Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 13

Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 13 stuönlngsflokkar ríkisstjórnarinnar segja aö slík hækkun veröi til þess aö efnahagslífið taki kollsteypu, en jafnaðarmenn segja að launa- hækkunin muni að meðaltali að- eins verða 10% og slíka hækkun þoli frönsku atvinnuvegirnir mæta vel jafnhliða öörum efnahagsráð- stöfunum. Stjórnarflokkarnir hafa viöurkennt að launahækkun af þessu tagi sé réttlátt og æskilegt markmið, en aö því beri hins vegar að keppa með áfangahækkunum, sem í síðasta lagi verði lokiö árið 1983. Barre spáir því að launa- hækkanir þegar að loknum þing- kosningunum muni ekki koma launþegum til góða eins og til er ætlazt, heldur verði afleiðingar svo skyndilegrar tilfærslu fiármuna í þjóðfélaginu óhjákvæmilega fjöldauppsagnir, óðaverðbólga og gjaldþrot fjölda fyrirtækja. Stjórnarflokkarnir hafa í kosn- ingabaráttunni haldið því fram að valdataka vinstri flokkanna mundi breyta Frakklandi í nokkurskonar evrópska útgáfu af Chile, en jafnaðarmenn vísa slíkum málflutn- ingi afdráttarlaust heim til föður- húsanna. Þeir segja að aðstæöur allar séu svo gjörólíkar í þessum löndum að slíkur samanburður sé út í bláinn, og nefna þar til dæmis rótgróið stjórnskipulag, stööu ríkisins á alþjóðavettvangi, og efnahagslíf sem þrátt fyrir allt sé mjög sveigjanlegt. Löng kosningabarátta í rauninni má halda því fram aö kosningabaráttan fyrir þessar þingkosningar hafi byrjað um leið og úrslit forsetakosninganna lágu fyrir, en þá sigraði Giscard d.Estaing mótframbjóðandann, Francois Mitterand, með aöeins 300 þúsund atkvæða meirihluta. Mitterand naut stuðnings komm- únista og annarra vinstri manna í forsetakosningunum, og síðan hafa vinstri öflin sótt á jafnt og þétt. Lengi vel leit út fyrir það að vinstri öflin mundu vinna þingkosn- ingarnar léttilega, en í september- mánuði s.l. kom í Ijós að jafnaöar- menn og kommúnistar gátu ekki komið sér saman um sameiginlega stefnu fyrir kosningar. Helzta ágreiningsmál jafnaðarmanna og kommúnista er þjóönýting. Jafnað- armenn hafa hug á því að opinberir aðilar taki í sínar hendur vissa framleiðsluþætti og bankarekstur þannig að stjórnvöld geti beitt þeim sem hagstjórnartæki. Kommúnistar líta á þjóðnýtingu sem markmið í sjálfu sér. Þeir vilja ganga mun lengra á því sviöi en jafnaöarmenn, og halda því jafnvel fram að hið opinbera eigi að taka upp á sína arma fyrirtæki, sem rekin hafa verið meö tapi. Eðlis- munur er því á afstöðu þessara tveggja flokka til þjóðnýtingar- mála, og kommúnistar leggja þar til grundvallar hugmyndafræðileg- ar ástæður en jafnaðarmenn efna- hagslegar. Fjórir í eldlínunni Einkum eru það fjórir menn, sem kosningabaráttan í Frakklandi snýst um þessa dagana, þ.e. leiðtogar þeirra fjögurra aðalhreyf- inga sem berjast um fylgi kjós- enda. Áreiðanlega er það Jacques Chirac, leiötogi Gaullista, fyrrver- andi forsætisráðherra og núver- andi borgarstjóri Parísarborgar, sem er litríkastur þessara manna. Framganga hans í kosningabarátt- unni hefur verið með ólíkindum. Undanfarna mánuði hefur hann verið á stöðugum þeytingi um Frakkland þvert og endilangt. Hann einsetti sér í upphafi að koma í hvert einasta kjördæmi í landinu fyrir kosningar en þau eru 90 að tölu. Chirac tókst ekki að ná þessu marki, því að hann komst ekki yfir nema 80 kjördæmi, en slík frammistaða er ekki á hvers manns færi. Chirac