Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 4
4 ■ blMAR IO 28810 car rental 24460 bilaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 LOFTLEIDIR TS- 2 1190 2 11 38 Fjórir hestar brunnu inni Akureyri, 7. marz. ELDUR kviknaði í hesthúsi ofan við Akureyri skömmu eftir mið- nætti í nótt með þeim afleiðing- um að þar brunnu inni fjögur hross. Eigandi hesthússins og hestanna, sem þar voru, var að þýða frostna vatnsleiðslu með kósangastæki, þegar hann allt í einu missti eldinn í plasteinangr- un hússins, svo að hún fuðraði upp og húsið var nær alelda á skammri stund. Maðurinn gat bjargað sex fullorðnum hestum út úr húsinu en hins vegar tókst honum ekki að hleypa út einu trippi og þremur folöldum, sem voru í annarri stíu, svo að þau brunnu inni. Hesthúsið sem var járnvarið timburhús stendur að vísu uppi, en er afar mikið skemmt. Aföst hlaða slapp hins vegar svo og heyið sem í henni var. Hesthúsið var óvátryggt og hestarnir einnig. - Sv. Rækjuveiði hafin . í Eskifirði Eski/irði 28. febrúar. HÉR Á Eskifirði er búið að taka á móti 32.654 lestum af loðnu það sem af er vertíðinni, þar af er búið að írysta um 26 tonn og er þetta meira magn en kom hér á land alla vertíðina í fyrra. Bræðsla í verksmiðjunni gengur mjög vel og munu afköst vera helmingi meiri en fyrir stækk- unina sem gerð var í vetur. Búuð er að skipa út 1850 tonnum af mjöli og 500 tonnum af lýsi. Tveir bátar eru byrjaðir með net en afli hefur verið rýr til þessa, þó kom Vöttur með 22 lestir úr róðri. Nýlunda er að rækjuveiði er hafin í firðinum og afli hefur verið góður af fallegri rækju. Hafa Sátarnir verið með upp í 800 kg eftir daginn. Rækjan er flutt til Djúpavogs til vinnslu en trúlega hugsa einhverjir til hreyfings með rækjuvinnslu hér. Ákveðið verður í kvöld í verka- lýðsfélaginu hvort verkfall verður hér á morvun. Ævar. AKil.YSINf, \ SIMINN F.R: 22480 útvarp Reykjavík FIIV14ÍTUDKGUR MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.0. Morgunleikfimi kl. 7.15 ol 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15> Guðrún Ásmundsdótt- ir heldur áfram að lesa „Litla húsið í Stóru-Skóg- um" eftir Láru Ingalls Wileer (9). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Um fæðingarhjálp og foreldra- fræðslu kl. 10.25i Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilis Reykja- víkurborgar flytur annað erindi sitt. Tónleikar kl. 10.45. Morguntónleikar kl. ll.OOi Vladimír Horowitz leikur Píanósónötu nr. 10 op. 70 eftir Alexander Skrjabín/ Werner Richter, Ándor Karolyi og Hans Eurich %eika Serenöðu í G-dúr fyrir flautu, fiðlu og lág- fiðlu op. 141 a eftir Max Reger/ Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistar- skólans í París leika „Concert Champétre" fyrir sembal og hljómsveit eftir Francis Poulenct Georges Prétre stj. ^ 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Verðurfregnir og frétt- ir. Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Um skólamál Fjórði og síðasti þáttur fjallar um stuðnings- kennslu og ráðgjöf. Umsjónarmaðurt Karl Jeppesen. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur „Drekana frá Villars", forleik eftir Aimé Maillarti Richard Bonynge stj. Renata Tebaldi syngur aríur úr óperum eftir Giuseppe Verdi. Ríkishljómsveitin í Brnö leikur „Nótnakverið" ævintýraballettsvítu eftir Bohuslav Martinúi Jirí Waldhans stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Verðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Hclga Þ. Stephensen FÖSTUDAGUR 10. