Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
19
Frumvörp um ávöxtun
á fé lífeyrissjóða
— Misræmi milli lögbundinna og ólögbundinna sjóða
Pétur Sigurðsson, alþingismaður:
Pétur Sigurðsson (S) flytur frv. til laga um breytingar
á fjórum lífeyrissjóðum sjómanna, starfsmanna ríkisins,
barnakennara og hjúkrunarkvenna. Meðflutningsmenn
með fyrst talda frv. eru ólafur G. Einarsson (S), Garðar
Sigurðsson (Abl) og Þórarinn Þórarinsson ÍF). Með-
flutningsmenn með þremur hinum síðari eru ölafur G.
Einarsson (S) og Gunnlaugur Finnsson (F). Frumvarpið um
lífeyrissjóð sjómanna var afgreitt frá neðri deild til efri
deildar Alþingis í gær, en hin eru í nefnd, eftir 1. umræðu
í deildinni. Efnisatriði frv. eru hin sömu og eru á þessa leið.
2. málsgr. 4. gr. laganna orðist svoi
Stjórn sjóðsins skal sjá um ávöxtun á fé hans, og skal
það gert á eftirfarandi hátti
1. ríkisskuldabréfum.
2. skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
3. skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga.
4. vaxtabréfum veðdeildar Landsbankans og Búnaðar-
bankans.
5. í bönkum og sparisjóðum sem fullnægja ákvæðum laga
nr.,69/1941.
6. í skuldabréfum tryggðum með veði í húseignum allt að
65% af brunabótamatsverði, eða sé brunabótamat ekki fyrir
hendi þá af matsverði, sem ákveðið er af tveim mönnum,
sem fjármálaráðherra tilnefnir, og allt að 75% af
fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Pétur Sigurðsson mælti fyrir
þremur þessara frv. á Alþingi
fyrir helgina. Framsaga hans fer
hér á eftir að meginmáli:
Til skýringar á frumvörpunum
vil ég vitna til greinargerðar en
þar segir með leyfi forseta:
„Fjórir lögbundnir lífeyrissjóðir
hafa nú skilyrðislaus ákvæði um
tryggingu á 1. veðrétti í fasteign-
um eða ríkisábyrgð, þegar lífeyris-
sjóðslán eru úr þeim tekin. Þessir
sjóðir eru: Lífeyrissjóður sjó-
manna, Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins, Lífeyrissjóður
barnakennara og Lífeyrissjóður
hjúkrunarkvenna. Fimmti lög-
bundni sjóðurinn, Lífeyrissjóður
bænda, er ekki bundinn af lögum
um tryggingar, en í 5. gr. 1. nr. 101
frá 1970 um Lífeyrissjóð bænda
segir: „Heimilt er sjóðsstjórn að
veita lán til íbúðabygginga fyrir
sjóðfélaga gegn veðrétti í fasteign-
inni“, og enn fremur segir þar: „Í
reglugerð skal nánar kveðið á um
fasteignaveð og aðrar tryggingar,
sem krafist skal við lánveitingar
og verðbréfakaup".
Misræmið milli lögbundnu sjóð-
anna fjögurra og pkvæða þessa
efnis hjá ólögbundnum sjóðum
kom m.a. fram í flutningi frv. um
breytingu á lögum um Lífeyrissjóð
sjómanna nú fyrir skömmu og ég
hefi áður gert grein fyrir. Á þetta
er einnig bent rækilega i jákvæðri
umsögn þingfundar um það frv.
Einnig erfiðleikana við að fram-
kvæma ákvæði framangreindra
laga um, að skylt sé að tryggja
með lögum veðrétti í fasteign
þegar veitt er lífeyrissjóðslán úr
sjóðum þessum. Húsnæðismála-
stjórn krefst undantekningarlaust
1. veðréttar. Hafa stjórnir lífeyris-
sjóðanna því freistast til að lána
með 1. veðrétti B, er víki fyrir
lánum húsnæðismálastjórnar.
Hafi lántaki 1. veðrétt bundinn af
einhverjum öðrum lánum hús-
næðismálastjórnar, hefur hann
orðið að ganga í byggingarsam-
vinnufélag til að eiga kost á
ríkisábyrgð samkv. ákvæðum
c-liðar, 15. gr. 1. nr. 36 frá 1952 um
opinbera aðstoð við byggingar
íbúðarhúsa í kaupstöðum og kaup-
túnum. Með 1. nr. 59 frá 1973 átti
að takmarka mjög veitingu ríkis-
ábyrgða, en í 11. gr. 1. þessara
segir:
„Lög þessi öðlast gildi 1. jan.
