Morgunblaðið - 12.03.1978, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978
REGNBOGINN: PERSONA PERSONA er af mörgum talin ein besta
mynd snillingsins Bergmans, enda vakti hún gífurlegt umtal og
athygli eftir aö hún var frumsýnd áriö 1965. Síðan hefur tíminn leitt
í Ijós að PERSONA er eitt af sígildum verkum kvikmyndasögunnar;
mynd sem enginn sannur unnandi kvikmyndalistarinnar lætur
framhjá sér fara.
TÓNABÍÓ: GAURAGANGUR í GAGGÓ: Eftirlíking AMERICAN
GRAFFITI, og meö eindæmum hallærisleg. Ljósu punktarnir eru
pokkalegir brandarar á stangli og oft bráðskemmtilegar tiktúur
yngsta Carradinebróðurins, — Roberts.
SÆNSKT
RAUNSÆI
Atriði úr BRÚIN YFIR ARNHEM
STRÍÐ OG STJÖRNUFANS
HÁSKÓLABÍÓ: ORRUSTAN
VIO ARNHEM („A Bridge
too far“)
Leikstjóri: Richard Atten-
borough. Framleiðandi:
Joseph E. Levine. Handrit:
William Goldman, byggt á
samnefndi bók Cornelius
Ryans. Kvikmyndatöku-
maður: Geoffrey Unsworht.
Ein af mest auglýstu,
dýrustu og stjörnum prýdda
myndum síðari ára hefur nú
hafið göngu sína í Háskóla-
bíói — og það aðeins fárra
mánaða gömul.
ORRUSTAN VIÐ ARN-
HEM fjallar um einn mann-
skæðasta bardaga og
hörmulegustu mistök sem
áttu sér stað í síðari heims-
styrjöldinni. Tugþúsunmdir
herja bandamanna voru
sendir frá Bretlandi til að
hertaka hina hernaðarlega
mikilvægu brýr á neöri hluta
Rínarfljóts. Þessi djarfa
hernaðaraðgerð snerist í
harmleik einkum sökum
mjög ófullnægjandi undir-
búnings ónákvæmni og
furðulegrar oftrúar hern-
aðarsérfræðinga Banda-
manna á snilli Montgom-
erys, sem á þessum tíma
var orðinn æösti maður alls
breska heraflans.
Þaö offors og gálesyi,
sem brenndi þessi átök inná
spjöld sögunnar, stafaði aö
miklu leyti af því einkastríði
sem hófst snemma á styrj-
aldarárunum á milli Montys
og eins fremsta hernaðar-
snillings Bandaríkjamanna,
Pattons hershöfðingja. Með
þessari aðgerð þóttist
Monty sjá sér leik á borði
og fella hinn bandaríska
stríðsgarp í skuggan. Fá þar
með heiðurinn af því að
reka endahnútinn á fall
Þriðja ríkisins. Hitt er svo
önnur saga að í strðslok
viörkenndu Þjóðverjar að
þeir hefðu engan stríðs-
mann óttast fremur en
Patton.
ORRUSTAN UM ARN-
HEM fjallar í smáatriðum
um þennan hildarleik og
hefur ekkert verið til sparað
að endurskapa hann sem
raunverulegastan. En það
tekst því miður ekki sem
skyldi. Framleiöandinn Jos-
eph E. Levine, ákvað þegar
eftir að hann tryggöi sér
kvikmyndaréttinn á bók
Ryans, að nú skyldi gerð
„ein mesta stríðsmynd allra
tíma“, með tilheyrandi
íburði og stórstjörnuskini.
En útkoman, eftir allar
sögusagnirnar og umtalið,
er langdregið, sundurlaust
myndbákn, sem sjaldnast
nær tökum á áhorfandan-
um.
Alltof langur tími fer í að
kynna áhorfendur fyrir obb-
anum af þeim stjörnufans
sem fram kemur í myndinni,
og alltof oft bregður fyrir
köflum sem lítið erindi hafa
inn í hrynjanda ORRUST-
UNNAR VIÐ ARNHEM. Oft
harla ósmekklegir að auki,
líkt og atriðið í kirkjunni,
þegar messuhaldið truflast
af ærandi gný innrásarflug-
flotans.
Það er auöveldara að
hnjóða í slíka tilraun til
stórvirkis sem ORRUSTAN
VIÐ ARNHEM er en hrósa.
