Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 25 eitthvað skrýtinn, virðist Andrés Kristjánsson segja við Jón ómara í leik Hauka og Ármanns á laugardaginn. Sigurgeir og Ólafur di með er Andrés fær gula spjaldið, en þó þetta atvik hafi e.t.v. verið ttu dómararnir góðan dag. (ljósm. Friðþjófur). JRI FERÐ kNN 24:13 j laugardagsblaðinu. Andrés Kristjánsson átti toppleik á laugardaginn og sömuleiðis stóðu þeir Ingimar Haraldsson og Ólaf- ur Jóhannesson sig mjög vel, allt mjög skemmtilegir leikmenn, sem auk annars hafa gott auga fyrir hraðaupphlaupum. Þá kom Þórir „burkni" Ólafsson sterkur út úr leiknum í lokin, gerði 4 mörk, en hefur lítið verið notaður í vetur. Ármenningarnir eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og liðið er í mikilli fallhættu. Meiðsli hrjá leikmenn liðsins og þannig hefur Pétur-Ingólfsson ekki getað leikið að undanförnu vegna fót- brots og Jón Vignir Sigurðsson var aðeins með fyrstu mínúturnar gegn Haukum, en varð þá að hætta leik vegna meiðsla í baki. Staðan er nógu erfið hjá Ármannsliðinu efnilega þó svona hlutir bætist ekki við. Breidd Ármenninga er ekki mikil en Haukanna hins vegar aldrei meiri. Friðrik Jóhannesson var sá eini, sem eitthvað reyndi í liði Ármanns þegar á móti fór að blása, en aðgerðir hans voru full einhæfar þó baráttan væri góð. Auk hans komust þeir Björn og Þráinn einna skást frá leiknum og Ragnar stóð f.vrir sínu í fyrri hálfleiknum — eins og reyndar flestir aðrir leikmenn liðsins. - áij INGAR" T MEÐ IÐ FH „flensumaðurinn" í Valsliðinu, sem ekki var hægt að sjá á að hefði legið í flensu. Jón skoraði 11 mörk, þar af 7 úr vítaköstum og er hann að verða einn helzti vítakastsér- fræðingur okkar fyrr og síðar. Auk Jóns 'áttu mjög góðan leik í Valsliðnu þeir Brynjar Kvaran markvörður og Bjarni Guðmunds- son, geysilega fljótur og skemmti- legur leikmaður. í heild var leikur liðsins undir meðallagi af skiljan- legum ástæðum en Valur er lið, sem er greinilega á uppleið eftir slaka byrjun í mótinu. Það var ekki við góðu að búast hjá FH þegar Geir og Þórarin vantaði, en þeir hafa verið burðar- ásarnir í sókninni hjá FH í vetur og Magnús hefur varið markið eins og hetja. Ungu mennirnir í FH eru greinilega ekki undir þgð búnir ennþá að taka við hlutverki „gömlu“ mannanna og því fór sem fór. Beztan leik í liði FH áttu að þessu sinni þeir Júlíus Pálsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Jón Friðsteinsson og Gunnlaug- ur Hjálmarsson dæmdu leikinn mjög vel. -SS. HK OG ÞROTTUR LEIKA AUKALEIKI UM AUKALEIKINA SÍÐASTLIÐINN fiistudag léku í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ Þróttur og Stjarnan í annarri deild karla í handknattleik. Þróttur sigraði í leiknum 27-22. og tryggði sér þar með rétt til að leika tvo aukaieiki við HK um það hvort liðið íær að leika við næst neðsta lið 1. deildar um sæti í 1. deild. Leikur Þróttar og Stjörnunnar var ekki vel leikinn og framan af voru mistök liðanna fjölmörg, en leikurinn lagaðist eftir því sem á leið og villum fækkaði. Þróttur hafði yfirburði í fyrri hálfleik og náði um tíma sex marka forskoti, staðan í leikhléi var 11—8. Ekki