Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ1978 Vinsældalistar og frSttir ör poppheiminum.... Einn kem■ ur þá annar fer EINS «k kunnugt er þá hætti gítarleikarinn Steve Hacket í brezku hljómsveitinni Geneais síðla síðasta árs. Hljómsveitin lét það þó ekki á sig fá «x í síðustu viku k«m út ný litil plata með henni. og eru á henni lögin „Ballad «f bÍK“ «K „Follow you f«ll«w me“. Lök þessi eru bæði tckin að nýrri breiðskífu „And then there were three“ sem væntanleKa mun koma út mánuðinum. scinna 1 Á nýju plötu Genesis eru aðcins þrír upprunalega með- lima hljómsveitarinnar, Phil Collins (trommur og söngur), Mike Rutherford (bassi) og Tony Banks(hljómborð), en kunnugir segja að ekki sé hægt að heyra að það komi að sök. þó Hackctt spili ekki á plötunni. Til að fylgja nýju plötunni eftir hyKRst hljómsveitin halda 1 heljarmikla hljóm- leikaferð um Bandaríkin, Japan, Kanada og Evrópu, sem standa mun næstum út árið. Með þremenningunum munu leika í hljómleikaferða- laginu þeir Chester Thompson og Baryl Stuermer. Thomp- son. sem leikur á trommur, leík talsvert með Genesis í fyrra, en Stuermer. sem er bassaleikari, hefur leikið tals- vert með fiðluleikaranum Jean-Luc Ponty. Shaun Cassidy — nýtt naf n í poppheiminum Ef þú átt litla systur eða frænku á fermingaraldri og ert að velta því fyrir þér af hverju hún er að öskra sig hása inn í herbergi sínu kemur eftirfar- andi til greina: Ef u, viH hefur einhver skemmt stóra lit- plakatið sem hún á af Shaun Cassidy eða útvarpið hennar bilað þegar verið var að spila nýjasta lag Shauns í 14. skipti í útvarpinu í dag: Kannski bilaði myndlampinn í sjón- varpinu og hún missir af næsta þætti sjónvarpsmyndaflokks- ins „The Hardy Boys“ sem Shaun leikur annað aðalhlut- verkið í, eða varð henni svo mikið um að heyra að þau orð Shaun Cassidys „að vegna utanaðkotnandi þrýstings mun ég aldrei geta verið með stelpu á föstu lengur en í nokkra mánuði." Eða er hún aðeins að æfa sig fyrir hljómleika Shauns, sem hún hyggst fara á. Og ef þú lesandi góður ert engu nær um hvers vegna systirin eða frænkan ætti að öskra sig hása út af einhverj- um súkkulaðidreng í Banda- ríkjunum, þá settu þig í spor hennar og minnstu þess hve miklu þú fórnaðir til að eignast hljómplötur og plaköt með Osmonds. Shaun Cassidy er nýjasti súkkulaðidrengur þeirra í Bandaríkjunum og stúlkur þar sem annars staðar hafa heldur betið tekið hann upp á arma sína. Plötur hans seljast í milljónaupplagi, og aðdáenda- bréf hans nema þúsundum í hverri viku. Shaun er yngri bróðir Davids Cassidy, sem naut mikillar hylli meðal kvenþjóðarinnar fyrir nokkrum árum. David hefur nú dregið sig í hlé, en maður kemur í manns stað, og Shaun nýtur nú sömu vinsælda og bróðirinn naut. „Litli bróðir“ telur sig hafa Framhald á bls. 37. Rokkjötnarnir Steely Dan Hversu margir eru peir ekki sem pekkja hljómsveitina Steely Dan, en vita lítiö meira um hana en nafnið. Af stakri góövild við Þá fáfróðu hefur nú veriö ákveðið aö rekja sögu hennar hér í sem allra stærstu dráttum. Hljómsveitin Steely Dan var stofnuð árið 1972, en forsögu henn- ar má rekja aftur til sjöunda áratugarins. Þeir Donald Fagen, hljómborð og söngur, léku pá og Walter