Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 VtK> MOBöJN- v _ KAFPíNO ' V, s #) rr^ GRANI göslari r hovle- Ertu að bíða eftir frekari fyrir- skipunum frá skipherranum — eða hvað? ■ þú hefur náð sama vinnuhraða og þessi, færðu sama í múrverkinu. Það virðist allt í lagi með tunguna í stráknum. C-vítamín örvar vöxt VÍSINDAMENN við ríkishá- skólann í Indiana í Bandaríkj- unum hafa komizt að þeirri óvæntu niðurstöðu að C-víta- mín örvi mjög vöxt skóla- barna. Vísindamennirnir ætluðu með rannsóknum á tvíburum að kanna hvort C-vítamín- neyzla gæti komið í veg fyrir kvef eða dregið úr áhrifum þess. A fimm mánaða tímabili gáfu þeir öðrum af 44 eineggja tvíburum daglega 500—1000 milligrömm af C-vítamíni. Kom þá í ljós að vítamínið kom ekki í veg fyrir kvef, en gerði sjúkdóminn vægari. Önnur niðurstaða rann- sóknanna kom hins vegar á óvart. Það sýndi sig á aðeins fimm mánuðum að þeir tví- buranna á aldrinum sex til ellefu ára, sem fengið höfðu vítamín höfðu hækkað um að jafnaði tvo og hálfan sentí- metra umfram þá, sem ekki neyttu C-vítamíns. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir þess- um mismuni. Ég hef gripið til þess að mála. í þeirri von að geta þá gleymt henni! Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga „Hér er komin greinagóð sagn- fræðibók um frelsisbaráttu Suð- ur-Þingeyinga á 19. öld. Má segja að hún beri talsvert af öðrum nýjustu sagnfræðiritum íslenzk- um og sé aðstandendum til mikils sóma. Vel er hún samin og skipulega, yfirsýn glögg. Varla væri það á annarra færi en félagsmanna Þjóðliðs og Huldufélags sjálfra að bæta um þessa bók. En vitanlega kæmi þá með sá þáttur sem hér er óritaður. Lýsingin á sjálfum áhuganum fyrir baráttunni, hug- sjónaeldinum sem logaði undir niðri og sauð uppúr. Og eins og lýsing Benedikts frá Auðnum á mislingasumrinu 1882 (bls. 289) skýrir hverju barist var gegn með strangri alvöru þá var það þó ekki aðeins hugraun fátæktar- innar sem kynti eldinn heldur og glaðværðin, léttleikinn sem tekur af sárasta broddinn og gefur aukinn þrótt. Frétzt hefir að margt var látið fjúka á leyni- fundum, svo vel hinir skemmti- legustu brandarar sem og alvöru- orð. Þó þannig að öll orð hittu í mark. Grunur leikur á að hugmyndin um þingeyska loftið væri upphaf- lega fundin upp af öfundarfullum menntamönnum útaf veikari hliðum Jóns á Gautlöndum og Einars í Nesi. Er fram liðu stundir þótti ýmsum gárungum sem þingeyska héraðið allt drægi oft dán af þessum frægu frum- herjum og réði smámennska því að mest var talgð um vind. Allt um það er varla nokkuð annað til sem vekur jafn einlæga kátínu meðal Þingeyinga sjálfra enn í dag en orðrómurinn um þessa vindrellu. Nú er mála sannast að báðir þeir menn, sem hér eru nefndir komu eins og þeir væru kallaðir af forsjón til að vinna merkileg brautryðjendastörf í héraði sínu og fyrir landið allt. Þeir voru sínu tímaskeiði jafnnauðsynlegir og vorgróðurinn búum bændanna á hverju vori. Furðulegt væri ef eitthvað hefði ekki verið að þeim að finna einkum fyrir andstæð- inga og öfundarmenn. Bókin um frelsisbaráttu Suð- ur-Þingeyinga er tilvalinn yfir- litslestur enda gæði hennar margvísleg. Það er helzt að lesanda detti í hug að gera athugasemdir við smáatriði. Mér er t.d. efamál hvort telja eigi að Þingeyingar hafi verið undir áhrifum frá guðsorðamokstri Guðbrands biskups á Hólum. Hvers vegna gerðu aðrir norð- lendingar minna af því að líkjast þeim í félagsmálum en ætla mætti? Vegna þess að þeir voru undir þyngri áhrifum frá Hólum. Þingeyingar vissu minna af ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Al GLYSIM.A SÍMINN KK: 22480 HÚS MÁLVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsduttir þýddi 82 peysunní or þvf skyldi hann ekki geta haldiA þvf áfram. Hann hafði kynn/.t mörgum stúlkum. Sætum og indælum stúlkum. Skemmtilegum stúlk- um. Sumar voru leiðinlegar og aðrar skárri, sumar skiptu engu máli eins og stúlkan sem var ritari Carls Ilendbergs og hafði sagt honum frá eigin-1 konunum fjórum. Sumar höfðu gert honum gramt í geði, með öðrum hafði hann átt góðar stundir. En hann mundi ekki lengur hvernig þær litu út. Hann sá aðeins fyrir sér stúlk- una með ljósa hárið. Stór heiðarleggrá augun. Hálf vand- ræðalegt hrosið. Hann sparkaði gremjulega f trjábol. Hann hafði farið af stað vegna þess að hann vissi að hún ætlaði að fara. Vegna þess að hann kveið fyrir að kveðja hana, af þvf að hann vissi með sjálfum sér að hann gæti það ekki. Hann var kominn þar í Iffinu... að hann myndi þá segja eitthvað.. eitthvað sem myndi binda hann fyrir Iffstíð. Og honum var Ijóst að það gat orðið erfitt að segja það. Þvf að hann hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að biðja stúlku að giftast sér. Hann hafði ekki hugmynd um það, og nú fannst honum þar sem hann gekk þarna f rigningunni að það skipti mestu af öllu. Ef hann gæti ekki stunið þvf upp á réttan máta. gat hann átt á hættu að hún færi sfna leið... og ef hún færi... Morten herti gönguna... Hann varð að segja það við hana... hvernig sem hann færi að þvf... ef hún væri nú farin... og ef hún vildi nú ekkert með hann hafa... Svitinn spratt fram á andliti hans og hann hljóp f áttina að húsinu hennar. Húsinu sem hann hafði reynt að forðast all- an daginn. Það lá við borð að það kæmi kökkur f hálsinn á honum af gleði þegar hann sá að það var Ijós hjá henni. Hún var ekki farin. Enn hafði hann tök á þvf að tala við hana. Hann ætlaði að gægjast inn um glugg- ann áður en hann berði að dyr- um. Horfa á hana þar sem hún sæti f ró og kyrrð. Hann læddist að glugga og leit inn. Hún var með Ijóst hár- ið sem hrundi niður á herðar og hún var Ifka f rúllukragapeys- unni. En hann sá ekki andlit hennar. Því að hún virtist hvila f faðmi Björns. sem fór um hana höndum... og báðar hend-, ur Björns um háls hennar. Hann sneri sér frá. Hann vildi ekki sjá meira. 35. kafli Ilún vissi hann ætlaði að myrða hana, en hún vonaði að henni tækist á einhvern hátt að tefja tfmann... að Morten myndi koma... að einhver kæmi. — Osköp hefurðu mikinn hjartslátt. Rödd hans var undirblfð og hendur hans hvfldu um háls henni. — Og þú veizt allt. Hún gat ekki afborið þetta lengur. — Fyrst ég veit það, hljóta aðrir að gera það líka. Þú sérð það sjálfur. Svo að þú græðir ekkert á þvf að drepa mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.