En það verður ekki framhjá
því gengið að hún á einnig
ófáa, Ijósa punkta. Mörg
orrustuatriðin eru með þeim
raunverulegustu sem sést
hafa á tjaldi, gerð af vand-1
virkni og kunnáttusemi. Þar
njóta sín hæfileikar frá-
bærra tæknimanna og rúm
fjárráð. í stórskotaliðsárás-
ar atriðunum er vígvöllurinn
óhugnanlegur og eyðilegg-
ingarafl styrjaldar blasir við
augum þegar Þjóðverjar
gjöreyða Arnhem-borg.
Það þarf mikla skipulags-
gáfu til að koma endum
saman í jafn viðamikilli
kvikmynd og Attenborough
virðist luma á henni; þaö
kemur fram í mörgum víg-
vallaratriðanna. En þegar á
aö skeyta saman söguþráð-
inn eða byggja upp drama-
tíska Spennu, bregst hon-
um oft bogalistin. Sem
dæmi má nefna þegar ung-
ur ofurhugi hyggst bjarga
einum bögglanna úr birðga-
sendingu sem Bretar varpa
vegna mistaka yfir umráða-
svæöi Þjóöverja. Hann er
skotinn niður á bakaleið-
inni, böggullinn opnast og
út flæðir urmull dátahúfna.
Þessi stutta dæmisaga um
tilgangsleysi styrjalda var
það stirðlega framborin að
merking hennar kafnaöi í
hláturskasti sem braust út á
meðal áhorfenda!
Attenborough nýtur
afbragðs hjálparmanns,
sem er breski kvikmynda-
tökumaðurinn Geoffrey
Unsworth. Honum tekst oft
að glæöa myndina lífi og
mörg bestu augnablik
hennar skrifast honum til
tekna.
Tónlist John Addisons er
oftast tilgeröarlega „stór-
myndarleg", væmin og frek-
ar slævir áhrif myndarinnar
en hitt.
Um leikinn er best að fara
sem fæstum orðum. Fans-
inn hefur að sjálfsögöu
frekar lítið fyrir kaupinu
sínu, og oftast vel rakaður.
Þaö virðist ekki skipta máli
hvað rétt er upp í hendurnar
á þeim Bogarde og Olivier
— þeir gera sér mat úr öllu.
Þeir Hackman, Anthony
Hopkins og Hardy Kruger
bregðast ekki heldur; Elliot
Gould leikur Elliot Gould
ágætlega (hér minnir hann
þó talsvert á Mitchum á
miðri OMAHA-ströndinni í
THE LONGEST DAY). Þeir
Ryan 0‘Neal og Robert
Redford eru ekki einu sinni
matvinnungar að þessu
sinni og hvað afgangnum af
hersingunni viðvíkur er eins
og að hún viti ekki gjörla
hvaðan á sig stendur veðr-
ið.
Það læðist að mér sá
grunur, að þeir félagar,
Levine og Attenborough
hafi eytt fullmiklum tíma í að
leita bjargráöa og hug-
mynda í einni bestu mynd
byggðri á efni úr síðari
heimsstyrjöldinni, — THE
LONGEST DAY, ófrjóleikinn
setur oft mark sitt á mynd-
ina. Eins hefur Attenbor-
ough auösýnilega ekki
nægilega reynslu að baki til
að fella saman svo vel fari
slíkt stórvirki sem kvikmynd
af þessari stærðargráðu er
og þar hjálpar ekki uppá
sakirnar hálf-tætingslegt
handrit Goldmans.
Þetta eru helstu orsakirn-
ar fyrir því aö A BRIDGE
TOO FAR var hvorki hin
stórbrotna metaðsóknar-
mynd né sú eftirminnilega
ádeila á tilgangsleysi hern-
aðar sem efni stóðu til í
upphafi.
AUSTURBÆJARBÍÓ:
MAÐURINN Á ÞAKINU
Leikstjóri: Bo Wider-
berg.sem jafnframt er höf-
undur handritsins sem
byggt er á skáldsögu eftir
Maj Sjövall og Per Wahlöö.
Aðalhlutverk: Carl Gustaf
Lindstedt, Sven Wollter og
Thomas Hellberg.
