Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 að þjóna haKsmunum annarra landsmanna en þeirra sem búa við innanverðan Faxaflóa. Þar verður líka að minna á vanrækslu hafnaryfirvalda og annarra þjón- ustuþátta borgarinnar í fyrir- greiðslu við þessa atvinnugrein. Ef hluti skýringarinnar er fólg- inn í lengri siglingu en t.d. á Akranes og Hafnarfjörð, en þar blómstrar þessi grein, verður lausn framtíðarinnar að sjálf- sögðu sú, að höfn hinna smærri fiskibáta sem jafnvel má kippa á land ef illa viðrar, eða eftir árstímum, verði t.d. í Örfirisey suðvestanverðri í hjarta fiskiðnaðarstarfseminnar, nauð- synlega aðskilin frá athafna- svæði stærri fiskiskipa eða á Seltjarnarnesi og þá jafnframt fyrir skemmtibáta. Stuðla ber að nýjum fram- leiðslugreinum á vegum B.O.R. og er hægt að benda þar á fiskimiðin í Faxaflóa. Óhætt er að taka nokkuð af flatfiskinum sem þar er, og fullvinna hann t.d. í frystihúsi B.Ú.R., auk þess sem koma mætti upp geymsluaðstöðu fyrir fiskinnj svo hægt sé að senda hann frekar á erlendan markað til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið í heild. Það verður að teljast röng stefna, ef á að láta aukna aðstöðu í vesturhöfninni, frá því sem nú er, undir skipaslipp. Fiskiskipa- flotinn þarf á þessari aðstöðu, mest allri, að halda áður en næsti áratugur er liðinn. Á þann hátt væri best staðið að því að efla menn (slippeigendur) til dáða um að hefjast handa um byggingar flotkvíar, en það er eitt brýnasta mál sem þarf að koma við hafnarathafnasvæðið, þannig að við getum sjálfir annast breyt- ingar og allt viðhald á öllum okkar skipastóli, af hvaða stærð sem er. Það er ekki aðeins með sköpun atvinnu fyrir skipasmiði okkar og aðra faglærða menn á Garðar Þorsteinsson, Efling atvinnulífs og bætt aðstaða eldri borgaranna er það, sem stuðla ber að stýrimaður: því sviði í huga, heldur sparar það dýrmætan gjaldeyri þjóðar- búsins, svo hundruðum milljóna skiptir. Plnda eigum við að vera sjálfir okkur nógir í skipasmíði og öllu viðhaldi að öllu leyti. Koma þarf á efnaiðnaði úr fiskúrgangi, sem hægt væri að vinna að nokkru leyti um borð í fiskiskipum okkar, fyrir hæfilega þóknun til skipshafna, því í Reykjavík er góð aðstaða til allskonar iðnaðar, í hvaða formi sem er. Auka þarf til muna aðstöðu fyrir strandferðir skipa hér vi land og ættu þar að taka saman höndum bæði ríkis- og borgar- yfirvöld, bæði um endurnýjun skipastólsins og aðstöðu fyrir afgreiðslu þeirra skipa, þannig að hægt verði að koma á fullkomnu kerfi, með flest allan flutningí containers — eða hinum svoköll- uðu gámum. Það er álit allra sem við strandferðir hafa fengist að fyrsta skilyrðið fyrir bættri þjónustu á því sviði er stórbætt aðstaða fyrir alla afgreiðslu hér í Reykjavík, en auðvitað þarf það að haldast í hendur að bæta móttökuskilyrði úti á lands- byggðinni og mætti þar láta hina margumtöluðu byggðastefnu koma til framkvæmda í einhverj- um mæli. Aukinn flutningur með skipum frá Reykjavíkursvæðinu sparar að sjálfsögðu stórar fjár- hæðir í vegaviðhaldi, snjómokstri að vetri til auk þess sem það færir okkur nær eðlilegri flutn- ingaháttum með þungavörur. Huga þarf að bættri aðstöðu