Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
27
— Tillögur ...
Framhaíd af bls. 18
Alþingi.
Tillögur Verzlunarráðsins eru
það ítarlegar og yfirgripsmiklar,
að þeim verður vart lýst vel í
stuttu máli. Sú stefna, sem
tillögurnar marka, kemur þó
ljóslega fram í þeirri afstöðu,
sem tekin er til fimm mikilvægra
atriða:
1. Verðmyndun
Verði frjáls ákvörðun ein-
stakra fyrirtækja á grundvelli
virkrar samkeppni, en háð sam-
þykki yfirvalda, þegar um er að
ræða takmarkaða samkeppni,
einokunar- eða markaðsráðandi
fyrirtæki.
2. Samkeppni
Verði örvuð eftir ákveðnum
reglum til þess að stuðla að sem
lægstu verði, stöðugra verðlagi og
hagkvæmni í rekstri fyrirtækja.
3. Samruni fyrirtækja
Verði háður eftirliti eftir
ákveðnum reglum, ef hann getur
leitt til eða styrkt markaðsráð-
andi aðstöðu fyrirtækja.
4. Skaðlegar sam-
keppnishömlur
Verði skilgreindar og bannað-
ar, enda er slíkt mikilvæg for-
senda frjálsrar verðmyndunar og
öflugrar samkeppni.
5. Markaðsyfirráð
Verði skilgreind og ennfremur
hvað teljist misnotkun markaðs-
ráðandi aðstöðu.
Hér er valin sú stefna, sem
ríkir í þeim löndum, sem hafa
hvað mesta reynslu á þessu sviði.
Það er einnig athyglisvert, að í
þessum löndum hefur verðlag
verið einna stöðugast, samkeppni
milli fyrirtækja mikil og rekstur
fyrirtækja öflugur, segir að
lokum í skýrslu Verzlunarráðs-
ins.
— Fjárhagslegt
svelti...
Framhald af bls. 20
verstöö landsins á hávertíö vegna
væntanlega tímabundinna erfiöleika og
þaö er gott dæmi um forréttindi
ríkisstofnanna aö Útvegsbanki íslands
beitir nú vanda Vestmannaeyja fyrir
vagn sinn f baráttu við Seölabanka
íslands vegna slæmrar stööu bankans.
Eyjamönnum hefur fyrr veriö beitt í slag
þar sem betra er aö hafa köggla í
krumlum, en varla geta þetta tallzt
fyrirmyndarvinnubrögö. Aö minnsta
kosti eiga Eyjamenn þaö ekki skillö,
hvorki af bankakerfinu né hæstvirtu
ríkisvaldi landsins.
Leysa verður
vandamálin
í samhengi
meö samfloti
aö er staöreynd af ef frystihúsin í
Eyjum myndu loka nú, þá eiga þau fyrir
þeim yfirdrætti sem þau hafa þurft aö
taka í bankakerfinu og þaö ætti aö
skiþta máli þegar staöan er skoöuö tll
þess aö leysa vandann. Þá þýöir ekki
eingöngu aö horfa á vanda frystihús-
anna í Eyjum. Mörg önnur atvinnufyrir-
tæki þar eiga viö mikinn fjárhagslegan
vanda aö glíma síöan eftir gos, því þar
voru sömu vanefndirnar í bótagreiösl-
um Viölagasjóös og bankakerfiö lokaöi
á Eyjamenn. Þaö er fáránlegt aö leysa
ekki þetta vandamál í samhengi. Þetta
er svo samtvinnaö hvað ööru aö önnur
vinnubrögö eru kák. Ef útgerðin er f
erfiðleikum, lenda hin fjölmörgu þjón-
ustufyrirtækl og iönaöarfyrirtæki f
erfiöleikum einnlg, því þá er ekki hægt
aö greiöa fyrir þá vinnu sem unnin er
og þótt rekstur fyrirtækja f slíkum stíl
hafi blessast víöa um land um langt
árabil, þá er þaö ekki stíll Eyjamanna
aö reka fyrirtæki sín á þann hátt og þaö
á aö veita þeim sömu möguleika og
öörum til j>öss aö leysa tímabundin
vandamál. Þaö má segja aö þaö sé of
mikiö fyrir skipshöfn á einum báti aö
leysa úr fjárhagsvanda Vestmannaeyja-
kaupstaöar, Utvegsbanka íslands og
fyrirtækja í Eyjum, en það hlýtur aö vera
skynsamlegt aö hafa samflot.