Becker, bassi og söng- ur, saman í hljómsveit- inni Jay and the Americans. Náungi að nafni Gary Katz, heyrði í peim geröi við pá samning, par sem kveöið var á um að beir ættu aö semja lög fyrir ABC/ Dunhill — hljómplötuú tgáfuna. Katz skipti fljótlega um skoðun eftir að hafa heyrt pá flytja nokkur lög sín, og fékk pá Denny Dias, gítar, Jim Hodder, trommur, Dave Palmer, söngur, og stál-gítarleikarann Jeff „skunk“ Baxter til að leika með peim Fagen og Backer á plötu. Katz gaf peim nafniö Steely Dan, og var fyrsta plata peirra „Can.t buy a thrill“. „Can,t buy a thrill" vakti mikla athygli. Tónlistin á plötunni var blanda af dæmigerðri pop-tónlist og suöur- amerískri tónlist, soft- rokki, einkum póttu textar peirra félaga góðir. Tvö lög af breið- skífunni náðu miklum vinsældum, „Do it sagnir um aö hljóm- sveitin væri að leysast upp. „Pretzel logic“ markaöi stefnubreyt- ingu í tónlist hljóm- sveitarinnar Platan var $ Donald Fagen again“ og „Reelin, in the years“. Næsta plata peirra félaga, „Countdown to ecstasy", fékk einnig mjög góða dóma, pótt gagnrýnendur væru yfirleitt sammála um að hún væri ekki eins góð og sú fyrsta. En priðja platan, „Prejlzel logic“, færði tónlistarheiminum endanlegar sannanir fyrir pví að hér væru snillingar á ferð. Lagið „Ricci don,t lose that number" varð mjög vinsælt. Sú plata kom út áriö 1974, en pá voru peir Dave Palmer og Baxter „skunkur" hættir í hljómsveítinni. „Skunkurinn" gekk í Doobie Brothers og hefur hann haldið sig par síðan. Um svipað leyti hætti Jim Hodder einnig og voru pá á lofti háværar sögu- Walter Becker mjög undir áhrifum frá jazz-tónlist, og kemur pað glöggt fram í pví að peir skyldu hafa lag eftir Duke Ellington á henni. Árið 1975 kom fjórða plata peírra félaga út og bar hún heitiö „Katy lied“. Þar er ekki lengur um neina ákveöna hljómsveit að ræða, heldur réðu peir Fagen og Becker sér aðstoðarmenn, „session-menn“, er léku með peim á plötunni. Sú skipan „Katy lied“ varö vinsæl pó hún væri í raun afturför frá „Pretzel logic“, öll lög voru miklu meira í átt við pop-tónlist en verið hafði. Sama varð upp á teningnum er „Royal Scam“ kom út árið 1976. Þó að hún nyti mikillar hylli meðal almennings varð ekki hjá pví horft að tals- veröar stöönunar var fariö aö gæta. En hafi einhverjir haldið að Steely Dan væri útbrunnin afsann- aði síðasta plata peirra pað með öllu. „Aja“ er líkt og „Pretzel logic“ mjög jözzuð og er mun Þyngri en fyrri plötur peirra félaga. A henni var ekkert eitt lag stílað upp á vinsælda- lista, pó svo aö lög eins og „Peg“ hafi oröiö mjög vinsæl. Öll beztu lög Steely Dan og langflest lag- ana sem með peim hafa komið á plötu eru samin af Fagen og Becker. Sakir pess að peir semja flest lögin fá peir einnig mesta peninga í sinn hlut fyrir hverja plötu. Því hafa tvímenningarnir jafnan verið ófúsir til að halda tónleika, vegna pess að laga- smíö peirra færir peim nóg í aðra hönd. Þessi staðreynd hefur oft valdið aðstandendum ABC miklum erfiðleik- um, pví peir telja aö hljómsveitin glatí vin- sældum sínum komi hún ekki fram á sviöi. Hvort vinsældir hennar hafa dvínaö síðan hljómsveitin var stofn- uð, skal ekki fjölyrt um, en vist er aö plötur peirra munu