Landhegisgæslunnar, með það í huga að nágrannabyggðarlögin eru farin að sjá sér hag í því að bjóða aðstöðu fyrir Landhelgis- gæsluna og verður þar að benda á tekjuöflunarleið yiðkomandi sveitarfélaga til að draga að sér fólksfjölgun frá Reykjavík. Það er fleira sem huga ber að í þessu sambandi, en það eru smærri kaupskipaútgerðirnar. Það er nauðsynlegt fyrir borgar- yfirvöld að skapa þessum fyrir- tækjum góða aðstöðu til af- greiðslu sinna skipa, til að sporna við því að þau hrekist frá Reykjavík vegna aðstöðuleysis. Það gæti ef til vill orðið til þess að þær kaupskipaútgerðir, sem ennþá gera skip sín út undir erlendum . þjóðfánum sjái hag sinn í því að gera þessi skip út frá Islandi. Þessi smærri kaup- skipafyrirtæki eru 7—8 og er illt til þess að vita hvað illa er búið að þessum útgerðum. Það er einnig sorgleg staðreynd að horfa á gamalgróin reykvísk iðnfyrirtæki flytjast um nokkur þúsund metra vegalengd — úr Reykjavík í nágrannabyggðir okkar, vegna aðstöðu- og fyrir- greiðsluleysis. í því sambandi má benda á hinn öra vöxt nágrannabæja okkar, vegna flutnings fólks með miklar tekjur frá Reykjavík og spyrja hvort þeir sem vinnu og tekjur sækja til Reykjavíkur skilji þar nægilegan hlut eftir, þegar þess er gætt að tekjur Reykjavíkurborgar af fyrirtækj- unum sjálfum fara síminnkandi í hlutfalli við þær tekjur sem koma frá einstaklingum. Hvað um hina sameiginlegu þjónustu sem nágrannasveitar- félögin njóta hjá Reykjavíkur- borg, er greitt nægilega fyrir hana? Málefni aldraðra er stórt við- fangsefni sem hægt væri að skrifa langan pistil um. Það ber að þakka það og virða sem Reykjavíkurborg hefur gert fyrir aldrað folk í borginni, þó einkum á sviði félagsmála, en er það nóg? — ekki álít ég það. Eins og allir vita, þá er stór hluti þess vinnuafls, sem erfið- asta atvinnu stundar, úr röðum eldri borgaranna og þeirra sem ekki standast erfiðiskröfur margra starfa. Sjómannasamtökin hafa nú á síðari áratugum haft það sem meginmál sitt að koma upp húsnæði og hjúkrunaraðstöðu fyrir aldrað fólk. Skiptir fjöldi þeirra nú mörgum hundruðum. Ekki hafa samtök þessi notið nokkurn styrk, að talist geti, úr borgarsjóði við framkvæmdir þessar frá því þær hófust, en íbúar Hrafnistu eru nú um 70% Reykvíkingar. Sjómannasamtökin verða að taka við vistfólki hvaðanæva að af landinu, enda eru tekjur sem fást til uppbyggingarinnar fengnar allsstaðar að af landinu, þótt langstærsta hluta þeirra sé safnað í Reykjavík og nágrenni, en þær eru allar fengnar með frjálsum framlögum almennings. Reykjavíkurborg leggur stórfé til byggingar Borgarspítalans af útsvörum íbúa sinna, þangað koma um 50% sjúklingar annars- staðar frá en frá Reykjavík. Sjómannasamtökin byggja dvalarheimili aldraðra í Hafna- firði, þar verður vistfólk nær 50% úr Reykjavík. Til þessara framkvæmda fá samtökin heldur engan styrk frá Reykjavíkurborg. Já — útsvör Reykvíkinga má nota til að byggja þjónustumið- stöð fyrir utanbæjarmenn í Reykjavík, en alls ekki fyrir Reykvíkinga utan marka borgar- innar. Annars mun borgin hafa haft einhverjar tekjur af starfi þess- ara samtaka, því beinar launa- greiðslur þeirra á árinu 1976 í Reykjavík námu um 250 milljón- um