segist hafa gaman af að standa í eldinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem baráttugleðin kemur honum að góðum notum, og er skemmst að minnast borgarstjórakosninganna í París fyrir tveimur árum. Þá hafði Chirac sinnazt viö Giscard forseta og lauk þeim átökum með því að hann sagði af sér forsætisráðherra- embætti. Helzta ágreiningsefni Chiracs og forsetans var hvernig stjórnarflokkarnir ættu að haga baráttu og málflutningi fyrir þær þingkosningar, sem nú eru aö hefjast, en áöur en upp úr sauö haföi reyndar veriö grunnt á því góða meö þeim um nokkurt skeið. Borgarstjóraembættiö í París er ein helzta áhrifastaða í Frakklandi, og lagði Giscard forseti mikla áherzlu á að hægri og miðflokkarn- ir næöu samstöðu um frambjóð- anda. Orlando innanríkisráöherra, flokksbróðir forsetans og náinn samstarfsmaður, var sá sem skyldi hljóta hnossið, en skömmu eftir að Chirac sagöi af sér forsætisráð- herraembætti tilkynnti hann að Jacques ista. Chirac, leiötogi Gaull- t r L T Jmí . L.d 4 4 á t. % % 1 -ýÆeþ' '■ pif— •' * * L Raymond Barre forsætisráðherra. Hann býður sig fram í Lyon utan flokka, og þótt hann hafi ekki verið í framboði áður er honum spáð öruggum sigri. Jafnaðarmannaleíðtoginn Francois Mitterand í atkvæðaleið- angri. Verður hann forsætisráð- herra eftir kosningar? Georges Marchais, leiðtogi kommúnista. hann yrði í framboði í borgarstjóra- kosningunum. Með framboði sínu undirstrikaði Chirac meö eftirminnilegum hætti ágreining stjórnarflokkanna, og virtist framboð hans fyrst og fremst ætla að verða vatn á myllu vinstri flokkanna. En Chirac tókst þaö, sem fæstir áttu von á, og varð borgarstjóri í París. Þótt enn séu þrjú ár til næstu forsetakosninga er þaö á almanna vitorði aö Chirac ætlar sér ekki að verða mosavax- inn í borgarstjóraembættinu. Hann er líklegur mótframbjóöandi Giscards og þótt kosningarnar nú snúist fyrst og fremst um þaö hvort vinstri eöa hægri stjórn verði við völd í Frakklandi næsta kjörtíma- bil, er þetta ekki síður uppgjör um forystu frjálslyndra og hægri sinna. Raymond Barre forsætisráð- herra er nú í framboði í fyrsta skipti. Hann er ekki félagi í stjórnmálaflokki og hefur jafnan haldið því fram aö hann sé ekki stjórnmálamaður. Barre er hag- fræðinur og var fulltrúi Frakka hjá Efnahagsbandalaginu þegar Giscard kvaddi hann til að taka við forsætisráðherraembætti þegar Chirac sagði af sér. Hann er dæmigerður „tæknikrati" og var algjörlega óþekktur á opinberum vettvangi þegar hann tók við embætti, en nú nýtur hann al- mennra vinsælda. Barre er maöur alþýðulegur. Hann er sællegur og geögóður. Frakkar kunna vel aö meta föðurlegt viömót hans, sem er harla frábrugöiö hinni upphöfnu tign Giscards forseta og snerpu og stjörnuljóma Chiracs, og hann stendur að mörgu leyti nær hinum almenna kjósanda en stjórnmála- skörungarnir gera. George Marchais, leiötogi kommúnista, hefur í þessari kosn- ingabaráttu sýnt á sér nýja hlið. Hann er mun hressilegri í bragði en í síðustu kosningabaráttu, og hann hefur jafnvel vogað sér það sem fáir kommúnistaleiðtogar hafa til þessa talið óhætt — aö slá á létta strengi og hafa gamanyrði í frammi. Mörgum þykir málflutning- ur hans bera keim af lýöskrumi, og hann setur sig ekki úr færi með að koma fram í sjónvarpi. Venjulega tekst frönskum stjórnmálaleiðtog- um ekki aö fá nema í mesta lagi 6% sjónvarpsáhorfenda til að horfa á sig, og er þaö