Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 Sýning á nútímalist í franska bókasafninu SÝNG á franskri lithografískri nútímalist stendur yfir í franska bóka- safninu, Laufásvegi 12 fram til 12. marz. Sýnd eru 51 verk eftir jafn marga höfunda, en flestir þeirra eru þekktir eins og Miro, Vasarely og Buffet. Nokkrir listamannanna eru ekki af frönskum upp- runa en hafa unnið stóran hluta verka sinna í Frakk- landi, þar sem þeir hafa kosið að setjast að. Þessi lithografísku verk, en flest Einn gaf kost á sér EINN maður gaf kost á sér í I. sæti í fyrirhuguðu prófkjöri Alþyððuflokksmanna í Garðabæ og er hann sjálfkjörinn í I. sæti á lista flokksins- í' næstu bæjar- stjórnarkosningum í Garðabæ. Maðurínn er Örn Eiðsson full- trúi. þeirra flokkast undir abstraktlist að því er kom frá á blaðamannafundi í bóka- safninu franska, endurspegla verkin vel hina ýmsu strauma og viðfangsefni númtímamálaralistar. Þessi listamenn hafa allir á einn eða annan hátt haft áhrif á þróun listar samtíðar sinnar. Þetta á sérstaklega við um Bazaine, sem hefur gefið út ritið „Notes sur la Peinture d,aujourd,hui“ (athugasemdir við málaralistina í dag) og einnig Cesar (Baldaccini) en hann er frægur fyrir málmskúlptúr sinn. Verkin á sýningunni eru sýnis- horn listamannanna, sem þeir hafa lánað til sýningarinnar. Að sögn þeirra er að sýning- unni standa hafa nokkur verk- anná þegar óðlast sögulegt gildi með tilliti til hinna ýmsu tíma- bila á ferli listamannanna. Sýingin er opin daglega frá kl. 17 til kl. 22. Hækkar neyzlumjólk en lækka neyzluvörur? FYRIR Búnaðarþingi liggur nú tillaga þess efnis, hvort ekki sé eðli- legt og affarasælla fyrir alla aðila að breyta verð- lagningu á mjólk og mjólkurvörum þannig, að neyzlumjólk beri nokkru meira uppi af heildsölu- verðmæti mjólkurvara en BASAR fær- eyskra kvenna FÆREYSKAR konur hér í Reykjavík og nágrenni. sem hafa með sér féíagsskapinn Sjómannskvinnuhringurinn, efna í dag. sunnudag. til árlegs basars í Faireyska sjómanna- heimilinu við Skúlagötu. Auk margvíslegra handunninna muna verða þar á boðstólum heimabakaðar kökur og prjónles. Ágóðinn af basarnum, sem frú Justa Mortensen, formaður félasgins hefur undirbúið, fer allur í byggingarsjóð hins nýja sjómannaheimilis, sem Færey- ingar eiga nú í byggingu hér í Reykjavík, skammt frá Sjó- mannaskólanum. Standa vonir til þess að á þessu ári verði bygg- ingarframkvæmdum haldið áfram. Basarinn hefst kl. 3 síðd. hingað til hefur tíðkazt, og hinar ýmsu vinnsluvör- ur úr mjólk verði þá að sama skapi á heldur lægra verði en nú er. Það er stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands sem lagt hefur fram tillöguna og lagt til að Búnaðarþing kanni þetta í sam- vinnu við Framleiðsluráð land- búnaðarins. í greinargerð með tillögunni segir að nýmjólk sé seld hér á heldur lægra. vetói en afgengást • er í grannlöndunum, þó dæmi séu þess að mjólkin sé seld á nokkru lægra verði, eins og t.d. í Noregi, Frakkiandi og Svíþjóð. Öðru máli hafi gegnt með smjörið. Það sé víðast selt á svipuðu verði og útsölusmjörið gengur á hér núna. Osturinn er yfirleitt nokkru dýrari en smjörið, en miklu munar það ekki. Segir í greinar- gerðinni að af þessu megi draga þá ályktun, að hinar unnu mjólkurvörur hafi verið í syo harðri samkeppni við skylda vöruflokka eins og t.d. smjörlíki og álegg af ýmsu tagi, að til þess að halda sæmilega rúmum mark- aði hafi sú leið verið valin að líta á unnar mjólkurvörur sem af- gangsframleiðslu frá neyzlu- mjólkursölunni og-fá að hluta verðið á unnum mjólkurvörum borið uppi af nýmjólkursölunni. Dagsbrúnarmenn eru hér við bensínstöðina við Borgartún þegar henni var lokað undir hádegið á miðvikudag. Ljósm. Friðþjófur. Berum ekki ábyrgð á munum eða varningi — sögðu Dagsbrúnarmenn Kynna nýja dísilbifreið Véladeild Sambandsins hefur um þessar mundir kynningu á Oldsmobile fólksbíl með V-8 dísilvél, en til þessa hafa einkum verið framleiddar bifreiðar í Bandaríkjunum með bensínvélum. í frétt frá Véladeild SÍS segir að General Motors hafi náð því marki að gera vélina mjög hljóðláta, m.a. með því að hafa brennsluhólf af sérstakri gerð. Þessi bíll er einn af fyrstu 10 bílunum er afgreiddir hafa verið til Evrópulanda og verður hann sýndur um helgina hjá Véladeildinni. TIL nokkurra orðahnippinga kom á einni af hensinstöðvum Olíufélagsins hf. á miðvikudag- inn er verkfallsverðir frá Dags- brún komu þangað. Var þetta á bensínstöðinni við Borgartún og um kl. 11 komu þangað fjórir menn og báðu þá sem þar voru við störf að loka. Ekki