halda nafni peirra á loft um aldur og eilífið í tón- listarheiminum. V insældalistar um allan heim Eric Clapton þukast hægt og rólega upp bandaríska vinsældalist- ann með lag sitt „Lay down Sally“. Bee Gees gera það heldur betur gott þessa dagana í heimalandi sínu. Bandaríkjunum. Þeir hafa samið fjögur af tíu vinsælustu lögum þar í landi og flytja þrjú þeirra sjálfir en eitt er flutt af söngvaranum Samantha Sang. Náttúrulega er eitt laga þeirra í efsta sæti, „Love is thicker than water“, en hin lögin eru skammt undan eða í öðru, þriðja og sjötta sæti. Þá er hin frábæra hljómsveit Steely Dan komin í áttunda sætið með lagið „Peg“ en það er tekið af plötu þeirra Aja og Eric Clapton er kominn í niunda sæti með „Lay down Sally“. í Bretlandi eru ABBA í fyrsta sæti sem fyrr, en ræflarokkararn- ir Darts eru komnir í annað sæti með Iagið „Come back my love“. I Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Ilong Kong situr allt við það sama. en athygli vekur þó uppgangur Blondie í Hollandi með lagið „Denis“, en það fór úr 14. sæti í annað í vikunni. Tíu vinsælustu lögin í London, staða þeirra í síðustu viku í sviga. 1. (1) Take a chance on me — ABBA 2. (3) Come back my love — Darts 3. (^) Wishing on a star — Rose Royce 4. (5) Mr. Blue Sky — Electrik Light Orchestra 5. (14) Just one more night — Yellow dog 7. (4) Figaro — Brotherhood of man 8. (9) Stayin.alive — Bee Gees 9. (8) Hot legs/ I was only joking — Rod Stewart 10. (7) Live is like oxygen — Sweet Tvö lög jöfn í sjötta sæti. New York 1. (3) (Love is) thicker than water — Bee Gees 2. (3) Come back my love — Samantha Sang 3. (1) Stayin, alive — Bee Gees 4. (4) Just the way you are — Billi Joel 5. (5) Sometimes when we touch — Dan Hill 6. (13) Night fever — Bee Gees (8) What,s your name — Lynyrd Skynyrd 8. (10) Peg — Steely Dan 9. (12) Lay down Sally — Eric Clapton 10. (7) Short people — Randy Newman Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonn 1. (1) Surfin, USA — Leif Garrett 2. (5) Don,t stop the music — Bay City Rollers 3. (2) Mull of Kintyre — Wings 4. (3) Needles and pins — Smokie 5. (4) Rockin, all over the world — Status Quo 6. (7) For a few dollars more — Smokie ' (6) Lady in black — Uriah Heep 8. (12) Love is in the air — John Paul Young 9. (9) Black is black — Belle Apoque 10. (10) The name of the game — ABBA Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Amsterdam 1. 6(1) If I had words — Scot Fitzgerald og Yvonee Keely 2. (14) Denis — Blondie 3. (2) Take a chance on me — ABBA 4. (19) Bigcity — Tol Hansse 5. (3) She,s not there — Santana 6. (6) Black Betty — Ram Jam 7. (7) Daddy Cool — Darts 8. (8) Stayin, alive — Bee Gees 9. (4) I van,t stand the rain — Eruption 10. (5) Mull of Kintyre — Wings Hong Kong 1.(2) The name of the game — ABBA 2. (4) You.re in my heart — Rod Stewart 3. (1) You make loving fun — Fleetwood Mac 4. (5) Don.t it make my brown eyes blue — Crystal Gayle 5. (7) Emotion — Samantha Sang 6. (8) Hey deanie — Shaun Cassidy 7. (9) Baby come back — Player 8. (3) Mull of Kintyre — Wings 9. (6) My way — Elvis Presley 10. (11) Just the way you are — Billi Joel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.