samþykktum ráðstefnunnar eru
tilgreindar".
— íþróttir
Framhald af bls. 46.
arsson gerði góða hluti í leiknum
og sömuleiðis Gisli Blöndal. en
þann síðarnefnda vantar greini-
lega meiri leikgleði.
Dómarar voru þeir Björn
Kristjánsson og Gunnlaugur
Hjálmarsson og græddu Framar-
ar örugglega ekki á dómgæzlu
þeirra.
MÖRK FRAM: Arnar 7 (lv),
Árni 6, Birgir 3, Jens 2. Atli 2,
Gústaf 2, Guðjón 1.
MÖRK VALS^ Þorbjörn öuð-
mundsson 6, Jón Karlsson 6 (3v),
Gísli 3, Bjarni 2, Jón Pétur 2,
Steindór 2.
Misheppnuð vítaköst: Arnar
átti vitakast I stöng i fyrri hálf-
leik. — áij
— Miles með
betri stöðu
Framhald af bls. 48
hrók, en Margeiri tókst að
halda jafntefli með því að þrá-
leika.
Larsen og Miles tefldu mjög
skemmtilega skák og stendur
Miles heldur betur.
Staðan er þá þannig að Lar-
sen er með 7'A vinning og bið-
skák, Friðrik, Hort og Browne
eru jafnir með 6‘A vinning, en
Browne á þar að auki eina bið-
skák með verri stöðu og
næstur er Miles með 6 vinn-
inga og biðskák.
— Nýja loðnu-
verðið
Framhald af bls. 2
þarf að vinna áfram að endur-
bótum í þeim efnum“.
Jón Reynir Magnússon fram-
kvæmdas,tjóri Sildarverksmiðja
ríkisins sagði að kaupendur
loðnunnar væru óánægðir með
þetta nýja loðnuverð. en að
öðru leyti vildi Jón Reynir ekki
tjá sig um málið.
— Árleg
merkjasala
Framhald af bls. 2
sjálfra heldur er þetta hagsmuna-
mál allrar þjóðarinnar. Stuðlum
öll að því, að byggja svo vel upp
björgunarsveitirnar, að þær séu
vel undir það búnar að takast á
við erfið verkefni. Hætturnar
liggja allsstaðar í leyni. Slysin eru
alltof mörg í okkar litla þjóðfé-
lagi.
Tökum höndum saman og reyn-
um að fækka þeim. Það er ósk
slysavarnakvennanna að borgar-
búar taka þeim vel, sem bjóða
þeim merki á föstudag og laugar-
dag næstkomandi. Merkin verða
tvennskonar, plastmerki og
slaufumerki og kosta 200 kr.
stykkið.
Reykvíkingar góðir. Um leið og
þið kaupið merki, þá eruð þið að
leggja ykkar skerf til varnar slys-
um í landinu.
Foreldrar eru beðnir um að
leyfa börnum sínum að selja
merkin. Verða þau afhent í barna-
skólum borgarinnar. Munu 20
söluhæstu börnin fá sérstök verð-
laun.
— Prófkjör
Framhald af bls. 2
I væntanlegum hreppsnefndar-
kosningum, sem fram eiga að fara
í maímánuði n.k. Rétt til þátttöku
í prófkjörinu eiga allir meðlimir
Skjaldar og aðrir sjálfstæðis-
menn, konur og karlar, svo og
allir óflokksbundnir kjósendur
18 ára og eldri, sem lögheimili
eiga á Patreksfirði. En framboðs-
frestur rennur út sunnudaginn
19. febrúar n.k. kl. 4 síðdegis.
Kjörgengt er allt sjálfstæðisfólk,
sem og allir sem eru óflokks-
bundnir, en vilja vinna með sjálf-
stæðismönnum að málum hrepps-
félagsins.
Prófkjörið er bindandi fyrir 3
efstu menn listans, samkvæmt
nánari regíum um prófkjör.
— Bretar deila
Framhald af bls. 1
bætti þvi við að ekki væri ljóst
hvort um misskilning væri að
ræða eða „vísvitandi tilraun fær-
eyskra yfirvalda til að takmarka
samninginn sem við höfum ný-
lega gert.“
Hann sagði að ef síðari mögu-
leikinn reyndist réttur væri málið
mjög alvarlegt og það þýddi að
samningurinn væri að engu hafð-
ur.
Hann bað Efnahagsbandalagið
og færeysk stjórnvöld að gefa
þegar í stað skýringu á afstöðu
eyjaskeggja.
— Sex börn
Framhald af bls. 1
neistaflóði frá hárþurrkara
sem var notaður til að hita upp
herbergi sem þau sváfu í i gær-
kvöldi. Móðir þeirra var
fjarstödd.
