Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 7
1
MORGUNBLAÐIÐ.'FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
7
Ummæli
um
vísitöluna.
Vísir fjallaði nýverið í
ieiðara um vísitölumál og
sagði m.a. orðrétti
„í framhaldi af mis-
hcppnuðum. ólöglegum
verkfallsaðgerðum
forystumanna Alþýðu-
sambandsins og Banda-
lags starfsmanna rfkis
og bæja, er eðlilegt að í
alvöru verði farið að
huga að nýju vísitölu-
kerfi. Skerðing verðbóta-
vísitölunnar var óneitan-
lega það tilefni sem for-
ystumenn þessara stóru
launþegasamtaka notuðu
í því skyni að hvetja til
þessara ólöglcgu upp-
lausnaraðgerða.
Þó að þessar aðgerðir
hafi að meira og minna
leyti misheppnast er full
ástæða til að taka vísi-
tölumálin til sérstakrar
meðferðar. bað er ein-
faldlega kórrétt, sem
Þjóðviljinn sagði fyrir
nokkrum árum, að vísi-
tölukerfið ætti stóran
þátt í því, að verðbólgan
hefur verið meir hér en í
nálægum löndum undan-
farna áratugi.
f byrjun stjórnartíma-
bils núverandi ríkis-
stjórnar var formaður
Alþýðubandalagsins
þeirrar skoðunar, að
koma yrði í veg fvrir að
kaup æddi upp a eftir
verðlagi eftir einhverjum
vísitölureglum eins og
þeim, sem við höfum búið
við, því að það kippti
stoðunum undan eðlileg-
um atvinnurekstri.
Þó að Lúðvik Jóseps-
son sé annarrar skoðun-
ar um þessar mundir,
sýna þessi ummæli, að
hann hefur sýnt þessu
vandamáli skilning við
aðrar pólitískar
aðstæður en nú eru,
þegar skammt er til
kosninga. Leiðtogar
annarra stjórnmála-
flokka hafa á hinn bóg-
inn að undanförnu látið
í Ijós ákveðinn áhuga á
nýju vísitölukerfi.“
Ummæli
Gylfa Þ. um
vísitöluna.
Gylfi Þ. Gíslason hefur
itrekað látið í ljós áhuga
á kaupgjaldsvísitölu, sem
byggði á þjóðhagsvísi-
tölu, þ.e. þjóðartekjum
og verðhreyfingum
útflutningsafurða okkar.
Um þetta efni segir Vísir
í tilvitnuðum leiðarai
'1
Láðvtk Jósepsson.
„Dr. Gylfi Þ. Gfslason
skrifaði m.a. mjög
athyglisverða grein í Vísi
fyrir skömmu um vísi-
töiukerfið og sýndi með
skýrum rökum fram á
galla þess. Það mælir t.d.
rýrnandi viðskiptakjör
til hærri launa, og aukin
framlög til opinberrar
þjónustu eins og heilsu-
gæslu hafa sömu áhrif.
Þegar til lengdar lætur
stendur verðmæta-
sköpunin ekki undir
þessari sjálfvirku krónu-
tölufjölgun. Og þá er
verðlausum krónum
stungið f launaumslögin.
Kjarni málsins er sá, að
menn verða að átta sig á
því í eitt skipti fyrir öll
að þessar verðlausu
verðbólgukrónur bæta
alls ekki lífskjörin.
Stundum er því haldið
f am að deilur um vfsi-
tölukerfið séu þáttur í
hagsmunaágreiningi
vinnuveitenda og laun-
þega. betta er þó blekk-
ing, þvf að þegar allt
kemur til alls er þetta
kerfi andstætt hagsmun-
um beggja.“
Fara
saman við
sjónarmið
stjórnar-
flokka.
Enn segir Vísiri
„Afstaða stjórnmála-
manna til vísitölukerfis-
ins hefur ekki ráðist af
ólfkum grundvallarhug-
myndum, heldur flokks-
pólitfskum aðstæðum.
Þar hefur spurningin um
hlutverk stjórnar og
stjórnarandstöðu svo og
nálægð kosninga ráðið
miklu meira um eins og
dæmin sýna.
Sjálfstæðisflokkurinn
er næst stærsti flokk
urinn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og á auk
þess sterkust ítök meðal
atvinnurckenda á frjáls-
um markaði. Formaður
þessa flokks hefur marg-
sinnis lýst áhuga sfnum á
Framhald á bls. 33.
RR BYGGINGAVÖRUR HE
Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)
STÁL OG EMELERAÐIR
ELDHÚSVASKAR
Emeleruðu vaskarnir eru fáanlegir í brúnum, grænum og gulum lit.
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu
SKÍÐAMÓT
ÍSLANDS 1978
fer fram í Reykjavík, dagana 21. — 26. marz.
Dagskrá:
21. marz
kl. 1 4 mótssetning
kl. 15, 1 5 km ganga 20 ára og eldri
10 km ganga 17—19 ára
22. marz
kl. 1 4 skíðastökk 20 ára og eldri
Skíðastökk 17—19 ára
Norræn tvíkeppni
23. marz
kl. 1 3 stórsvig, konur
kl. 1 4 boðganga
kl. 1 5 stórsvig karla
24. marz
Skíðaþing
25. marz
kl 1 1 svig, konur, karlar, fyrri ferð.
kl. 1 3 30 30 km ganga
kl. 1 5 svig, kónur, karlar, seinni ferð.
26. marz
kl. 1 3 flokkasvig
Þátttökutilkynningar skulu hafa borist mótsstjóra
Halldóri Sigfússyni, Vesturbergi 84, fyrir kl. 18,
föstudaginn 12. marz, ásamt þátttökugjaldi.
Nafnakall fer fram á mótsstað, hverju sinni 1. klst.
fyrir keppni, nema i stórsvigi, 2 klst. fyrir keppni.
Mótsstjórn
I