Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
REFIRNIR.
Sjónloikur í þrom þáttum
oftir Lillian Ilollman.
Þýðandit Svorrir Ilólmarsson.
Loikmynd ok húninjíatoikninK'
ars
Jón Þórisson.
Lýsinjít Daníol Williamsson.
Loikstjórii Stoindór Hjörleils-
son.
Helstu kostir Refanna eftir
Lillian Hellman eru leikræns
eölis. Þetta er dæmitíert leik-
húsverk sem af ýmsum ástæð-
um hefur klassískt yfirbragð.
Það var fyrst leikið í New York
1939, en efni þess hefur verið
síendurtekíð í leikritun fram á
þennan dag. Það fjallar um
kaldrifjaða kaupsýslumenn og
átök milli ættingja, kúgun
smælingja, einkum negra og
margt fleira sem líklegt er til að
vekja athygli á leiksviði. Leik-
ritið er ádrepa á bandarískt
samfélag og i rauninni harður
dóniur um Bandaríkjamenn
yfirleitt. I leikslok er því haldið
fram að Hubbardar séu hvar-
vetna í Bandaríkjunum, þ.e.a s.
refir sem einskis svífast í
gróðrabralli.
I verkuni sínum leitast Liliian
^lellman við að brjóta til
mergjar samfélagsmein. Það er
þó einkum persónulegt stríð sem
hún lýsir. Ilarðýðgi Hubb-
ard-systkinanna er slík að jafn-
vel höfundinum blöskraði. Hell-
man samdi nýtt leikrit um þessa
fjölskyldu 1946 og reyndi að
varpa ljósi á það hvað valdið
hefði illsku ættarinnar. Fulltrú-
ar góðleika og mannlegs skiln-
ings eru bornir ofurliði í Refun-
um. Það má að vísu segja að örli
á von í dótturinni Alexöndru, en
hún má sín lítils í þessum
ógeðfellda félagsskap. Persónu-
sköpunin er snjöll, en þó tekst
yfirleitt ekki að vekja áhorfand-
ann til samúðar.
Lengst er gengið í gerð
rotinnar manngerðar með
Regínu Giddens. I höndum
Sigríðar Hagalín verður hún
ógnvekjandi, köld og ófyrirleit-
in. Sigríður sýnir okkur inn í
hugskot þessarar konu strax í
fyrsta þætti og er leikur hennar
stórbrotinn á köflum, en henni
hættir til einleiks, spennir
bogann ef til vill of hátt.
Bræður Regínu, Oscar
Hubbard og Benjamín Hubbard,
eru leiknir af Þorsteini Gunn-
arssyni og Gísla Halldórssyni.
Þorsteinn túlkaði með afbrigð-
um vel hinn ágjarna og mædda
Oscar og minnist ég þess ekki að
hafa séð hann ná betri tökum á
hlutverki. Gervið var gott og
allur leikurinn hnitmiðaður.
Gísli Halldórsson túlkaði
klækjarefinn Benjamín af þeim
innri krafti sem honum er
laginn. Leikur hans var óaðfinn-
anlegur.
Horace Giddens, eiginmaður
Regínu, er leikinn af Jóni
Sigurbjörnssyni. Horace er
sjúkur maður, hefur fengið
hjartaáfall og er kallaður heim
af sjúkrahúsi til þess að verða
þátttakandi í fjárglæfrum fjöl-
skyldunnar. Horace er góð-
menni sem þekkir veikleika
konu sinnar og bræðra hennar,
en hefur ekki heilsu til að koma
í veg fyrir ráðabrugg þeirra.
Leikur Jóns Sigurbjörnssonar í
þessu hlutverki var vandaður
eins og vænta mátti, enda er Jón
svipmikill leikari.
Konurnar í leiknum búa í
skugga Regínu Giddens. Guðrún
Ásmundsdóttir náði efirminni-
legum tökum á hlutverki Birdie
Hubbard, konu Oscars. Birdie er
orðin taugaveikluð og drykkju-
sjúk af sambúðinni við eigin-
mann sinn, fórnardýr ofríkis. í
henni er að finna persónu sem
lifir í heimi minninga og dag-
drauma, hefur mistekist allt.
