Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 47 ÞJÚÐVERJARNIR SIGRUÐU RÚSSA NOKKRIR vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í gær- kveldi, og vakti leikur heims- meistaranna VÞjóðverja við Sovétríkin mesta athygli. Leikur V-Þjóðverja og Sovét- manna fór fram í Frankfurt og sigruðu heimsmeistararnir 1—0. Það var Riissmann, leikmaður Schalke 04, sem skoraði sigur- markið á 47. mínútu leiksins með glæsilegum skalla, eftir vel tekna aukaspyrnu hjá Flohe. Austur-Þjóðverjar sigruðu Svisslendinga á Karl Marx Stadt í Austur-Þýzkalandi með 3 mörk- um gegn 1. Voru öll mörkin skoruð í fyrri halfleik. Fyrir Þjóðverja skoraði Hoffman 2 og Riediger eitt mark. Mark Sviss skoraði Sulser. í París léku Frakkar við Portúgal og sigruðu 2—0. Léku þeir allan tímann mun betur og var sigur þeirra sanngjarn, það var á áttundu mínútu sem Baronchelli skoraði fyrra markið, en Berdoll bætti svo öðru við rétt fyrir lok hálfleiksins og í leikhléi var staðan 2—0 Frökkum í hag. í seinni hálfleik áttu Frakkar fjölda góðra tækifæra en tókst ekki að skora. Einn landsleikur fór fram á Englandi. í Manchenster léku landslið Englands og Ítalíu, 21 árs og yngri. Fengu Englendingar dálitla uppreisn æru, lið Eng- lands sigraði 2—1. Það voru ítalir sem slógu Englendinga út í forkeppni heimsmeistarakeppn- innar. DERBY VANN LIVERPOOL 4-2 í GÆRKVELDI fór fram einn leikur í 1. deildinni ensku, Derby sigraði Liver- pool 4—2 og má segja að með þessum ósigri sé Liver- pool úr leik í keppninni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Nú munar 9 stigum á forystuliðinu Nott- ingham Forest og Liverpool. Liverpool lék í gær án markvarðar síns, Ray Cle- mence, og leikurinn varð martröð fyrir hinn unga Steve Ogrozovic, sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. Andy Crawford skoraði á 28. mín- útu fyrir Derby og þannig var staðan í leikhléi. Derby yfir- spilaði Liverpool í seinni hálfleik og Gerry Daly skor- aði tvennu og staðan var 3—0. Þá tókst Fairclough að gera mark fyrir Liverpool. Charlie George, sem átti snilldarleik með Derby, bætti fjórða markinu við 4—1. Tveim mínútum fyrir leikslok skoraði svo Kenny Dalglish, svo að lokastaðan varð 4—2 eins og áður segir. FH STEFNIR ENN AÐSIGRI í BIKARNUM NÚVERANDI bikarmeistarar FH sigruðu ÍR í bikarkeppni HSÍ á þriðjudagskvöld í Hafnarfirði 17:14. FH liðið lék vel í vörn og sókn í fyrri hálfleik liðanna og tryggði sér gott forskot í leikn- um, staðan í leikhléi var 9 mörk gegn 4. IR-ingar mættu hinsvegar mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og fljótlega breyttist staðan í 10 mörk gegn 8. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 13—13, og spenna komin í leik- inn. En á lokakaflanum var FH-liðið sterkara eins og oft áður og sigraði 17—14. í liði FH voru þeir bestir Geir Hallsteinsson og Magnús mark- vörður Ólafsson. Markhæstir FH-inga voru Þórarinn og Geir með 5 mörk hvor. Hjá IR var markvörðurinn snjalli, Jens Einarsson, besti maður liðs síns og varði snilldarlega vel, flest mörk ÍR skoraði Vilhjálmur Sigurgeirsson, 5 talsins. BARIZT í I. DEILD í KVÖLD TVEIR leikir verða í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik í I.augardalshöllinni í kvöld. Vík- ingar leika á móti Ármanni klukkan 20 og klukkan 21.15 heíst leikur Fram gegn FH. Lið Vfldngs og FII eru sigurstrang- Rgri í þessum leikjum enda tvö efstu liðin í 1. deildinni. Ármann <>g Fram eru hins vegar í neðstu Nætunum. cn það verður að segjast eins og er að handknatt- lcikurinn undanfarnar vikur hefur verið óútreiknanlegur. Óvæntir hlutir hafa gerzt hvað eftir annað og flestir leikjanna hafa unnizt með litlum mun. Til dæmis lauk þeim þremur leikj- um, sem fram fóru um sfðustu helgi í 1. deildinni. með aðeins' eins marks mun. Á föstudag leika Stjarnan og Þróttur í 2. deildinni í Garðabæ og sigur í þeim leik tryggir Þrótti rétt til að leika gegn IIK um annað sætið í 2. deild. Þá leika einnig á föstudaginn lið Þórs og Ilauka í 1. deild kvenna. Þessar þrjár skiðakonur hafa verið í fremstu röð í svigi og stórsvigi í vetun Ilanni Wenzel, Perrine Pelen og Fabienne Serrat. Wenzel féll - sigraöi samt LISE-MARIE Morerod sigraði í stórsvigskeppni heimsbikarsins í Waterville í Bandarfkjunum í fyrradag og tryggði sér þar með sigur í stórsvigskeppni heimsbikarsins. í keppninni um bikarinn í alpaþrfkeppninni hefur Ilanni Wenzel hins vegar þegar tryggt sér sigur. Annemari Moser Pröll var sú eina sem gat ógnað sigri Wenzel en er þær íéllu báðar í stórsvigskeppninni í fyrradag varð ljóst að sigurinn var stúlkunnar íþróttanna í vetúr með frábærri 5 efstu í stórsviifinu ( fyrradagi Lise-Marie Morerod, Sviss 2i24.50 Becky Dorsey, USA 2.26.75 Fabienne Serrat. Frakkl. 2.27.73 Viki Fleckenstein, USA 2.27.92 Cindy Nelson, USA 2.28.21 frá smáríkinu Liechtenstein, sem frammistöðu skíðafólks þaðan. Staðan ( stórsvigskeppni stúlknanna. Lise-Marie Morerod 115 Hanni Wenzel 106 Marie Epple 77 Monika Kaserer 62 Fabienne Serrat 60 Staðan í keppninni um heimsbikarinn hefur vissulega stækkað í heimi í svigi, stórsvigi og bruni. Hanni Wenzel 154 Lise-Marie Morerod 135 Annemarie Mosei-Pröll 126 Fabienne Serrat 105 Perrine Pelen 96 Marie Epple 94

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.