Þaö vita allir sem vilja vita aö
frystihúsin f Vestmannaeyjum hafa veriö
vel rekin um árabi og er það annaö en
hægt er aö segja um mörg frystihús á
landinu, en þau eins og útvegurinn og
svo margt annaö í Eyjum hafa misst af
vagninum a.m.k. á þessu 5 ára tímabili
eftir eldgosið. Útvegurlnn hefur ekkl
getaö endurnýjaö skipaflotann eölilega
og Eyjamenn hafa búiö viö meira
óöryggi í þeim efnum en flestir aörir.
Fyrir gos voru frystlhúsin í Eyjum (
fremstu röö afkastamestu frystihúsa
landsins, en þau hafa dregist aftur úr
vegna ótryggs hráefnis og annarra
fyrrgrelndra ástæöna. 34 þús. tonn var
ársaflinn af bolfiski í Eyjum 1977 og þar
af voru liölega 5000 tonn togarafiskur.
35 þús. tonn af þorski var venjulegur
vertíöarafli í Eyjum fyrir nokkrum árum
á bátaflotann þar.
Að halda
bátnum klárum
Allt fjármagn í Eyjum og meira en þaö
hefur veriö bundiö í uppbyggingu síöan
1973 vegna þess.að góöir útvegsmenn
Og framkvæmdamenn reyna allt til þess
aö láta hlutina ekki drabbast þótt slíkt
sé víöa vjöurkennt í opinberu kerfi
landsins. Góöur útvegsbóndi reynir aö
halda bát sínum klárum og sama regla
'ætti aö gilda í efnahagskerfinu. Nú er
jafnvel svo komiö aö eitt ábyrgasta og
traustasta útgeröarfyrirtækiö í Eyjum
fékk ekki kost til sjóferöar vegna
matvælaskuldar. Þá er fokiö f flest
skjól.
Vestmannaeyingar sitja nú uppi meö
vandamál sem er ekki aöeins þeirra, en
um leiö hafa þeir lent inni í taugastríöi
innan bankavaldsins. Þaö er fáránleg
skömm aö þaö skuli vera talaö um þaö
í alvöru aö loka fyrir athafnalíf í
Vestmannaeyjum vegna þessa tauga-
stríös embættis- og stjórnmálamanna,
en þó er enn von til þess aö ráöamenn
þjóöarinnar sem um máliö fjalla taki til
hendinni og opni augun fyrir því aö þaö
þarf aö vera samræmi í hlutunum og
þaö þarf aö hafa hluti á hreinu til þess
aö unnt sé aö vinna eins og menn.
Línuna klára
Staöan í dag minnir á Ungverjana
sem komu til Eyja eftir innrásina í
Ungverjaland 1956. Þeir unnu sér inn
fyrir trillu og hófu útgerö, keyptu línu og
læröu aö beita. Síöan reru þeir meö
slatta af bjóöum og lögöu línuna hressir
og kátir. Gamaniö kárnaði þó þegar
þeir ætluöu aö fara aö draga, því þeir
höföu gleymt aö setja flot á línuna og
hún steinsökk auövitað eins og hún
lagöi sig.
Islenzk stjórnvöld ættu aö læra af
þessu og gera línuna klára, fólk í Eyjum
á ekki aö þurfa aö hafa áhyggjur af
þessari hliö málsins.
— Mælir með fóð-
urbætisskatti
Framhald af bls. 23
leiöslu til góöa, telji þingiö nauðsynlegt
að sauðfjárframleiðslan leggi af mörk-
um viðbótarfjármagn til sömu nota,
eða metin jöfnuð gegnum verðlagning-
una að öörum kosti.
Eins og áöur sagöi uröu miklar
umræöur um þessa tillögu og lýstu
nokkrir þingfulltrúar andstööu sinni við
hana eins og hún kæmi frá nefndinni
við fyrstu umræðu. Ekki er hér kostur
að rekja umræður en m.a. kom fram
í þeim að mjólkurframleiðslan hefur á
fyrstu fimm mánuðum þessa verðlags-
árs eða frá 1. september sl. aukist um
9%. Framleiðslu- og makaðsnefnd
þingsins stendur óskipt að tillögum
nefndarinnar en í henni eiga sæti:
Gunnar Guðbjartsson, Egill Bjarnason,
Grímur Arnórsson, Hjalti Gestsson,
Jóhann Jónasson og stjórn Búnaöar-
félags íslands, Ásgeir Bjarnason, Einar
Ólafsson og Hjörtur E. Þórarinsson.
