Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 35 Sigurlaug Bjarnadóttir: Varpbændur hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum arnarins - hefur enga úrslitaþýðingu fyrir æðarvarpið, — segir Sverrir Hermannsson Æðarkolla kom fram á miðilsfundi 20 árum eftir að hún var öll Stefán Jónsson Steingrímur Hermannsson Stefán Jónsson um erlendan fjárstuðning: „Liggur fyrir játning eins stjómmálaflokks” Fjárveitingar um hlutafélög til stjórnmála- starfsemi, segir SteingrímurHermannsson Æðarvarp og varnir þess 06 Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti nýverið fyrir frum- varpi til laga, sem felur í sér breytingu á 11. gr. fuglaveiði- og fuglafriðunarlaga. Frv. hljóðar svo: „Ef eðlilegum nytjum af æðarvarpi er ógnað af ágangi arnar er ráðuneytinu skylt, sé þess óskað af hlutaðeigandi varpbónda, að senda svo fljótt sem unnt er sérfræðinga á staðinn er fylgist með og geri tillögur um, hvernig koma megi í veg fyrir eða bæta tjón af völdum arnarins. Ráðuneytinu er þá heimilt að grípa til tafar- lausra aðgerða til varnar viðkom- andi æðarvarpi þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 27. gr. án þess þó að erni verði eytt.“ SBj kvaðst flytja þetta mál að beiðni varpbænda í Breiða- fjarðareyjum. Hvarflað hafi að sér að orða breytingartillöguna á þann veg, að í neyðartilvikum, þegar nytjum æðarvarps er al- varlega ógnað, skyldi örninn hreinlega víkja fyrir æðarfuglin- um. Sér hafi hins vegar orðið ljóst, að slík tillaga fengist ekki samþykkt. Þess vegna sé tillagan eins „vægt orðuð og hugsast getur miðað við það vandamál, sem örninn óneitanlega skapar víða í varplöndum." Örninn hafi verið æ aðgangsríkari í Breiða- fjarðareyjum og meira segja tekið sér bólfestu og orpið í einni af þremur byggðum eyjum Breiðafjarðar, Skáleyjum. Lýsti SBj hvern veg örninn færi með varp, sem væri búendum mikils virði, enda væri dúnkílóið komið í yfir 50 þúsund krónur fullunnið til útflutnings. Hún gerði og grein fyrir, hvern veg hún teldi framkvæmdina geta orðið, ef frumvarpið fengi lagagildi. SBj áréttaði, áð tillaga sín væri vægilega orðuð, m.a. með hliðsjón af verndarsjónarmiðum gagnvart arnarstofninum, sem ýmsir teldu þó stærri en sérfræðingar vildu vera láta. Óhjákvæmilegt sé að huga að rétti varpbænda, sem orðið hafi fyrir þungum búsifjum af hálfu arnarins, sem koma verði í veg fyrir eða bæta. Vernda þarí arnarstofninn Sverrir Hermannsson (S) sagðist gersamlega andvígur þessu frumvarpi. Mikil umræða hafi farið fram í landinu, hvern veg bjarga megi konungi fugl- anna, erninum, frá útrýmingu á íslandi. Margir telji, að ein ástæða þess, að arnarstofninum hnignar svo mjög sé sú, að ýmsir varpbændur eða aðrir beiti ólög- legum aðgerðum til þess að granda honum, þrátt fyrir Bjarnadóttir Hermannsson Friðjón Gunnlaugur bórðarson Finnsson ákvæði fuglafriðunarlaga. Um þetta verði að vísu ekkert fullyrt. En meðan eitrað sé fyrir refi megi gera ráð fyrir skaða í arnarstofninum. Ástæðan til þess að erninum sé hætt af þessum sökum sé sú, að hann sé hrææta, sem megi heita undantekning frá öðrum ránfuglum. Fálkinn hins vegar leggi sér ekki annað til munns en það sem hann drepi sjálfur. SvH sagði þetta frv. ganga þvert á ákvæði fuglafriðunarlaga. Það fitji upp á því að útrýma erninum, enda segi í því að heimilt sé að grípa til tafarlausra aðgerða til varnar viðkomandi æðarvarpi, þrátt fyrir ákv. 27. gr. laganna, en hún hljóði svo: „Forða skal að trufla fugla, sem friðunar njóta svk. lögum þessum við hreiður, svo að skaði geti hlotist af á eggjum þeirra eða ungum.