Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. M ARZ 1978 Gunnar Bjarnason ráðunautur: er ódýrast Hvaða kjöt að framleiða? Möguleikar búgreina til kjöt- framleiðslu verða að miðast við forsendur og markmið, sem setja má fram með ýmsu móti. Ég vil hér setja fram þrenns konar spurningar um möguleika þessara búgreina og reyna að svara þeim miðað við þær fors- endur, sem hver spurning dregur fram: I. Möguleikar til framleiðslu eggja, fugla- og svínakjöts við rikjandi aðstæður? II. Möguleikar þessarar fram- leiðslu f samkeppni við kjötfram- leiðslu af sauðfé og nautgripum? III. Möguleikar að framleiða afurðir af alifuglum og svinum með íslenzku fóðri og að hvaða marki? I. Möguleikar fram- leiðslunnar við ríkj- andi aðstapður? Til að svara þessari spurningu þarf að gera sér grein fyrir hversu mikil neyzla er í landi hér á þessum afurðum. Ekki er unnt að svara því nema með nokkrum ágiskunum út frá framtali í hag- skýrslum: a. Það virðast vera um 1000 gylt- ur í Iandinu. Ætla má að gyltan gefi um 1 tonn af svínakjöti (þ.e. heilir skrokkar í gálga), alls ca. 1000 tonn. b. Aætlað hefur verið, að fram- leiðsla á fuglakjöti sé þessi:i: Hænukjöt alls ca. 100 tonn, Kjúkl- ingakjöt alls ca 450 tonn c. Eggjaframleiðslan eftir ca. 200.000 hænur gæti verið alls ca. 2.200 tonn. Afurðir samtals 3.750 tonn. Það verður að gera kröfu til þess, að þegar stofnað er til fram- leiðslu af þessu tagi, þá verði hag- kvæmnissjónarmið algilt látin ráða. Hér er um að ræða nýjar búgreinar, sem búið er að þraut- rannsaka erlendis og margvísleg tækni og leiðbeiningaþjónusta stendur til boða. Nú hefur hins vegar verið mörkuð eins konar framleiðslustefna fyrir þennan búskap í útlánareglum búnaðar- sjóðanna, og þegar ég sá þessar reglur á sínum tíma, komst ég að því, að bústærðirnar, sem hér voru valdar sem lánsverðar eða lánhæfar voru þær alóhagkvæm- ustu, sem unnt var að benda á samkvæmt margra landa rann- sóknum. Svona stefnumörkun er í mesta máta óþjóðleg og hlýtur fyrr en seinna að mæta kröftugri and- spyrnu neytenda, sérstaklega ef hún kynni að vera ráðandi á fleiri sviðum matvælaframleiðslunnar. Það eru llka margir þeirrar skoðunar, að bezt sé að dreifa þessum fénaði um sveitir sem eins konar „aukabúgreinum“, sennilega þá ætlað að hagnýta „frístundir", sem kunna að falla búaliði í skaut á tímanum frá ris- málum til miðnættis eða til að nýta vinnuþol kvenna og barna. En sé þetta raunverulega ígrund- uð og mörkuð stefna, þá er ráðleg- ast fyrir okkur að taka upp fræði og leiðbeiningastörf þeirra manna, sem nágrannaþjóðir okk- ar voru að bera til hinstu hvíldar á árunum 1950—1970. Nei, slík vinnubrögð eru ekki samboðin framsæknum Iandbúnaði hjá framsækinni þjóð. Með hliðsjón af því, sem hag- kvæmt má teljast og framsækið, vil.ég hér á eftir benda á, hversu margar búseiningar af hverju tagi væru hagkvæmnar í þessu landi og hversu mikinn mannafla framleiðslan þarfnast miðað við markaðinn I dag: a. Bezt rekna svínabú landsins hefur 250 gyltur, framleiðir um 250 tonn af svínakjöti árlega og við það starfa 5 menn við hirð- ingu, aðdrætti, slátrun og flutn- inga á sölustað. Sé miðað við 1000 tonna framleiðslu, þá þarfnast landið ca. 4 slfkra svfnabúa með um 20 starfsmenn. b. Bezt rekna eggjaframleiðslubú landsins hefur