Endrum og eins rekur á
fjörurnar myndir sem færa
óvænta ánægju, þar sem
þær gera lítiö boð á undan
sér. Oftast eru þær ættaðar
af meginlandinu, án nokk-
Liv Ullmann er öllu „ásjá-
legri“ í PERSONA en A
BRIDGE TOO FAR
urra stórstjarna og láta lítið
yfir sér. Vinsældir þeirra
hérlendis byggjast gjarnan
á orðspori. Ein þeirra er
MAOURINN Á ÞAKINU, ný-
leg sænsk lögreglumynd,
bæði raunsæ og spennandi
og athyglisverð að allri
gerð. Hún er byggö á einni
af sakamálasögum hinna
kunnu rithöfunda Maj Sjöv-
all og Per Wahlö, sem nutu
slíkrar frægöar að einn af
þrillerum þeirra hjóna var
kvikmyndaöur vestur í Los
Angeies fyrir nokkrum ár-
um. Það var INVESTIGA-
TION OF A MURDER, með
SVEITIN
SVIFDREKASVEITIN fjall-
ar um eina óhugnanlegri og
æ tíðari glæpaiðju okkar
tíma — mannrán.
Fjölskylda auðkýfings
nokkurs, sem býr í alls-
nægtum í Grikklandi, er
rænt af hóp hryðjuverka-
manna. Þeir hyggjast berj-
ast gegn auövaldinu meö
þeim ódæmum vopna og
skotfæra sem þeir krefjast í
lausnargjald fyrir fórnar-
lömb sín. Til að hressa upp
þeim Walter Matthau og
Bruce Dern í aöalhlutverk-
um. Sýnd hérlendis fyrir
einum þremur árum.
Það er gaman að bera
þessar tvær myndir saman,
svo skyldar sem þær eru að
uppruna. Það sem maður
tekur fyrst eftir er hinn ólíki
framsagnarmáti; annars-
vegar raunsær og allt að því
heimildarlegur stíll Evrópu-
búans Widerbergs, sem
gefur MANNINUM Á ÞAK-
INU einkar trúverðugt yfir-
bragð. Kostgæfni hans við
að segja söguna sem eðli-
legasta, án nokkurra vífil-
lengna (því er þó ekki að
neita að sjáanlegra áhrifa
gætir frá meistara Hitch-
cock) eða óþarfa ofbeldis.
Sú hin bandaríska
INVESTIGATION OF A
MURDER bar aö sjálfsögöu
hin heföbundnu einkenni
þarlendra lögreglumynda;
raunveruleikanum fórnaö
fyrir æskileg átök blönduð
kynferðismálum, rudda-
skap, ofbeldi, ævintýra-
mennsku. Og þrátt fyrir að
starfsaðferðir bandarískra
lögreglumanna séu allt aðr-
ar en hinna sænsku starfs-
bræðra þeirra, þá er það
aldrei neitt vafamál að
MAÐURINN Á ÞAKINU ber
ægihjálm yfir þá bandarísku
að flestu leyti.
Tæknilega er þessi eftir-
minnilega, sænska lög-
reglumynd einkar vel gerð.
Leikurinn er í sérflokki og
leikararnir þannig valdir að
þeir virðast haf „gengiö
beint inn af götunni“. Hér
fer m.a. góökunningi okkar
úr sjónvarpinu, Rasken,
meö stórt hlutverk, og skilar
því af sinni landskunnu
karlmennsku. Hér ráða
semsagt allir við rullur sínar,
jafnt aðal- sem aukaleikar-
ar. Sparlega notuð tónlistin
á sinn þátt í að magna
atburöarásina, minnir eilítiö
á tónsmíðár Lalo Schifrins á
meðan hann var og hét.
skjalanna fyrrverandi eigin-
maður frúarinnar og barns-
faðir — haröjaxl hinn mesti.
Hefst nú togstreita á milli
auðkýfingsins, haröjaxlsins
og hins ómissandi, sauð-
þráa lögreglustjóra um
björgunaraðferðir.
Gamalkunnugt efni sem
illa tekst aö glæöa lífi ef
undanskilin eru frábær svif-
drekaatriði sem næstum
réttlæta hæpinn tilverurétt
myndarinnar.
SVIFDREKASVEITIN
NÝJA BÍÓ: SVIFDREKA- á atburöarásina kemur til