Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
ERLENDUR BJÖRNSSON,
Vatnsleysu. Biskupstungum,
lést i Landakotsspítala að morgm 1 5 þ m
Börn og tengdabörn.
Í
Móðír okkar. tengdamóðir og amma,
OKTAVÍA JÓNSDÓTTIR,
Drafnarstig 7, Reykjavík,
sem andaðist fimmtudaginn 9 febrúar. verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju. þriðjudaginn 2 1 febrúar kl 15
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför eigmmanns míns,
JÓHANNSJAKOBSSONAR,
Setbergi,
Stokkseyri,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardagmn 18 þ m kl 2
Marta Kjartansdóttir
+
Útför föður okkar, tengdaföður. áfa og langafa,
ÖRNÓLFS SVEINSSONAR,
frá Viðfirði,
fyrrum skipasmiðs,
fer fram frá Fossvogskirkju. föstudaginn 1 7 febrúar kl
13 30
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eigrnmaður minn og faðir okkar,
ÓRN ANDREAS ARNLJÓTSSON,
útibússtjóri,
Ólafsvik,
verður jarðsungmn frá Hallgrimskirkju, föstudaginn 1 7 febrúar kl 14
Fyrir hönd foreldra. systkina og annarra vandamanna,
Halla Gisladóttir,
Arnljótur Arnarson.
Gisli Örn Arnarson,
Ágústa Maria Arnardóttir.
beim, sem vildu minnast hins látna. er bent á M inningarsjóði Kiwanis
Minning—Jenna
Kristín Jensdöttir
F. 12. júní 1932
D. 6. febrúar 1978
Vér sjáUm, hvar sumar rcnnur
mcó sól yfir dauðans haf,
og l.vftir I eilífan aldin^aró
því öllu, sem Drottin «af.
(M.Joch.)
Jenna var í sannleika Guðs gjöf.
Hún var einkabarn móður sinnar,
sem ól hana 3 dögum áður en
eiginmaður hennar, Jens Þor-
steinsson, lést. Hún kom því eins
og lítill sólargeisli til að milda
hinn mikla harm.
Hún ólst upp með móður sinni
Kristínu Jónsdóttur í ástríki og
góðu atlæti, enda bar hún þess
merki alla tíð, því ætíð var hún
glöð og brosandi, vingjarnleg og
tilbúin að hjálpa, annaðhvort
sjálf eða „fara til hennar
mömmu“. Þannig voru fyrstu
kynni mín af Jennu, þetta sögðu
vinstúlkurnar. Og mamma henn-
ar Jennu sýndi vinstúlkunum
móðurlega hlýju og umhyggju,
þangað var því gott að koma.
Jenna átti marga vini, í raun-
inni átti hún einungis vini, hún
var þannig í viðmóti, að hún lað-
aði að sér fólk, og trygg var hún
vinum sínum alla tíð meðan
heilsa og kraftar entust.
Hún varð snemma skáti, og
hreifst ákaft af þeim bræðralags-
boðskap, sem skátahreyfingin
flytur. Þegar ungskátastarfinu
lauk gerðist hún Ljósálfaforingi,
seinna varð hún sveitaforingi og
deildarforingi, en nú síðastliðin
18 ár eða meir hefur hún verið í
St. Georgs Gildi Reykjavíkur.
Alla tíð sýndi hún einskæran
áhuga, þó starfsgetan minnkaði
eftir að hún fór að missa heilsuna.
Jenna var heilsulítil í mörg ár, og
s.l. 5!4 ár dvaldist hún algjörlega
á sjúkrahúsum. En þótt veikindi
þjáðu hana, var hún alltaf glöð og
þakklát fyrir allt, sem henni var
vel gert. Það er erfitt fyrir unga
móður að þurfa að dvelja meira
og minna á sjúkrahúsum, fjarri
eiginmanni og ungum börnum.
En mitt í óláni veikindanna átti
hún því láni að fagna að eiga
mann, sem bar af í ást og um-
hyggju — alltaf lipur, nærgætinn
og æðrulaus, hvernig sem á stóð.
Örlögin virðast hörð á stundum
— kenjótt — erfið tímabil og
vegatálmar illfærir. En út úr eld-
raun koma sterkir og fastmótaðir
persónuleikar, sé lögmáli lífsins
hlýtt og hvergi hopað. Svo er um
Þorstein Magnússon eiginmann
Jennu. Hann reyndist henni
styrkur og stoð í baráttunni.
Nú er hún komin heim, og við
vinirnir i St. Georgs Gildinu sam-
gleðjumst henni, því nú er hún
laus við hlekki þessa erfiða jarð-
neska lífs.
A þessum 45 árum, sem Jenna
lifði hérna megin grafar, átti hún
vissulega margar sólskinsstundir,
og þær ber að þakka, og þá sér-
staklega minnast þess, að hún
miðlaði öðrum af sólskini sínu.
+
Þökkum auðsýnda samóð við andlát og jarðarför móður okkar,
KRISTÍNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR.
Karlagötu 21.
Börnin.
+
bökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
fóstursonar mins og bróður okkar.
ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR.
Ljósvallagötu 22.
Theodóra Jónsdóttir og systkini.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GUÐNÝJAR ÖNNU GUNNARSDÓTTUR,
frá Bólstað.
