Morgunblaðið - 14.03.1978, Side 41
<
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
41
fclk í
fréttum
Dýrt
höfuö
Fiona James heldur hér á einu
dýrasta höfði í heimi, höfuð-
kúpunni af Emanuel
Swedenborg, en hann var
mikilsmetinn vísindamaður,
heimspekingur og guðfræðing-
ur í Svíþjóð. Höfuðkúpan var
seld á uppboði í London fyrir
skömmu og verðið var aðeins
1.500 pund, eða tæp 7'/2
milljón ísl. króna. Kaupandinn
var Konunglega akademían i
Stokkhólmi, sem fær þarna
einn af sínum merkari sonum
til baka.
+ Refsingar í mörgum löndum múhameðstrúarmanna eru oft á
tíðum afar forneskjulegar og ómannúðlegar. Eyru og fingur eru
skorin af. menn eru húðstrýktir og fleira í þeim dúr. Þessi maður
var hýddur opinberlega fyrir tilraun til mannráns. Myndin er
tekin í Pakistan.
+ Eins og flestir vita var
(iraee Kelly. furstaynja í
Mónakó. fræg leikkona áður
en hún giftist. En síðan 195fi
hefur hún ekki komið nálægt
kvikmyndum. fyrr en núna á
síðasta ári að hún skrifaði
handrit að mvnd. sem nefnist
..The Children of Theatre
Street" eða „Biirnin í leikhús-
giitu'. Myndin hefur fært
aðstandendum sinum mörg
verðlaun og verið tilnefnd tií
enn fleiri.
Allt er
þá
þrennt
er
Muhamed Ali, fyrrverandi
heimsmeistari í yfirþungavigt í
hnefaleikum, heldur hér uppi
þremur fingrum til merkis um
að honum skuli takast að vinna
titilinn í þriðja sinn. En eins og
kunnugt er tapaði Ali titlinum
i Las Yegas í síðasta mánuði.
Sennilega hafa mörg stór orð
fallið eftir kejtpnina, enda er Ali
þekktur fyrir allt annaö en
hógværð.
I
i
i
i
i
i
<
EffectCB5125
er feti framar
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu
í bílinn
í bátinn
á heimilið
BENCO
Bolholti 4, Reykjavík
sími 91-21945
Þaö er algjör óþarfi að láta flugur angra sig í fríinu -
heima eða erlendis.
Takið Shelltox flugnafæluna með í sólarlandaferð-
ina - og losnið þannig við óþægileg kynni af
framandi skorkvikindum.
Fæst á afgreiðslustöðum Shell.
Oliufélagið Skeljungur hf
Shell
rrieð í friiö