Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 13 Eldur í Arnarholti ELDUR kom upp í einu húsi vistheimilisins í Arnarholti á Kjalarnesi í fyrrad. en starfs- menn voru að ljúka við slökkvi- starf. er fyrsti bfllinn frá Slökkviliði Reykjavfkur kom á staðinn 21 mínúfn eftir til kynningu um eldinn. Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík, sagði Mbl. í gær, að fyrir um mánuði hefðu slökkviliðsmenn verið í Arnar- holti, þar sem slðkkvibúnaður vistheimilisins var endurnýjað- ur, m.a. með slöngum við brunahanana. og hefði sú end- urnýjun sýnt gildi sitt í gær- morgun. Húsið, sem eldurinn kom upp í, var rýmt um áramótin, en unnið var að því að lagfæra þar til fyrir föndur- aðstöðu. Nokkrar skemmdir urðu í herbergi því, sem eldur- inn kom upp í, en að öðru leyti urðu litlar skemmdir og sagði Gunnar það mætti þakka því að starfsmenn Arnarholts hefðu gengið vasklega f ram með hinn nýja slökkvibúnað. Starfsfólk vistheimilisins í Arnarholti hafði að mestu slökkt eldinn, þegar slökkviliðið kom á vettvang. Ljósm. Mbl.i Rax. Tvær sýn- ingar í Norræna húsinu NÚ STANDA yfir tvær sýningar í Norræna húsinu, önnur nefnist Börnin og umhverfið og er á vegum Kvenfélagasambands ís- lands og Norræna hússins, en fengin frá Forbrukerrádet í Ósló. Lýkur henni annan dag páska. Hin sýningin heitir Með augum barns og sér Félag íslenzkra sérkennara um hana. Eru á henni verk grunnskólariemenda úr ýmsum deildum og sérskólum og lýkur henni 29. marz. „A sama tíma að ári" sýnt á Suður- landi UM SÍÐUSTU helgi var sýnt í Vestmannaeyjum bandaríska gamanleikritið „A sama tíma að ári" og urðu sýningar þar 5. Eru það fleiri sýningar en áður í leikferð þar og var húsfyllir á hverri sýningu. Á næstunni verður verkið sýnt víða um Suðurland og verður reynt að sýna í flestum þeim félags- heimilum og samkomuhúsum. Verða þær sem hér segir: 27. og 28. marz á Selfossi, 29. marz í Stapa, 30. marz í Minni-Borg, Grímsnesi, 1. apríl Hvoli, 2. Aratungu, 3. á Flúðum, 4. á Hellu, 5. í Vík í Mýrdal og 6. apríl á Kirkjubæjar- klaustri. Það eru þau Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarna- son sem leika einu hlutverk leikritsins. Ljósmynda- sýning í Bú- staðakirkju Nú fyrir páskana verður sett upp ljósmyndasýning í Bústaða- kirkju. Er það Kjartan Kristjáns- son sem sýnir myndir sínar og eru þær hengdar upp f safnaðar- sölum kirkjunnar. Sýningin verð- ur opin fram yfir páska og fram f aprflmánuð meðan fermingar f kirkjiinui standa yfir. Sr. Ólafur Skúlason sagði, að nýmæli væri að fá ljósmyndasýn- ingu í kirkjuna, en áður hefðu verið sýndar höggmyndir og mál- verk og kvaðst hann vona, að þessi sýning yrði kirkjugestum til auk- innar ánægju í kirkjugöngu sinni. (nordíiiende) Bang & Olufsen ^*** -¦- -----------------------------------------------------------------------------^^ Líta- sjonvorp Tilvalið fyrir: þorp, kaupstaði, starfshópa og jafnvel byggðarlög. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.