í tillögu nefndarinnar um breytta
leiöbeiningarþjónustu segir aö leið-
beiningaþjónustunni hafi á undanförn-.
um árum og áratugum tekizt vel að
aðstoða bændur viö aö auka fram-
leiðsluna og jafnframt aö látist haldast
í hendur að bæta afkomu bænda og
lækkun framleiðslukostnaðar á bú-
vörueiningu. Nú hafi skapast ný
viðhorf í framleiöslumálunum og því
þurfi að keppa að breyttum markmið-
um, sem séu að draga nokkuö úr
framleiöslumagni mjólkur og sauðfjár-
afuröa en auka verulega, sumar
aukabúgreinar.
Segir í tillögunni aö leiöbeininga-
þjónustan veröi nú þegar að hefja nýja
baráttu til að landbúnaðurinn fari inn
á þessa nýju braut án þess þó áð
bændastéttin verði fyrir fjárhagslegum
skakkaföllum eöa framleiöslukostn-
aöur á búvörueiningu hækki. Bent er
í því sambandi á eftirtalin atriði, sem
vinna verði að:
1. Fækka nokkuð kúm og kindum,
og helst þar, sem bændur geta bætt
sér tekjumissi á annan hátt.
2. Minnka aðföng til landbúnaðarins
eins og kostur er, án þess þó aö
yfirgefa stefnuna um góöar og miklar
afurðir búfjárins.
3. Minnka fjármagnsnotkun land-
búnaðarins eins og fært er með
ódýrari og hagkvæmari byggingum og
fullkomnari nýtingu og viöhaldi véla.
4. Halda áfram ræktunarstarfi bæöi
í jarörækt og búfjárrækt, þ.e. bæta og
auka afurðagetu búfjárins og bæta
túnin, gróður þeirra og framræslu, en
hægja á nýræktarframkvæmdum í bili.
Jafnframt þarf aö bæta stórlega
heyverkunina. Með þessum aögeröum
skapast grundvöllur aö ódýrari og
betri landbúnaðarframleiðslu.
5. Leita að nýjum framleiðslugrein-
um og fullnýta aukabúgreinar, þar sem
markaður hefur ekki verið fullnýttur til
þessa (garöyrkja, loðdýrarækt, fisk-
rækt, hlunnindabúskapur af ýmsu
tagi).
6. Bæta hinn hagfræöilega þátt
leiðbeiningaþjónustunnar með auknu
búreikningahaldi, kynningu niður-
staðna þeirra og bókhaldsaðstoð við
bændur.
— Gera þarf
stórátak
! Framhald af bls. 18
ræktarlögum og hefðbundin lán
úr Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins og Lífeyrissjóði bænda standa
undir helmingi þessa kostnaðar.
Önnur fjármögnun nemur 45—55
milljónum króna, en það jafn-
gildir 9—11 milljónum króna á
ári í 5 ár miðað við matskostnað
haustið 1977.
Fyrirsjáanlegt skilyrði fyrir
uppbyggingu í Skeggjastaða-
hreppi er arðbær útgerð og
fiskvinnsla. Lagt er til, að
fiskverkunarhúsið á Bakkafirði
verði endurbætt að töluverðu
leyti. Átætlað er, að heildar-
kostnaður vegna þeirra fram-
kvæmda nemi 10—13 milljónum
króna miðað við matskostnað
haustið 1977.
— Klofningur
kominn upp
Framhald af bls. 2
stúdentaráðskosninganna sl.
þriðjudagskvöld sagði Þorgeir
Helgason, að ritstjóri stúdenta-
blaðsins hefði neitað að birta
greinargerð þeirra um málið í
síðasta blaði fyrir kosningar.
Morgunblaðið sneri sér til
Berglindar Ásgeirsdóttur, for-
manns Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, og spurði
hana álits á þessum ágreiningi
eða klofningi sem upp væri
kominn í röðum vinstri manna
innan Háskólans. Berglind sagði,
að þess klofningur milli
marx-lenínistanna annars vegar
og hins vegar trotskistanna og
Alþýðubandalagsins vaéri í alla
staði athyglsiverður og raunar
sögulegur. Þessi algjöra sam-
staða á vinstri vængnum hér
milli þessara þó ólíku skoðana-
hópa, sem ríkt hefði fram að
þessu, hefði verið einsdæmi
innan stúdentahreyfinga í
nágrannalöndum, en nú virtist
greinilegt að einasta sameining-
artákn þessara ólíku hópa —
Vaka eða öllu heldur afstaðan til
herstöðvarinnar — dygði ekki
lengur til að brúa skoðana-
ágreininginn. Berglind kvaðst
einnig vonast til að það umrót,
sem þessi klofningur ylli á vinstri
vængnum, yrði til þess að opna
augu allra stúdenta fyrir því
hvers konar stjórnmálaöfl raun-
verulega væru þarna á ferðinni.
