Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 32

Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FÉBRUAR 1978 MYNTSÖFNUN: FJÓRÐI ÞÁTTUR Um verðmæti peninga í safni Það er nærri ógerlegt fyrir myntsafnara að gera sér ná- kvæma grein fyrir því hvers virði safnið hans er í peningum. Hans persónulega mat er oftast miklu hærra en fyrir safnið fæst svo í peningum. Þetta staf- ar af því að hver og einn gripur í safninu höfðar til vináttu og söfnunarnáttúru safnarans, sem safnið á. Þessa vináttu er ekki hægt að meta til peninga. En hvers virði eru þá peningar í safni? Það eru nokkur atriði sem því ráða og mun ég nú rekja þau. Þar kemur fyrst ald- ur penings. Þetta þarf þó ekki Unikum: Af myntinni er að- eins þekkt eitt eintak. ARR: Af myntinni eru þekkt 2—3 eintök. RR: Þekkt 4 til 6 eintök R: Þekkt eru 7 til 10 eintök. í bókinni íslenzkar myntir er þessi skipting ekki enn notuð því svo stutt er liðið síðan farið var að rannsaka mynt hér á landi, heldur er sett S við þá peninga og seðla sem sjaldgæf- ir eru. Þriðja atriðið sem ræður verðmæti myntar er það hvort sérstakur áhugi er meðal safn- ara að eignast einhvern ákveð- 1973, 1974, 1975, 1976 og 1977. Meira að segja eru komnir nú í umferð peningar með ártalinu 1978. 10 króna peningar eru með ártölunum: 1967, 1969, 1970, 1971, 1973, 1974, 1975, 1976 og 1977. 50 króna peningar komu fyrst fram árið 1968 en það ár var sieginn peningur í 100.000 ein- tökum til að minnast 50 ára afmælis fullveldis íslands. Þessi peningur, án textans á framhliðinni sem minnir á af- að þýða endilega að því eldri sem peningurinn er þvi verð- mætari er hann. Ég á til dæmis rómverska silfurpeninga frá fyrstu og annarri öld fyrir Krists burð. Þessir peningar eru alls ekki dýrari í innkaupi en margir peningar frá sein- ustu 10 árum, að ég nú ekki tali um peninga sem eru þetta 200 til 300 ára gamlir. Annað atriði sem skiptir miklu máli um verðmæti penings er það hve algengur eða fágætur hann er. Því færri eintök sem þekkt eru því verðmætarí er peningurinn. í erlendum bókum og tímarit- um er þetta táknað á eftirfar- andi hátt: Peningur skattheimtumann- anna: Rómverskur denar frá dögum Tíberíusar keisara. inn pening eða gerð peninga. Einn algengasti peningur á dögum Tíberíusar Rómarkeis- ara (14—37 e.Kr.) var denar- inn. Þessi peningur er nú afar dýr þótt hann sé til í afar mörg- um eintökum. Astæðan fyrir þessu eru orð Krists þar sem hann segir (í Mattheusarguð- spjalli 22, 15—22). „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“. Geysilegur fjöldi safnara um allan heim hefir tengt þessi orð Frelsarans við ofangreindan denar og því er hann dýr og sjaldgæfur. Fjórða atriðið sem áhrif hefir á verðmæti penings er það hve góður peningurinn er, þ.e. hvort hann er sem nýr og óskaddaður eða hvort hann hefir verið lengi í umferð og hefir látið mjög á sjá. Mynt- safnarar flokka mynt í flokk- ana 0, 01, 1+, 1, 1- o.s.frv. en nánar var um þessa flokkun fjallað í myntþætti hinn 28. janúar síðastliðinn. 5 króna peningar hafa verið slegnir árin 1969, 1970, 1971, mælið hefir síðan verið sleginn árin: 1970, 1971, 1973, 1974, 1975, 1976 og 1977. Allir ofan- greindir peningar 5, 10 og 50 krónur eru enn í umferð og ætti að vera auðvelt að ná sam- an öllum ártölunum fyrirhafn- arlítið, nema af 50 krónunum frá 1973. Sá peningur var að- eins sleginn í 50.000 eintökum. Hann fór í umferð að sjálf- sögðu, en safnarar höfðu ein- hverja nasasjón af því að hann væri „góður“ og keyptu hann því mjög. Keyptu hann upp svo að segja. Þennan pening er því ekki að fá nú nema hjá mynt- safnara eða myntsala. eftir RAGNAR BORG Félag vefnaðarkaupmanna: Álagning á tízku vörur er of lág Aðalfundur Félags vefnaðar- vörukaupmanna var haldinn að Marargötu 2, fimmtudag 9. þ.m. Sigurður E. Haraldsson, for- maður félagsins, setti fundinn og tilnefndi Garðar Ólafsson sem fundarstjóra og Jón I. Bjarnason sem fundarritara. Sigurður E. Haraldsson flutti skýrslu stjórn- arinnar og ræddi um félagsstarfið á liðnu ári. Þá rakti hann