“ Var það furða þótt SBj tæki fram „að hún vildi fara með varúð gagnvart erninum." Þetta frv. verður ekki skilið á annan veg en þann, að lagt sé til að steypt verði undan honum, enda þótt það sé tekið fram, að ekki skuli drepa fuglinn sjálfan. Það segir í frv. greininni að ráðuneyt- inu sé skylt að fara að óskum hlutaðeigandi varpbónda o.s.frv. SvH sagði fuglafræðinga telja að örn sé tiltölulega „mjög skaplítill í varpi". Veiðibjallan sé miklu meiri skaðvaldur, raunar hrafn- inn líka. Nær væri að ganga röskar fram í útrýmingu svart- baksins. Það myndi skila betri árangri en að ráðast að þeim örfáu fuglum af arnarstofni, sem enn lifi í landinu. Það sé sann- færing sín, að örninn hafi öngva úrslitaþýðingu varðandi æðar- varp á Islandi. SvH boðaði nýtt frumvarp, sem hafi þann tilgang, að gera frekari tilraunir til að „fóstra örninn en hingað til hafa verið gerðar." Nytjar æðaríugls og karakter Sigurlaug Bjarnadóttir (S) fór nokkrum orðum um æðar- fuglinn sem hún sagði hafa „fullt eins mikinn karakter og örninn, þó að hann sé ekki eins grimm- ur“. Hann hafi til að bera ýmsa góða kosti, tryggð og vinfesti, sem „jafnvel nái út fyrir gröf og dauða“. „Ég má til með að upplýsa það hér, að æðarkolla, vinkona mín og heimamanna í Vigur, sem var auðkennileg að því leyti að hún var blind á öðru auga, átti hreiður við bæjargafl- inn árum saman. Þessi blindi fugl, vinur okkar, kom fram líklega 20 árum eftir að hún hlaut að vera öll, á miðilsfundi, ásamt með gömlu dyggðahjúi, sem oft var gengið framhjá hreiðri æðar- kollunnar við bæjargaflinn hér í eina tíð.“ En þetta var nú útúrdúr, sagði þingmaðurinn. SBj. sagði það útúrsnúning hjá SvH, að frv. stefndi að útrýmingu arnarins. Þvert á móti standi í niðurlagi greinargerðar með frv. „auk þess væri tryggð betur en nú er vernd arnarins og í senn æðarvarpsins gegn ágangi og tjóni af hans völdum." Þolinmæði varpbænda, sem orðið hafi fyrir ítrekuðu stórtjóni, sé einfaldlega þrotin. Frv. sé flutt til að freista þess að rétta hlut þeirra. Ef SvH les betur þau lög, sem hann vitnar til, sér hann, að þar er tekið fram, að ýmis friðunar- ákvæði geti náð til sérstakra afmarkaðra svæða. Það er einmitt það sem þetta frumvarp okkar gerir. Það er borið fram með sérstöku tilliti til varplanda í Breiðafjarðareyjum. Síðan lýsti SBj, með orðum bónda af þessu svæði, hvað gerist, þegar örn kemur í æðavarp, sem naumast kæmi heim og saman um tal manna um náttúruvernd eða mannúð í umgengni við dýr. Ekki megi gleyma því, þó menn vilji vernda örninn, að hann sé ránfugl. Ég vísa því á bug, sagði SBj, að frv. sé árás á arnarstofn- inn. Hún sagði frv. flutt í samráði við dr. Finn Guðmundsson fugla- fræðing. „Að steypa undan erninum“, Eitthvað kann ég reyndar fyrir mér af miðilsfundum, sagði SvH. Ef ég man rétt kom fram á miðilsfundi skúr prestsins, sem fauk í fyrra hjá Pétri þríhrossi, og var þá orðinn að höll á gullsúlum hinum megin. SvH sagði að „í dentíð meðan örn var daglegur gestur við Vigur yfir Ögurvík, þá tvöfaldaði Vigur- bóndinn dúntekjur sínar .. .„ Staðreynd sé hins vegar að í dag, þegar örninn sé fáliðaður orðinn, hafi æðarvarpi víðast hrakað. Það séu sem sé hæpin tengsl milli arnar og þess, að æðarvarpi hafi hrakað. Þar komi annað til. M.a. Framhald á bls. 29 Stefán Jónsson (Abl) mælti nýverið fyrir frv. til laga, er hann flytur ásamt Oddi Olafs- syni (S), Jóni Árm. Héðinssyni (A) og Steingrími Hermanns- syni (F), Þess efnis, að sett verði lögbundið bann við er- lendum peningastuðningi við íslenzka stjórnmálaflokka, þ.