m.a. ástæðan til þess að til dæmis Chirac leggur miklu meiri áherzlu á aö komast í Framhald á bls. 33. Hvað gerðist í síðari umferðinni? Þegar reynt er aö segja fyrir um úrslit frönsku Þíngkosninganna er hæpiö aö taka nema takmarkað tillit til skoöanakannana. Slíkur talnaleikur kemur ekki aö gágni nema hvaö tyrri umferð kosning- anna varöar, pvi að viöbrögö kjósenda í síðari lotu ráöast aö sjálfsögðu mjög af úrstitum í fyrri umferð. Frambjóöendur kosningabanda- lagsins, sem styður Giscard, munu draga ssig í hlé í kosningunni 19. marz í peim kjördæmum par sem frambjóðendur Gaullista hafa feng- ið fleiri atkvæði i fyrri umferðinni, á sama hátt og jafnaöarmenn ætla aö víkja fyrir kommúnistum par sem atkvæði hafa fallið á sama veg. Marchais, leiðtogi kommúnísta, hefur aö visu haft í hótunum um að kommúnistar muni ekki standa við petta samkomulag ef peir fá minna en 21% af fylginu í fyrri kosninga- lotunni. Fæstir telja pó að kommún- istar fari pessa leið pegar til kastanna kemur, og ýmislegt bend- ir til pess að vinstri menn geri með sér nýtt bandalag í vikunni milli kosninga. Slíkt bandalag er forsenda pess að vinstri menn hljóti meirihluta í pingkosningunum pannig að peir geti myndað ríkisstjórn. Jafnaðar- menn leggja mikla áherzlu á stjórnarmyndun eftir kosningar, en ýmislegt bendir til pess að komm- únistar séu ekki mjög áfjáðir í að eiga beina aðild aö ríkisstjórn. Verði starfhæfur meirihluti vinstri- manna niðurstaöa pessara kosn- inga er allt eins líklegt að kommún- istar kjósi fremur að veita minni- hlutastjórn Mitterands stuðning en að eiga beina aðild að stjórninni. Petta er ekki sízt líklegt pegar litíð er á pá staðreynd að kommúnistar hafa hingað til átt meiru fylgi að fagna en jafnaðarmenn. Kommún- ístar eru aö vonum afbrýöisamir yfir ört vaxandi fylgi jafnaðarmanna, sem er staðreynd, prátt fyrir tilraunir kommúnista aö undan- förnu til aö laöa að sér hófsama kjósendur, m.a. með pví að lýsa yfir fylgi viö Evró-kommúnisma og hafna slagoröum eins og „alræði öreiganna". Allt bendir til pess að pessar tilraunir hafi mistekizt með öllu og að fylgi kommúnista hafi ekki aðeins staðið í staö heldur rýrnað. Ýmsir áhrifamenn í Framhald á bls. 19. AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR Á TORGRIP MÚRBOLTANUM FRÁ 1. Vegna þess að tvær 'öCÍIIEg- SECE hulsur gefa aukið dragþol. Nota þarf færri bolta en ella, þar af leiðir: tímasparnaður. 2. Fyrir innanhússnotkun eru ÖKIIE^aiEB múrboltarnir rafgalvan- húðaðir með 10 pm Zn. Fyrir utan- hússnotkun heitgalvanhúðaðir með 60 pm Zn. 3. Þvermál ‘udsEMuIsES boltans ákveður þvermál borsins, þ.e.a.s. hægt er að bora beint í gegnum þann hlut sem festa á ... 4. . . . ef notaður er TORGRIP múrbolti frá 'WEGSíaiGE (þess skal þó gætt, að þegar um harða hlutl er að ræða, t. d. stál, þarf gatið í gegnum hlutlnn að vera u. þ. b. 2 mm vfðara en þvermál boltans). r Fæst í flestum byggingavöruverzlunum Umboðsaðilar ,JT& HF. 51 Sundaborg Sími: 84000 — Reykjavik Nýkomið i ri \ i ■» — Saba mohair Smash acryl garn Formúla acryl garn Vicke wire chalon babygarn Mikið úrval af ámáluðum strammamyndum Einngi fjölbreytt úrval af bómullarheklugarni og útsaumsgarni Vöggusett Svæfilsver Puntuhandklæði Höldur Setjum upp strengi og púða Flestir litir af flaueli. • Einstaklega falleg vlnna. Hannyrðabúðin tii\i:in:i Hrísateig 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.