tókst Stjörnunni að rétta hlut sinn þrátt fyrir að þeir léku á heima- velli • og nytu stuðnings allra áhorfenda, að vísu tókst þeim að minnka muninn niður í 3 mörk rétt fyrír lokin, en tókst ekki að í þessum leik voru Sigurður Sveinsson sem skoraði 11 mörk, flest með þrumuskotum langt utan af velli, og Haildór Harðarson sem barðist vel í vörn og sókn. • Hjá Stjörnunni skoruðu flest fylgja því eftir og sigur Þróttar mörk þeir Eggert og Árni, og voru var öruggur. Bestu menn Þróttar þeir skástir í liði sínu. - þr. GROTIA FALLIN GRÓTTA sótti Akureyrarfélögin heim um helgina til að heyja lokabaráttu fyrir áframhaldandi veru í 2. deild. Til þess að svo mætti verða þurfti Grótta að vinna báða leikina fyrir norðan. Grótta lék á föstudag gegn Þór og sigraði örugglega með 26 mörkum gegn 23 en á laugardag slökkti KA vonir Gróttu með stórsigri 24.14. Þar með var Grótta fallin í 3. deild og má með sanni segja að fall liðsins sé stórt. því í fyrra lék það í 1. deild. _ Grótta situr ein og yfirgefin á 10:3, og í leikhléi leiddi Grótta botni deildarinnar með 7 stíg að leikjum sínum loknum, Leiknir hefur 8 stig og hefur einnig lokið leikjum sínum og Þór hefur einnig 8 stig en á eftir að leika gegn KA. Ef Þór tapar þeim leik, verða Leiknir og Þór að leika tvo leiki til úrslita um það hvort liðið skuli teljast í næst neðsta sæti deildar- innar en það lið sem tapar í þeim viðureignum mun leika tvo leiki við liðið, sem hafnar í 2. sæti 3. deildar um laust sæti í 2. deild að ári. Grótta hafði alian tímann yfir- höndina í viðureigninni við Þórs- ara á föstudaginn. Fljótt mátti sjá á markatöflunni 4:1 Gróttu í hag, 15:10. I síðari hálfleiknum söxuðu Þórsarar á forskotið en tókst þó aldrei að minnka muninn nema í tvö mörk og úrslitatölur urðu 26:23 fyrir Gróttu. Magnús Sigurðsson var áber- andi beztur í liði Gróttu að þessu sinni og skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk. Gunnar Lúð- víksson skoraði 4 mörk, Lárus Jónsson 3, Axel Friðriksson 2, Mag'nús Margeirsson 2 mörk. Sigtryggur Guðiaugs stóð að vanda uppúr í liði Þórs og varð markhæstur með 10 mörk. Árni Gunnarsson skoraði 5, Einar Björnsson 4, Rögnvaldur Erlings- son 2 og Jón Sigurðsson 2 mörk. Það var síðan leikur kattarins að músinni á laugardag þegar KA slökkti þann vonarneista, sem kviknað hafði hjá leikmönnum Gróttu við sigurinn yfir Þór kvöldið áður. Skemmst er frá því að segja að KA náði yfirhöndinni þegar í upphafi og jók forskotið jafnt og þétt ieikinn út og sigraði 24:14 eftir að hafa leitt í hléi 12:7. Mörk KA: Jón Hauksson 10, Alfreð Gíslason 6, Jón Árni Rúnarsson 4, Þorleifur Ananaías- son 2, Hermann og Friðjón 1 mark hvor. Mörk Gróttu: Magnús Sigurðs- son 7, Gunnar 3, Lárus 2, Kristján og Magnús Margeirsson 1 mark hvor. - Sigb. G. Anna Gréta forð- aði Þór frá falli LIÐ ÞÓRS í kvennahandknattleik forðaði sér frá falli í 2. deild á föstudag með eins marks sigri, 10.9 yfir Haukum úr Hafnarfirði. Þar með er ljóst að það verða annað hvort Haukar eða Ármann, sem mega þola það hlutskipti að Ieika í 2. deild að árí. Það var langt í frá að sigur Þórs væri sannfærandi í þessum leik. Lengst af höfðu Haukastúlkurnar örugga forystu í ieiknum, komust til að mynda í 6:2 og satt bezt að segja tapaði betra liðið i þessum leik. Þórsstúlkurnar skoruðu úr- slitamarkið beint úr aukakasti þegar aðeins voru 4 sekúndur til leiksloka. Anna Gréta var fljót að átta sig og sendi boltann beint í mark Haukanna án þess þeir kæmu vörnum við. Það voru sannarlega vonsviknar Hauka- stúlkur, sem yfirgáfu völlinn eftir þennan leik og ekki að ástæðu- lausu.