— Kristján
Thorlacius
Framhald af bls. 2
sem samstaða verður um að
grfpa til og í okkar samþykkt
felst að þaó geti meðal annars
verið um að ræða vinnustöðvan-
ir í einhverri mynd.“
Kristján kvaðst telja, að
„ástandið nú kalli á sérstakar
baráttuaðgerðir utan við hefð-
bundna samninga um kaup og
kjör.
Ég tel samningsréttinn mjög
stórt mál fyrir allt launafólk og
að endurtekin riftun kjara-
samninga undanfarin ár kalli
nú á sterk og ákveðin mótmæli
gegn slíku og baráttu til að
tryggja og treysta þennan rétt,
sem við höfum fengið með lög-
um.
Þessi ályktun formannaráð-
stefnu BSRB er sterk og ákveð-
in mótmæli gegn þeim ^triðum
frumvarps ríkisstjórnarinnar,
sem þýða skerðingu á kjara-
samningunum. Það er mín
skoðun, að hér á landi skuli
ekki eingöngu vera þingræði,
heldur gerir stjórnarskráin
einnig ráð fyrir lýðræði, sem
ekki aðeins þýðir að almenning-
ur eigi að fá að segja sína skoð-
un á kjördegi. Almannasamtök-
in í landinu eru hluti af lýðræð-
inu, ekki sízt samtök launa-
fólks, sem eru 70—80% þjóðar-
innar. Alþingi hlýtur því að
taka fullt tillit til skoðana
slíkra samtaka og auðvitað von-
um við að svo verði, en fari á
annan veg munum við leita eft-
ir samstarfi við önnur verka-
lýðssamtök um andsvör. Frum-
varp ríkisstjórnarinnar þýðir
stórkostlega skerðingu á kjara-
samningunum og mönnum hrýs
hugur við því að ekki verði
staðið við samningana og fjár-
skuldbindingar þeirra, eins og
aðrar fjárskuldbindingar."
— Kolafram-
leiðsla
Framhald af bls. 22.
eftir og getur komið að því að
stærstu fyrirtæki þar • verði að
minnka eldsneytisnotkun við sig
um helming. Gæti það orðið til
þess að um 750.000 verkamenn
misstu atvinnuna að því er ríkis-
stjórinn, James Rhodos, skýrði
Carter frá á mánudag. I Indiana
er áformað að takmarka eldsneyt-
isnotkun í skólum um 50% í lok
vikunnar og 25% í fyrirtækjum.
— Skorar á
Alþingi
Framhald af bls. 5.
band Islands, Farmanna- og fiski-
mannasambands íslajids, Banda-
lag háskólamanna og Samband
ísl. bankamanna um aðgerðir til
að hrinda þeirri árás á frjálsan
samningsrétt, sem frumvarpið
felur í sér.
Skorar formannaráðstefnan á
Alþingi að hætta við að sam-
þykkja þau ákvæói frumvarpsins,
sem fela i sér riftun á samningum
um kaup og kjör.
Verði Alþingi ekki við þessari
áskorun er launafólk knúið til að-
gerða til verndar samningsréttin-
um nú og í framtiðinni.
Ef nauðsyn krefur og samstaða
næst við önnur launþegasamtök
um aðgerðir, felur formannaráð-
stefnan stjórn BSRB að gangast
fyrir víðtækri þátttöku félags-
manna Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja í þeim. Komi til
vinnustöðvunar, er stjórn Banda-
lagsins falið að taka þátt í stjórn-
un hennar af þess hálfu.“
— Rhódesíu-
deilan
Framhald af bls. 1
fallið í stríðinu á sex fyrstu vikum
ársins og ekkert bendir til þess að
lát verði á bardögunum.
Joshua Nkomo, annar tveggja
leiðtoga Föðurlandsfylkingarinn-
ar, sagði i viðtali við Reuter í dag
að samkomulagið breytti engu og
hann bætti við: „Þetta táknar að-
eins að óvinir frelsunarinnar eru
orðnir einn óvinur."
Samkomulagið er i átta liðum
og samkvæmt þvi er gert ráð fyrir
þingi skipuðu 100 þingmönnum,
þar af 28 hvítum næstu 10 ár og
þeir eiga að gæta hagsmuna
hvítra manna. Enn á eftir að ná
samkomulagi um samsetningu
heraflans og tímasetningu kosn-
inga sem leiða til myndunar
meirihlutastjórnar.
Ef samkomulag næst um mynd-
un bráðabirgðastjórnar verður
einn helzti vandi hennar sá að
sannfæra umheiminn um að sam-
komulagið sé marktækki eru lik-
ur á því að Sameinuðu þjóðirnar
fáist til að aflétta viðskiptabann-
inu á Rhódesiu.
