Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 25 AF-myna. Japanska lögreglan á hér í höggi viö fólk sem batzt samtökum um að mótmæla lagningu flugvallar í nágrenni Tókýó. Flugvöllurinn var lagður fyrir nokkrum árum og hefur um tíma verið tilbúinn til notkunar. Taka á flugvöllinn formlega í notkun 30. marz, en til að reyna að fresta þeirri athöfn reyndu mótmælendurnir að koma í veg fyrir að flugvélaeldsneyti yrði flutt til vallarins. Kuwait vill að olíuverð hækki Kuwait. Nikósíu. 8. marz. AP. Olíumálaráðherra Kuwait vill, að olíuframleiðslulöndin í OPEC hækki verulega olíuverð þar sem tekjur olíuframleiðenda hafa rýrnað vegna lækkunar Banda- ríkjadals á gjaldeyrismarkaði. Auk þessarar kröfu vilja fleiri arabískir olíumálaráðherrar að hætt verði að miða olíuverð við dollar. en líklega verða Saudi- Efnir Jörgensen til þingkosninga? Kaupmannahöfn. 8. mars. AP. EFTIR að ljóst er að Jafnaðar- mannaflokkur Ankers Jörgen- sens vann góðan sigur í dönsku sveitarstjórnar kosningunum á þriðjudag velta menn nú vöngum yfir því hvort forsætis- ráðherrann muni færa sér upp- reisnina í nyt og efna til þingkosninga síðar á árinu. í einu af blöðum stjórnar- andstöðunnar segir á miðvikudag að það hljóti að freista Jörgen- sens á „yfirþyrmandi hátt“ að efna til kosninga eftir að flokkur hans vann 37,4% allra atkvæða, en Jafnaðarmannaflokkurinn náði 33,2% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum 1974. Undir venjulegum kringum- stæðum þykja sveitarstjórnar kosningar í Danmörku ekki mjög þungvægar í þjóðmálabaráttu landsmanna, en úrslit ksoning- anna á miðvikudag renna stoðum undir niðurstöður, er skoðana- kannanir hafa sýnt, að Jafnaðar- manna flokkurinn myndi að Anker Jörgensen öllum líkindum vinna góðan sigur færu þingkosningar fram nú. Þegar úrslitin lágu fyrir var þó ekki að heyra á forsætisráð- herranum að hann hefði í bígerð að láta skyndikosningar fara fram. I þingsölum var þó auðheyrt á miðvikudagsmorgunn að nálægar kosningar væru mönnum ofarlega í huga. Alls greiddu 70% þeirra, sem kosningarétt hafa atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum en það er 10% fleiri en 1974. í kosningunum kom góð frammi- staða íhaldsflokksins einnig heim og saman við skoðanakannanir. Hann hlaut 13,6% greiddra at- kvæða. Enn hallaði undan fæti fyrir Vinstri flokknum og var útkoma hans aðeins 15,5%. Framfaraflokkur Mogens Glistrups fékk 8% greiddra atkvæða en flokkurinn hiaut 16% atkvæða í síðustu þingkosning- um. Jafnaðarmenn unnu 26 sæti í Kaupmannahöfn og bættu við sig fjórum. Vantar þá því aðeins tvö þingsæti til að ná þar meirihluta. Veður víða um heim Amsterdam 9 rigning Apena 18 skýjaó Berlin 8 rigning Briissel 10 skýjað Chicago +2 skýjað Frankfurt 7 skýjað Genf 5 mistur Helsinki 2 skýjaó Jerúsalem 23 sólskin Jóhannesarb. 23 sólskin Kaupmannah. 6 skýjað Lissabon 20 sólskin London 13 skýjað Los Angeles 24 skýjaó Madrid 15 sólskin Malaga 17 skýjað Míami 23 skýjað Moskva 1 skýjað New York 3 skýjað Ósló 6 skýjað Palma 15 léttskýjað París 12 léttskýjað Róm 15 heiöríkja Stokkhólmur 1 skýjað Tel Aviv 24 sólskin Tókýó 15 sólskin Vancouver 12 skýjað Vínarborg íf skýjað Arabar andvígir þeirri hug- mynd. Fjármálaráðherra Kuwait hélt óvænt til Saudi-Arabiu í dag til fundar við leiðtoga landsins. Fjármálaráðherrann ráðgast við leiðtoga Saudi-Arabíu um hvernig bregðast skuli við tekju- tapinu sem olíuframleiðendur hafa orðið fyrir. Vegna lækkunar dollarans eru tekur Kuwait af ólíu nú einni milljón dollara lægri í dag en áður. Ali Khalifa Al-Sabah olíu- málaráðherra landsins vill að olíuverð hækki vegna tekju- tapsins og í því sambandi farið fram á að OPEC-löndin fundi hið fyrsta. Margir arabískir leiðtogar hafa tekið undir kröfur Khalifa, og segja að rýrnun dollarans kippi grundvellinum undan olíuverðs ákvörðunum á Caracas ráðstefnu OPEC í desember. Einnig vilja ráðamenn að látið verði af því, a.m.k. að hluta, að miða verð olíu við Bandaríkjadal. Nektin leggst á þann siðvanda Duhlin. 