Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 30
3Ö
M0R(TLrNBl;AÐ7ÐV
0 Tillögur Torfusam-
takanna og íbúasamtaka
Vesturbæjar gera ráð
fyrir að aðeins tvö hús
verði rifin, en það eru
steinhúsin sem nú
standa á Steindórsplan-
inu. í þeirra stað verði
byggð þar tvö samliggj-
andi hús. Þá er einnig
gert ráð fyrir að eitt hús
verði byggt á Hallæris-
planinu og að Vallar-
stræti verði opnað. Öll
húsin sem gert er ráð
fyrir aö verói byggð,
eiga að hafa sama bygg-
ingarstíl og eldri húsin
við Hallærisplanið.
Nýjar
tillögur að skipulagi
Hallærisplansins
„VPÐ viljum með þessum
tillögum gefa borgarstjórn
kost á fleiri valldkostum og
hrinda af stað umræðu um
þá." Svo fórust forráða-
mönnum Torfusamtakanna
og íbqasamtaka Vesturbæj-
ar orð á blaðamannafundi
sem samtökin boðuðu til í
gær, i tilefni nýrra tillagna
að skipulagi á Hallærisplan-
inu sem samtökin hafa
unnið.
Tillögurnar fela í sér að
flest gömlu hqsanna við Hall-
ærisplanið verði látin standa
og byggð vegði ný hús, svip-
uð eldri húsunum í lögun. A
Steindórsplaninu er gert ráð
fyrir tveim samhliða húsum,
sem eru tvær hæðir, samtals
1 560 gólfflatarmetrar. Þarna
er um þrjár lóðir að ræða,
tvær i einkaeign og eina í
eigu borgarinnar. Nýju húsin
eru svipuð að stærð og lög-
un, og þau hús, sem þarna
stóðu fram til um 1960,
enda lík Austurstræti 3 og
Fálkahúsinu Þarna standa i
dag tvö steinsteypt hús, sam-
tals um 200 gólfflatarmetrar,
sem yrðu að víkja.
Á Hallærisplaninu, sem er
eign borgarinnar, ersýnt nýtt
hús með langhlið að Aðal-
stræti, alls um 475 gólfflatar-
metrar. í því húsi væri félags-
miðstöð vel í sveit sett. Ekki
er gert ráð fyrir öðrum nýjum
húsum samkvæmt þessu
skipulagi.
Nýju húsin eru lágreist
með bröttu þaki, svipuð eldri
húsunum að lögun. Þau eru
að mestu stakstæð og þarf
því ekkí að byggja þau öll í
senn, heldur getur hver lóð-
areigandi nýtt lóð sina eftir
efnum og aðstæðum.
Þá er einnig gert ráð fyrir
að skúrar þeir er risið hafa ó
Vallarstræti verði rifnir, svo
hægt verði að komast eftir
Vallarstræti frá Hallaérisplan-
inu yfir á Austur.völl. Hallær-
isplanið sjálft verður hellu-
lagt og lífgað upp á það með
blómum.
í skipulagstillögu borgar-
innar segir, að á svæði þvi
sem tillagan nær til, séu i
dag samtals 5.000 gólfflatar-
metrar i þeim húsum sem á
að rífa. í þeirra stað á að
byggja 1 1 000 gólfflatar-
metra i nýju húsnæði. Tillaga
sú sem Torfusamtökin og
íbúasamtök Vesturbæjar
hafa lagt fram, gerir ráð fyrir
að aðeins 400 gólfflatarmetr-
ar verði rifnir og í þeirra stað
byggðir samtals 2035 gólf-
flatarmetrar Samtals yrðu þá
húsin 7035 gólfflatarmetr-
wr.
í dag munu Torfusamtökin
og íbúasamtök Vesturbæjar
leggja tillögur sínar fyrir
borgarstjórn og vænta sam-
tökin þess að tillögur þeirra
verði teknar til athugunar,
sem og aðrar er fram kunna
að koma.
Pétur Pétursson, í stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar, Guúrún Auðunsdúttir, í stjórn Torfusamtakanna,
og Ragnheiður Þorláksdóttir i tbúasamtökum Vesturbæjar, á blaðamannafundinum í gær.
Heimsfrœgur
Frakki við
samdrykkju
heimspekinga
FÉLAG áhugamanna um heim-
speki, Norræna húsið og heim-
spekideild Háskóla fslands gang-
ast fyrir „samdrykkju um skáld-
skap og túlkun“ um helgina.
