Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Framsaga menntamálaráðherra; Embættisgengi kenn- ara og skólastjóra Ýmis nýmæli í fræðslukerfínu VILHJÁLMUR Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti nýverið fyrir fraumvarpi til laga um embættisgengi kennara og skólastjóra, sem felur í sér ýmiss konar nýmæli. Frumvarpið varðar fjölmenna starfsstétt í þjóðfélaginu og raunar þjóðina alla þar sem fræðslukerfið varðar hvert heimili í landinu. Þingsíða Mbl. birtir því ræðu ráðherrans í heild, m.a. til þess að lesendur þess geti gert sér glögga grein fyrir efnisatriðum frv. meðan það er enn til umræðu og meðferðar á Alþingi. Aðdragandi Aödragandi að gerð og flutningi þessa frv. um embættisgengi kenn- ara og skólastjóra er orðin nokkuð langur. Er hann rakinn ítarlega í athugasemdum við lagafrumvarp þetta. Verður sú saga ekki endurtek- in hér, en geta vil ég um eftirfarandi: Hinn 9. desember 1970 skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til þess að semja eins og þar stendur „tillögur í frumvarpsformi um ákvæði varðandi skilyrði, sem fullnægja þarf til þess að vera settúr eða skipaður kennari við skyldu- námsskóla og framhaldsskóla, þ.á m. menntaskóla og sérskóia". Um þessar mundir voru í smíðum frumvörp til laga um Kennarahá- skóla Islands, um skólakerfi og um grunnskóla. Frumvarpið um Kennaraháskólann varð að lögum á þinginu 1970 — 1971, en hin frumvörpin hlutu ekki afgreiðslu á Alþingi fyrr en í maí 1974. Nefndin skilaði endanlegum tillög- um 1972, en þar sem frumvörpin um skólakerfi og um grunnskóla höfðu ekki náð fram að ganga, mun ekki hafa þótt tímabært að leggja fram frumvarp um embættisgengi kenn- ara að svo stöddu. Málið var því lagt til hliðar um sinn., I lok ársins 1974 var aftur tekið til við málið. Þá var leitað til sömu aöila og upphaflera höfðu átt sæti í nefndinni og farið yfir frumvarpið með þeim og jafnframt leitað umsagna hjá háskólunum báðum. Þá fjallaði einnig samstarfsnefnd menntaskólastigsins um frumvarpið, en það er nefnd, sem skipuð er rektorum og skólameisturum menntaskólanna og ráðuneytisstjóra og fleirum úr menntamálaráðuneyt- inu. Endurskoðun þessi fæddi af sér nokkrar breytingartillögur. Og eftir að frumvarpinu hafði verið breytt í einstökum atriðum án þess þó að breyta meginstefnu þess, þá var það sent ýmsum samtökum skólafólks og fleirum til umsagnar. Enn bárust nokkrar umsagnir og athugasemdir. Var það allt yfirfarið vandlega og leitazt við að samræma fram komin sjónarmið, sum nokkuð mismunandi og jafnframt voru höfð í huga ýmis raunhæf og aðkallandi vandamál, sem komið geta upp við ráðningu skólastjóra og kennara. Það er Ijóst af því sem ég hef nú greint, að þetta mál hefur fengið mjög ýtarlegan undirbúning, enda er frumvarpið eins og það er nú flutt töluvert breytt frá upphaflegri gerð þess, enda þótt meginstofninn sé hinn sami eins og ég drap á áðan. Námseiningar og matsnefnd Frumvarpinu er skipt í þrjá kafla og eru í honum 1. almenn ákvæði ýmisleg. í fyrstu grein er fjallað um nám kennara almennt og svo fyrirmælt, að það skuli metið í námseiningum. Mat samkvæmt slíku einingarkerfi skal staðfest af matsnefnd, sem menntamálaráðuneytið skipar þann- ig að fulltrúar komi frá Háskóla Islands og Kennaraháskólanum og loks þriðji nefndarmaðurinn frá ráðuneytinu skipaður án tilnefning- ar. Kennarasamtökin hafa lagt á það áherslu að eiga fulltrúa í nefndinni. En eðlilegt þótti að þau væru fyrst og fremt samráðsaðilar. I athugasemdum með frumvarp- inu er þess getið, að tilgangur greinarinnar sé að stuðla að því, að allt kennaranám, hvort sem það fer fram á námskeiðum eða í reglulegum skélum verði metið á sama- veg. í þessum 1. kafla eru einnig ákvæði um það, að allir kennarar skuli ljúka lágmarksnámi í uppeldis- og kennslufræðum óháð því skóla- stigi sem þeir ætla að kenna á. Er hér bæði átt við fræðilegt nám í nefndum greinum og svo hagnýt atriði, sem snerta kennsluaðferðir og kennslutækni. Þá