8. marz. AP HELZTI baráttumaður gegn klámi á írlandi. Joseph B. Murray að nafni. fékk hjartaáfall er hann sá hálfnakinn kvenmann hirtast á sjónvarpsskerminum. Hann er sagður þungt haldinn. en þetta var annað áfallið sem hann verður fyrir. Joseph, sem er sjötugur að aldri, fékk sitt fyrra hjartaáfall er hann horfði á framhaldsmyndaþátt í sjónvarpi, sem í augum margra íra jaðraði við ósiðsemi. Vegna mót- mæla presta var sýningum á þeim hætt. Murray, sem er talinn siða- vandastur allra manna á írlandi, er talinn í lífshættu eftir þetta annað hjartaáfall. 7 millj. manna vannærð- ar í Sahel-eyðimörk Tveir myrtir á N-írlandi Róm. 8. marz. Reuter. SJÖ milljónir manns þjást af vannæringu í Saheleyðimörk- inni í Afríku. Til að afstýra varanlegum erfiðleikum á svæðinu þarf að koitia til meiri háttar alþjóðlegt endurreisnar- starf. að því er Edouard Saouma framkvæmdastjóri Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) skýrði frá í dag. Sahel-eyðimörkin nær yfir átta lönd og sagði Saouma, að ástand- ið á svæðinu væri nú jafn alvarlegt og þegar miklir þurrkar geisuðu þar 1973. Edouard Saouma skoraði á ríkari þjóðir heims að standa að hjálparstarfi í Saheí-eyðimörk- inni. Hann sagði að þörf væri fyrir a.m.k. 457,000 lestir af matvælum þangað en enn vantar 180,000 lestir í viðbót við það sem nú er tryggt. Ríkari þjóðir heims hafa gefið Matvælastofnuninni 500 milíjón- ir Bandaríkjadala á síðustu 5 árum, en stofnunin áætlaði að þörfin .væri um 7,5 milljarðar. Eduardo sagði ástandið í Sahel átakanlegt dæmi um að heiminn skorti enn í dag matvælaforða- búr. Protadown. 8. marz. AP. TVEIR kaþólskir menn voru skotnir til þana í Portadown á Noröur-írlandi í dag, að sögn lögeglu. Mennirnir tveir, sem báðir voru rúmlega tvítugir, létust samstundis er þeir urðu fyrir kúlnahríð snemma í dag. Morðingjarnir komust undan á mótorhjóli. Móðir annars hinna myrtu var myrt fyrir þremur árum en eiginmaður hennar slapp alvarlega særður úr þeirri árás. Nokkrum mánuðum eftir þá árás var einn sonur þeirra drepinn í sprengjuárás á heimili hans. Þetta gerðist Fjöldahandtökur Rawalpindi. 8. marz Reuter. LÖGREGLA hóf í dag fjölda- handtökur f bænum Lahor á stuðningsmönnum AIi Bhuttos fyrrum forsætisráðherra Pakistans. að því er áreiðanleg- ar heimildir hermdu. Talið var að yfir 100 manns hefðu verið handteknir. Handtökurnar í Lahore eiga sér stað aðeíns þremur dögum áður en Ali Bhutto verður leiddur fyrir rétt ákærður um að misnota opinbera sjóði sjálfum sér og flokki sínum til framdráttar. Réttarhöldin fara fram í fangelsi því þar sem Bhutto er í haldi. Verða þau fyrir luktum dyrum að því undanskildu að tíu blaða- menn fá að vera viðstaddir. 1977 — Carter forseti af- léttir banni við ferðum Banda- ríkjamanna til Kúbu, Víetnam, Norður-Kóreu og Kambódíu. 1971 — John Gorton lætur af starfi forsætisráðherra Ástralíu. 1963 — Georges Bidault, andstæðingur De Gaulles, handtekinn í Þýzkalandi. 1959 — Hermannauppreisn bæld niður í Mosul í Irak. 1956 — Makaríos erkibiskup fluttur frá Kýpur til Seychell- es-eyja. 1942 — Japanir ná Jövu á sitt vald. 1916 — Mexíkanar undir forystu Pancho Villa ráðast á Columbus í Texas. 1905 — Japanir sigra Rússa við Mukden. 1876 — Tyrkir byrja fjölda- morðin á Búlgörum. 1862 — Fyrsta viðureign brynvarinna skipa: Suðurríkja- freigátan „Merrimack" hörfar fyrir „Monitor" við Hampton Roads í Virginíu. 1860 — Fýrsti sendiherra Japana í Bandaríkjunum kem- ur til San Fransisco. 1846 — Fyrsta Sikhastríðinu lýkur með Lahore-samningn- um. 1796 — Napoleon kvænist Jósefínu. 1661 — Mazarin kardináli devr og einræðisstjórn Loðvíks XIV hefst. 1556 — David Rizzo, ritari Maríu Skotadrottningar, myrtur. Afmæli eiga. Edmund Wall- er, enskt skáld (1606—1687) — Americo Vespucci, ítalskur landkönnuður sem Ameríka heitir eftir (1451—1512) — Ernest Bevin, enskur stjórn- málamaður (1881 — 1951) — Vyacheslav Molotov rússnesk- ur stjórnmálamaður (1890----) — Samúel Barber, bandarískt tónskáld (1910---). IlugieiAing dagsins. Hugsaðu umfram allt sjálf- stætt þótt þér geti skjátlast — Goothold Lessing, þýzkt leik- ritaskáld (1729-1781).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.