Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 fHffrrmi sti blafaift Útgefandi hf. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22480. Sundruð bjóðum við hættunum heim Hnattstaða lands okkar mótar líf og viöhorf þjóöarinnar. Þaö liggur í senn á mörkum hins byggilega hluta jaröar og um þjóðbraut þvera; miös vegar milli hins gamla og nýja heims, hvort heldur miðaö er viö leiöir lofts eöa lagar. Lega landsins og fámenni þjóðarinnar í stóru og strjálbýlu landi setja svip á lífskjör okkar og samskipti við aðrar þjóðir. Þrátt fyrir hnattstöðu landsins býður þaö börnum sínum ærinn auö, ef rétt er nýttur. Auölindir láðs og lagar, gróöurmold og fisk- stofnar, hafa þó nýtingar- mörk, sem ekki má yfir fara. Ef gengiö er of nærri þessum auðlindum skerðum viö rang- lega þann höfuðstól, sem er sameign okkar með niöjum og komandi kynslóöum. Þriöja auölindin, orkan í fallvötnum og jarövarma, skapar okkur nýjan veg iöju og iönaöar til bættra lífskjara. Hin nýju iöntækifæri gera okkur viöráöanlegra aö nýta hinar fyrri auölindir hyggilega. Viö þurfum einfaldlega aö læra aö lifa í sátt viö umhverfi okkar land og haf; lifa af vöxtum þess höfuöstóls, sem okkur hefur verið trúað fyrir, án þess að skeröa hann sjálfan. En fámenn þjóð í stóru og haröbýlu landi sækir aöeins betri tíö meö vökulu starfi hugar og handar; meö vaxandi framleiösluverömæt- um, sem endanlega veröa aö bera uppi lífskjör okkar, bæöj sem þjóðar og einstaklinga. í því efni hefur þjóöin öðru og hyggilegra aö sinna en aö berjast við sjálfa sig. Það er táknræn tilviljun, sem á rætur í hnattstööu landsins, að helztu trúarhátíö- ir okkar bera uppi á árstíma, sem gefur þeim viömiöunar- gildi í daglegu lífi þjóöarinnar. Við höldum heilög jól í svart- asta skammdeginu, á mörk- um myrkurs og Ijóss, þegar sól tekur að hækka á lofti og dag að lengja. Þannig eru jólin boöberi birtu, bæöi í umhverfi okkar og hið innra með okkur. Páska ber einnig aö garði sem vorboða, er vetur kveöur og lífríki lands- ins, umhverfis okkur rís upp af vetrardauöa. Framundan er voriö og gróandinn — „betri tíð með blóm í haga, bjarta langa sumardaga". Já, þá er máske tilviljun aö trúarhátíöir þjóðarinnar hald- ast í hendur viö vaxandi birtu og vakningu lífríkis landsins. Sú tilviljun hefur þó táknrænt gildi, sem okkur er frjálst aö brjóta til mergjar, hvert á sinn hátt. Spurning er hins vegar, hvort sá boöskapur, sem aö baki býr þessum hátíðum, hefur þá fótfestu hið innra meö okkur sem æskilegt væri. Tækni og vísindi nútímans hafa stórbætt lífskjör okkar. Skapaö jaröveg fyrir menn- ingarleg, félagsleg og efna- hagsleg réttindi, sem viö búum viö í dag. Tæknin hefur jafnframt fært okkur, eyþjóö yzt á ránarslóðum, inn aö miðju heimsviöburöa. Þaö nábýli, sem hún hefur skapaö okkur, hefur fært okkur margt gott. En hinu er ekki að neita aö ýmislegt miður gott, og sumt stórhættulegt, hefur fylgt í kjölfariö. Samtímis hefur heilbrigö sjálfsbjargar- hvöt snúizt — a.m.k. í sumum tilfelium — í varhugavert lífsgæðakapphlaup. í stuttu máli: siðferðilegur og menn- ingarlegur þroski okkar — sem þjóöar og þegna — hefur ekki vaxiö í sama hlutfalli og tæknin og hin ytri lífskjör. Það hefur losnaö um þau bönd, illu heilli, sem knýttu okkur boöskap aö baki kristilegra kenninga og hátíða. Boöskap, sem enn vísar veg aö innri hamingju og er grundvöllur siðræns mats á réttu og röngu. Svo margir hættuboöar hafa gert vart við sig í þjóðlífi okkar undanfariö, aö brýn þörf er siörænnar vakningar í sam- skiptum okkar og samfélagi. Ekki vakningar heiftar og hefnda; heldur vorhugar og vilja til góðs. Sú vakning er boöuö í kirkju lands okkar. Viö þurfum því ekki yfir lækinn til að sækja vatniö. Vilji er allt sem þarf. Hér að framan var fjallaö um auölindir láös og lagar: gróöurmoldar, fiskstofna, fall- vatna og jarðvarma. Það var staöhæft aö þetta land ætti ærinn auö, ef rétt væri nýttur. Ef viö lærum aö lifa í sátt viö umhverfi okkar; gengjum aöeins á vexti en ekki höfuö- stól þeirra auölinda, sem okkur hefur veriö trúað fyrir. En svo nauösynlegt sem það er okkur