Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Menntaskólanemar í Hamrahlíð efndu í gær til góðaksturs- keppni á lóð skólans í löngu frímínútunum. Ellefu bifreiðar tóku þátt í keppninni sem flestir nemendur skólans horfðu á. Þessa mynd tók RAX af einum þátttakenda. Búnaðarþing: Átelur drátt á breytingu Stofn- lánardeildarlaga Flugfélag Austurlands: Áætlunarflug til Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar MEÐAL þeirra mála. sem bún- aðarþing afgreiddi á fundum sínum var ályktun þar sem þingið átelur. að lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins skuli enn ekki hafa verið breytt til samræmis við tillögur nefnd- ar þeirrar. sem vann að endur- skoðun iaganna og skilaði áliti til landbúnaðarráðherra snemma á sl. ári. Segir í ályktuninni að þingið. telji að mál þetta þoli enga bið og skorar á landbúnaðarráðherra — Vinnustöðv- un 16. marz Framhald af bls. 48 Örn Johnson, forstjóri Flug- leiða, sagði, að hann tæki kröfur FÍA sem merki þess, að flugmenn væru ekki tilbúnir til samninga ennþá, þar sem kröfur þeirra varðandi takmarkanir á flugtíma þýddu í raun, að félagið yrði að stórfjölga flugmönnum á flugvél- um Flugfélags íslands. Varðandi launaliðinn sjálfan sagði Örn, að flugmenn vísuðu til launahækk- ana, sem almennt hefðu orðið í landinu. Ön sagði að Félag Loftleiða- flugmanna hefði lagt kröfur sínar fram mun seinna en FÍA. Kröfur Félag3 Loftleiðaflug- manna sagði Örn ekki ganga eins langt varðandi beytingu á vinnu- stundum og kröfur FIA, en hins vegar kvaðst hann telja að varðandi launaliðinn sjálfan væru kröfur Félags Loftleiða- flugmanna eitthvað meiri. Örn sagði, að ekki hefði verið um að ræða samningafundi við Félag Loftleiðaflugmanna, en kvaðst telja, að nú væru þeir að fara í gang. Þegar Mbl. spurði, hver laun flugmanna væru nú, svaraði Örn, að þau væru mjög mismunandi, bæði eftir flugvélategundum og starfsaldri,en um allt að árlegar hækkanir væri að ræða allt til 25 ára starfsaldurs. Hæstu launin sagði Örn að þeir fengju,sem flygju stærstu flug- vélunum, DC 8 þotum Loftleiða, og væru hæstu mánaðarlaun þeirra á níunda hundrað þúsund króna á mánuði. Þeir sem fljúga Boeing 727-þotum Flugfélagsins fá 94% af kaupi DC 8 flugmanna og þeir, sem fljúga Fokker Friendship-flugvélum Flugfélag- rns fengju 92% af launum Boeing-flugmannanna. að hlutast til um, að lögunum um stofnlánadeildina verði breytt á því Alþingi, er nú situr. Þá var samþykkt ályktun þar sem því er beint til menntamála- ráðuneytisins að það láti hið fyrsta gera ýtarlega könnun á ástandi hreindýrastofnsins í landinu með tilliti til, hvort um offjölgun hreindýra sé að fæða. Þingið mælti með því að Alþingi samþykkti framkomið frumvarp um búnaðarfræðslu. Einnig samþykkti búnaðarþing ályktun í frumvarpsformi um eftirlit með framleiðslu og verzl- un á fóðurvörum, áburði og sáðvörum. Er þar gert ráð fyrir að eftirlitsdeild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins sinni, auk eftirlits með fóðurvörum eins og nú er, eftirliti með áburði og sáðvörum. Loðnan; 27 skip með 11.200 tonn TUTTUGU og sjö skip höfðu tilkynnt loðnunefnd um afla klukkan 22.30 í gærkvöldi, samtals 11.200 tonn, en þá voru nokkur fleiri skip að búast til lands frá miðunum við Stokks- nes. Skipin, sem tilkynnt höfðu um afia, voru Guðfinna Steindórs- dóttir, 150 og 160 tonn, Arney 150, Steinunn 140, Þórkatla 180, Skarðsvík 560, Örn 550, Fífill 500, Glófaxi 120, Helga Guðmunds- dóttir 570, Grindvíkingur 540, Súlan 550, Arnar 140, Óskar Halldórsson 400, Vonin 180, Gunnar Jónsson 270, Alberg 570, Gjafar 260, Ljósfari 320, Húna- röst 620, Hrafn 630, Helga 240, Börkur 1030, Gullver 550, Hákon 700, Eldvík 500 og Guðmundur 650. Flest þessara skipa fóru til Austfjarðahafna og var í gær- kvöldi í fyrsta skipti á vertíðinni allt orðið fullt frá Seyðisfirði og suður úr. Leiðrétting í BLAÐINU í gær misritaðist nafn Ólafar K. Harðardóttur undir mynd í tónlistargagnrýni. Blaðið biðst velviröiiigar á þeim mistökum. FLUGFÉLAG Austurlands fór í fyrsta áætlunarflugið til Breið- dalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar á þriðjudag