__ Mörk Þórs: Anna Gréta 5, Soffía 2, Hanna, Dýrfinna og Sigríður 1 mark hver. Mörk Hauka: Margrét 6, Hall- dóra 2, Guðrún 1 mark. - Sigb.G. HAUKAR: Þorlákur Kjartansson 1, Ingimar Haraldsson 3, Ólatur Jóhannesson 3, Stefán Jónsson 1, Sigurður Aóalsteinsson 1, Elías Jónasson 2, Andrés Kristjánsson 4, Þorgeir Haraldsson 1, Sigurgeir Marteinsson 1, Þórir Ótafsson 2, Árni Hermannsson 2, Gunnar Einarsson 4. ÁRMANN: Ragnar Gunnarsson 2, Friórik Jóhannesson 2, Björn Jóhannesson 2, Þráinn Ásmundsson 2, Hörður Krístinsson 2, Óskar Ásmundsson 1, Jón V. Sigurðsson 1, Jón Ástvaldsson 1, Grétar Árnason 1, Valur Marteinsson 1. Einar Eiríksson 1, Skafti Harðarson 1. VÍKINGUR: Eggert Guðmundsson 2, Magnús Guðmundsson 2, Skarphéðinn Óskarsson 2, Ólafur Jónsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Þorbergur Aöalsteinsson 2, Árni Indriðason 4, Viggó Sigurð.sson 3, Páll Björgvinsson 3. Jón G. Sigurðsson 2. KR: örn Guðmundsson 2, Þorvarður Guðmundsson 2, Þorvarður Höskuldsson 2, Haukur Ottesen 2, Símon Unndórsson 3, Jóhannes Stefánsson 3, Friðrik Þorbjörnsson 1, Björn Pétursson 2, Sigurður P. Óskarsson t, Kristinn Ingason 2, Ólafur Lárusson 1, Emil Karlsson 1. VALUR: Brynjar Kvaran 3, Jón P. Jónsson 2, Þorbjörgn Guðmundsson 1, Bjarni Guðmundsson 3, Björn Björnsson 1, Steindór Gunnarsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Gísli Blöndal 2, Karl Jónsson 1, Jón H. Karslson 4, Þorbjörgn Jensen 1. FH: Birgir Finnbogason 2, Júlíus Pálsson 3, Guðmundur Magnússon 2, Janus Guðlaugsson 2, Jónas Sigurðsson 1, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Árni Guðjónsson 1, Valgarður Valgarðsson 1, Tómas Hansson 2, Theodór Sigurðsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Sverrir Kristinsson 1. FH A TOPPI FII HELDUR sínu striki í 1. deild kvenna ug vann sigur á KR á laugardaginn í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Úrslitin urðu 21.13 samkvæmt kokkabókum dómar- anna. en undirritaður og fleiri áhorfendur töldu að KRingar hefðu skorað 14 mörk í leiknum. Á kafla í fyrri hálfleiknum hafði KR þó í fullu tré við FH og einnig rétt í byrjun seinni háifleiksins, en síðan ekki söguna meir. FH sigldi hægt og bítandi framúr og skoraði úr færum sínum á meðan KR-ing- um voru allar bjargir bannaðar. ,FH á aðeins einn leik eftir í deildinni, gegn Haukum. í leiknum á laugardag áttu Katrín og Svanhvít beztan leik FH-stúlkna, en það var helzt Karólína, sem stóð fyrir sínu hjá KR. Mörk FH. Katrín 6, Svanhvít 5, Kristjana 5 (2 v), Sólveig 2, Anna 2, Sigfríður 1. Mörk KR> Karólína 7 (v), Olga 2, Sigrún 1, Guðrún 1, Hjördís 1. -áij

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.