Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
lesa um orkuhlutfall úr fitu á
íslandi og meðal nágrannaþjóða.
Orkuhlutfatl úr fitu.
ísland 1969 40,7l 1974 42,72
Noregur 41,3 44,3
Svíþjóð 42,4 40,1
Danmörk 43,9 45,1
Finnland 44,0 38,5
Bretland 40,8 42,3
Bandaríkin 44,0 44,8
1) Hagstofa íslands árið
1965—67, umreiknað dr. J.Ó.
Ragnarsson 1977.
2) Dr. G. Sigurðsson 1973.
4—5 Upplýsingar frá Heilbrigðis-
stjórn viðkomandi landa í
„Statistical Office European
Committee bls. 105—107.
Bruxselles 1971.
Mikill áróður hefur verið rek-
inn fyrir því að minnka fitu í
fæðu bæði hér og í öðrum
löndum. Svíar og Finnar hafa náð
mestum árangri, en Bretar,
Norðmenn og Bandaríkin síður.
Dánartala vegna kransæðastíflu
hefur lækkað meðal allra þessara
þjóða. Á íslandi hefur dánartíðn-
in í heild lækkað í tímabilunum
1971—75. Athuganir hér á landi
benda til þess að hlutfall fjöl-
ómettaðra/ mettaðrar fitu, sé Ii4
eða líkt og í Noregi og á
Bretlandseyjum. í Bandaríkj-
unum er hlutfallið 2:5 og hef-
ur magn fjölómettaðrar fitu auk-
ist síðustu ár. í Noregi er mælt
með hlutfallinu 1:2. Bandarísku
hjartalækna- og hjartaverndar-
félögin leggja til að hlutfallið
verði 1:1, en Bandaríska lækna-
félagið styður ekki þessa tillögu.
Ég held ekki að afstaða félagsins
mótist af annarlegum sjónarmið-
um. Hafa ber í huga að þótt
tekist hafi að lækka tíðni krans-
æðadauða í tilraunahópum með
því að auka magn fjölómettaðrar
fitu í fæðu á kostnað mettaðrar
fitu, hefur heildardánartíðni ekki
lækkað alfarið. í tveimur slíkum
tilraunum jókst tíðni gallsteina-
sjúkdóma og dánartíðni vegna
krabbameins (the 4Role of
Nutrition in Public Health Wrld
Hlth. Org. Geneva (,76). I
dýratilraunum hefur dánar-
tíðni v. krabbameins vaxið
ef magn fjölómettaðrar fitu í
fæðu nam meira en 10%. Einn-
ig hafa orðið vaxtarbreytingar
og E vítamínþurrð af hlotist.
Fjölómettaðar fitusýrur eru
nauðsynlegar hverjum og ein-
um í hæfilegu magni og ekki
er talin hætta á ferðum þótt
magn fjölómettaðrar fitu í fæðu
sé aukið líkt og Norðmenn hafa
ráðlegt. Rétt er þó að umgangast
þessi efni með gát. Rannsókn á
eðli fjölómettaðra fitusýra eru á
byrjunarstigi.
Um blóðfitu
Á síðustu 20—30 árum hafa
verið gerðar yfirgripsmiklar hóp-
rannsóknir víða um heim, m.a. til
að kanna áhrif blóðfitu á tíðni
kransæðadauða. Greinileg sam-
fylgni er á milli meðalfitu-
neyslu, meðalgildis blóðfitu og
tíðni kransæðasjúkdóma milli
hópa.
Niðurstöður seinni tíma rann-
sókna hafa leitt f Ijós að blóðfita
einstaklinga innan hópsins fylg-
ir ekki fituneyslu þeirra.
(Framingham rannsókn í USA.)
Alþjóðahcilbrigðismálastofnunin
í Genf hefur komist að líkum
niðurstöðum. Blóðfita
(kolesterol) Islendinga er hærri
en margra nágrannaþjóða þó er
kolesterolneysla okkar lægri en
flestra þeirra (G. Sigurðsson).
Af dánarmeinaskráningu er og
ljóst að tíðni kransæðadauða
meðal þjóða, er hafa hátt meðal-
gildi blóðfitu getur verið til muna
lægri en þeirra þjóða er hafa
lægri meðalgildi blóðfitu. Þess
skal og getið að mikill mismunur
er á tíðni almennra æðakölkunar
og tíðni kransæðasjúkdóma.
Deilur hafa risið milli lækna um
þýðingu blóðfitu í sjúkdómsmynd
kransæðasjúkdóms þótt lfestir
séu sammála um meðferð sjúk-
dómsins. Hugsanlegt er að nýleg-
Framhald á bls. 28
VESTUR-ÞÝSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA
Talið við sölumennina
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Slmi 21240
Hvað annað
QeimsteinKi
Hvaó getur árangurinn oróió annar en frábær þegar tveir snillingar
eins og Þórir Baldursson og Rúnar Júliusson vinna saman aö hljómplötu?
Þórir Baldursson er sá tónlistarmanna okkar Islendinga, sem lengst
hefur náó i hinni höróu samkeppni tónlistarmanna á heimsmarkaói.
Hann hefur m.a. unniö fyrir stórstjörnurnar Bonny M, Donna Summer og
Sailors. Þórir kann tökin á taktinum, þaó ber hljómplatan „Geimtré”
glöggt með sér. Diskólög Þóris eru afbragð.
Rúnar Júliusson hefur frá upphafi tónlistarferils sins leikiö meó
vinsælustu hljómsveitum landsins. Hann hefur alltaf haft lag á aó hrifa
áheyrendur sina meó þróttmiklum og vönduðum söng og hljóófæraleik.
A plötunni „Geimtré” er Rúnar i essinu sinu.
Auk þeirra Þóris og Rúnars leika og syngja með Geimsteini eftirtaldir
listamenn á hljómplötunni ,,Geimtré”: Maria Baldursdóttir, Ragnar
Sigurjónsson, Björgvin Gislason, Birgir Hrafnsson, Gunnar Þóróarson,
Anthony Jackson og Jimmy Young.
Hver vill ekki skipta að þessu sinni á jólatrénu sinu og Geimtré?
Dreifing: Fálkinn hf, Suðurlandsbraut 8. S: 84670.
Dreifing: Geimsteinn, Skólabraut 12, Keflavik. S: 2717