F.vrirheitna landið hennar er
ekki á stefnuskrá Hubbardanna
og verður þess vegna aidrei
annað en tálrfiynd.
Heimur
refanna
Guðrún Ásmundsdóttir og Valgerður Dan í hlutverkum
sínum.
Alexandra Giddens, dóttir
þeirra Oscars og Regínu, gæti
verið vísbending um uppreisn
nýrrar kynslóðar gegn spilltum
foreldrum og þeim Suðurríkja-
hugsunarhætti sem nærist á
vesöld annarra. Valgerður sýndi
hve hógvær túlkun getur verið
áhrifamikil.
Heiðursfélagi Leikfélags
Reykjavíkur, Þóra Borg, á
fimmtíu ára leikafmæli á þessu
árí. Hún lék svörtu þjónustu-
stúlkuna Addie. Leikur Þóru var
trúverðugur og dæmi þess
hvernig lítið hlutverk öðlast
reisn í höndum góðs leikara. Það
hefur einkennt Þóru Borg hve
mikla rækt hún hefur lagt við
veigalítill. Svarta þjóninn Cal
lék Jón Hjartarson snoturlega.
Leikstjórinn Steindór Hjör-
leifsson þekkir sitt heimafólk og
veit hvers má af því vænta.
Leikmynd og búningateikningar
Jóris Þórissonar voru hið ágaét-
asta verk. Stofa þeirra Giddens-
hjóna var trú þeim hugmyndum
sem við gerum okkur um Suður-
ríki aldamótanna, búningar líf-
legir. Þá skal getið þýðingar
Sverris Hólmarssonar sem
hljómaði eðliega í munni leikar-
anna.
Refirnir hafa áður komið við
sögu i Iðnó, einnig í útvarpinu,
en verkið hefur ekki verið leikið
í heild fyrr en nú. Vigdís
Finnbogadóttir segir í leikskrá:
Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalin
í hlutverkum sínum.
hlutverk sín, virðing fyrir leik-
húsinu og leiklistinni hefur
jafnan setið í f.vrirrúmi hjá
henni.
Leo, sonur Oscars og Birdie,
er persóna sem er algjörlega á
valdi föður síns og ættarinnar,
alinn upp sem eins konar
vélmenni til að þjóna kröfum
fjölskyldunnar. Hjalti Rögn-
valdsson er dæmigerður Leo og
-stal senunni oft með leikrænum
ýkjum.
Hlutur Guðmundar Pálssonar
í gervi Norðurríkjamannsins
Wilþams Marshalls er fremur
„Það hefur verið meðvituð löng-
un hjá þeim sem standa að
Leikfélagi Reykjavíkur að hafa
eins oft og unnt er að viðfangs-
efni sígildan erlendan leik.
Listamönnum okkar er unun af
að fást við þá tegund leikbók-
mennta." I þessum orðum hlýtur
að vera að finna skýringu á því
hvers vegna Refirnar eru endur-
vaktir í Iðnó. Hitt er svo annað
mál að forvitnilegra hefði verið
að fá að kynnast nýjungum í
bandarískri leikritun af því að
Leikfélagsmönnun er að eigin
sögn annt um hana.
Mynd
eftir
Olgu
Tesch.
Mynd
eftir
Zakarias *
Heinesen.
Den Nordiske ’78
Hópurinn Den Nordiske er
stofnaður fyrir einum átta árum,
ef ég veit rétt. Hann er saman-
settur af listamönnum frá öllum
Norðurlöndum og þá einnig af
mönnum frá þvi sem Danir kalla
Atlanteröerne (Færeyjar, Island,
Grænland). Þetta fyrirtæki hefur
biómstrað á þessum árum, og
þetta mun vera sjöunda sýning,
sem þessi hópur stendur að. Hér
hafa þeir sýnt áður við góðar
viðtökur, og var það í Norræna
húsinu árið 1974. Núverandi
sýning hefur þegar verið í
Kaupmannahöfn og hlotið þar
góðar umsagnir, sem lesa má á
dyrum Norræna hússins, og nú er
hún hingað komin, en héðan mun
hún fara til Færeyja og vera til
sýnis í Listasafninu í Þórshöfn.
