Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 34

Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Sigurd Madslund: 2. grein Löggjöfin og fólkið Augliti til aug- litis við hótunina Sá sem hefur á þessu ári ferðast um og lifað á meginlandi V- Evrópu, í víðtækasta skilningi, er yfirbugaður, þó að viðkomandi hafi fyrirfram vitað frá fyrri ferð- um og verið undirbúinn með ýms- um upplýsingum, þá verður hann svo bugaður, bæði lxkamlega og andlega af þessum allt of skjótu, fortakslausu „nýju“ samfélags- breytingum, ofbeldi, stríðsástandi og hryðjuverkastarfsemi, að kvíðafullur finnst honum það óréttlátt að tíminn skuli líða, tifa áfram eins og teljarinn á tíma- sprengju. Þar til tíminn er út- runninn og gereyðingarsprengjan springur. Það er það sem ég gerði — ég fór frá endamörkum óveð- ursins inn í það og þvert um miðju þess. „í stórskotahríð" Til að halda áfram óveðurslík- ingunni, get ég sagt, að „elding- unum“ hafi slegið niður á stöðum sem ég var nýbúinn að yfirgefa og á stöðam sem voru framundan. Margar af raunverulegum, „glóandi" upplýsingum, þessar svörtu, þunglamalegu fyrirsagnir dagbiaða og plakata, haglhríð slagorða blönduð kuldanum frá fagorðum sérfræðinganna og skammstafanir (OPEC, OLO, BKA, CDU/FPD, EEC . . . ) komu mér á þá skoðun að við búum þegar í sprungnum þjóðfélögum — og flestir gefast upp á þvf að reyna að skiija ástandið. — En það er staðreynd, að forystumenn i okkar þjóðfélagi eru á öllum hæðum valda-píramftans yfirbug- aðir. Myndin Hvernig fá stjórnmáiamennirn- ir og ráðgjafar þeirra nothæfa, „sanna" mynd af því sem er að gerast. Mynd af þeirra eigin þjóð- félagi, öðrum þjóðfélögum og mynd af heiminum í heild. Stærstu löndin safna upplýsing- um í „banka", sérstaklega í tölvu- banka. Þessir „vélheilar“ eru mataðir, þeir vinna úr og greina niður og gefa „svar“ við þessari mötuðu þekkingu. A sama tima greina þúsundir sérfræðinga sér- fræðilegar upplýsingar sínar í samvinnu við tölvurnar, sundur- greina og greina sundur. Og hver hópur sérfræðinganna og tölvu- heilarnir reyna að safna sínum hluta af heildarmyndinni. Og hver orkar að tengja þessar niður- stöður, þ.e. að safna þeim saman í eina heildarmynd? Það eru gerð- ar tilraunir í þá átt. EN. Vfsinda- mennirnir hafa vanrækt að ein- falda hlutina — og stjórnmála- mennirnir einfalda þá um of, — og of einhliða hver út úr sínu „flokksbúri". Lgin um löggjöfina Það sem við ætlum að reyna að rannsaka hér er lögin um löggjöf- ina. Lögin hafa mest að segja og eru það hættulega í öllu spilverki stjórnmálanna. Það er eins og sér- hver setning laga feli I sér „fæð- ingu“ fjölda viðbótarlaga. — I landi t.d. þar sem fyrir 10 árum voru að meðaltali samþykkt um 40 ný lög á ári, er meðaltalið nú um 400 lög á ári. Þau lög sem falla niður vegna „elli“ eða eru felld úr gildi eru fá — og þau eru fljótlega bætt upp með langri röð eldfjör- ugra barnabarnabarna". Samfélagið sem við keppumst við að byggja upp eða sú hug- myndafræði sem stjórnað hefur verió samkvæmt er ákvörðuð eftir því hvernig löggjöfinni er háttað og þannig hvernig lífið í þjóðfé- laginu vérður. Svo getur virst að til séu marg- ar þjóðfélags-fyrirmyndir og margs konar pólitfsk