um 35 þúsund varphænur. Hæfilegur starfs- mannafjöldi á slfku búi væri 4 menn. Slfkt bú á með gððu mðti þar sem auðvelt er að fá jarðhita og rafmagn, þá mætti sameinast um fóðurblöndun og sláturhús og spara með því byggingarkostnað og mannahald. II. Möguleikar þessarar framleiðslu til að keppa við kjötfram- leiðslu af sauðfé og nautgripum? Samkeppnisaðstaða búfjárteg- unda byggist á þremur grund- vallarþáttum fyrst og fremst, þ.e. stofnkostnaður við byggingar og tækni, fóðurnotkun fyrir hvert kg afurða, ef afurðir eru sambæri- legar að notagildi eða verðmæti og að síðustu vinnuþarfir á fram- leiðslueiningu. Ég vil hér í upphafi vísa til ummæla I 14. kalfa nýlegrar amerískrar fræðibókar, Meat Science, þar sem fjallað er um næringarþarfir til framleiðslu mismunandi kjöttegunda: „Nú á dögum ér unnt, þar sem búriaðar- ir við íslenzkar aÓstæður á hvert framelitt kg afurða, þá miða ég við, að fóðurþarfir fjárbúsins séu um 300 Ffe fyrir hverja arðgef- andi á í heildarnæringu, og þar af þurfi heimaaflað og aðfengið fóður að vera um 50% eða 150 Ffe (3 hb. meðaltaða). Afurðir reikna ég alls 27 kg af á (21.5 kg kjöt, 1.3 kg hrein ull og 4.2 kg gæra), en ég met hvert kg þessara afurða jafnt í gagnsgildi, en miða þar ekki við hið skráða verðlag, því að þar í er svo mikill „hókuspókus" á ferð- inni. dæmunum hér á eftir verður mið- að við þann möguleika og reiknað með verði á fóðri, sem yrði 25% dýrara en óniðurgreitt danskt kjarnfóður í dag. Danskt fóður (óniðurgreitt) kostar f Danmörku ca. kr. 48,00 (miðað við verð og gengi 15/1 1978), en hér kostar innflutt- svína- og fuglafóður (niðurgreitt) um kr. 53.— hvert kg. Ég tel eðlilegt, að íslenzkt fóður þurfi að jafnaði að kosta þessum 25% meira vegna kaldari veðráttu og minni uppskeru. Þetta skiptir minna máli en menn FMurcydsla \ i<> fslcnzkar NflinK l)>KK- Vinnuafköst. aðslæOur. Ffc. insa. Kk Tonn afurda pr. kn- af afurda á fm cftir árs- afurðum: i húsum: mann: 1. Sauðfjárrækt 5.5 Ffe. 23 kg 18 tonn 2. Holdanautarækt 6—7 Ffe. ? kg ■> tonn 3. Svlnarækt 5.0 Ffe. 80 kg 50 tonn 4. Kjúklingaéldi 3.5 Ffe. 80 kg 58 tonn 5. Eggjaframleiðsla 4.5 Ffe. 45 kg 100 tonn Til að framleiða þetta kjötmagn á svinabúum hliðstæðum þeim, sem lýst er i I. kafla þessa erindis, þá þyrfti til þess 56 svfnabú með alls um 224 starfsmenn við hirð- ingu, og fækka ég þá um 1 á búi þar sem við fjölgun búanna mundi koma annað skipulag á slátrun, smágrisaeldi og fóður- framleiðslu. Vinnusparnaðurinn gæti þó vafalaust orðið meiri. III Möguleikar að nota íslenzkt fóður handa svfnum og alifuglum? Að hve miklu leyti mætti nota íslenzkar fóðurtegundir til eldis svína og fugla er því miður örðugt að spá um, því að tilraunir á þessu sviði hafa ekki verið gerðar enn- þá. Aðeins var gerð athugun á þessu á útmánuðum 1977 á Rala (Þormóðsdal). Fyrst var reynt að setja saman fóðurblöndur úr gras- mjöli, fiskiolíum og fiskimjöli ein- göngu, og blöndunarhlutföll höfð þannig, að fylgt væri stöðlun F.R. um heilfóður. Til samanburðar var fóðrað með FB-heiIfóðri I Gunnar Bjarnason. að geta framleitt um 400 tonn af eggjum. Landið þarfnast þá ca. 6 slfkra hænsnabúa með um 24 starfsmenn. 