á m. blaðaútgáfu. Bann þetta nái til hvers konar verðmæta- stuðnings. StJ sagði í framsögu að flm. teldu æskilegt að sett yrði sérstök löggjöf um starf stjórnmálaflokka, þar sem m.a. yrði kveðið á um skyldur þeirra til opinberra reikningsskila og yrðu þar að sjálfsögðu reistar skorður við því að erlendir aðilar gætu náð á þeim fjár- hagslegum tökum. Sérstök þingnefnd vinnur nú að undir- búningi þessa máls. Orsök þess að flm. flytji nú þetta sérstaka frumvarp sé hins vegar sú, „að upp komst í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmála- flokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmála- starfsemi á landi hér. Skiptir hér ekki máli að dómi flm., þótt gjafafé þetta sé sótt til Norðurlanda ...“ Rakti StJ nánar ummæli höfð eftir Bene- dikt Gröndal, formanni Al- þýðuflokksins, og Árna Gunn- arssyni, ritstjóra Alþýðublaðs- ins, „sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þess- ar“, en sönnuðu þetta „eins- dæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu“. Umfang hins erlenda fjárstuðnings StJ hvað einn flutnings- manna frv., Jón Árm. Héðins- son, þingmann Alþýðufl., hafa knúið allfast á dyr flokksins með kröfu um upplýsingar um þetta mál, „með skírskotun til hins nýyfirlýsta heiðarleika". I kjölfar þess hafi játning Al- þýðuflokksins verið gerð. StJ sagði að hér í hæstv. efri deild Alþingis ætti enginn fulltrúi Alþýðuflokksins sæti, sem hlut ætti að „hinum nýja heiðar- leika Alþýðuflokksins, sem m.a. kæmi fram í þessu erlenda peningasóknarmáli. (I efri deild eiga sæti Eggert G. Þorsteinsson og Jón Árm. Héðinsson sem þingmenn Al- þýðuflokks). StJ sagði upplýsingar ekki liggja fyrir um umfang þessa fjárstuðnings. Þó hafi aðilar sem gerst ættu að vita nefnt 7—10 m. kr. framlag til Al- þýðublaðsins í mynd pappírs- gjafa og a.m.k. 1 m. kr. til starfsmannahalds — en þessar upphæðir séu að sjálfsögðu frá því fyrir gengisfellingu. StJ sagði erlendum aðilum ekki eiga að haldast uppi að gera út íslenzka stjórnmálaflokka. Minnast mætti og hins forn- kveðna, að æ sé gjöf til gjalda. Samtök erlendra fjárstuðn- ingsmanna kunna að sjá sér hag í að beita fjármagni til að hafa áhrif á stjórn félagssam- taka, sem aftur „njóta lög- verndaðs réttar til að hafa áhrif á æðstu stjórn þjóðarinn- ar og ráðskast með gögn hennar og gæði“. Eru þess mörg dæmi í sögunni sagði StJ , að hagsmunir okkar Islend- inga og valdhafa annarra Norðurlanda hafa rekist á og það í málum, sem varðað hafa líf þjóðarinnar og frelsi. Nýj- ustu dæmi eru um yfirlýsingar, sem gengu á okkar hagsmuni í landhelgismálum. „Forystu- menn verkamannaflokka voru okkur engu þarfari en annarra flokka" á þeim vettvangi. Hlutafélög í tengslum við stjórnmálaflokka Steingrímur Ilermannsson (F) sagðist á flesta grein sammála því, sem komið hefði fram í máli StJ, enda einn af flutningsmönnum frumvarps- ins. Ákaflega mikilvægt sé að erlent fjármagn í einni mynd eða annarri nái ekki tökum á íslenzkum stjórnmálaflokkum. Hins vegar sé það áreiðanlega mörgum landsmanninum ráð- gáta, hvern veg sumir stjórn- málaflokkar starfi hér á landi, beri t.d. gífurlegan halla af blaðaútgáfu ár eftir ár. Mér sýnist að kjósendur og alþjóð eigi heimtingu á því að slíkir hlutir séu upplýstir. Hins vegar er þetta margflókið mál. E.t.v. er hægt að styrkja íslenzka stjórnmálastarfsemi með erlendu fé óbeint. Ég er ekki nógu kunnugur á þeim refilstigum til þess að geta fullyrt þar um. Um það hefur verið deilt í blöðum, hvort slíkt fjármagn er inn- eða erlent, hvaðan það er runnið og með hvaða heilindum það er fengið og slík hlutafélög geta síðan veitt aftur sem stuðning við „einhverja ákveðna stjórn- málaflokka“. Þetta sýnist mér Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.