Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 39 Guðbjörg Magnúsdótt- ir — Minningarorð Fa'dd. 10. nóv. 1886 Dáin 26. febr. 1978. Öldruö, mikilhæf kona er fallin frá, gengin á fund feðra sinna, langri og mikilhæfri jarðvist er lokið. Guðbjörg Magnúsdóttir var fædd að Hafnarhóli í Strandasýslu og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínunt, Magnúsi Kristjánssyni og Guðrúnu Mikaelsdóttur, í stórum systkinahópi. Lífsbaráttan var hörð því Hafnarhólmur var ekkert stórbýli, en dugnaður foreldra og systkina bjargaði lífsafkomunni, þessir erfiðleikatímar eru liðnir og heyra fortíðinni til. Guðbjörg fór fljótt að vinna og ung að árum yfirgaf hún æsku- heimili sitt og sveitina sem hún alla tíma dáði. Hún dvaldi nokkurn tíma á ísafirði, en fluttist til Bolungarvíkur. Þar kynntist hún föður mínum, Pétri Sigurðs- syni, skipstjóra, og gengu þau í hjónaband. Samfylgd þeirra var til ársins 1939 að hann lést, og bjuggu þau lengst í Bolungarvík, ísafirði og síðast í Reykjavík. Þegar Guðbjörg kom til föður míns, var með henni dóttir hennar, Halla Einarsdóttir, er ólst upp með okkur börnum hans, og litum við ávallt á hana sem systur okkar, enda máttum við það, því hún var góður æskufélagi og ekki síðri félagi og vinur þegar síðar leið á lífsbrautina. Guðbjörg var mikilhæf dugnaðarkona. Hún lét sér ekki nægja erfið heimilisstörf við lélegar aðstæður, og oft erfiðan húsakost, heldur stundaði hún vinnu utan heimilis, en ávallt átti hún nægan tíma til sinna okkur börnunum. Það sem að framan er sagt er aðeins rammi um þær margvíslegu minningar sem ég, og sjálfsagt allir er Guðbjörgu kynntust, rifja upp þegar hún hefir lokið jarðvist sinni. Ég tel það eitt af mínu lífsláni að hafa alist upp hjá þessari konu og orðið henni samferða um langan tíma, svo göfug var hún og mikilhæf, og það var líka sam- dóma álit systkina minna sem nú eru látin og nutu ástúðar hennar alla tíð. Guðbjörgu voru gefnir þeir eiginleikar að líta lífið björtum augum, hún hafði sterka trúhneigð, elskaði söng og allt sem laut að hinum fegurri hliðum lífsins. Hún unni okkur börnunum, og var annt um velferð barna- barna sinn, svo lengi sem hún gat fylgst með vegna hárrar elli, en + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, JAKOBÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR. frá Melarbúð. Páll Sigurbjarnarson, Pétur Sigurbjarnarson, Magnfriður Sigurbjarnardóttir, Una Sigurbjarnardóttir, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega' auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESARBJARNASONAR, forstjóra. Guðriður Pálsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + I nnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUNNARS E. EIRÍKSSONAR, húsasmiðs, Ránargötu 51. Sérstakar þakkir vil ég færa læknum og starfsfólki Landspitalans. það gat hún allt til síðustu ára. Það var ljúft að ræða við hana um liðna tíð, enda var hún minnug mjög, enda bráðgreind og víðlesin kona. Hún bar engan kala til lífsins eða samferðafólksins, mundi gleggst það sem fagurt var og bjart. En Guðbjörg fór ekki varhluta af hinum erfiðari þáttum í lífi sínu. Með föður mínum átti hún dreng, sem þau misstu á 1. ári. Föður minn missti hún eins og fyrr segir 1939, eftir mjög skömm veikindi. Harmur hennar mun þó hafa orðið mestur þegar hún missti dóttur sína, Höllu 1968. Til hennar og manns hennar, Kristjáns Leós á ísafirði, var hún þá komin, og þar átti hún mikilli ástúð að mæta. Skömmu síðar missir hún systkini mín, Sigurð 1972 og Önau 1973. Skömmu eftir lát dóttur sinnar fór hún á Dvalarheimili aldraðra sjóm., Hrafnistu, og var þar til dauða- dags. Meðan hún naut Sigurðar, var hann hennar aðalstoð, og eftir fráfall hans, hans elskulega kona, Ina Jensen, og öll þeirra börn. Ölíu þessu elskulega fólki færi ég mínar þakkir fyrir allt það sem það veitti elskulegri fósturmóður minni. Við brottför Guðbjargar kveð ég hana, tengdabörn og barnabörn hennar og þökkum samfylgdina og biðjum henni guðs blessunar í öðru lífi. Séra Matthías Jochums- son segir í kvæði sínu, Móðir mín: Án efa fáir, þaÖ er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, bað vakti mér löngum lotning. I örbirgð mestu þau auðugust varst og alls kyns skapraun og þrautir barst. sem værir dýrasta drottning. Hvíl í friði Agúst II. Pótursson. TORGRIP múrboltinn er YNGSTI MEÐLIMUR FJÖLSKYLDUNNAR og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann margt fram yfir aðra múrbolta. 2. Fyrir innanhússnotkun rafgalvanhúðaðlr með 10 pm Zn. Fyrir utanhússnotkun heitgalvanhúðaðir 1. Tvær hulsur. 60 jim Zn. Meira dragþol. Færri boltar. Tímasparnaður. 3. Þvermál boltans ákveður þvermál borsins, þ.e.a.s. hægt er að bora beint gegnum þann hlut sem festa á. 51 Sundaborg Sfml: 84000 - Reykjavfk Réttur tími reyfarahanpa I GBáFELDS VQRSALAN GRÁFELDS VORSALAN er nú orðin árviss liður í innkaupum þeirra sem fylgjast með. Hér skál engan furða því kjörin eru einstök. Við bjóðum heimsþekkt vörumerki s.s. Louis London, Heinzelmann, pierre cardin o.m.fl. auk hinnar viðurkenndu og sívinsælu íslensku skinnavöru okkar. HÁTÍSKUFATNAÐUR s.s. kjólar, peysur, blússur, buxur og pils - einnig leðurjakkar, regnkápur, húfur og lúffur, jafnt sem skór og ferðatöskur seljast með allt að 50% afslœtti. MOKKAFA TNAÐUR frá okkur selst með miklum afslœtti og rúmum afborgunarskilmálum auk þess sem hœgt er að panta hann og fá hann framleiddan á vorsöluverði. GRAFELDUR HE ÞINGHOLTSSTRÆTI2 Bodil FriSriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.