3. Fuglakjötsneyzlan f landinu er óveruleg miðað við afkastagetu vel skipulagðrar framleiðslu er- lendis með stórum sérhæfðum sláturhúsum, sérhæfðum útung- unarstöðvum, kynbótabúum og mikilvirkum fóðurblöndunar- stöðvum, þar sem hver framleið- andi sendir frá sér árlega kvart upp f hálfa milljón sláturunga (kjúklinga). Hér mundi hvert bú bæði þurfa að annast um unga- eldi og slátrun f litlu sláturhúsi. Ég tel, að slík framleiðslueining væri hæfileg þannig, að notaðar væru um 3000 holdahænur til út- ungunar. Þær myndu gefa um 330.000 kjúklinga og þá um 320 tonn af kjöti. Ég tel, að 4 starfs- menn myndu nægja á hverju búi. Landið þarfnast þá ca. 3 slfkra holdafuglabúa með um 12 starfs- menn. AIls gerir þetta þá 13 búseining- ar með um 56 starfsmenn. Hagkvæmast væri að byggja upp svona búskap á einum stað, þekking er í góðu lagi, að fram- leiða kjöt af mismunandi búfjar- tegundum f hlutfalli á móti kjarn- fóðri sem hér segir: 1. pund af kjúklingakjöti á móti 2.1 pundi af kjarnfóðri 1 pund af svfnakjöti á móti 4.0 pundi af kjarnfóðri 1 pund af nautakjöti á móti 10.0 pundi af kjarnfóðri Þessi skiptahlutföll eru að miklu leyti ráðandi um verðlag þessara matvæla". 1) Ennfremur segir f sömu bók um framleiðni fuglaeldis (lauslega þýtt): „Athyglisverður árangur af starfi kynbótamanna, nær- ingarfræðinga og fóðurframleið- enda birtist í þvi, að nú er hægt í skynvæddum fuglabúum að fram- leiða 4 punda „broiier** á aðeins 8 vikum með þvf að nota aðeins 8.4 pund af fóðri“. 2) 1) „Today. in agriculturally advanced societies, it is possible to convert grain into flesh at rates of about 2.1 Ib per pound of chicken, 4 Ib per pound of pork, and 10 Ib per pound of beef. Therse conversions ratios are largely responsible for the relative prices of food from these sources“. 2) „A remarkable achievement of breeders, poultry nutritionsists, and feed manufacturerers is that with today’s advanced technology it is common to raise a 4 Ib broiler in just 8 weeks with a feed conversion of 2.1 Ib of feed per pound of bird. In other words a 4-lb broiler ís raised from a chick on just about 8.4 Ib of feed. This is one reason why chicken may be purchased for W or Vi the price of beef, which has a far less efficient feed conversion ratio“. Ég vil hér á eftir gera töfluyfir- lit, þar sem bera má saman fleiri þætti framleiðslunnar. Þá vil ég miða við það, sem ég vil kalla ágætt fjölskyldubú með sauðfé eingöngu við íslenzkar aðstæður og læt það hafa 500 arðefandi ær eða alls um 575 ærgildi. Ég sleppi byggingarþörf og vinnuafköstum fyrir holdanautabú, því að hér er engin reynsla með slíkt, en kannski má reikna þar með svip- uðu hlutfalli og í sauðfjárrækt- inni. Þegar ég ákvarða fóðurþarf- Þessar afkastamiklu búfjár- tegundir, svn og alifuglar, sem skipta mestu máli í kjötfram- leiðslu flestra menningarlanda, gætu haft mikla yfirburði yfir sauðfjárræktina og nautgripa- ræktina I kjötframleiðslu, því að húsnýting og vinnuafköst eru margföld. Fóðurþarfir jórturdýr- anna eru um það bil helmingi meiri eða þrefalt meiri í sumum tilvikum, þegar miðað er við heildarnæringu þeirra. Það sem skiptir sköpum og gefur sauðfjár- ræktinni einhvern skynsamlegan grundvöll er útbeitin á afrétti og f heimahögum, sem menn reikna lítið til verðs, en gerir um helm- ing næringarþarfanna. Mesta vafamálið I þessum samanburði er verð fóðursins. Við höfum fram að