Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 1
48SIÐUR 49. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. NKOMO LEGGUR VIÐ HLUSTIR - Þjóðemisleiðtoginn Joshua Nkomo hlýðir á umræður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Rhódesíumálið á þriðjudag. Símamynd AP Muzorewa á von á studningi eftir fund með Vance Washinjffon. Salisbury. 8. mars. Reuter. ABEL Muzorewa, biskup og leiðtogi þjóðernissinnaðra blökku- manna í Rhódesíu, sagðist í dag vera vongóður um að Bandaríkjamenn styddu samkomulagið sem hann og aðrir blökkumannaleiðtogar undirrituðu með Ian Schmidt í síðustu viku. Muzorewa var nýkominn af f undi með bandaríska utanríkisráðherr- anum. Cyrus Vance. sem hann sagði að hefði verið uppörvandi og gagnlegur. Síðustu fréttir herma að tveir þriðju hlutar Öryggisráðs S.Þ. Sómalíumenn játa ósigur sinn í Jijiga Nairóbí — Róm. 8, mars. AP. Reuter. TALSMENN sómalskra uppreisnarmanna í Ogadenauðn viðurkenndu í fyrsta skipti á miðvikudag að þeir hefðu tapað orrustunni um borgina Jijiga og að Eþíópíumenn hefðu náð tangarhaldi á borginni á nýjan leik. Eftir hatrömm átök í eyði- mörkinni, sem nú hafa verið í hápunkti í tvær vikur, sagði talsmaður frelsishers Sómala að herinn hefði nú hörfað til fjall- anna og út í sveitirnar til að þjappa sér saman um frekara viðnám. Stjórnin í Eþíópíu tilkynnti á sunnudag að herir hennar hefðu unnið Jijiga en borgin liggur um 64 kílómetra frá landamærum Sómalíu. í árásinni á borgina notuðu Eþíópíumenn skriðdreka, orrustuflugvélar og eldflaugar og sagði talsmaður Frelsishersins, að stórfellt tjón hefði orðið af árásinni á eignum og mannvirkj- um. Eftir sigurinn hafa Eþíópíu- menn nú aðstöðu í þremur mjög hernaðarlega mikilvaegum borg- um í Ogaden. Sómalíumenn höfðu haft borgina á valdi sínu síðan í september. Með því að ná Jijiga á sitt vald hafa Eþíópíumenn í fyrsta skipti náð verulegum árangri síðan þeir hófu gagnsókn sína 22. janúar með dyggilegri aðstoð Sovét- manna og Kúbana. Er ekki að efa að áfanginn mun hafa hvetjandi áhrif á liðsanda Eþíópíumanna eftir að þeir misstu skriðdreka- og ratsjárstöð sína eftir uppreisn í hernum í september. Hernaðar- sérfræðingar telja margir, að þessi sigur þeirra geti haft þau áhrif að stór hluti herliðs Sómal- íumanna króist af í fjöllum Austur-Eþíópíu án birgða og vista. Sendiráð Eþíópíumanna í Róm skýrði frá því á miðvikudag að hermenn frá Egyptalandi, íran og Saudi-Arabiu streymdu nú til Mogadishu Sómalíumönnum til aðstoðar. Talsmaður sendiráðsins sagði að þvílík hræðsla hefði gripið um sig í liði Sómalíu- manna eftir ósigurinn að þeir hefðu jafnvel drepið sína eigin menn á flóttanum. Hæsta verð á gulli í þrjú ár London. 8. marz. Koutcr. DOLLARINN lækkaði gagn- vart japanska yeninu í dag og gull seldist á hæsta verði sem hefur fengizt fyrir það í þrjú ár. í London hækkaði gull um næstum því fjóra dollara únsan í 190.5 dollara únsan. Gull seldist síðast fyrir meira en 190 dollara únsan 23. desember 1974. Það seldist sjö dögum síðan á hæsta verði sem hefur fengizt fyrir það fyrr eða síðar eða 197.50 dollara únsan. Dollarinn lækkaði í Tokyo í 235.00 yen, sem er met. Dollar- inn lækkaði jafnvel meira gagnvart yeninu í Evrópu. Athyglin virðist hafa beinzt frá svissneskum frönkum og vestur-þýzkum mörkum þar sem gengi yens virðist of lágt skráð gagnvart dollar miðað við skráningu