hugmynda- fræði. En það er ekki svo, ef við lítúm framhjá ákveðnum blæ- brigðum. Þær eru aðeins örfáar — og þá eru andstæðurnar hafðar i huga, sem orsaka það stríð, sem geisar um allt. Þess vegna lifum við í óhamingjusömu „ófriðarveð- urfari" í stað hlýju og ljóss vin- semdarinnar og skilningsins sem er raunverulega nauðsynlegur. (Og á meðan ég færi þetta á blað hugsa ég til þeirra fjölmörgu rit- höfunda sem hafá í bókum og greinum reynt að vara fjöldann við. Ég spyr því sjálfan mig: gerir það eitthvert gagn? Og svara mér síðan: það er þó skylda þeirra, að reyna þvf það eru orðin, ORÐIN, sem skapa og geta líka brotið nið- ur). Þess vegna skulum við fyrst reyna að setja upp mynd af stærstu og ríkjandi þjóðfélags- fyrirmyndunum, samnefnara fyr- ir mikilvægustu stjórnaraðferð- irnar og stjórnmálakerfin og reyna í leiðinni að forðast þau nöfn, þau orð sem koma tilfinn- ingunum til að ólga. Taka raun- veruleikann fyrir. Öhlutstæðar hugmyndir en ekki skáldskap. Margir skynja atburði á sjón- varpsskerminum sem dramatísk- an grímuleik, leikhús harmleikja og gleðileikja. Það er skiljanlegt en hættulegt, því þeir fjalla um okkar líf og dauða. — Og hefur nokkur spurt að því hver sé höf- undurinn og hver leikstjórinn? Veit það nokkur? Stjórnkerfin I öllum stjórnkerfum er stóra spurningin um VÖLD, miðstjórn þeirra eða skiptingu, réttindi og skyldur, greiningu í frelsi og jafn- rétti og þar af opna eða lokaða verkun, tengslin á milli einstakl- inga, persónulegra hagsmuna, einkahagsmuna og ríkisvaldsins (án tillits til þess hver hefur það f höndum), þess ófrávíkjanlega, þess skyldubundna og þess frjálsa. Það er alltaf barátta. Um völd- in: þau sjálf eða æðstu valdaráð- in. Um fólk: vinnugetu þess, skap- andi hæfileika, gáfur, skynsemi, athyglisgáfur ogsamræmda hæfi- leika, tilfinningagæði, girndir, eigingirni — og óeigingirni. Allir þessir þættir hafa þýðingu fyrir valdhafana, framkvæmdavaldið — löggjafarvaldið, dómsvaldið, „dómendurna". Stjórnkerfin tvö, þau stærstu, sem auðveldast er að sundur- greina innan hvers þjóðfélags og um allan heiminn, — án þess að mismunandi blæbrigði finnist: Lýðræðið og Einræðið. Bæði kerf- in eru skilgreind og túlkuð á mis- munandi hátt, — æ oftar svo mis- munandi, að allt of margir vita ekki hvað þau fela í sér. Ekki sfst þegar þjóðfélag getur kallað sig lýðræðisríki og er í raun einræðis- ríki og einræðisríkið á sér allt of mörg nöfn og allt of margvíslega og mismunandi hugmyndafræði. Nota bene, við skulum taka eft- ir því að leiðtogar ríkja hittast og heimsækja hver annan æ oftar á siðustu árum. Á meðal fjölmargra funda og ráðstefna um pólitfsk málefni, sem áttu sér stað á árinu 1977, ætla ég í stuttu máli aðeins að fjalla um eina ráðstefnu, þar sem umræðuefnið var LÝÐRÆÐIÐ. Hún fór fram f Aþenu, þar sem þessu stjórnarfyrirkomulagi var gefið nafn, það skílgreint og reynt fyrir 2500 árum síðan. Á þessari ráðstefnu voru fulltrúar 40 landa, flestir stjórnmálamenn og þjóðfé- lagskönnuðir. Umræðurnar (og ágreiningur- inn) voru helzt um hvernig túlka bæri þetta stjórnarform, um óskir fólksins, um stöðu lýðræðisins gagnvart frelsinu, jafnréttinu, ör- yggi og jafnvægi. Það var augijóst að