er í kaflanum ákvæði, það er í 3. grein, sem ætlað er að hvetja kennara til að afla sér aukinnar menntunar, m.a. að því er varðar nýjungar í námsefni og kennsluað- ferðum. En í þessari grein segir, að kennarar, sem auka við menntun sína á einhvern hátt, fái þá viðbóta- menntun viðurkennda, ef fullnægt er tilteknum skilyrðum. I frumvarpinu er svo fyrirmælt, að menntamálaráðuneytið eða ráðherra setji og skipi yfirkennara og skóla- stjóra við grunnskóla og framhalds- skóla alla. En í gildandi lögum eru þess dæmi, þó að ekki sé það almenn regla, að forseti Islands skipi skólastjóra við framhaldsskóla. Félag menntaskólakennara hefur gert athugasemd við þetta. Virðist þó eðlilegt, að samræma þessi ákvæði og sama regla gildi um alla skóla í þessu efni. I þessum 1. kafla frumvarpsins er að finna ákvæði þar sem bent er á nokkur þau atriði, sem miða skal við, þegar gert er upp á milli umsækj- enda og mælt er fyrir um það, að allir umsækjendur um stöðu, sem fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru, komi til álita við veitingu. Haldið er þeim ákvæðum núgild- andi laga, að starf sem skipað er kennara án fyllstu réttinda, skuli auglýsa árlega. Kennsluréttindi á grunnskólastigi II. kafli laganna fjallar um grunnskólastigið og er þar kveðið á um, hvað þurfi sérstaklega til að vera skipaður kennari við grunn- skóla. Almenna skilyrðið er að sjálfsögðu það að hafa lokið námi við Kennaraháskóla íslands og svo fullgildum prófum þar og eins kennaranámi á háskólastigi ásamt fullgildum prófum, sem miðast við kennslu í grunnskóla. En auk þessa eru svo ýmis önnur skilyrði, þegar um er að ræða kennslu við sérstakar stofnanir, t.d. stofnanir vegna af- brigðilegra barna, og til þess að kenna tilteknar greinar, handmennt, tónmennt, íþróttir o.fl. Skulu þau ákvæði ekki rakin nánar hér. Þó vil ég geta þess, að sérstaklega er tekið fram, að heimilt sé að ráða að forskóla fóstrur eða aðra starfsmenn með menntun, sem menntamála- ráðuneytið viðurkennir. 1) Ákvæðið um fóstrur er samhljóða ákvæði í grunnskólalögunum um sama efni. SIB hefur sett fram þá kröfu að fóstrur skildu aðeins starfa undir eftirliti kennara. En hæpið er að binda slíkt í lögum. Framhaldsskólastigið I III. kafla frumvarpsins er svo loks fjallað um framhaldsskólastig- ið. En til þess að verða skipaður kennari í bóklegum greinum við framhaldsskólastigið verður um- sækjandi að hafa lokið námi á háskólastigi er jafngildi tilteknum námseiningafjölda ásamt fullgildum prófum og þar af skal tiltekinn fjöldi eininga vera nám í uppeldis- og kennslufræði eða þá í sérgrein, ef um Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra það er að ræða. í umsögnum frá Háskóla íslands og Félagi mennta- skólakennara var talið hæfilegt að miða við 150—180 einingar (5—6 ára nám í háskóla) í stað 120. Ef farið er að tillögum þessara aðila er líklegt að það stuðli að stéttarlegu misræmi innan skóla, t.d. fjöl- brautarskólanna og er þá haft í huga hvaða menntun aðrir kennarar en háskólakennarar eiga völ á. Síðan er í þessum kafla fjallað nánar um nauðsynleg skilyrði til þess að öðlast stöðu við ýmsa sérskóla á framhaldsskólastigi eins og íþróttakennaraskóla íslands og verkmennta og listaskóla, iðnskóla, skóla fyrir afbrigðilega eða þroska- hefta nemendur o.s.frv. Við gerð tillagna fyrir sérskóla hafði nefndin, sem samdi frumvarp- ið upphaflega, þann hátt á að teknar voru upp viðræður við skólastjóra og/eða skólastjórn viðkomandi skóla og hlutaðeigandi fagkennarafélög, þar sem um þau var að ræða. Þessum aðilum voru kynntar tillögur nefndarinnar um menntun og rétt- indi kennara í bóklegum greinum við grunnskóla, framhaldsdeildir gagn- fræðaskóla (þær urðu síðar felldar brott úr tillögunum sem sérstakt skólastig) og menntaskóla og þess. farið á leit að þeir gerðu hliðstæðar tillögur um kennara við sérskólana. Ákvæði frumvarpsins um þessa skóla eru m.a. byggð á upplýsingum, sem fengnar voru á þennan hátt. Nefndin