- Stofna þau
landssamband?
Framhald af bls. 48
Æskulýðsráös Reykjavíkur. Morgun-
blaðiö spurði Hinrik um ástæður
þessarar tillögu. Hann kvaö ekki þörf
á að fara mörgum orðum um þær, en
allur undirbúningur aö síöustu kjara
samningum og öll vinna við
ákvaröanatöku um þá heföi sýnt
bæjarstarfsmönnum Ijóslega, aö full
þörf hefði verið fyrir sérstakt samband
þeirra stéttarfélaga, sem þeir eru í. Hér
væri um aö ræða nákvæmlega sömu
þróun og hjá öðrum opinberum
starfsmönnum, sem stofna landssam-
tök sinna stéttarfélaga en samtökin
væru síðan aðilar að BSRB. Nægir þar
að nefna Landssamband framhalds-
skólakennara, Samband íslenzkra
barnakennara og Félag íslenzkra
símamanna. Hinrik sagöi: „Sérstaða
bæjarstarfsmanna ' kjara- og
samningslega séö er löngu Ijós, og full
þörf á því fyrir þá að vinna saman á
skipulegri hátt en verið hefur bæði
utan og innan BSRB.“
„Sjálfsákvörðunarréttur starfs-
mannafélaganna um samninga er
óumdeilanlegur," sagði Hinrik Bjarna-
son, iþau gera kjarasamninga hvert
við sitt bæjarfélag. Um þetta hafa þau
haft samráð sín á milli, og jafnframt
unniö samninga sína í eins nánu
samstarfi við heildarsamtök opinberra
samtaka og unnt hefur verið. En þaö
er ástæða til þess aö vekja aftur
athygli á sjálfstæðum samningsrétti
þessara félaga. Samningagerðin
síöastliöiö haust sýndi svo að ekki
varð um villzt að forysta BSRB telur
sig geta túlkaö þennan rétt á þann
veg, sem henni bezt hentar."
Hinrik Bjarnason sagði að Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar hefði á
árinu 1977 greitt um 9 milljónir króna
til rekstrar BSRB. t því sambandi sagði
Hinrik: „Mér finnst full ástæöa til þess
aö gera úttekt á aöild okkar aö
bandalaginu, þegar svo er komið
málum, að þessu fé er t.d. varið til
útgáfustarfsemi og fundarhalda gagn-
gert til þese að hindra Starfsmannafé-
lag Reykjavíkurborgar í því að fara
sjálfstæðar, löglegar leiðir í hags-
munamálum sínum. Það er um-
hugsunarverð skilgreining á samstöðu,
ef hún á ævinlega að vera fólgin í
samstöðu annars aðilans við hinn.
Þessi afstaöa var ákaflega skýrt túlkuö
af forystumönnum BSRB í báðum
verkföllunum, í október og í marz. Þaö
er óþolandi fyrir okkur, félagsmenn í
Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar,
að horfa upp á þá starfsmenn, sem við
höfum á launum í BSRB, úthrópa félag
okkar í fjölmiðlum og í þeim blaöa-
kosti, sem þeir annast útgáfu á fyrir
okkur, fyrir það eitt, að félag okkar
lætur þessa starfsmenn ekki segja sér
fyrir verkum. Sjálfur hefi ég verið
félagi í BSRB síðan 1956, og ég vil
helzt vera það áfram. En ég vil ekki
kaupa þá aöild því veröi, að litiö sé á
mitt stéttarfélag sem einhvers konar
kerruklár fyrir forystu BSRB. Sömu
skoðun veit ég að margir af mínum
samstarfsmönnum hjá Reykjavíkur-
borg hafa. Mér finnst því sjálfsagt aö
ýta undir þaö við forystumenn félags
okkar, að þessi mál verði endurskoð-
uö, og þess vegna var tillagan flutt.“
— Lokun á Eyja-
veitu frestað
Framhald af bls. 48
ins hefðu numið 55 milljónum
króna um áramótin. Var veitun-
um gefinn frestur til hádegis í
dag að koma í veg fyrir lokun
vegna skuldanna. Veiturnar á
Eyrabakka, Stokkseyri, í Vogum,
Njarðvíkum og Grindavík gerðu
ráðstafanir, þannig að ekki kæmi
til lokunar hjá þeim. „Það mun
eiga að leysa þessi mál í Vest-
mannaeyjum innan tveggja
daga,“ sagði Gylfi Þórðarson, „og
Rafmagnsveitur ríkisins hafa
fallizt á að halda ekki til streitu
lokun á Vestmannaeyjaveituna
um hádegið á fimmtudag."