Fyrirlesarar verða Paul
Ricoeur, prófessor í París og
Chicag Peter Kemp, lektor í heim-
speki við Kaupmannahafnarhá-
skóla og Lars Hertzberg, heim-
spekingur frá Heisinki.
Dagskrá samdrykkjunnar er
sem hér segir: L:ugardaginn 18.
febrúar kl. 13—15 Lars Hertz-
berg, „Psychology as a Hermen-
eutic Study“. Kaffihlé. Kl. 16—18
Peter Kemp, „Videnskabog sprog
í det politiske engagement".
Sunnudaginn 19. febrúar. Kl.
14—16 Paul Ricoeur, „The
Narvative Function". Alíir fyrir-
lestrarnir verða fluttir í Lögbergi
og eru öllum opnir.
Paul Ricoeur er heimskunnur
fræðimaður á sviði heimspeki og
einn virtasti heimspekingur
Frakka nú á dögum. Meginritverk
Ricoeurs er Heimspeki viljans.
Þar fæst Ricoeur við að greina
þau hugtök sem liggja viljalífi
manna og þar með athöfnum
þeirra til grundvallar. Með ritum
sínum hefur Ricoeur haslað sér
völl í samtimaheimspeki sem einn
merkasti fræðimaður okkar tíma
á sviði kenninga og aðferða í
mannvísindum. Rannsóknir sínar
hefur hann nefnt túlkunarfræði,
fræði um aðferðir við rannsóknir
á mannlífinu, sögu manna og
menningararfi, — fræði um það
hvernig mönnum sé unnt að öðl-
ast skilning á eigin lífi og tilveru.
Síðasta bók Ricoeurs nefnist
Hin lifandi líking og kom út 1976.
Kristilegt félag heil-
brigðisstétta stofnað
Stofnað hefur verið Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Félagið er
arftaki Kristilegs félags hjúkrunarkvenna, og stóðu meðlimir
þess félags að stofnuninni hinn 16. janúar s.l. Markmið hins nýja
félags er að vera vettvangur samfélags um kristna trú og jafn-
framt starfsaðili að útbreiðslu hennar á heilbrigðisstofnunum.
Framhaldsstofnfundur félagsins hefur nú verið boðaður mánu-
daginn 20. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimili Grensássóknar við
Háaleitisbraut, og verður þar gerð grein fyrir aðdraganda að
stofnun þess og starfsleiðir og viðfangsefni framtíðarinnar rædd.
Allir, sem á einhvern hátt eru tengdir heilbrigðisþjónustu eða
hafa áhuga á að hugað sé meir en verið hefur að trúarlegum
þörfum sjúkraliðs og sjúklinga, geta gerst stofnfélagar. Félagsað-
ild er heimil bæði körlum og konum.
Núverandi formaður félagsins er Sigríður Magnúsdóttir, hjúkr-
unarnemi, en aðrir í stjórn þess eru: Brynhildur Ósk Sigurðar-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir,
hjúkrunarnemi, Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
Sólveig Öskarsdóttir, forstöðukona.
Kristilegt félag heilbrigðisstétta mun starfa í tengslum við
Hospital Christian Fellowship, sem hefur höfuðstöðvar sínar í
Hollandi.
Fyrirlestur Ricoeurs á sunnudag-
inn fjallar um tengsl sögu og
skáldskapar, en kenning Ricoeurs
er sú að mjög náin tengsl séu með
svonefndum sönnum frásögnum
og skálduðum.
Lars Hertzberg er meðal
fremstu ungra finnskra heim-
spekinga og starfar í vetur við
rannsóknir í Lundúnum. Hefur
hann ritað um siðfræði, félags-
lega heimspeki og heimspekilega
sálarfræði. Flytur Hertzberg
einnig fyrirlestur í Norræna hús-
inu á fimmtudaginn 16. þ.m. kl.
20.30 og nefnist hann „Den
moderna filosofin och synen pá
Mánniskan“.
Peter Kemp er einn kunnasti
heimsþekingur Dana af yngri
kynslóðinni. Hann stundaði m.a.
nám hjá Paul Ricoeur. Kemp er
lektor í heimspeki við Hafnarhá-
skóla og kennir einkum samtíma-
heimspeki.
Paul Ricoeur