og er ætlunin að fljúga þangað tvisvar í viku til að byrja með. Guðmundur Sig- urðsson. framkvæmdastjóri Flugfélags Austurlands, sagði. að svo miklar annir væru hjá félaginu. að „það fer að líða að því að við bætum við okkur annarri tveggja hreyfla vél og hclzt þyrfti það að gerast í vor“. Sagði Guðmundur að helzt væri rætt um flugvél af gerðinni Piper Navajo. en flugvélar þeirrar tcgundar taka 7 — 10 farþega. Flugfélag Austurlands fékk 9 farþega flugvél af Islandergerð í júní í fyrra og sagði Guðmundur að geysilegur fjörkippur hefði komið í starfsemina með tilkomu Kvikmyndasýnmg F'ÉLAGIÐ Ísland-DDR efnir til sýningar á kvikmynd frá fimleika hátíðinni SPARTAKIADE DDR í Leipzig 1977, fimmtudag 9. mars n.k. að Hótel Loftleiðum kl. 20.30 í ráðstefnusal hótelsins. Dr. Ingimar Jónsson mun kynna kvikmyndina og segja frá íþrótt- um í DDR. Allsherjarmót unglinga og barna hafa verið haldin síðan 1965 og sýna þá miklu áherslu, sem lögð er á íþróttaiðkun og iíkamsuppeldi barna í DDR. Kvikmyndin sýnir marga heims- fræga íþróttamenn. Fréttatilkynning — Muzorewa Framhald af bls. 1. sama keip er þeir ræddu við blaðamenn í Washington í dag. Kom það fram hjá Nkomo og Mugabe að þeir ætluðu ekki að ræða við þá sem undirrituðu samkomulagið og ásökuðu þeir Breta um að reyna að vinna Sameinuðu þjóðirnar til fylgis við það. Þeir sögðu að stríðið myndi halda áfram svo lengi sem ekki yrði unnið að lausn, sem Föður- landsfylkingin gæti fellt sig við. Báðir leiðtogarnir létu í ljós vanþóknun á þeirri uppástungu Davids Owen, utanríkisráðherra Breta, að leiðtogar þjóðernissinn- aðra Rhódesíumanna fengju að leggja mál sitt fyrir öryggisráð S.Þ. Búizt var við að þeir Nkomo og Mugabe myndu ávarpa örygg- isráðið á miðvikudag, en báðir sögðu að málflutningur þeirra yrði ekki í neinum tengslum við tillögu Owens. Ríkisstjórn hvítra manna í Rhódesíu vakti athygli á því í dag að innrás Rhódesíumanna inn í Zambíu á mánudag, þar sem þeir felldu að minnsta kosti 38 skæru- liða, sýndi fram á að það væri árangurslaust fyrir skæruliða- sveitir utan landamæranna að ala þá von í brjósti að þeir gætu þust inn í Rhódesíu og gert að engu samkomulag sem innlendir fulltrúar þjóðerníssinna hefðu undirritað. Ýmsir hafa orðið til að gagn- rýna innrás Rhódesíumanna og fordæmdi aðalritari S.Þ., Kurt Waldheim, t.d. innrásins harð- lega í tilkynningu í dag og sagði að slík tilþrif væru til þess eins að spilla friðarhorfum. Þá sagði forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, frá því á miðvikudag að hann hygðist senda utanríkisráðherra sinn til aðalsföðvá S.Þ. til að mótmæla árásinni. vélarinnar. Auk þess á félagið eins hreyfils flugvel, Cessna 185, sem nú er mest notuð sem varavél. Tveir fastráðnir flug- menn starfa hjá félaginu, en viðhald og viðgerðir annast tæknideild F'lugleiða. Auk áætlunarflugsins, sem hófst á þriðjudag, flýgur félagið þrisvar í viku til Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, sex sinnum í viku til Borgarfjarðar, tvisvar í viku til Seyðisfjarðar, tvisvar í viku til Norðfjarðar og tvisvar í viku til Djúpavogs og Hafnar í Horna- firði. — Italía Framhald af bls. 1. ar en þeir hafa átt að fagna síðan 1947. Það kom ekki fram hjá fulltrú- anum hvort sú uppástunga hefði orðið að veruleika að setja á stofn nefnd viðkomandi flokka, sem hafa myndi nánar gætur með aðgerðum stjórnarinnar. Hins vegar sagði leiðtogi jafnaðar- manna, Pierugi Romita, að hann hefði sett fram kröfur um náið samstarf stjórnar og forystu- manna flokkanna og sérfræðinga þeirra. Slík samráð mundu gefa kommúnistum mun meiri áhrif en þeir áttu kost á undir síðustu minnihlutastjórn kristilegra demókrata, sem þeir studdu á óbeinan hátt. Það tók Andreotti 51 dag að komast að samkomulagi við hvort tveggja sína eigin flokksbræður og kommúnista. Honum tókst að halda í skefjum 100 flokksbræðr- um, sem hótuðu að gera uppreisn yrði af samstarfi við stærsta kommúnistaflokk á Vesturlönd- um. Einnig tókst honum að fá kommúnista til að láta af kröfu sinni um ráðherrastóla. Hafa kommúnistar kallað stjórnina neyðarstjórn, sem nauð reki þá til að styðja í versta