vildu starfsmenn stöðvar- innar una því og hurfu þá aðkomumenn á braut, en komu stundu síðar með liösauka. — Þetta hafa verið um 20—30 manns, sagði Svavar Jónsson stöðvarstjóri, og var fyrir þeim Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dágsbrúnar. Hann sagði þegar við bentum honum á að hér væri um lagabrot að ræða: vinna staðinn ef við vildum ekki fara út með góðu og sögðu þeir við brjótum hvað sem er og með því hefur hann í raun viðurkennt að hér væri um lögbrot að ræða. Hótað var að ryðja jafnframt að þeir bæru ekki ábyrgð á mönnum eða þeim varningi sem þarna væri og undir þessum hótunum urðum við að lúta lægra, enda þeir margfalt fleiri en við, sagði Svavar að lokum. Prófkjör Sjálfstæðismanna til bæjarstjóma: Kosið um helgina á Akureyri, Seltjamamesi og i Kópavogi PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna vegna væntanlegra bæjarstjórn- arkosning á Akureyri, Seltjarn- arnesi og í Kópavogi fara fram í dag og á morgun. en kosning hófst í gær. Á Akureyri er kosið í Hótel Varðborg til kl. 22 í kvöld og frá kl. 10—20 á mánudagskvöld. Þeir sem hafa kosningarétt í prófkjör- inu eru allir þeir sem hafa hugsað sér að styðja Sjálfstæðis- flokkinn í komandi bæjarstjórn- arkosningum og kjörgengi hafa á Akureyri. Einnig hafa kosninga- rétt félagar í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna, á aldrinum 16—19 ára, sem búsettur eru á Akureyri. Kjósa skal minnst 6 menn, en mest 11. í Kópavogi lýkur kosningu kl. 22, en kosið er í Hamraborg 1 á annarri hæð. Þar er prófkjörið opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en kjósa ber að minnsta kosti 6 af tuttugu frambjóðendum. Á Seltjarnarnesi er kosið í anddyri íþróttahússins til kl. 22 og á morgun, mánudag frá kl. 17—20. Atkvæðisrétt í prófkjör- inu hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem kosn- ingarétt hafa í kaupstaðnum 28. maí n.k. auk félagsmanna í sjálfstæðisfélögunum 16—20 ára. Kjósa skal ákveðinn mann í ákveðið sæti á listanum og skal kjósa minnst 5, en mest 7 til þess að kjörseðill sé gildur. Kynning prófkjörsfram- bjóðenda — leiðrétting í kynningu á frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri vegna borgar- stjórnarkosninga á vori komanda, þar sem þeir lýstu sínum sjónarmiðum varðandi borgarmálefnin, slæddust leiðinlegar villur hjá tveimur þeirra, heild sinni er: „Hver þroskaheft- ur einstaklingur, sem hægt er að styðja til sjálfsbjargar, eða drykkjusjúkur, sem hægt er að endurhæfa, er þjóðinni meira virði en svo, að hægt sé að meta það til fjár“. Biðst Morgunblaðið velvirðing- ar á þessum leiðu mistökum. Myndin er af jólasýningu Þjóðloikhússins. Ilnotubrjótnum. en þar skilaði íslenzki dansflokkurinn stóru hlutverki. íslenzki dansflokkurinn í í»jódleikhúsmu: 5 ballettar á einni sýningu ÍSLENZKI dansflokkurinn sýnir f> balletta í Þjóðleikhúsinu í næstu viku, á miðvikudag og fimmtudag, en stjórnendur dans- flokksins eru Yuri Chatal og Sveinbjörg Alexanders. Ballett- arnir 5 eru Sumarleikar við tónlist Ravel, Metelitza, rúss- neskur dans, Sinfónískar etýður við tónlist Schumanns, Angistar- óp nætur minnar við tónlist Hindemiths og í gömlu góðu Vín við tónlist Strauss. Aðeins eru ráðgerðar tvær sýningar og verða þær á Stóra sviðinu. ínn þeim Magnúsi L. Sveins- syni og Sigríði Asgeirsdóttur. í grein Magnúsar slæddist inn heill kafli úr landbúnaðarumræð- um, sem byrjar þannig: „Við slíkar aðstæður. .., og lýkur Kosningar' til búnaðarþings fari fram á komandi sumri“. Þessi kafli á að falla allur úr grein Magnúsar. í grein Sigríðar Ásgeirsdóttur féll niður eftirfarandi setníng á eftir umræðum um þroskahefta: „— Sama má segja um drykkju- sjúka. Vöntun hefur verið á aðstöðu til endurhæfingar, sem getur gert kraftaverk fyrir þá“. Þá féll einnig niður hluti úr setningunni, Hver þroskaheftur einstaklingur... — Setningin í Helgisam- koma í Bessa- staðakirkju I KVÖLD kl. 8.30 verður helgisam- koma í Bessastaðakirkju kl. 8.30 í tilefni af Atskulýðsdegi Þjóökirkjunn- ar. Kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, 1 istakonurnar Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika samleik á flautu og sembal. Ungar stúlkur úr Garðasókn syngja tvísöng og væntanleg fermingarbörn í Bessa- staðasókn lesa Ritningarorö. Ávörp flytja Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi og Þorvaldur Karl Helgason æskulýðsfulltrúi. Guð- mundur Einarsson framkvæmdastjóri Þjóðkirkjunnar og sóknarprestur munu stjórna samkomunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.