Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ T978 + Eiginmaður minn, ÞORSTEINN GÍSLASON, Brandsbæ, Hafnarfirði, verður jarðsunginn þriðjudaginn 7 marz frá Hafnarfjarðarkirkju kl 2 s.d. Gunnþórunn Viglundsdóttir. + Útöfr VILBORGAR (MINNIE) ÓLAFSDÓTTUR, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 6 marz kl 15 Katrin Gisladóttir systkini og fóstursystkini. + ODDBJÖRG GUÐNADÓTTIR frá Hvammi verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánud 6. marz kl. 1 3.30 Hans Gústafsson, Elin Þórarinsdóttir. Anna Guðnadóttir, Elísabet Guðnadóttir, Ingibjörg Guðnadóttir, + Konan mín VIGDÍS HANSDÓTTIR, Hrauntungu 47, Kópavogi. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju-þriðjudaginn 7 marz kl 1 5.00 Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess Sigurgestur Guðjónsson. + Amma min, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, sem andaðist 26 f m verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudag- inn 6 marz kl 1 0 30 Fyrir hönd aðstandenda, Leó Kristjánsson. + Innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS LEÓS, deildarstjóra. Svanlaug Böðvarsdóttir, Leó Már Jónsson, Sigrún Jónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Kristin Jónsdóttir, ÖrnJónsson, Böðvar Leós Jónsson, Gréta Baldursdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda vináttu og samúð vegna fráfalls eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÞÓRHALLSSONAR, Hagamel 45, Sérstakar þakkir til starfsliðs og lækna gjörgæsludeildar Landakotsspit- ala, svo og til starfsfólks Strætisvagna Reykjavíkur Guð blessi ykkur öll. Þórunn Meyvantsdóttir, Sigrún Guðnadóttir, Vigfús Ólafsson, Þórhallur Halldórsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Már Halldórsson, Jóna G. Jónsdóttir, Lilja Halldórsdóttir, Hafþór Jónsson, Sigurbjörn Halldórsson, Gunnhildur Arnardóttir og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför ARNAR A. ARNLJÓTSSONAR, bankaútibústjóra. Halla Gisladóttir, Arnljótur Arnarson, Arnljótur Davíðsson, Gisli Örn Arnarson, Ágúst M, Figved, Ágústa Maria Arnardóttir, Davið Arnljótsson, Gísli Guðmundsson, Hulda Erlingsdóttir, Hallf riður Jónsdóttir, Jens Arnljótsson. Ingimar Guðjónsson bifreiðastfóri - Minning F. 23. desember 1935. D. 25. febrúar 1978. Mánudaginn 6. marz verður gerð frá Fossvogskirkju útför Ingimars Guðjónssonar, bifreiðar- stjóra, en hann lézt á Landspítal- anum aðfaranótt laugardagsins 25. febrúar sl. Fráfall Ingimars heitins kom okkur, sem daglega unnum með honum, mjög óvænt. Hann stund- aði sitt erilsama og erfiða starf hér til hins síðasta, hlýr og við- mótsþýður, hógvær og prúður í umgengni. Starf hans var að flytja nemendur í Öskjuhlíðar- skóla i og úr skóla, erfitt ,og ábyrgðarmikið starf, sem út- heimtir margvíslega aðstoð við farþegana, umhyggjusemi og lip- urð. Fæsta grunar hve bifreiðar- stjórarnir, sem gegna þessu starfi, leggja mikla og innilega rækt við það. Ingimar heitinn lét sér mjög annt um börnin, og í sinni stuttu banalegu spurði hann oft um þau. í samskiptum við starfsfólk skólans kom Ingimar sér einkar vel. H:nn tók þátt í félagslífi okk- ar, hlýlegur í viðmóti, smáglett- inn og spaugsamur, á glöðum stundum í kunningjahópi. Ingimar spilaði um árabil i danshljómsveit um helgar, og