Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Frjálsíþróttafólk undirbýr sumarið af kostgæfni ^" * v8, ^ ■ 'v ■ - w 9L. . 'mJrm » Í4- * ♦ J9i # v4femmZ. Tveir beztu hástökkvarar allra tíma í kvennaflokki, María Guðnadóttir (t.v.) og Þórdís Gísladóttir IR. Nokkrir frjálsíþróttamenn kætast að lokinni keppni, (f.v) Erlendur Valdimarsson, Óskar Ingunn Einarsdóttir tekur hér við einum Jakobsson. Gunnar P. Jóakimsson og Ágúst Ásgeirsson. ,A af fjölmörgum verðlaunum sem hún Ljosm. r.Þ.O. hefur unnið um dagana. Ljósm. Birgir Jóakimsson. Leggja land undirfótog æfa og keppa erlendis ÍSLENSKT frjálsíþróttafólk verður talsvert á faraldsfæti í sumar og hefst flækingur þeirra í raun og veru um þessa helgi með þátttöku þriggja íþróttamanna í Evrópumeistaramótinu innanhúss. Allt bendir nú til að margt af qkkar sterkasta frjálsíþróttafólki verði fjar- verandi á mótunum framan af sumri. Þ;;u þrjú sem keppa á Évrópu- ineistaramótinju sem háð verður um helgina í Mílanó á Italíu eru þau Ingunn Einarsdóttir IR, Lilja Guðmundsdóttir ÍR og Jón Dið- riksson UMSB. Óhætt er að segja að þetta fólk á að geta auðveld- lega sett íslandsmet í sínum greinum, því það hefur búið sig dyggilega undir mótiö. Farar- stjóri verður Friðrik Þór Óskars- son. í framhaldi af móti þessu munu Ingunn og Jón ásamt Friðriki Þór Óskarssyni ÍR, Jóni Sævari Þórðarsyni ÍR og Erlendi Valdimarssyni leggja leið sína til Formía skammt frá Róm og dvelja þar í æfingabúðunr ítalska frjálsíþróttasambandsins frá 15.—30. marz. Frá Formía halda Ingunn Einarsdóttir og Jón S. Þórðarson til Kölnar í Þýzkalandi og dvelja þar við æfingar og keppni fram í lok ágúst mánaðar. Jón.Diðriks- son heldur frá Formía til Glasgow og hieypur þar í Víða- vangshlaupi heimsins ásamt Sig- fúsi Jónssyni IR og 5 öðrum hlaupurum sem valdir verða eftir Víðavangshlaup Islands sem fram fer í Reykjavík um þessa helgi. í lok apríl heldur 10—12 manna hópur frjálsíþróttafólks úr Ungmenna- og íþróttasam- bandi Austurlands til þriggja vikna æfingabúðadvalar á Spáni. Þjálfari og fyrirliði UIA fólksins verður Stefán Hallgrímsson sem gekk í raðir sinna fyrri félaga um áramótin. Stefán sagði í viðtali við Mbl. að dvalið yrði í Estepona sem eru æfingabúðir sem margt af bezta frjálsíþrótta- fólki Evrópu dvelur í yfir vetrar- mánuðina. Við nám og æfingar á erlendri grund í dag eru þau Vilmundur Vilhjálmsson KR, Jón Diðriksson UMSB, Sigfús Jónsson ÍR, Lilja Guðmundsdóttir ÍR, María Guðjohnsen IR og Högni Oskars- son KR. Allt bendir til að þessi hópur stækki verulega í byrjun sumars, því margt af því frjáls- íþróttafólki sem heima dvelur hyggur á lengri eða skemmri æfinga- og keppnisdvalir erlend- is, einkum í V-Þýzkalandi. Sigurður Geirdal fram- kvæmdastjóri UMFÍ tjáði Mbl. í gær að þegar væri ákveðin æfinga- og keppnisför stórs hóps frjálsíþróttafólks á vegum sam- bandsins til Danmerkur í sumar. Til fararinnar verður valið eftir Landsmót UMFÍ sem fram fer á Selfossi í júlí. Tveir beztu í hverri grein mótsins verða valdir til fararinnar. Utan verður farið 30. júlí og komið heim 8. ágúst. íþróttafólkið mun taka þátt í tveimur keppnum ytra við beztu aðstæður og þess á milli æfa með góðum dönskum þjálfurum og frambærilegu íþróttafólki. Dvel- ur íþróttafólkið