allir vildu helzt kalla sig lýð- ræðissinna (því mest notaða og því miður útslitna orði). Meðal annars kom fram: að fólkið óskaði öryggis og jafnvægis fremur en nokkurs annars. Mörg lýðræðisríki eru ekki nægilega siðleg. Nútíma iðnríki geta ekki þrifist án lýðræðis, valddreifðs lýðræðis. Lýðræðið stendur sig illa, það er „fínsprungið“. Lýð- ræðisríkin eru gædd meiri lífs- þrótti nú en nokkru sinni — (stofnandi Amnesty Internation- al komst að þeirri niðurstöðu að í heiminum í dag séu um 70 ein- ræðisríki. 149 ríki eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum). Loksins var það látið í ljós að aukin ríkis- völd og tilhneiging til einræðis- stjórnarfars væri einkennandi fyrir okkar tima. Og á öðrum fundum á öðrum stöðum var „rætt“ um réttindi okkar sem mannfólks. — Til að vera mann- fólk? Þó er enn, þrátt fyrir þessar einræðistilhneigingar í fjölda landa MÖGULEGT að gera það sem mestu skiptir óhindrað, að tala og skrifa, gagnrýna, að láta skoðanrsínar í ljós, búa við, trú- frelsi.mN við verðum að gera það með vandvirkni og taka afstöðu — og gera eitthvað hvern dag. Tveir pólar þjóðfélags- fyrirmyndanna Nú ætla ég að skilgreina EIN- RÆÐI, alræðisstjórnina. Það skiptir ekki máli hvað það er nefnt, en það er það stjórnarform, sú þjóðfélags-fyrirmynd, þar sem ríkið, hið skipulagða þjóðfélag hefur öll völd, ákveður allt, fram- kvæmir allt, setur lögin, túlkar þau og dæmir eftir þeim — og á allt. Þannig er hið algera einræði, án blæbrigða. Og hver og hvað er rx'kið? Stærri eða minni hópur manna, sem geta kallað sig félag, flokk, samtök. Leiðtogarnir og meiri- hluti þessa hóps eru venjulega karlmenn, en fjöldi kvenna fer þó vaxandi, eins og í öllu valdaspili stjórnmálanna. Einræðið er minnihlutastjórn Við getum líka kallað það hier- arki, sem upprunalega var prgsta- veldi, byggt upp eins og piramíti eftir tign og þar sem strangar kröfur voru gerðar til hlýðni og samheldni. I dag er það: pólitískt flokka/ nefndaveldi með allsherj- arvaldi á toppinum á hlýðnum og samheldnum skriffinnsku- píramfta, — og skrifstofuveldið samanstendur af stórum, fast- ráðnum hópi skrifstofu- og em- bættismanna. Píramítinn stækkar stöðugt. En ekki toppurinn. Það- an er stjórnað með lögum, sem marka og takmarka möguleika fólksins, þessa fólks sem eru þeir einstaklingar sem vinna og skapa allt. Við verðum að viðurkenna, að til eru fjölmenn lönd þar sem íbúarnir vilja, eða halda að þeir vilji þetta einræðisstjórnarfar, jafnvægi, fyrirkomulag „örygg- is“. I öllum tilvikum eru allar fram- kvæmdir og ákvarðanir valdhaf- anna í einræðisríki teknar í skjóli fastráðins, vopnaðs h'erflokks, sem tryggir það að lögin verði haldin. Og hvað er þá lýðræði? Hver er munurinn á því og einræði. Mál- sögudlega, Demos: lýðurinn; krat- in: að stjórna. í raun: lýðræði er stjórn meirihlutans. Og ég vil orða það þannig: Lýð- ræðið er þjóðfélag kjörmöguleik- anna. Það er stjórn að vilja meiri- hluta þegnanna beinlínis og full- trúa sem kosnir eru frjálsum kosningum með reglulegu milli- bili,— þ.e.a.s. með fjölmörgum kjör-möguleikum. Auk þess berst lýðræðið fyrir 99í öllum stjórnkerf- um er stóra spurn- ingin um völd...” og reynir i framkvæmd að