Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Ragnar Björnsson: Athugasemd við greinargerð sóknarnefndar Dómkirkjunnar Ég vil taka fram strax að grein sú sem birtist í Þjóðviljanum 18. marz s.h er algjörlega á ábyrgð höfundar hennar og kemur mér ekki við nema að því Ieyti, að hún fjallar um viðskipti mín við sóknarnefnd Dómkirkjusafnaðar- ins og sr. Þóri Stephensen. En þau atriði í greinargerð sóknarnefndar sem snúa að mér persónulega neyðist ég til að taka til umfjöllun- ar þar sem sum atriðin eru skrifuð af skilningsleysi, önnur skrifuð af þekkingarleysi og sumstaðar al- gjörlega rangt skýrt frá. Mun ég segja satt og rétt — að viðlögðum drengskap mínum — frá þeim atburðum sem að mér snúa. Allt mas um það hvað ég sé vondur maður en aðrir góðir læt ég fram hjá fara og leyfi öðrum að dæma um það. „Núvcrandi ráðningarsamn- ingur minn" hljóðar upp á laun miðuð við 71% af 26.1. fi. opin- berra starfsm. Lít ég á starf mitt við Dómkirkjuna sem aðalstarf og svo fr.v. Þekkingarleysi 1947 lauk ég prófi í organleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem nemandi Páls ísólfssonar og lokaprófi í píanóleik frá sama skóla 1950. A námstíma mínum hjálpaði ég oft dr. Páli við afhafnir í Dómkirkjunni. Frá námi utanlands kom ég 1954 og gerðist þá fljótlega aðstoðarmaður Páls og var það að frádregnum námstíma frá vori 1965 til ársloka 1966, en þann tíma spilaði Máni Sigurjónsson, og fáeinum öðrum miklu styttri fjarvistum. Ég var fastráðinn við kirkjuna 1968. Ekki er víst að þetta sé allt skráð í bækur kirkjunnar, því að engir voru samningarnir til um þessa >%Jr*i \ «. *<¦!• €, %>, vinnu og launaupphæðir skiptu ekki máli á þeim tíma því þetta gerði ég — og vafalaust aðrir nemendur Páls sem nálægt þessu komu — fyrst og fremst fyrir Pál sjálfan. Misskilningur Varðandi Dómkórsfólkið sem söng með Páli ísólfssyni er það að segja, að um sumarið 1968 var haldinn fundur á heimili formanns kórsins, en þar tjáði ég kórnum að mig langaði til að endurnýja kórinn, en hann var þá orðinn fámennur og sumir kannski komn- ir yfir þau aldursmörk þar sem söngröddin er farin að gefa sig. Bað ég kórinn um að hjálpa mér að koma þessari breytingu á. Mér fannst kórinn skilja þessa löngun mína en skyndileg uppsögn kórsins olli leiðindum sem kannski óhjákvæmilega koma upp við slíkar aðstæður, og ekki var ég sjálfur minnst leiður. Nýiu smákökumar Við erum eins hreykin af nýju smá- kókunum okkar og nokkur húsmóðir getur orðið af heimabakstrinum. Hnda standast þær hvaða samjöfnuð sem er. líka hvað verð snertir. IKEXVERKSMIÐJAN ERÓN Ekki satt Að Kirkjugarðar Reykjavíkur hafi hafnað samstarfi við mig er mér ókunnugt um. Aftur á móti sagði ég, að mig minnir við forstöðumann kirkjugarðanna, að ég kysi að vera að mestu laus við jarðarfarir í Fossvogskirkju vegna þess að ég vildi geta æft mig sem mest á orgelið með tónleikahald í huga. Þessari afstöðu minni var mætt með fullum skilningi og hef ég undanfarin ár ekki spilað þar nema með fáum undantekningum, ég er reyndar að fara þangað núna til þess að spila við jarðarför þar sem Ljóðakórinn syngur. Ég nefni þetta hér ef sá kór skyldi vera annar þeirra sem ekki vildi syngja með mér, hinn kórinn hlýtur þá að vera Dómkórinn sjálfur því aðrir kórar syngja ekki við jarðarfarir í Dómkirkjunni utan þá karlakórar einstöku sinnum. Ekki satt Haustið 1975 lofaði ég að taka við stjórn óperunnar Carmen af B.W. í Þjóðleikhúsinu. Þannig ¦ hittist á að fyrsta sýning mín í Þjóðleikhúsinu var sett á sama kvöldið og aðventukvöldíð skyldi vera í Dómkirkjunni. Gerði ég það sama og ég hafði alltaf áður gert, dr. Páll hafði alltaf gert og allir aðrir organistar gera ef slíkir árekstrar verða, að ég útvegaði mann fyrir mig, Mána Sigurjóns- son, til að spila á aðventukvöldinu og veit ég ekki til að fyrr né síðar hafi verið gert veður út af slíku. En þá gerist það að frú Dagbjórt formaður kirkjunefndar kvenna og sr. Þórir höfnuðu aðstoð Mána á þeim forsendum að hann væri ekki undir það búinn að leika einleik á orgelið til viðbótar öðrum organ- leik á samkomunni. Útveguðu þau því annan organleikara, nemanda í tónlistarskólanum, Hörð Áskels- son, sem lék einleik á orgelið. Hér skal það tekið fram að það hefur alls ekki verið fastur liður þetta kvöld að leika einleik á orgelið. En ósannindi eru það að ég hafi ekki útvegað mann fyrir mig umrætt kvöld. Þetta atvik var síðan gert að stórmáli á sóknarnefndarfundi og ógjarnan vil ég þurfa að birta bréfaskipti sem urðu tii vegna þessa óvenjulega máls. Þekkingarleysi Bréflega fékk sóknarnefnd skýr- ingu á því að kórinn var ekki í því ástandi að geta sungið „kórnúmer" á umræddu aðventukvöldi, sem heldur var ekki nein „tradition" að kórinn gerði. Ástæður sem nefnd- ar voru í því skrifi voru að verið væri að þjálfa nýtt söngfólk í kórnum og að þrír af meðlimum hans væru að syngja í Carmen umrætt kvöld. Þeir sem eitthvað þekkja til kórstarfsemi vita hvaða þýðingu þessi tvö atriði hafa fyrir fámennan kór sem þ.a.u. ekki er skipaður atvinnusöngvurum. Ógeðfellt Þátturinn um jarðarfarirnar og kaupkröfur er svo ógeðfelldur að ég get ekki ætlað nokkrum manni innan sóknarnefndar og því síður prestunum að skrifa slíkt ógeð, og hlýtur einhverjum óboðnum gesti að hafa verið hleypt inn. En við umræddar tvær(?) athafnir var um mistök að ræða, sem annað- hvort mér eða útfararstjóranum Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.