félags- og fjármálaöngþveiti á Italíu síðan á stríðsárunum. — Guðmundur og Friðrik Framhald af bls. 2 til þátttöku í skákmóti. Lítið er vitað um mótið og þátt- takendur í því nema vitað var að stórmeistararnir Geller og Pannó yrðu meðal keppenda. Mótinu í Klombíu lýkur 30. marz og hefur Guðmundur hug á því að fara beint þaðan til þátttöku í skákmóti í Lone Pine í Bandaríkjunum, sem hefst 2. apríl. Á þessu móti verður Friðrik Ólafsson að öllum líkindum meðal þátt- takenda ásamt 20—30 stór- meisturum öðrum. Þarna verða tefldar 9 umferðir samkvæmt sVissneska kerf- inu og eru mjög góð verðlaun í boði eða samtals tæplega 10 milljónir króna. Það er amerískur milljónamæringur sem fjármagnar mótið. — Títo Framhald af bls. 1. Hvíta húsinu, hélt Carter ávarp og skjallaði Júgóslava sem sanna vini bandarísku þjóðarinnar. Hann sagði að sjálfstæði og heilindi Júgóslava væru ein af máttarstoðum friðar í heiminum nú og síðar. Þá beindi Carter því á óbeinan hátt til Sovétmanna, að þeir héldu sig í fjarlægð frá Júgóslavíu eftir að marskálksins, sem nú er 86 ára gamall, nýtur ekki lengur við. I ávarpi Títós við sama tæki- færi komu einnig fram ýmsar skorinorðar yfirlýsingar og vék hann m.a. að veru Sovétmanna og Kúbana í Eþíópíu og sagði, að það væri öllum fyrir beztu að þeir hypjuðu sig á brott þaðan. Tító átti 90 mínútna langan fund með Carter á þriðjudag og er búizt við að hann muni eiga frekari viðræður við hann á fimmtudag, en þá lýkur för hans til Banda- ríkjanna. Talið er að á þeim fundi muni forsetarnir leiða talið að vopnasölu Bandaríkjamanna til Júgóslavíu, en talið er að stjórn Carters hafi fullan hug á að efla hina sjálfstæðu stefnu, sem Júgóslavar hafa kosið meðal kommúnistaríkja, með því að sjá þeim fyrir nokkrum eldflaugum og ratsjárkerfum. Varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, Harold Brown, mun einnig verða við- staddur fundinn. — Prófessor hvarf Framhald af bls. 1. gamall, var í nokkur skipti sendur í leynilegar ferðir til . Vestur-Þýzkalands á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda og flutti hann þá orð- sendingar Stophs til leiðtoga í Bonn, þegar vænlega þótti horfa í sáttaumleitunum. Dr. von Berg kom mjög við sögu, þegar fundum var í fyrsta skipti komið í kring milli forystu- manna í Vestur- og Aust- ur-Þýzkalandi, t.d. þegar Willi Stoph kom að máli við Willy Brandt 1970. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Austur-Berlín var að því spurður hvað hæft væri í þeim orðrómi, að prófessorinn hefði verið tekinn höndum. Sagði hann að sér væri ókunnugt um slíkar aðgerðir gegn von Berg. Leiða menn nú líkur að því, að ástæðan fyrir hvarfi hans sé missætti í efstu röðum kommúnistaflokks- ins. — Begin Framhald af bls. 1. bakka Jórdanár. Bandarísk stjórnvöld telja hins vegar að túlka beri samþykktina á þann veg að Israelsmenn dragi allt lið sitt til baka frá þeim svæðum, er þeir unnu af Aröbum 1967. Samþykkt 242 hvetur ísra- elsmenn til að hverfa „af löndum, sem þeir nýlega hafa hernumið" en samþykktin var gerð fimm mánuðum eftir lok stríðsins. Begin heldur því fram að þar sem samþykktin segir ekki „af öllum löndum" hljóti hún að þýða „af sumum löndum". í ræðu í þinginu sagði Allon að þessi skoðun Begins væri ein- kennileg og áhyggjuefni. „Heim- urinn mun ekki fallast á stjórn Israelsmanna yfir einni milljón Palestínuaraba á hernumdu svæðunum," sagði Allon. Talið er að samþykkt 242 verði einhver mesti agnúinn í viðræð- um þeirra Begins og Carters, en fyrirhugað er að þeir hittist í næstu viku. Þetta atriði hefur einnig iðulega borið á góma í sendiför erindreka Bandaríkja- stjórnar í Mið-Austurlöndum, Alfreds Athertons. Atherton hélt heimleiðis í dag og átti í kvöld viðræður við utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, Saud al-Faisal, prins, í Genf. Varnarmálaráðherra ísraels- manna, Ezer Weizman, hélt í dag áfram viðræðum sínum við ráða- menn hersins í Washington til að reyna að fá þá til að semja um sölu á vopnum til ísraelsmanna um níu ára skeið fyrir jafnvirði 13,5 milljarða Bandaríkjadala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.