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Prúðu leikararnir (L). Leikhrúðurnar skemmta ásamt Bernadette Peters. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.00 Kastljós (L). Þáttur um innlend málefni. Umsjón- armaður Guðjón jeinars- son. 22.00 Tungiið og tícyringur (The Moon and Sixpence). Bandarísk bíómynd frá árinu 1942, bygg ásam- sam nef sögu eftir Somer- set Maugham, sem komið hefur út í íslenskri þýð- ingu Karls fsfelds. Aðal- hlutverk George Sanders og Ilerbert Marshall. Verðbréfasalinn Charles Strickland lifir fáhreyttu lífi þar til dag nokkurn, að hann yfirgefur konu sina, heldur til Parísar og tekur að fást við málaralist. Þýðandi Heba Júh'usdóttir. 23.25 Dagskrárlok. kynnir óskalög barna inn- an tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál Gísli Jónsson menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.15 Leikritið Reíurinn eftir D. H. Lawrance. Þýðandi og leikstjóri Ævar R. Kvar- an. 21.25 Einleikur í útvarpssal. 21.55 Þingkosningarnar í Frakklandi. Friðrik Páll Jónsson fréttamaður flytur erindi. 22.20 Lestur Passíusálma Þórhildur Ólafs guðfranii- nemi les 38. sálm. 22.30 Verðurfregnir. Frétt- ir. 22.50 Spurt í þaula Einar Karl Haraldsson stjórnar umræðuþætti, þar sem Vilmundur Gylfason situr fyrir svörum. Þáttur- inn stendur allt að klukku- stund. Fréttir. Dagskrárlok. Leikrit vikunnar Vinkonurnar og hermaðurinn Vilmundur Gylfason Spurt t þaula Klukkan 22.50 í kvöld er þátturinn „Spurt í þaula“ í útvarpi. Einar Karl Haralds- son stjórnar umræðuþætti, þar sem Vilmundur Gylfason menntaskólakennari situr fyrir í kvöld klukkan 20.10 verður flutt í útvarpi Ieikrit- ið „Refurinn" eftir D.H. Lawrence. Þýðandi er Ævar R. Kvaran, og er hann jafnframt leikstjóri. Hlut- verk eru þrjú og leikendur eru Margrét Guðmundsdótt- ir, Helga Bachmann og Bjarni Steingrímsson. „Refurinn" er raunar byggður á samnefndri skáld- sögu Lawrence, en David H. Godfrey hefur búið efnið til flutnings í útvarpi. Vinkon- urnar Ellen March og Jill Banford búa saman í litlu húsi í sveitaþorpi. Þangað kemur ungur maður, sem gegnt hefur herþjónustu, Henry Grenfel að nafni. Hann er að leita að afa sínum, sem búið hafði í húsinu. Henry sezt að hjá þeim vinkonunum, enda hef- ur hann fengið augastað á Ellen. Þetta er sérstætt leikrit, þar sem draumur og veru- leiki blapdast saman. Refur- inn, sem Ellen er að eltast við, er raunverulegt mein- dýr og táknmynd í senn. David Herbert Lawrence fæddist í Eastwood í Eng- landi árið 1885 og lézt í nágrenni Nizza árið 1930. Ungur gerðist hann kennari, en veiktist af berklum og varð að hætta því starfi. Fyrsta skáldsaga hans, „Hvíti páfuglinn", boðar að vissu leyti nýja stefnu, meira frjálslyndi í kynferð- ismálum, gagnrýni á þröng- sýni og tepruskap. Frægasta bók Lawrence, „Elskhugi lafði Chatterleys", þykir varla nein klámsaga nú á dögum, en hún var bönnuð í Englandi um árabil. Önnur þekkt saga er „Synir og elskhugar", sem byggir að nokkru á atburðum frá æskuárum höfundar. Law- rence skrifaði „Refinn“ árið 1923 og lætur hann gerast 'nokkrum árum fyrr, eða í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Auk skáldsagnanna orti Lawrence ljóð og sendi frá sér smásögur. Þetta er annað leikritið, byggt á sögum D.H. Lawrence, sem útvarpið flytur. Hitt var „Tengdadóttirin" 1976. Ævar R. Kvaran Margrét Guðmundsdóttir Helga Bachmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.