á skemmtikvöldum skólans lék hann stundum á harmoniku. Ingimar Guðjónsson var Strandamaður að uppruna, ættað- ur úr Kollafirði í Strandasýlu. Við kveðjum þennan starfsfé- laga okkar með innilegri þökk fyrir samstarfið og samveruna. Fjölskyldu hans og nánasta vandafólki vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Öskjuhlíðarskóla. Fáein kveðjuorð til vinar. Öll komum við og öll förum við. Þessa staðreynd gera sér víst allir ljósa. Þó bregður okkur öllum við, þegar einhver, sem hefur átt hlut í hjarta okkar, kveður og fer, þannig á það að vera. Og á lífsgöngunni hittumst við við hinar ólíkustu aðstaeður. Sumum falla kynnin vel, öðrum miður, eins og gengur, þannig á það einnig að vera. A útmánuðum 1974 lágu eitt sinn skilaboð fyrir mér um að hringja í mann í Reykjavík. Þessi maður reyndist heita Ingimar Guðjónsson. Símtalið hefði ekki þurft að vera nema 1 mínúta, en einhvern veginn var það nú svo, að mínúturnar urðu 25. Að símtalinu loknu leið mér vel, ég fann að mig langaði til að sjá þennan mann. Svo sama vorið sáumst við, og það var eitthvað við það, innra með mér fannst mér þetta ekki vera ókunnur maður. Við hjónin höfðum séð mann í ársbyrjun 1974, sem vakti sérstaka athygli okkar og nú sá ég að þetta var sami maðurinn. Og það er ekki að orðlengja það, að með okkur hófust varanleg kynni, sem voru að þróast til kveðjustundar. I fyrstu voru samskipti okkar blönduð starfi okkar, og gott er að eiga frá þeim árum margar ógleymanlegar minningar. Það var alltaf til- hlökkun að hitta Ingimar, alltaf var hann hress og léttur í lund. En þó var hann viðkvæmur og alvarlega hugsandi. Hann tók marga hluti mjög alvarlega, og allt, sem hann gerði, var gert af góðum hug og allur var hann þar sem hann var. Um það ber atvinna hans undanfarin ár glöggt vitni. Söknuður barnanna sem hann ók er mikill. Það var gaman að heyra hann lýsa starfinu, allt varð að vera sem þægilegast fyrir börnin, og hann hafði mikla ánægju af þessu starfi. Eftir að samskiptum okkar í sambandi við starfið lauk, héldust kynni okkar áfram að þróast, kannski enn meira en áður. A síðastliðnu sumri kom upp staða hjá okkur báðum, þó að þetta væri af ólíkum toga spunn- ið hjá hvorúm fyrir sig, þá kom í ljós, þegar við ræddum þetta alvarlega, að við gátum leyst þetta saman á mjög einfaldan hátt og við hikuðum ekki við að gera það. Það var mjög ánægju- legt og gaman að finna það gagnkvæma traust, sem þar ríkti. Fleiri ráðagerðir voru að þró- ast í hugum okkar, en þær verða að bíða um sinn. Samfylgd okkar hefur verið frestað. En Ingimar lifir í hugum okkar, léttur í lund og hress, viðkvæmur og alvarlega hugs- andi á stundum. Elsku Rósa mín, Guð veri með þér vinan. Öllu öðru nánasta fólki hans vottum við hjónum okkar dýpstu samúð. Við biðjum því Guðs blessunar. Fögur verður minningin um góðan dreng. Gissur Geirsson. Þótt ég verði bylgju að bráð bfður mfn þar fagurt láð, fyrir handan græðis gráð, gullið land og sólu fáð. Nú þegar kvaddur er hinstu kveðju frændi minn og æskuvin- ur Ingimar Guðjónsson, verður mér orðavant. Ævinlega erum við manneskjur jafn óviðbúnar, ráð- þrota og vanmegnugar gagnvart dauðanum. Við spyrjum án þess að fá svar, hver sé tilgangurinn, þegar ungu fólki, hraustu og fullu af lífslöngun er skyndilega