svissneskra franka og marksins gagnvart doilarnum. hafi í dag undirbúið áskorun ril Breta um að kalla saman ráð- stefnu um Rhódesiu scm allir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta ættu þátt í. Ekki er talið að á fundi sínum með Muzorewa hafi Vance gefið nein fyrirheit en eftir fundinn sagði biskupinn: „Ég útskýrði sjónarmið okkar mjög gaumgæfi- lega fyrir honum og hann gaf mér fulla ástæðu til að halda að hann hygðist íhuga málið alvar- lega." Leiðtogar Föðurlandsfylk- ingarinnar sátu hins vegar við Tító talar við þing- foringja Washinfrton. 8. mars. Reuter. TITÓ marskálkur, forseti Júgó- slavíu, ræddi á miðvikudag við ýmsa forystumenn í bandaríska þinginu um ólíkustu málcfni. þ.á m. vandamál þriðja heims- ins, hugsanlega vopnasölu Bandaríkjamanna til Júgó- slavíu. Mið-Austurlönd og Ogaden-deiluna. I veizlu, sem Carter hélt Tító í Framhald á bls. 26 Loks náðist samstaða um ríkisstjórn á ítalíu Myndin sýnir loftvarnabyssu, sem notuð er í æfingastöðvum Sómalíumanna í Halane í Mogadishu. Stjórnarandstaðan veitist hart að Begin Jerúsalem — Genf. 8. mars. AP. BEGIN, forsætisráðherra ísra- elsmanna, hvikaði hvergi af spori sfnu varðandi stefnu í friðarumleitunum f Mið-Austur- löndum, þótt hann yrði fyrir hörðu aðkasti 1 ísraeíska þing- inu af stjórnarandstöðu í dag. Fyrryerandi utanríkisráðherra landsins, Yigal Allon, leiðtogi stjórnarandstöðu og Verka- mannaflokksins, sagði að Israel stafaði stórfelld hætta af stefnu Begins. Gagnrýnin kom fram í umræðutíma þar sem rætt var um samþykkt S.Þ. númer 242, en grein þessi hefur verið skoðuð sem grundvöllur friðarumleitana í Mið-Austurlöndum. Begin hefur viljað líta svo á að samþykktin þýði að ísraelsmenn hafi áfram hernaðarleg yfirráð yfir vestur- Framhald á bls. 26 Róm. 8. mars. Reuter—AP. ENDI var loks bundinn á 51 dags stjórnarkreppu á ítalíu í kvöld er samstaða náðist meðal fimm flokka um ráðstafanir til myndunar nýrrar minnihluta- stjórnar kristilegra demókrata en samningurinn var gerður með þátttöku kommúnista. Fulltrúi væntanlegs forsætis- ráðherra, Guilos Andreottis, skýrði frá því að flokkarnir hefðu samþykkt stefnuskrá um aðgerð- ir til að ráða niðurlögum atvinnu- leysis í landinu og rás atburða á Suður-ítalíu. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum var búist við því að Andreotti gengi á fund forseta landsins, Giovanni Leone, á laugardag og tilkynnti honum að samstaða hefði náðst. Sam- komulagið náðist með kommún- istum, sósíalistum, jafnaðar- mönnum og lýðveldissinnum og mun tryggja kommúnistum sterkari áhrif innan stjórnarinn- Framhald á bls. 26 Prófessor hvarf í Austur-Berlín Andreotti Vestur-Berlín. 8. mars. Reuter. NÁINN samstarfsmaður austur -þýzka forsætisráð- herrans Willis Stoph og áhrifa- maður í sáttaviðræðum við Vestur-Þjóðverja er horfinn sporlaust í Austur-Berlín og er mb'nnum ekki grunlaust um að hann hafi verið numinn á brott til yfirheyrslna að því er áreiðanlegar heimildir hermdu í dag. Síðast sást til prófessors Ter- mann von Bergs í annarri viku janúarmánaðar, en þá var hann óforvarandis sendur í „viðskipta- leiðangur" til Moskvu. Sam- kvæmt heimildum Reuters virðist mönnum nú að sú för hafi aldrei verið farin. Fimrn vikum síðar var íbúð hans í úthverfi Austur-Berlín sett undir yfirlit. Prófessorinn, sem er 45 ára Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.