1974 og taka til allra þeirra íbúða,
sem þá hafa eigi verið afhentar
eigendum. Frá sama tíma falla úr
gildi lög nr. 26 frá 1952 um
opinbera aðstoð við byggingar
íbúðarhúsa í kaupstöðum og kaup-
túnum. Þau lög gilda þó áfram um
íbúðir á vegum byggingarsam-
vinnufélaga, sem hafist hefur
verið handa um að reisa eða veitt
hafa verið lán til með ríkisábyrgð
fyrir gildistöku þessara 1. I reynd
hefur allt frá því að lög nr: 59 frá
1973 tóku gildi engin heimild verið
til veitingar ríkisábyrgða vegna
húsa, sem hafist var handa við að
byggja eftir 1. jan. 1974. Slíkt
hefur þó verið gert til að gera
mönnum kleift að taka lífeyris-
sjóðslán sín.
í framkomnu frv. um breytingu
á 1. um Lífeyrissjóð sjómanna er
lagt til, að skylt sé að hafa
veðtryggingu i fasteign innan við
50% af brunabótamati viðkomandi
fasteignar eins og það er á
hverjum tíma. Nú hefur verið
upplýst af fjmrn., að við veitingu
ríkisábyrgða hafi það yfirleitt
miðað við, að eigi sé farið yfir 50%
af brunabótamati. Heimilað hefur
þó verið að fara allt upp í 65% af
brunabótamatinu. Reynt hefur
verið að greiða fyrir fólki, er festir
kaup á litlum íbúðum, þannig að
íbúðirnar gætu í reynd verið að
veði fyrir
húsnæðismálastjórnarláni, líf-
eyrissjóðsláni og upphæð þar til
viðbótar, er svarar til hálfs láns
húsnæðismálastjórnar. Slík lán
hafa stundum fengist hjá spari-
sjóðum eða hjá aðilum, sem gera
mjög strangar veðtryggingarkröf-
ur. Ymsir lífeyrissjóða hafa
60—65% mörk, t.d. Lífeyrissjóður
Sóknar, Lífeyrissjóður vörubif-
reiðastjóra og biðreikningur líf-
eyrissjóðsiðgjalda. Telja verður
óráðlegt með hliðsjón af ofansögðu
að binda veðtrygginguna við 50%
af brunabótamati. Lagt er hér til,
að veðtryggingin verði að hámarki
65%. og það verði á valdi stjórnar
að hvaða marki hún sé nýtt.
Eins og hér kom fram áðan, þá
hefur félagsmálanefnd efri deildar
samþykkt að mæla með og það
þegar' samþ. hér í hv. d. þá
breytingu á frv. til 1. um breyt. á
1. um Lífeyrissjóð sjómanna, sem
er samhljóða því frv., sem hér er
flutt og þeim frv. tveim, sem í
kjölfarið fara. I erindi fjmrn. kom
fram, að 1. veðréttur sé sjaldnast
laus vegna
húsnæðismálastjórnarlána og
lagaheimild ekki fyrir hendi til
veitinga ríkisábyrgða, þegar um
nýbyggingu er að ræða. Brýna
nauðsyn beri því til að breyta
tryggingarákvæðum hjá öllum
þeim sjóðum, er með lögum eru
bundnir við 1. veðrétt eða ríkis-
ábyrgð með útlán sín. Ráðuneytið
leggur því til, að veðtryggingar-
ákvæði verði samhljóða í 1. líf-
eyrissjóða sjómanna, starfsmanna
ríkisins, barnakennara og
hjúkrunarkvenna.
Það er tekið fram i grg. að
nokkrir aðilar hafi mælt með að
þessi frv. verði flutt. Þess hefur þó
ekki verið getið sem þar hefur
vegið hvað þyngst, en það er að
hinn almenni félagsmaður og
félagsmenn í öllum þessum sjóðum
mæla eindregið eða óska eindregið
eftir því að þessar breytingar nái
fram að ganga.
Stjórnarfrumvörp:
Áskorunarmál
og breyting á
tollskrárlögum
—Þingsályktun um iðnað í strjálbýli
Áskorunarmál
Lagt hefur verið fram Stjórn-
arfrumvarp um áskorunarmál,
samið af réttarfarsnefnd. Frv.
felur í sér nokkrar breytingar á
lögum um þetta efni nr. 49/
1968.
Frumvarp til laga um áskor-
unarmál var á sínum tíma
samið af Magnúsi Thoroddsen
borgardómara og Stefáni Má
Stefánssyni núverandi prófess-
or. Hefur verið haft samráð við
þá um breytingar þær, sem lagt
er til að gerðar verði á lögunum.
Ný
þing-
mál
Þá hefur borgardómaraembætt-
ið í Reykjavík fengið frumvarpið
til athugunar og telur það
breytingarnar til verulegra
bóta.
Áskorunarmál hafa verið
tæplega helmingur af dæmdum
útivistarmálum á bæjarþingi
Reykjavíkur undanfarin ári.
Árið 1976 voru þau 2109 en 2005
árið 1977. Önnur skriflega
dæmd útivistarmál voru 2186
árið 1976 en 2197 árið 1977.