kippt í burtu og dæmt úr leik. Maðurinn 'sem ég sá frískan og glaðan í gær er ef til vill liðinn að morgni. Þannig var um hann, sem er syrgður nú. Ingimar Guðjónsson var fæddur 23. desember 1935 á Hólmavik. Foreldrar hans eru Elfn G. Jónsdóttir og Guðjón Magnússon, bæði ættuð úr Strandasýslu. A Broddanesi og í Kollafirði átti hann sína bernsku og æskutfð. Á Broddanesi var og er margbýlt og í þá daga átti heima i næsta húsi við Ingimar undirrituð, frænka hans og jafn- aldra. Fyrstu minningar mínar eru á einn eða annan hátt tengdar Ingi- mar og okkar samveru, leikjum og uppátækjum ýmsum, sem börnum voru lík. Heimili okkar beggja voru okkur báðum jafn opin, hvoru sem í hlut átti, mæður okkar enda tengdar sterkum vin- áttuböndum frá þeirra fyrstu tíð, allt fram á þennan dag. Milli þess- ara heimila fannst enginn þröskuldur. Ef eitthvað á bjátaði heima hjá mér, var farið til Ellu frænku og Ingimars og þar gleymdust Ieiðindin fljótt. Þar var alltaf hlýja og gott skap. Minningarnar vanka, ein af annarri á þvílíkri stundu sem þessari. Leikirnir okkar f fjör- unni, þar sem við bjuggum til vegi úr sandi, vegi sem lágu út i stóra heiminn. Kletturinn í vík- inni neðan við bæinn, sem við höfðum fyrir skip og sigldum á út á höfin miklu, og sögurnar sem við bjuggum til um tröll og aðra vætti sem áttu að búa í stórum steinum í Traðarnesinu. Það er margs að minnast sem ekki verður tíundað hér. Við uxum upp, hættum að vera krakkarnir sem ösluðu í vikinni okkar. Ung- lingsárin liðu og við uðrum stór og fórum út í heiminn, sitt í hvora átt. Það varð vík millum vina. Við hittumst æ sjaldnar eftir þvi sem árin liðu, fréttum þóoft hvort af öðru í gegnum frændfólk og vini. Ætla mætti að slíkur kunnings- skapur væri harla lítils virði. Það var þö ekki, þegar Ingimar átti hlut að máli. Hans vinátta var sönn og traust. Þó við hittumst jafnvel eftir árabil var alltaf eins og við hefðum sést i gær. Ilandtak hans var fast og innilegt og brosið glatt. Stundum gafst timi til að rifja upp eitthvað frá liðinni tíð og þá var jafnan stutt i hláturinn. Nú þegar hann er allur finn ég hvað ég hef misst og hvers virði vinátta okkar var og þessi fátæk- legu orð eru aðeins lítill vottur um þökk mína, til hans fyrir það sem hann var. Ég veit að þegar minn tfmi kemur og ég stend handan móð- unnar miklu verður Ingimar frændi minn þar, traustur og glaður og heilsar mér brosandi, rétt eins og við hefðum kvaðst í sær. — Þannig mun ég minnast hans. Ég og fjölskylda mín sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til hans góðu eiginkonu Rósu Hall- dórsdóttur, til foreldra hans, syst- kina, tengdafólks og annarra vandamanna, sem eiga um sárt að binda. Minningin um góðan dreng Framhald á bls. 47. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vina rhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS SVEINSSONAR, Aðstandendur. + Þökkum innilega sýndan vinarhug við andlát og útför móður okkar, MARIE ELLINGSEN, Börn hinnar látnu Erna Ellingsen, Mathilde Ellingsen, Othar Ellingsen, Björg Ellingsen. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Freyjugötu 40, Guðmundur Benediktsson. UnnurH. Benediktsdóttir, MagnúsE. Baldvinsson, Jón Benediktsson, Jóhanna Hannesdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.