Sigrún S. Daníelsdóttir.
+ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. +
PÁLS MAGNÚSSONAR, Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar
Hvammsgerði 10. SIGURLÍNAR INGVARSDÓTTUR, frá Klömbru, A Eyjafjallahreppi.
Sigriður Sæmundsdóttir. 5>érstakt þakklæti færum við læknum og hjúkrunarliði Landspitalans
Gunnar Pálsson, Alda Vilhjálmsdóttir. Sæmundur Pálsson. Ásgerður Ásgeirsdóttir, fyrir hina miklu og góðu hjúkrun i langri sjúkralegu hennar
Magnús Pálsson. Sylvia Briem Hafsteinn Pálsson. Jónina Bjarnadóttir, barnaborn og barnabarnabarn. Systkini og aðrir vandamenn.
+ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar + Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
eiginkonu minnar. móður okkar, tengdamóður ogömmu.
GUÐFINNU SIGURÐARDÓTTUR. GUOJÓNS MAGNUSSONAR
Brekkuhvammi 2, Hafnarfirði. vélstjóra.
Guð blessi ykkur öll Björn Árnason. Sunnuflöt 29. Garðabæ.
Guðlaug Bjornsdóttir, Björn Sveinbjörnsson, Aldis Magnúsdóttir,
Sigurlaug Björnsdóttir. Björn Pálsson. Rósa Einarsdóttir,
Sigurður Björnsson, Sieglinde Björnsson Guðni F. Guðjónsson, Alda G. Friðriksdóttir,
og barnabörn. Sigurður H. Guðjónsson, Sigriður Á. Árnadóttir og barnabórn
Erfiðu árin eru liðin, þau koma
aldrei aftur.
Minningin um Jennu eins og
þún var á hinum fjölmörgu sól-
skinsstundum mun lifa í hjörtum
þeirra, sem þekktu hana.
Móður hennar, eiginmanni og
börnunum þremur biðjum við
blessunar Drottins um ókomin ár.
Henni færum við innilegar
þakkir fyrir samverustundirnar.
Blessuð sé minning hennar.
Hrefna Tynes
Það er ekki hár aldur 45 ár, en
maðurinn með ljáinn spyr ekki
um slíkt. Jenna Kristín Jensdóttir
var fædd hér í Reykjavík 12. júní
1932 dóttir hjónanna Kristínar
Jónsdóttur frá Stokkseyri og Jens
Þorsteinssonar frá Meiðastöðum í
Garði. Jenna kom lítið barn á
heimili foreldra minna til sumar-
dvalar og var þar á hverju sumri
til fermingaraldurs. Jenna var
glatt og söngelskt barn. Það
þurfti ekki að leita að henni, þeg-
ar hún var úti að leika sér, og að
hjóla á þríhjólinu sínu. Þá ómaði
hrein og tær barnsröddin hennar,
„Blátt um hafið hvar við siglum"
eða eitthvað annað viðlíka fagurt
lag. Leið bernskan í hreinu og
tæru sveitaloftinu, sem hún
kunni svo vel að meta. Um skeið
dvaldi hún einnig á veturna í
sveitinni. Jenna var mikill dýra-
vinur. Hún hafði sérstakt dálæti á
hestum, enda oft á hestbaki, eins
og öll börn á þeim árum. Þótti þá
gjarnan gaman að láta klárinn
spretta úr spori. Jenna var í orðs-
ins fyllstu merkingu mikið nátt-
úrubarn. Hafði mikið yndi af
ferðalögum, ferðaðist bæði innan
lands og utan. Hún var ekki göm-
ul, þegar hún fór að dá fossanið-
inn og fuglasönginn. Hún hafði
mikinn áhuga á festingu himins-
ins. „Sérðu hvað stjörnurnar eru
skærar — og sérðu hvað norður-
ljósin eru björt og falleg?" Já,
minningarnar eru margar og
hrannast gjarnan upp á kveðju-
stund. Þegar árin liðu og hún eins
og aðrir fóru að líta til baka og
minnast atburðanna sagði hún
einu sinni við mig, er hún var
nýkomin úr þjóðdansa-férð til
Norðurlandanna og margs og
skemmtilegs að minnast úr ferð-
inni: „En ekkert er samt eins
gaman og koma á bak góðum hesti
í góðu veðri.“ Þessar fáu línur
eiga að vera aðeins nokkur
kveðjuorð til hennar. Ég veit að
nú þegar hún er laus við sitt langa
sjúkdómsstríð og er horfin inn
fyrir tjaldið sem skilur heimana
að, bíða þeir sem farnlr eru á
undan og fylgja henni inn í eilífð-
ina. Við systkinin og Óli óskum
henni farar heillar.
Guð blessi Jennu, okkar elsku-
legu fóstursystur og móður eigin-
mann og börn.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi.
Arbjörg Ölafsdóttir.
Minningarspjöld frá Kiwanis-
klúbbum fást h|á eftirtöldum að-
ilum:
Versl. Emblu, HafnarfirSi.
Sparisjóði Hafnarfjarðar
Versl. Gluggatjöldum
Laugavegi 66. R.
Versl. Bókhlöðunni
Skólavörðustlg 21. R.