króna og fjöldi starfsfólks var um 300 manns. Reykjavíkurborg, svo og önnur sveitarfélög, eiga að stuðla mun betur að dvalar- og hjúkrunar- heimilum en gert er. Það verður að taka meira tilit til þess að eftir áð aldraö fólk er komið á dvalarheimili, þá þarf það að hafa þá hjúkrunaaðstöðu, sem það þarf á að halda, á sama staðnum, en ekki að þurfa að hendast á milli sjúkrahúsa eða sækja endurhæfingarþjálfun um langan veg, sem bæði er erfitt fyrir fólkið og dýrt fyrir viðkom- andi dvalarheimili, þar sem fólkið dvelst. Það væri verðugt verkefni fyrir þá sem standa að byggingarmál- um aldraðra á vegum Reykjavík- urborgar, að kynna sér þá að- stöðu sem Sjómannasamtökin láta sínu vistfólki í té og huga einnig að þeim, sem ekki geta séð um sig sjálfir, meir en gert er. Húsnæðismál varða alla borgarbúa. Áður hefur verið minnst á þá tekjuhærri sem flutt hafa frá borginni í einbýlishúsa- hverfi nágrannabyggða, flutning aldraðra og sjúkra til borgarinn- ar. Vert er að geta hins stórkost- lega félagslega átaks, sem unnið hefur verið á þessu sviði hér í borg og af hinum lægra launuðu og unga fólkinu, og ekki má gleyma gífurlega miklum bygg- ingarframkvæmdum í þágu við- skipta-, þjónustu1 og iðnaðar- greina, auk opinberra aðila. Þessar miklu framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli til þessa hefur átt sinn stóra þátt í þeirri verðbólgu sem þjóðina þjáir. Framhald á bls. 33. Þegar rætt er um útgerð, sjómennsku og siglingar í Reykjavík, er um að ræða marga þætti þeirra mála sem eiga sumir hverjir ekki annað sameiginlegt en hafið. . I stórum þáttum getur flokkur skipastólsins atvinnulega séð verið þessi: 1. Hin stærri fiskiskip — togarar og bátar: a. Skip sem afla hráefnis til manneldis. b. Skip sem afla hráefnis til mjöl- og lýsisvinnslu. 2. Hin smærri fiskiskip, land- róðrarbótar og opnir bátar. '3. Verslunarskip. a. sem stunda strandferðir. b. sem stunda strandferðir og/eða millilandasiglingar. 4. Landhelgisgæslan. Auk þess má taka til skemmti- báta, en bein atvinna af þeim, önnur en viðhald og þjónusta er vart hugsanleg. Fagna ber þeim tillögum sem fram hafa komið varðandi endur- nýjun fiskiðjuvers B.Ú.R., nýs- köpun fiskmóttöku, ísafgreiðslu, nótageymslu ásamt þeirri sjálf- sögðu breytingu að ísa allan afla skipanna, sem til manneldis á að fara í kassa og landa honum þannig. Líta verður svo á að eðlilegur starfsvettvangur starfsemi B.Ú.R. sé í vesturhöfninni, í næsta nágrenni við frystihús útgerðarinnar. En í vesturhöfn- inni á að vera meira athafna- svæði en aðeins fyrir B.Ú.R. Þar verður að koma á aðstöðu fyrir hina smærri fiskibáta, ásamt geymsluaðstöðu fyrir veiðarfæri go möguleika á landsetningu bátanna. Hvað varðar smábátaútgerð sem atvinnugrein í Reykjavík verður samdráttur í þeim efnum ekki skýrður með „friðun" Faxa- flóa, sem fyrst og fremst var til Svona víl ég hafa það: notalegt og hlýlegt heimiíi." ZMI* VEGGSTRIGINN skapar þægilegt andrúmsloft, hann er nýtískulegur og fer alls staðar vel. Það alnýjasta er DAMASK STRIGINN, sem er gullfallegur. Lítið inn og skoðið sjálf úrval okkar. Síöumúla 15 sími 3 30 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.