þessu fóðrað svín og alifugla á kjarnfóðri, sem hef- ur 80—90% af innfluttu korni. Verð hins innflutta fóðurs er oft hagstætt og annað slagið greitt niður erlendis. Þannig kemur fyrir, að föðureiningin verði ódýr- ari í innfluttu fóðri en heimaöfl- uðu. Nú mun láta nærri að svo sé, og bændur hér greiða sama eða lítið meira fyrir fóðurblöndur en bændur í Danmörku og öðrum Evrópu-löndum. Framtíð þessa búfjár hlýtur að byggjast á því, hvort og að hve í fljótu bragði hyggja. tslenzka fóðrið mundi þá kosta kr. 60.00 hvert kg (Ffe). Framleiðslu- kostnaður á grasmjöli í dag er talinn vera um kr. 52.— á kg. Gömul og góð dönsk regla segir, að fái bændur fyrir flesk 8.5 sinn- um verð byggs, sem er uppistaðan í dönsku svínafóðri, þá sé taplaus rekstur, en fái þeir nífalt bygg- verð sé afkoman góð og með tí- földu verði sé verulegur gróði. Nú hefur bæði verið framför í fóðrun og kynbótum síðan þessi regla var fyrst fram sett og auk þess hefur hlutfall milli byggverðs og kjöt- verðs hækkað kjötinu í vil. Ég vil þá ætla, að með tlföldu þessu áætlaða fóðurverði megi framleiða svínakjöt hérlendis, eða fyrir kr. 600.— á kg. I dag er verðið ca. kr. 638.— til framleið- enda. Erlendis er yfirleitt talið gott að fá fyrir egg og kjúklinga- kjöt verð, sem er 1.7 sinnum eðli- legur fóðurkostnaður á kg. I sam- ræmi við þessar gefnu tölur í dæminu, vil ég nú setja í töflu, hvað mætti framleiða áðurnefnd- ar afurðir fyrir með kjarnfóður- verðinu kr. 60.00 á kg eða Ffe. en ég ætla að nota margfeldi 2.0 á fóðurkostnaði í staðinn fyrir 1.7 til þess að ég verði ekki ásakaður fyrir að vera of naumur í reikningum (miðað við íslenzkar aðstæður). miklu leyti við getum fóðrað það á innlendu fóðri. Um fóðurfræði- lega möguleika þess verður fjall- að í næsta kafla þessa erindis, en í Hér hef ég sett fram raunhæfar tölur miðað við það, sem gerizt í öðrum þjóðlöndum. Svo er það annarra að meta og ákveða hvernig taka skuli tillit til hinna oft nefndu „íslenzku aðstæðna“ og hvernig þær skuli skilgreindar og skýrðar. Ef svo færi að ull og gærur töpuðu gildi sínu vegna breyttrar tfzku, kaupgjald ofbyði iðnaóin- um (sbr. á írlandi eftir 1970) eða hönnun fatnaðarins mistækizt, þá gæti farið svo, að landbúnaðarfor- ystan hefði áhuga á að vita, hvort og hvernig svínarækt gæti aflað þjóðinni þess kjötmetis, sem hún neytir nú af sauðfé. Skoðum þetta dæmi í ljósi talna frá 1973, en það ár voru alls 2538 fjárbú í landinu. Þar af voru 1409 sérhæfð fjárbú en 1129 með blandaðan búskap. Fjárfjöldinn var um 850 þús. og kindakjötsframleiðslan um 14 þús. tonn, (heimaslátrun undan- skilin) og af þessu magni neyttu landsmenn 74% eða alls 10.360 tonn. .1. Baunvcrö 15/1 1978: a) Vcrd Iil hacnda: b) Slátrunar- og gcymslu kostn. ca. c) Til frádr. nidurgrciðslur Kindakjöt 743.68 200.00 210.00 Svlnakjöt 638.00 11.00 Kjúklingar 680.00 160.00 Egg 550.00 Vcrð til \ crzlana: 733.68 738.00 840.00 550.00 II. Dæmi um mögulcika mcð aðstöðujöfnun búgrcina oj; fððurvcrði kr. 60.— á Ffc.: a) Framlciðslustuðlar b) Framlciðsluvcrð: 743.68 5x2 600.00 3.5x2 420.00 4.5x2 540.00 c) Vcrð mcð 30% slátrunar-ok vcrzlunarkostnaði: 966.78 780.00 546.00 20% 648.00 d) Lokavcrð mcð 20% söluskatti: 1196.13 936.00 655.20 777.60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.