Nokkrar líkur eru á, að áskorun-
armálum fari hlutfallslega
fækkandi á næstu árum. Ástæð-
an mun m.a. vera sú, að lögmenn
vilja spara sér ferð á fund
dómara til að fá útgefna áskor-
unarstefnu, en samkvæmt nú-
gildandi lögum er skylt, að
dómari gefi út áskorun á hendur
stefnda að greiða stefnukröf-
urnar. Skal áskorun þessi rituð
eða stimpluð á stefnu. Lögin um
áskorunarmál hafa reynst vel í
framkvæmd og eru tvímæla-
laust til þess fallin að flýta
meðferð mála, spara dómurum
tíma og minnka vélritun. Þykir
því rétt að Ieggja til, að sú
breyting verði gerð á þeim, að
stefnandi geti sjálfur gefið út
áskorunarstefnu. Það mundi
einnig spara vinnu fyrir dómara
við að lesa og gefa út stefnu. Er
breyting því við það miðuð, að
stefnandi geti valið um, hvort
hann fær dómara til þess eða
geri það sjálfur.
Þá er lagt til, að stefnukröfur
verði aðfararhæfar að liðnum
sjö sólarhringum frá áritun
dómara um aðfarahæfi, án þess
að sérstök birting þurfi að fara
fram. Mundi það spara tíma og
fyrirhöfn fyrir stefnanda og
flýta endanlegri afgreiðslu
máls. Ástæðan fyrir hinum
mikla fjölda skuldamála hér á
landi er í flestum tilfellum vilja-
eða getuleysi skuldara til að
greiða skuld sina. Aðeins ör-
sjaldan er krafan umdeild.
Réttarfarsnefnd telur, að
breytingar þær, sem frumvarpið
felur í sér muni stuðla að
fjölgun áskorunarmála og þar
með flýta meðferð mála og auka
afköst dómstóla.
Breytingar á
tollskrárlögum
Þá hefur verið lagt fram frv.
til breytinga á lögum nr. 120/
1976 sbr. lög nr. 24/ 1977. Frv.
fjallar um ýmsar breytingar á
gildandi tollskrárlögum og er
fyrst og fremst lagt fyrir
Alþingi til þess að samræma
íslenzku tollskrána þeim breyt-
ingum, sem gerðar hafa verið á
tollnafnaskrá Tollasamvinnu-
ráðsins frá því að hún var gefin
út að nýju í janúar 1976 með
áorðnum breytingum, m.a. nýrri
undirskiptingu tillnafnaskrár-
innar sem samþykkt var fyrir
tilstilli Tölfræðistofnunar Sam-
einuðu þjóðanna.
I gr.g. með frv. segir m.a.:
„Breytingar þessar valda þó
ekki einá mikilli breytingu á
tollum og ætla mætti. Stafar
það m.a. af því að tolltaxtar
íslenzku tollskrárinnar eru ekki
eins margvíslegir og víðast hvar
annars staðar og sömu tolltaxt-
ar eru hér fyrir skyldar vörur
innan sama flokks og kafla...“
Þjónustu- og
úrvinnsluiðnaður
í sveitum
Helgi F. Seljan o.fl. þingmenn
Alþýðubandalagsins flytja til-
lögu til þingsályktunar um
eflingu þjónustu og úrvinnslu-
iðnaðar í sveitum. Tillagan er
svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að beita sér fyrir
sérstökum stuðningi opinberra
aðila við stofnun þjónustu- og
úrvinnsluiðnaðar í sveitum.
Byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins skal falið að
rannsaka möguleika smáiðnað-
ar í sveitahreppum, safna hug-
myndum um hugsanlegar fram-
leiðslugreinar, kanna viðhorf og
áhuga heimamanna víðs vegar
um land og gera áætlun um
framkvæmdir. Við undirbúning
þessa máls ber einnig að taka
mið af þeirri allsherjarathugun
og tillögugerð varðandi atvinnu-
möguleika aldraðra, sem sam-
þ.vkkt hefur verið á Alþingi.
Jafnframt skal lánadeild
Framkvæmdastofnunar ríkisins
falið að veita heimaaðilum
aðstoð við stofnun fyrirtækja,
sem komið er á fót samkvæmt
þessari áætlun, og skipuleggja
fjármagnsöflun til fram-
kvæmda. Sérstaklega ber að
kanna möguleika á stofnun
framleiðslusamvinnufélaga í
sveitum og skal því rekstrar-
formi veittur sérstakur stuðn-
ingur. Stuðla ber að því, að veitt
verði óafturkræf framlög úr
Byggðasjóði eða ríkissjóði til
stuðnings smáiðnaði í sveitum,
allt að 15% stofnkostnaðar.
Þegar ár er liðið frá samþ.vkkt
þessarar tillögu skal ríkisstjórn-
in gefa Alþingi skýrslu um
framkvæmd hennar.