verð- lagsmálabaráttuna og sagði að þar væri fyrst og fremst um varnar- baráttu að ræða. Sigurður sagði að nokkur leiðrétting hefði feng- ist á liðnu ári hvað álagningu á vefnaðarvöru varðaði, en hvergi nærri fullnægjandi, miðað við kostnaðarauka verzlunarinnar. Takmarkið væri áfram sem hing- að til frjáls verðmyndun á þessum vörum. Formaður ræddi um bilastæði í miðborginni og sagði að um van- efndir á gefnum loforðum borgar- yfirvalda í því efni væri að ræða. Þá ræddi Sigurður Atvinnu- málaskýrslu borgarstjóra og um- sögn Kaupmannasamtakanna um hana. Sagði hann umsögnina hafa verið mjög ýtarlega, en fannst hlutur verzlunarinnar lítill í hin- um nýju atvinnumálatillögum, sem borgarstjóri hefur nú lagt fram. A fundinum var sérstaklega rætt um hag og afkomu verzlana, sem selja tízkuvörur. Var það samdóma álit fundarmanna, að álagning á slíkar vörur, eins og hún er nú ákveðin, sé allt of lág. Slíkar vörur eru mjög áhættusam- ar og þess vegna töldu fundar- menn, að álagning ætti að vera frjáls á slíkum vöruflokkum. Al- kunna er að kostnaðarliðir hafa hækkað gífurlega á s.l. ári og vandséð, hvernig unnt er að mæta þeim. Stjórn félagsins skipa nú: Sigurður E. Haraldsson, Erla Wigelund, Gauti Gunnarsson, Andreas Bergmann og Guðríður Gunnarsdóttir. (frétutllkynning) Frá samtökunum Ungt fólk með hlutverk: Um klám og heil- brigða dómgreind Mánudaginn 13. febrúar sl. fóru fram umræður í sjónvarpinu um hvað væri klám og hvað ekki i kvikmyndum og hvort banna skyldi fólki að horfa á klám. Langar okkur að benda á nokkur atriði í þessu sambandi málinu til skýringar. Einn þátttakendanna í umræðunum undirstrikaði með miklum orðaflaumi að ekki ætti að takmarka á nokkurn hátt sýn- ingar á klámi fyrir fullorðið fólk. í því sambandi er rétt að benda á að 16 ára unglingar eru ekki full- orðið fólk, heldur ungt fólk sem er að vaxa og þroskast, en nóg um það. Orð þessa manns mátti skilja svo að forðast beri öll boð og bönn og að fullorðnu fólki (sem að hans mati er fólk 16 ára og eldra) eigi að leyfast að gera hvað sem það vill í þessu sambandi. Allir raunsæir menn sjá í hendi sér að slíkt er rökleysa. Hver gerir allt sem honum dettur í hug eða hann langar til? — að okkar mati eng- inn sem hefur einhverja ábyrgð- artilfinningu. „Á ég að gæta bróður míns?“ var einu sinni spurt. Svarið er Já því að við eigum að gæta þess að samferðamenn okkar skaðist ekki, hvorki líkamlega eða and- lega, og til þess eru lög sett. Lög eru sett til að vernda einstakling- ana, en ekki, eins og sumum finnst kannski, af eigingjörnum kreddum til að hindra fólk í að njóta lífsins. Við verðum að hafa ábyrgðartilfinningu hvert gagn- vart öðru og leitast við að vernda hvert annað en ekki bara gera það sem okkur langar til, hvernig sem það svo kemur niður á öðrum. Slíkt er eigingirni og af hennar rótum er reyndar öll óhamingja og böl sprottið. En er þá klám skaðlegt á ein- hvern hátt? Sumir þeirra sem komu fram í þættinum virtust vera í megnustu óvissu um það atriði. Heilbrigður og hugsandi maður hlýtur að gera sér grein fyrir hættum þeim sem fylgja í kjölfar klámbylgju. í fyrsta lagi skaðar hún þær grundvallarstoðir sem mannlegt samfélag hvílir á: fjölskyldurnar. Hún hvetur beint og óbeint til ótrúmennsku innan hjónabandsins, um það eru mörg dæmi. Hið öfgakennda kynlíf sem sýnt er í sumum kynlífskvik- myndum vekur auðveldlega þær hugsanir hjá fólki að það sjálft lifi óeðlilegu kynlífi og þurfi endilega að losa sig við þær höml- ur sem það kann að hafa beitt sig, samvisku sinnar vegna. Þetta get- ur valdið því að hjón verða óánægð með hvort annað og leiti á önnur mið, út fyrir hjónabandið til að geta gengið nógu langt og fylgt þeirri fyrirmynd sem það hefur séð í slíkum kvikmyndum. Að þessu leyti getur fólk komist í verstu ógöngur, jafnvel svo að það skiptist á mökum og stofni klúbba í slíkum tilgangi eins og heyrst hefur að gerst hafi á Suð- urnesjum — vonandi eru það þó uppspunnar sögur, en ef það reynist sannleikur, hver er þá undirrót slíks? Svarinu geta menn velt fyrir