skilaði ekki tillögum um menntun kennara við þessa skóla: Fósturskólana, Hjúkrunarskólann, Húsmæðraskólana og Húsmæðra- kennaraskóla Islands, en hún taldi sig ekki hafa forsendur til þess. Kennarar við þessa skóla hafa sótt menntun sína til annarra landa og er þar af leiðandi nokkur mismunur á menntun einstakra kennara, en ákvæði gildandi laga eru óljós í þessu efni. Þegar gengið var frá frumvarpinu í ráðuneytinu þótti óeðlilegt að geta þessara skóla (eða námsbrauta) að engu en jafnillt að setja inn einhver ákvæði sem væru óraunhæf. Varð því að ráði að kveða svo á að hlutaðeigandi kennarar þyrftu að hafa lokið kennaraprófi sem menntamálaráðuneytið viður- kenndi (sjá 15. gr. f- og g-lið og 16. gr. e-lið). í raun er hér ekki um að ræða neina breytingu á þeim venjum og reglum sem miðað hefur verið við þegar kannarar hafa verið ráðnir að þessum skólum. Af þessum sökum þótti ekki brýn ástæða til að hafa samráð við hlutaðeigandi skóla. Vera má að síðar verði ástæða til að breyta þessum ákvæðum og kveða skýrar á um réttindi og menntun þessara kennara t.d. ef aðstæður skapast til að mennta þá hérlendis. Rétt þótti að fara nokkrum orðum um þetta atriði serstaklega, en allt er þetta ítarlega rakið í frumvarpinu og fylgja allnákvæmar útskýringar við hverja einstaka þætti nánar, en vísa til frumvarpsins og athuga- semdanna, sem því fylgja. Það gefur nokkra bendingu um þörfina fyrir löggjöf af því tagi, sem þetta frumvarp fjallar um, að með því, ef að lögum verður, verða felld úr gildi eigi færri en 16 tilgreind lög eða einstakar greinar úr lögum um einstakar skólastofnanir. Verður því stórum hagfelldara að vinna að ráðningum kennara og skólastjóra eftir en áður. Réttindi og réttindaleysi I ákvæði til bráðabirgða segir svo í 19 gr.: „Þeir sem við gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennar- ar við skyldunámsskóla 6 ár eða lengur, en fullnægja ekki skilyrðum laganna til að hljóta skipun í stöðu, skulu eiga kost á að ljúka námi á vegum Kennaraháskóla íslands til að öðlast slík réttindi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri menntun og starfsreynslu skal setja ákvæði i reglugerð." Þetta ákvæði varðar hina marg- umtöluðu réttindalausu kennara. Samhljóða ákvæði er í fraumvarpi til laga um Kennaraháskóla íslands. Þessari grein, 19. gr. fylgja svohljóð- andi athugasemdir: „Á undanförnum árum hefur orðið að setja til kennarastarfa allmargt manna, sem ekki hafa full kennslu- réttindi samkvæmt gildandi lögum og geta því ekki hlotið skipun í kennarastöður. I umræðum um þessi mál hefur verið bent á, að æskileg- asta lausnin á vanda þessara kenn- ara sé að greiða þeim leið til að afla sér fullra réttinda með viðbótanámi. I þessari grein er gert ráð fyrir sérstöku átaki við gildistöku laga um embættisgengi kennara á þann veg, að þeim sem þá hafa starfað sem settir kennarar við skyldunámsskóla sex ár eða lengur, verði gefinn kostur á að ljúka á vegum Kennaraháskól- ans réttindanámi, er verði sérstak- lega skipulagt í því skyni. Er þá haft í huga, að m.a. gæti orðið um að ræða sumarnámskeið og bréfaskóla." Ég vil benda á það sérstaklega, að her muni í framkvæmd verða tekið fullt tíllit til þess náms, sem þessir kennarar hafa stundað hvort sem heldur er við sókn á fasta skóla ellegar á námskeiðum og að einnig verður tekið mikið tillit til starfs- reynslu viðkomandi kennara, sem margir hverjir hafa kennt um langa hríð. Þetta er nýmæli. Tilsvarandi ákvæði hefur ekki verið að finna í íslenskri löggjöf að því er ég bezt veit. Það hefur mikið verið rætt og ritað um aðstöðu hinna svonefndu réttindalausu kennara, og er það að vonum. í mörgum tilvikum eru þetta menn, sem starfað hafa árum saman við ágætan orðstír og beinlínis AIMAGI AIMAGI bjargað við barna- og uhglinga- fræðslunni í sínum byggðarlögum. Um skeið var nokkuð rætt um það að hafa ákvæði í frumvarpinu um heimild til að skipa til starfa slíka menn eftir að þeir höfðu kennt í tiltekinn