Fyrstu viðbrögð sýna að erfitt
verður að sannfæra umheiminn.
1 New York sagðj Andrew
Young, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum
sem nýlega tók þátt i viðræðum
við Föðurlandsfylkinguna á
Möltu, að samkomulagið væri
„engin lausn“. Hann sagði að það
gæti leitt til nýrrar styrjaldar í
líkingu við borgarastríðið í
Angola. Young sagði að Banda-
ríkjamenn og Bretar yrðu að
reyna að stuðla að samkomulagi
skæruliða við stjórnmálaöfl í Rhó-
desiu.
Samkomulagið fékk líka dræm-
ar undirtektir i bandariska utan-
rikisráðuneytinu þar sem sagt var
að það virtist óviðunandi þar sem
þ'áð væri gert án aðildar Föður-
landsfylkingarinnar og fullnægði
ekki þeim þörfum sem gert væri
grein fyrir i tillögum Breta og
Bandarikjamanna um lausn deil-
unnar.
Séra Ndabaningi Sithole, einn
hinna þriggja blökkumannaleið-
toga sem standa að samkomulag-
inu, sagði að samkomulagið hefði
ekki verið gert til að þóknast Föð-
urlandsfylkingunni. Hann sagði
að næsta skrefið yrði undirritun
samningsins og myndun bráða-
birgðastjórnar. Sithole er i Jó-
hannesarborg og er á leið til
Belgiu, Vestur-Þýzkalands,
Frakklands og Bretlands þar sem
hann mun greina frá samkomu-
laginu og reyna að afla því stuðn-
ings.
Samkomulagið kveður á um
verndun mannréttinda og vernd
gegn þjóðnýtingu og eignatöku;
frelsi og hæfni dómsvalda; nefnd
sem tryggi óháða embættis-
mannastjórn; ópólitíska lögreglu
og ópólitiskan her; tryggingu fyr-
ir greiðslu eftirlauna utan Rhó-
desíu; leyfi handa Rhódesiu-
mönnum að hafa tvöfalt ríkis-
fang; þing skipað 100 fulltrúum,
þar af 28 hvítum; að hvítir einir
kjósi 20 hinna hvítu manna og
hvitir menn tilnefni frambjóð-
endur til hinna þingsætanna átta
er svartir og hvítir kjósi.
— Begin
Framhald af bls. 1
Þetta er í fyrsta skipti sem Banda-
ríkjamenn hafa samþykkt að selja
Egyptum árásarvopn. Hingað til
hafa þeir aðeins fengið flutninga-
vélar og fjarskiptatæki frá Banda-
ríkjunum.
Diplómatar í Kaíró segja að F-5
flugvélin sé ódýr og viðhald henn-
ar kosti lítið. Hún er talin hentug
til varnar en óhentug til stuðn-
ings árás á ísrael á landi.
Haft var eftir Sadat forseta í
viðtali við vestur-þýzka timaritið
Quick í dag að hann vildi minnast
undirritunar friðarsatnnings við
Israel með því að reisa kirkju,
mosku og gyðingabænahús á
Sinai-fjalli.
— Sprengjuvél
Framhald af bls. 1
flugvélinni hefðu verið handtekn-
ir.
Flugstjórinn sagði blaðamönn-
um að yfirmenn hans hefðu sagt
honum að fljúga til Mogadishu og
ekki skýrt honum frá því hver
farmurinn væri.
Egypzka stjórnin spurði stjórn
Kenya fyrr í vikunni hvort
egypzkar flugvélar mættu fljúga
yfir Norður-Kenya á leið sinni til
höfuðborgar Sómalíu, en neitað
var um leyfi ti_i þess að sögn
kenýsku fréttastofunnar.
Síðan hafa þrjár egypzkar
Boeing 707 flugvélar flogið yfir
Kenya ein á mánudag og tvær i
gær. Egypzka sendiherranum var
sagt í gær að Egyptar yrðu að
hætta að senda þannig vopn til
Sómalíu, en hann neitaði því að
Egyptar tækju þátt í vopna-
sendingum til Sómalíu.
— Friðrik bætti
Framhald af bls. 31.
bundnar leiðir en eftir 16. leik
hvits var staðan þessi:
Hvítur hótar að drepa peðið á
b7 og því valdar svartur það i
næsta leik, en það leynist fleira
i stöðunni, hvítur vinnur peð
samt sem áður. 16. . .. IIfb8, 17.
Rxe5 — Dd4, 18. Rc4 — Rc8 og
hvítur vann auðveldlega í 31.
leik.
— ASÍ stefnir
að aðgerðum