sér. 1 öðru lagi viljum við benda á þá staðreynd að klám- eða djarfar kynlífsmynd- ir verka mjög örvandi á kynhvatir margra, einkanlega ungs og ógifts fólks. Margt af þessu unga fólki fær að reyna sárar afleiðingar þess. Mörg börn fæðast utan þess ramma sem þeim er ætlað að fæð- ast innan, en það er fjölskyldan — hjónabandið. Margar ungar mæður verða á flæðiskeri staddar með litla ungann sinn. Ævintýrið endar á annan hátt en ætlast hafði verið til. Afleiðingin er oft börn sem eiga engan föður og fara á mis við þann nauðsynlega þátt uppeldisins sem er að finna í skjóli föðurins og í eðlilegu til- finningasambandi við hann. Skað- aðar tilfinningar þessara barna verða oft kveikja að margskonar erfiðleikum þeirra síðar á lífs- brautinni. Hjá stjórnandi umrædds þáttar kom fram að nú væri komið til- efni til að endurskoða lagagrein þá sem varðar klám. Hvers vegna er það nauðsynlegt? Þessi grein stendur fyllilega fyrir sínu. Er nauðsynlegt að rjúka upp til handa og fóta og fara að endur- skoða (og þá að öllum líkindum veikja) þessa grein þótt einhver útlend bíómynd — klámmynd að marga áliti — hafi verið bönnuð hér?! Fyrr mætti endurskoða margt annað. Við megum ekki þegar í stað láta undan utanað- komandi þrýstingi og aoa allt eft- ir erlendum þjóðum, já vel að merkja, hvað er þá orðið af hinu margumtalaða þjóðarstolti okkar íslendinga? Að vísu er stolt og hroki ekki af betra taginu en við verðum að temja okkur festu og einurð í þeim málum sem miklu varða heill þjóðar okkar, annars býður hættan við næsta horn. Vit- anlega er ekki hægt að banna allt, en sumt verður að banna, og við, sem vitiborið fólk, verðum að taka ábyrga afstöðu í málum sem þessum, okkar vegna og allra vegna. Kæru samborgarar, góðir lands- menn! Verum raunsæ. Hverjum leyfist að aka yfir gatnamót á móti rauðu ljósi þótt hann langi til þess? Og leyfist mönnum að selja eða neyta fíkniefna þótt þeir hafi löngun í þá átt? Megum við gera hvað sem okkur dettur í hug? Nei, auðvitað ekki, slíkt myndi valda ringulreið og hruni menningar okkar. Minnumst þess einnig að hrun Rómaveldis átti upphaf sitt í siðleysi sjálfra Róm- verjanna. Lærum af mistökum annarra. Danir eru þvi miður nærtækt dæmi um ógæfu sem þessa. Þeir drekka nú beiskan bikar afleiðinga klámbylgjunnar í siðferðilegri upplausn. Gætum þess að við föllum ekki í sömu gryfju. Við berum ábyrgð á sið- ferðilegri heill afkomenda okkar og ef við sýnum ekki gott for- dæmi i þessum efnum, hvernig getum við þá ætlast til þess að unga kynslóðin geri það. Verum skynsöm, verum ábyrg og gerum rétt. Vitni vantar að ákeyrslu Slysarannsóknadeild lögregl- unnar hefur beðið Mbl. að aug- lýsa eftir vitnum að ákeyrslu, sem átti sér stað á bifreiðastæði Laugarásbíós við Kleppsveg s.l. sunnudagskvöld, einhvern tíma eftir klukkan 23 og fram yfir mið- nætti. Þar var ekið á hægri hlið blárr- ar Plymouth Valiant bifreiðar, ár- gerð 1967, og hún skemmd. Bif- reiðin ber einkennisstafina G- 4674. Fyrir nokkrum vikum var vinstri hlið sömu bifreiðar skemmd svo hér er um tilfinnan- legt tjón að ræða fyrir eigandann. Skoðanakönn- un í Breiðholti ÞÖR, félag ungra sjálfstæðis- manna í Breiðholti, hefur efnt til skoðanakönnunar meðal Breið- holtsbúa um hverfið og uppbygg- ingu þess. Erlendur Kristjánsson, for- maður Þórs, sagði í samtali við Mbl., að nokkuð hundruð mönn- um hefði verið sent í pósti eyðu- blað til skoðanakönnunarinnar og einnig hefðu félagar í Þór gengið með þau í hús. Sagði Erlendur að viðtökur fólks hefðu verið mjög jákvæðar og vænti félagið sér mikils af þessari skoðanakönnun, en skilafrestur er vika og munu félagar i Þór ganga í hús að hon- um loknum og sækja eyðublöðin. Þegar unnið hefur verið úr skoðanakönnuninni mun Þór efna til borgarafundar í Breið- holti, sem ætlunin er að fá for- svarsmenn borgarinnar til að sækja. Leiðrétting Nafn Jóns Ottós Rögnvaldsson- ar misritaðist undir mynd á bls 15 í blaðinu í fyrradag, en hann hef- ur séð um skákæfingar í Fella- helli í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.