árafjölda. En horfið var frá þessu, enda er það almennur vilji kennara að auka við menntun sína og engin tregða á því hjá hinum réttindalausu nema síður sé. En vert er að benda á það, að nám þeirra styttist verulega við langan starfs- tíma. Ég vil vekja sérstaka athygli á töflu yfir menntun starfandi kenn- ara á yfirstandandi skólaári, en hún er prentuð í athugasemdum með þessu frumvarpi. í þessari skýrslu kemur glöggt fram, að starfandi eru margir kennarar án þess að hafa full réttindi til þeirra starfa. Ég hef áður haldið því fram, að orsakir kennara- skortsins sé m.a. óánægja með launakjör, að kennaramenntun nýt- ist mjög vel til fleiri starfa en til kennslu, almenn tregða fólks í sumum starfsgreinum við að fara út á land, en kennarastöður eru einmitt mjög margar, því að stéttin er fjölmenn. Áuk þess eru skólar úti á landi stundum styttri og laun þá lægri af þeim sökum og eykur það tregðu manna við að taka störf að sér undir þeim kringumstæðum. Enn tel ég, að ónógir möguleikar fyrir eldri kennara, réttindalausa, að afla sér viðbótarmenntunar og fullra réttinda valdi hér nokkru um og svo tímabundin fækkun brautskráninga úr Kennaraháskóla íslands. Það er talið, að um þessar mundir sé aðeins um 55.5% starfandi af þeim kennur- um, sem útskrifast hafa síðustu 10 árin úr kennaraskóla, svo að margt kennaramenntað fólk er raunar til í landinu. En það er skylt að geta þess jafnframt, að miklu hærra hlutfall er í kennslu af síðustu árgöngunum úr Kennaraháskólanum. Þar er hlutfallið mjög hátt. Og einnig má í þessu sambandi minna á það, að aðsóknin að Kennaraháskólanum hefur vaxið gífurlega nú síðustu árin. t. Ég vil nota tækifærið að benda á varðandi hæfni kennara án fullra réttinda, að liðlega 9% eru sér- menntaðir í kennslugrejn sinni en skortir próf í uppeldis- og kennslu- fræði. Sem dæmi má nefna háskóla- próf í tungumálum og fleiri greinum, próf frá tækniskólum og iðnskplum, listaskólum, verslunarskólum og fleira. Ætla má, að þetta fólk sé allvel í stakk búið til að kenna sín sérstöku fög. Þess ber einnig að geta, að fullur helmingur þeirra 90 kennara, sem aðeins hafa lokið landsprófi eða gagnfræðaprófi, hefur kennt í fimm ár eða lengur og þar af 25 í meira en 10 ár. Reynsla þessara manna ásamt viðbótar- fræðslu á námskeiðum, sem flestir þeirra hafa aflað sér, hjálpar auðvitað mikið til að gera þá hæfa til kennslustarfa. Mér fannst ástæða til að rifja þetta upp, því þetta er mikilsvert, þegar rætt er um hæfni hinna réttindalausu. En markmiðið er auðvitað, að allir kennarar hafi hlotið tilskilda menntun. Ég hef gerzt svo fjölorður um réttindalausu kennarana vegna þess hvað kennaraskorturinn hefur verið mikið í sviðsljósi að undanförnu. Ég bið háttvirta þingdeildarmenn þó að minnast þess, að megintilgangurinn með flutningi þessa frumvarps er sá að færa saman á einn stað og í aðgengilegu formi þau ákvæði, sem varða embættisgengi kennara og skólastjóra við grunnskóla og fram- haldsskóla. Jafnframt eru svo þessi atriði öll yfirfarin vandlega og löguð eftir þeim aðstæðum, sem nú ríkja á hinum ýmsu skólasviðum. Þetta er auðvitað mergurinn málsins og svo að þjappa þessum ákvæðum öllum saman og gera þau aðgengileg og tilgangurinn með því aftur á móti að treysta enn betur en nú að starfandi kennarar hafi sem bezta menntun og öll fylstu réttindi til að gegna sínum ábyrgðarmiklu störfum. Þótt nokkuð sé liðið á þingtímann, þá vil ég nú biðja háttvirta mennta- málanefndarmenn og svo aðra þing- deildarmenn að hefjast handa um efnislega meðferð þessa máls og gaumgæfa sérstaklega, hvort eigi er unnt að ljúka henni á þessu þingi og afgreiða frumvarpið sem lög áður en þingi lýkur. Ég er að sjálfsögðu ekki að gefa háttvirtum þingdeildar- mönnum nein fyrirmæli um vinnu- brögð, en leyfi mér þó að fara þess á leit að allir möguleikar á afgreiðslu málsins verði athugaðir. Herra forseti. Ég legg svo til, að framvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.