Ekki trúi ég öðru en hún verði
þar auðfúsugestur, því að sannast
að segja geta Færeyingar verið
ánægðir með sína menn að sinni.
Sýning sem þessi er mikið
fyrirtæki og kostar marga
krónuna, ekki veit ég, hvernig
þeir fara að því að ráða við þá
hlið málsins í hópnum Den
Nordiske, en þeir eiga sannarlega
skilið að fá aðstoð, fyrir dugnað
og framtak. Ekki koma hingað
hópar eins og Grönningen,
Kammeraterne eða Decembrist-
erne, svo að einstaka sýningar-
hópar í kongsins Kaupmanna-
höfn séu nefndir. En þar í landi
hefur það tíðkast um langan
aldur að sýningarhópar mynduð-
ust og sumir þeirra hafa orðið
langlífir og blómstra enn. Den
Nordiske er einn slíkur hópur, en
nær yfir meira svæði, ef svo
mætti segja. Þar er þátttakan
ekki bundin við Danmörku eina,
heldur öll Norðurlönd, eins og
áður segir.
Tuttugu listamenn eiga verk á
þessari sýningu nú, en voru 24 á
þeirri seinustu. Núverandi sýning
er að mínum dómi miklu betur úr
garði gerð en sú seinasta, er við
sáum, og hefur breiðari svip og
fjölbreyttari tækni. Þrír nýir
meðlimir hafa bæst í hópinn, og
nú eru gestir valdir af meiri
kostgæfni en á sýningunni 1974,
ef ég man rétt. Sérstakur fengur
finnst mér í þátttöku hins ágæta
ritsnillings, Williams Heinesen,
sem allir læsir menn hér á landi
elska og virða, en klippmyndir
hans sýna vel póetið og hug-
myndaauðgi þessa rithöfundar.
Við höfum að vísu séð eftir hann
verk hér á sýningum áður, en
hvergi eins lifandi og sannfær-
andi og það, er hann nú dregur
fram úr pússi sínu. Sonur hans
Zakarias á þarna einnig nokkrar
olíumyndir. Þær eu fjörugar í lit,
en nokkuð lausar í formi. Hann
hefur mikið breytt myndlist sinni
frá þeim fyrri sýningum, sem við
höfum séð hér með þátttöku
hans. Þriðji Færeyingurinn er
Ingalvur av Reyni, sem við
könnumst vel við hér. Hann hefur
oft áður sýnt verk sín í Reykja-
vík, og borgarsafnið á eftir hann
forláta málverk af Nolsoy, ef ég
man rétt. Hann sýnir mikla
leikni í litameðferð og byggir
verk sín á abstraktri tilfinningu
fyrir fyrirmynd sinni. Hann er á
stundum nokkuð þungur í litnum,
en hér er mikill málari á ferð,
sem er einn af máttarstólpum
þessarar sýningar. Færeyjar
mega vel við una með þátttöku
sína í þessari sýningu.
Frá Islandi eru það tveir
listamenn, sem sýna verk sín.
Tryggvi Ólafsson er sjálfum sér
líkur og breytir ekki um stíl.
Óskar Magnússon á þarna miklu
betri ofin teppi en ég hef áður séð
eftir hann, og er ég ekki alveg dús
við að flokka hann undir
prímitíva listamenn, til þess
hefur hann of mikla tækni og
byggir verk sín af meiri kunnáttu
en yfirleitt fyrirfinnast hjá þeim
sem prímitívir nefnast (Eg kann
ekkert orð á íslensku sem nær
fyllilega þessu erlenda hugtaki,
bið forláts). Þátttaka Óskars
gladdi mig fyrir okkar hönd.
Grænlendingurinn Hans Lynge