ytra á vegum Arhus Amts Gymnastyksforen- ing og keppir m.a. við lið íþróttafólks þess sambands á nýrri danskri íþróttamiðstöð í Fulgse. Sigurður sagði að auk þessarar farar væru alltaf að berast fyrirspurnir til UMFÍ frá héraðs- samböndunum út um land þar sem sambandið er beðið um að athuga með dvalir íþróttafólks hjá félögum úti um lönd. Sigurður sagði ekkert ákveðið enn í þessum efnum, málin væru á athugunarstigi. — ágás Sportblað- ið eins árs SPORTBLAÐIÐ hóf göngu sína fyrir réttu ári síöan og nýlega er annaö tölublað annars árgangs komíð út. Er blaðið hið líflegasta eins og jafnan og í leiðara bess egir að fyrsta ár pess hafi verið stanzlaus sigurganga. Útgefandi Þess og ritstjðri er Sígmundur O. Steinars- son. Undanfariö hafa birzt í blaðinu greinar um Albert Guðmundsson og feril hans með mörgum pekktustu knattspyrnufélögum í heimi. í nýj- asta eintaki Sportblaðsins er fjðrða greinin um Albert og sú síðasta í pessum greinaflokki birtist í næsta blaði. Greinar eru um ensku knatt- spyrnuna, leikmenn og félög. SPORT blaðið EINS ARS! "3 Aðeins eittfélag í 2.deild á eftir að ráða þjálfara! NÍU af félögunum 10 í 2. deildinni í knattspyrnu hafa nú ráðið pjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Töluverðar breytingar hafa orðið á pjálfurum félaganna frá pví í fyrra og samkvæmt upplýsingum Morgunbiaðsins eru aðeins tveir pjálfarar áfram með lið sín frá pví sem var í fyrra. Hér fer á eftir listi yfir pjálfara liöanna í 2. deild, en Völsungur á Húsavík mun ekki vera búinn að ráöa pjálfara enn sem komið er. Innan sviga eru pjálfarar liðanna 1977: Armann — Arnar Guðlaugsson (Jón Hermannsson) Austri — Hlöðver Rafnsson (Leifur Helgason) Fylkir — Theódór Guðmundsson (Axel Axelsson) Haukar — Þráinn Hauksson (Sami) ÍBÍ — Gísli Magnússon (Gunnar Gunnarsson) KR — Magnús Jónatansson (Tom Casey) Reynir — Eggert Jóhannesson (Sami) Þór — Allan Rogers (Doug Reynolds) Þróttur, Nk. — Helgi Ragnarsson (Magnús Jónatansson) I fyrra léku KR og Þór frá Akureyri í 1. deild, en féllu niður og leika KR-ingar í fyrsta sinn í sögunni í 2. deild í knattspyrnu í sumar. Efst í 3. deild í fyrra urðu lið Fylkis og Austra frá Eskifiröi. Töluvert hefur verið um félagaskipti leikmanna, sem í fyrra léku með liöunum, sem nú eru í 2. deild. Þannig má nefna að KR-ingar hafa misst Hálfdán Örlygsson til Vals og Jóhann Torfason til Víkings. Akureyrar-Þór héfur misst Sigþór Ómarsson til Akraness á ný svo eitthvað sé nefnt. — éij HINN kunni ítalski knattspyrnumað- ur, Giarini Rivera, valdi fyrir skömmu lið sem hann taldi getað sigrað hvaða lið sem væri í heimsmeistarakeppn- inni sem framundan er í Argentínu. í liði Rivera eru meðal annars fjórir Brasilíumenn, tveir Vestur-Þjóðverjar og tvær enskar stjörnur. Eini ítalinn sem Rivera valdi í liðið var félagi hans úr Milan, Ricky Albertosi. Annars var liðiö skipað eftirtöldum leikmönnum: Markvörður Albertosi ítalíu, Neal, Englandi, Vogts, V-Þýskalandi, Tres- or, Frakklandi, Russmann, Þýska- landi, Zico, Brasilíu, Keegan, Eng- landi, Carezo, Brasilíu, Roberto, Brasilíu, Rivelino, Brasilíu, og Cruyff, Hollandi. HM í K N A T T S P Y R N U 'EtaOk ocr OiO^tVEKlA ÉALLAST '\ F=Ae>MA O t=iÓSOlOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.