Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
45
moðreyknum eða gerðu lítið með
hann.
Annað atriði er að furðulegt
mætti telja ef Þingeyingar hefðu
á sínum tíma skapað eitthvað af
engu. Það getur enginn nema Guð
þeirra manna sem trúa sköpun-
arsögunni í Biblíunni. Prumleik-
ur Þingeyinga við höfundarskap
á bænaskrám var fyrst og fremst
fólginn í sívakandi áhuga, stíl-
skipun og orðfæri, ásamt síaukn-
um þroska. Enda áttu þeir síðar
auðvelt með að tileinka sér
boðskap þann er Benedikt frá
Auðnum skrifaði í athugasemd-
um sínum á spássíur hverrar
erlendrar bókar sem hann útveg-
aði.
Þá er um Kristján á Illugastöð-
um að segja að fjárkaup hans hjá
bændum virðast í meginatriðum
ekki hafa verið einkafyrirtæki.
Alkunna var að kaupmenn höfðu
beyg af Kristjáni sökum harð-
fylgis hans. Fénaður bænda sem
lítils máttu sín var þarna seldur
á betra verði. Til hliðsjónar má
hafa ofurlkla smásögu af
Kristjáni hreppstjóra. Ekkja
nokkur komst í fjárhagsvand-
ræði. Svo fór að sökum embættis
síns varð Kristján að taka frá
henni einu kúna sem hún átti.
Hreppstjóri gerði konunni við-
vart: Nú skalt þú láta sem ekkert
sé, þótt ég taki kúna. Svo sjáum
við til. Sögur fara ekki af því
hvernig Kristján setti sölu belj-
unnar á svið, en eflaust hefir
hann haft einhver handföst tök á
kröfuhafanum. Og kýrin var
skömmu síðar komin á sinn
vanabás sem full eign ekkjunnar.
Viðvíkjandi Jóni á Gautlöndum
þá er það alveg óviðunandi að
dæma hann snauðan af list. Mér
finnst að allt hans líf hafi verið
mikil list. Svo er það jafnan hjá
hinum varfærnu en dugmiklu
mönnum. Að sigla milli skers og
báru samtíðar í nokkru uppnámi
krefst mikillar listar.
Næstu kynslóðir hófu ákveðn-
ari og breytta baráttu eftir daga
Jóns á Gautlöndum. Þjóðlið og
Huldufélag urðu eflaust til vegna
óánægju með seinsigrað íhald
þjóðfélagsins alls. En skrítin
tilfyndni virðist það verið hafa að
einmitt til Huldafélagsins þing-
eyska var síðan, viljandi eða
óviljandi, sótt að forminu til
fyrirmyndin að laumusamtökum
tveKgja — jafnvel þriggja stjórn-
málaflokka gegn Jónasi Jónssyni
— að tilefnislitlu nema ef vera
skyldi varfærni.
Sigurður Draumland.“
Þessír hringdu . . .
• Myndi það spara?
Sjónvarpsáhorfanaii
— Mig minnir að einhvern
tíma hafi þeirri hugmynd verið
skotið fram, hvort það myndi
vera sparnaður hjá sjónvarpinu
ef útsendingarkvöldum yrði
fækkað, t.d. um eitt. Þá myndi
vissulega þurfa minna starfsfólk
eða yfirvinna sparast og væri þá
hugsanlegt að verja því fjár-
magni til þess að efla t.d. íslenzka
kvikmyndagerð, eins og margir
eru að tala um að nú þurfi að
efla. Að vísu má segja að það sé
ekki eingöngu og ekki beinlínis
hlutverk sjónvarpsins að styðja
kvikmyndagerð, en þó.að nokkru
leyti. Ég held að ekki myndu
margir sakna þess þó að fækkað
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Evrópumeistaramóti ungl-
inga í Groningen í Hollandi um
síðustu áramót kom þessi staða
upp í skák þeirra Pedersens,
Danmörku, og Tillers, Noregi,
sem hafði svart og átti leik:
HÖGNI HREKKVÍSI
yrði um eitt útsendingarkvöld en
það er náttúrlega ekki á færi
nema sjónvarpsmanna að'segja
til um hversu mikið myndi
sparast ef það er eitthvað. En
hitt er ég nokkuð viss um að allir
samþykkja að meira yrði gert af
því að flytja innlent efni, ekki
endilega reyfarakennd leikrit
heldur miklu fremur heimildar-
og fræðslumyndir um margs
konar atvinnuhætti og líf hér og
þar á landinu, ýmislegt sem talað
er um að þurfi að varðveita og
gæta að ekki týnist algjörlega
niður með nýjum kynslóðum.
Eins og sjá má getur svartur
unnið skákina á mjög einfaldan
hátt með 18.... Rxg3+!, 19.1ixg3
— Hf5. í stað þess lék hann
18.... Hf5?? og tapaði skákinni
fljótlega eftir 19. Re4 — Dd4, 20.
h3 og hvítur vinnur mann. Jafnir
og efstir á mótinu urðu þeir
Taulbut, Englandi, Dolmatov,
Sovétríkjumrm, og Georgiev, Búl-
garíu, allir með 9 v. af 13
mögulegum. Taulbut var síðan
úrskurðaður sigurvegari, þar eð
hann var talinn hafa mætt
sterkustu andstæðingunum, af
þeim þremur.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
VESTURBÆR
Sörlaskjól
Lynghagi
AUSTURBÆR
Ingólfsstræti,
Lindargata,
Hverfisgata 63—1 25,
Hverfisgata 4—62.
Upplýsingar í síma 35408
Byggingamenn
Múrhúðunarnet fyrirliggjandi frá Bekaert i Belgíu, sér-
hannað fyrir íslenskar kröfur.
Verð pr. rúllu 1 1 890 — 50 Im.
cSb Nýborg
ÁRMÚLA SÍMI 85090 — 86755.
H
1 x 2 - 1 x 2
27. leikvika — leikir 4. marz 1978
Vinningsröð: 1X1 — 1XX — X2X — 1XX
1. vinningur: 10 réttir — kr. 1 39.000.—
7610 (Rvk) 30846 (Kpv) 32712 (Rvk) 34646 (Árns) 54682 (Kóp)
2. vinningur: 9 réttir — kr. 4.400.—
2. vinningur: 9 réttir — kr. 4.400.—
65 6541 + 10427+ 31816 32818
391 6571 10462 31980 32820
1014 6887 30164 32062 32949
1906 + 7609 30318+ 32183 33073 +
2801 8586 30511 2/9) 32521 (2/9) 33075+
3892 9131 30828 32525 33144
4439 9913 31089 32690 33268+
4971 10161 31171 32739 + 33293
5448 10345 33194 32745 33581
33582 40586
33584 (3/9) 40826 +
33832 41108 +
34338 41162
34645 54330
34646 (2/9) 43580
40371 54580
40438 54604
54675
Kærufrestur er til 27. marz kl. 1 2 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina Handhafar nafnlausra
seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og
fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna
fyrir greiðsludag vinninga, sem er 28. marz.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK
kominí kjörgarö
HAGKAUP
> -">V ''X ' V.NV <}." \' ' ' ' ' «