tryggja að jafnræði sé með fólkinu í sam- félaginu, réttindi og skyldur þess jöfn. Það felur einnig í sér sjálf- stæði og frelsi fyrir hvern ein- stakling. Lögin eru þar til að vernda alla í þjóðfélaginu, þá sem stjórna, meirihlutahópa, minni- hlutahópa og hvern einstakling. Þau eru sett til að tryggja hverj- um og einum rétt til að kjósa að eigin vild, skoðanafrelsi og trú- frelsi. Það sem í lýðræðisríki er meint með orðunum JAFNRÉTTI og FRELSI getur oft valdið ágrein- ingi milli manna og skapað heitar umræður. í lýðræðisríki er fyrst hægt að greina hvað ekki er JAFNRÉTTI. Það er ekki að allir séu eins, ekki einstefna, ekki óbreytanleiki. Þeir hlutir útiloka kosninga- möguleikann og frelsið. Jafnrétti er jafn og frjáls réttur til að láta skoðanir sínar í ljós, jafn réttur til að hafa eigin skoð- anir og koma þeim á framfæri, jafn réttur til að trúa á eitthvað eða ekkert, jafn og frjáls, leyni- legur kosningaréttur, réttur til að stunda það nám sem hver og einn kýs sér og jafnir möguleikar á námi, jafnræði gagnvart lögum viðkomandi ríkis, að tryggt sé að löghlýðnir borgarar verði ekki saklausir dæmdir, ferðafrelsi, at- vinnufrelsi og að þeim, sem geta ekki unnið fyrir sér, séu tryggðar bætur. Jafnræði gagnvart lögun- um tryggir einnig, að þeir sem kosnir eru til að stjórna í viðkom- andi þjóðfélagi, misnoti sér ekki þau völd gagnvart meirihlutan- um, minnihlutahópum eða ein- staklingum í eða utan hópanna. Frelsið sker úr um, hvort jafn- rétti sé framkvæmanlegt. Lögin Lögin eru þær kjörnu, staðfestu reglur, sem stjórnað er eftir og vernda samfélagið og þjóðina. Stjórnarskráin „dregur upp“ líkan að lýðræðinu og tryggir stöðu lýðræðisins, Ef rx’kisvaldinu er haldið aðgreindu I raun, í lög- gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Það, ásamt þingræðinu og frjálsri blaðamennsku, er styrkur lýðræðisins. Mesti veikleiki lýðræðisins er, að það getur ekki varið sig gegn ólýðræðislegum árásum. Innan frá. Það er þess vegna sem lýð- ræðisríkin hafa ekki getað leyst vandamálið: pólitíska hryðju- verkastarfsemi, Einasta vörnin eru jafnréttislög lýðræðisríkisins. Ef grundvallarreglan um jafn- rétti fyrir lögunum er brotin, opn- ast leiðin fyrir einræði. Sama gildir um fundi, mót- mælaaðgerðir, verkföll sem eru lýðræðislega réttmætar aðgerðir, þó þær séu í eðli sínu andlýðræð- islegar. Bæði frambjóðendur (í valda- stöður) og kjósendur þeirra verða að vera gagnrýnir á sjálfa sig og á sitt siðferði og forðast í' lengstu lög þá fornu og langlifu freistingu sem heitir: Tilgangurinn helgar meðalið. Frá lýðræði til einræðis — án byltingar Síðast liðin 50 ár höfum við séð dæmi um að lýðræðisrfki verði að einræðisríkjum án byltingar, t.d. NAZISMANN, afvegaleiðandi áróðurHitlerismans. Allir vita um afleiðingar þeirrar ofbeldisstjórn- ar. En var á þessum tfma mögu- leiki á því í lýðræðisríkjum að nota lýðræðislega löggjöf og grundvallarreglurnar um jafn- rétti og frelsi til þess að skapa jarðveg fyrir einræði? Stjórnarskráin er grundvöllur- inn og það má ekki brjóta gegn henni. Vegna þess að ef þeim grundvallarreglum sem tryggja lýðræðisstjórnarfarið er breytt,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.