Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 12

Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Fyrri umferð nokkurs konar forkosning Kosningarnar í Frakkiandi: blaðs- Express sér Giscard d’Estainjf for- scta að loknum þinjfkosninK- unum. Ná vinstri menn völdum eftir 20 ár úti í kuldanum? FRANSKAR Dingkosningar fara fram í vetur umferðum, nema í tveimur kjördæmum Dar sem frambjóðandí hlýtur hreinan meiri- hluta í fyrri umferð. Slík frammi- staöa er afar ósennileg í baráttunni um pau 491 Þingsæti, sem kosið er um í Frakklandi, nema bá í örfáum tilfellum. Má pví líta á fyrri umferð- ina sem nokkurs konar úlilokun beirra frambjóðenda sem minnsta mögutelka hafa, Þannig að hin raunverulega kosning fer fram að viku liðinni. Þá sigrar sá frambjóð- andi, sem fær flest atkvæði. Venju- lega er síðari lota kosninganna barátta millí tveggja aðila Því að til áframhaldandi Þátttöku í kosningunum verður frambjóðandi að hafa hlotið að minnsta kosti 12'/2% atkvæöa í fyrri umferðinni. Enginn smáflokkanna virðist hafa slíkt fylgi, Þannig aö Þátttaka í síöari lotu virðist bundin við fjórar stjórnmálafylkingar: Franska lýð- ræðisbandalagiö, Gaullista, jafnað- armenn og kommúnista. Franska lýöræöisbandalagiö er kosninga- bandalag Þriggja flokka, Lýöveldis- flokks Giscards, Rótttæka flokksins með Servan Schreiber í broddi fylkingar, og Miðflokks jafnaöar- manna. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Þingkosningunum 1973 var 46,3%, en Þá fengu hægri- og miðflokkarn- ir 53,7%. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Detta hlutfall raskazt mjög og er hægri flokkunum nú spáð 45—47% fylgi en vinstri flokkunum 51—52%. í Þingkosníngunum fyrir fjórum árum fengu jafnaöarmenn 20,4% at- kvæða, en Ijóst er aö síöan hafa Þeir bætt við sig verulegu fylgi, og geta nú búizt við aö hljóta um 28% atkvæöa. Kommúnistar fengu í siðustu kosningum 21,3% atkvæða, en siðan virðast peir hafa staðið í staö, eða jafnvel tapað fylgi, Þannig aö Þeir hljóta nú vart yfir 20% atkvæða. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur Lýðveldisflokkur Framhald á bls. 33. Eftir tveggja áratuga samfellda stórn hægri- og miðflokka viröist nú sem Frökkum Þykí kominn tími til að vinstri menn spreyti sig, að minnsta kosti ef marka má skoðanakannanir og kosningaúr- slit undanfarinna ára, sem benda ótvírætt til að jafnaðarmenn hafi bætt verulega við sig fylgi. Raymond Barre forsætisráðherra heldur pví að vísu fram að í síðari umferð kosninganna muni Frökk- um ekki bregðast búvitið fremur en endranær, um leið og hann segir að nái vinstri menn völdum muni ekki líða á löngu bar til efnahagslífið í landinu verði komið í allllgjört öngpveiti og Frakkland á vonarvöl. Ef tekið er meðaltal skoðana- kannana um kjörfylgi og kosninga- úrslit, sem niðurstöður birtust úr í lok kosningabaráttunnar, er 4—5% munur á fylgi vinstri- og hægri aflanna, og hafa vinstri menn þar vinninginn og hreinan þingmeirihluta. Helzti efnahagsmálapáfi jafn- aðarmanna, Jaques Attali, er að vonum ekki jafnsvartsýnn og Barre forsætisráðherra um efnahags- ástandið í Frakklandi ef viijstri menn komast í stjórn. Hann heldur því fram að ekki skipti máli hvor fylkingin vinni, hægri eða vinstri — efnahagsleg umbylting í Frakklandi sé óumflýjanleg hvort sem er. Hann spáir því að það muni taka um það bil fimm ár að koma á stööugleika, þannig aö full atvinna verði í landinu og veröbólgan hafi hjaönað. Um ein milljón manna — eða 5% vinnufærra — er atvinnu- laus í Frakklandi um þessar mundir, en jafnaðarmenn undir forystu Mitterands hafa gert áætl- un um hvernig útrýma eigi atvinnu- leysinu. Þeir vilja stytta vinnuvik- una, sem nú er 44 stundir í 40 stundir, auka atvinnu á vegum hins opinbera, og draga úr verðbólgu. Þá beita jafnaðarmenn sér fyrir breyttri skattalöggjöf, en flestum ber saman um að hún sé mjög óréttlát í Frakklandi eins og nú er. Jafnaðarmenn vilja koma á sér- stökum auöæfaskatti, sem aðeins taki til þeirra sem beinlínis velti sér í peningum, um leiö og þeir hyggjast skattleggja höfuðstól fyrirtækja, en svipuð skattlagning hefur tíðkazt í V-Þýzkalandi um árabil. Stjórnmálafræðingar eru margir þeirrar skoðunar að nái vinstri flokkarnir völdum verði breyting- arnar í frönsku þjóðfélagi svo miklar á næstu árum að jafna megi við gjörbyltingu. í kosningabarátt- unni hefur stjórnmálaleiðtogum og frambjóðendum tekizt að koma sér saman um fátt annað en það að Frakkar standi nú á krossgötum og að kosið verði um grundvallar- atriöi, sem ráða muni úrslitum um þjóðfélagsgerðina á næstu áratug- um. Vinstri flokkarnir — jafnaðar- menn og kommúnistar — hafa heitiö því aö fái þeir meirihluta í þessum þingkosningum muni lægstu laun hækka um meir en þriðjung þegar í næsta mánuði. Þannig mundu lægstu laun, sem nú nema 1750 frönkum á mánuði, hækka í 2.400 franka, eða sem nemur um 125 þús. íslenzkra króna. Barre forsætisraæðherra og STÁLOFNAR HF. sími 73880 •=dn OFNINN GEFUR GÓÐAN YL STÓ ofninn er íslensk framleiösla og framleiddur fyrir íslenskar aöstæður. Hann er smíöaöur úr 1,8 mm þykku holstáli, rafsoðinn saman að mjög miklu leiti með fullkomnum sjálfvirkum vélum, sem tryggja jöfn gæöi suðunnar. STÓ ofninn hefur þá sérstöðu að allar mælingar á hitanýtingu og styrkleika hafa verið gerðar á íslandi af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaöarins að Keldnaholti, og þá notuð hitaveita. STÓ ofninn er stílhreinn og fer allstaðar vel. Þeir fagmenn sem hafa kynnt sér STÓ ofninn mæla sérstaklega með honum, ekki eingöngu vegna útlits, heldur miklu frekar hvernig hann er uppbyggöur, hve vel hann nýtir hitann, og handhægt er að leggja pípulagnir að honum. Leitið nánari upplýsinga. Gerum föst verötilboð. VELDU STÓ OFNINN OG HANN MUN YLJA ÞÉR UM ÓKOMINN TÍMA: Stórkostleg útsaia á öl/um vörum Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1 Bifreiðastillingin, Smidjuvegi 38, Kópavogi, sími 76400 Nú stendur yfir hin árlega bifreiöaskoöun. Viö undirbúum bifreiöina undir skoöun. Önnumst einnig allar aörar viögeröir. Björt og rúmgóö húsakynni. Fljót og góö afgreiösla. Ðifreiöastilling, Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími 76400.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.