aö lifa í sátt við umhverfi okkar á landi og sjó, er sú nauösyn ekki síðri aö lifa í sátt hvort viö annaö í landinu. „Litla þjóö sem átt í vök aö verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast". Sam- taka eru okkur flestir vegir færir. Sundruö bjóöum við hættunum heim. Hugarfars- breyting, sem eflir samfélags- vitund okkar, verðmætasköp- un í þjóðarbúskapnum, aö- hald og aögæzlu í efnahags- málum og síöast en ekki sízt siörænt mat okkar, yrði sam- verkandi þeim vorboöum, sem nú eru á lofti, og vegvísir til öryggis og velfarnaöar. í þeirri von aö sú veröi gifta okkar óskar Morgunblaöiö lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar. 150 ár frá fæðingu Ibsens: Lífseig þjóðfélagsádeila og Suzannah Ibsen og Henrik Ibsen á yngri Eftir ASLAUGU RAGNARS Ibsen lætur þeirri spurningu ósvarað, og þegar hann var eitt sinn spurður að því hvort móðirin hefði gefið syninum eitrið, svaraði hann: „Mér dytti aldrei í hug að taka afstöðu í svo örlagaríku máli." Fyrir Helene Alving voru báðir kostirnir jafn hræðilegir. í upphafi fékkst ekkert leikhús á Norðurlóndum eða í Evrópu til að taka „Afturgöngur" til sýningar, og það var ekki fyrr en árið 1882 að það var frumsýnt í Chucago. Skömmu síðar var það sýnt í Helsingfors, en þaðan var farið í leikför um Norðurlönd. Áratugur leið áður en leikritið var tekið til sýningar í Lundúnum. Hvarvetna vakti það hneykslun, andúð og ótta, og Ibsen var sakaður um að leggja blessun sína yfir blóðskömm, hórdóm og niðurrifsstarfsemi. Ibsen er íslenzkum leikhúsgestum vel þekktur af verkum sínum, en fjölmórg þeirra hafa verið flutt hér á sviði, í útvarpi og sjónvarpí. Þótt ekki sé ætlunin að gera hér úttekt á ævi Ibsens eða verkum hans er í tilefni af 150 ára afmæli hans á mánudaginn var vert að gefa gaum að uppruna hans og jarðvegi þeim, sem verk hans eru sprottin úr. Henrik Ibsen fæddist í Skien á Þelamörk 20. marz 1828. Hann var elztur í hópi fimm systkina, kominn af gildum borgurum í ættir fram. Föðurafi hans var af dönskum ættum. Hann var skipstjóri, en verzlun og viðskipti urðu vettvangur Knud Ibsens, fóður skáldsins. Á bernskuárum Ibsens var Skien tvö til þrjú hundruð manna pláss, og fólkið sem þar bjó byggði afkomu sína að mestu leyti á verzlun og siglingum. Árið 1835 voru skráðir í þessu samfélagi 38 meiriháttar kaupsýslumenn og 31 smákaupmað- ur, 93 handverksmenn, 67 sjómenn, 181 daglaunamaður, 369 vinnumenn og 111 fátæklingar, og er þá ótalið það fólk, sem þessir menn höfðu á framfæri sínu. Kjör þessa fólks voru misjöfn, og segja má að fyrst taldi hópurinn hafi verið nokkurs konar aðall bæjarins. Inn í þennan aðal var Henrik Ibsen borijin. Knud Ibsen var mektugur kaup- maður og broddborgari. Hann leitað kvonfangs í einni auðupstu fjöl- skyldu í Skien, og fyrstu árin sem þau Marichen Altenburg voru gift, lék allt í lyndi. Hjónin voru afar ólík, en áttu þó sameiginlegt, að bæði voru listfeng. Knud Ibsen er svo lýst að hann var ljós yfirlitum, lágvaxinn og fíngerður. Hann barst á í klæðaburði og lifnaðarháttum, var fyndinn og skemmtilegur, en þótti nokkuð kaldhæðinn. Frásagnargáfu hans var viðbrugðið, en ekki þótti fýsilegt að lenda í orðahnippingum við hann. Móðir skáldsins var fríð kona, fínleg og dökk yfirlitum. Hún var hlédræg og dul, en teiknaði og málaði laglega. Ekki er fráleitt að orðheppni og frásagnargleði föðurins hafi í leik- ritum Ibsens sameinazt myndrænum hæfileikum móðurinnar, þótt á þessum tíma hafi listiðkun ýmiss konar sjálfkrafa verið látin fylgja með í uppeldi yngismeyja af æðra standi, og hafi því ekki verið sérstakt afrek. Þegar Henrik Ibsen var sjö ára að aldri varð faðir hans gjaldþrota. í þá daga varð afleiðing slíkra ófara ekki aðeins breyting á högum. Gjaldþrot var óbærileg skömm og smánarblett- ur, og í slíkum skugga var líf Ibsen-fjólskyldunnar upp frá því. Glæsibústaðurinn á bezta stað í bænum var seldur upp í skuldir, en fjölskyldan fluttist út fyrir bæinn — til Venstöb, sem var niðurnýtt býli. Glaðlyndi góðborgarinn varð mannafæla og lét beizkju og hugar- víl ná tökum á sér. Knud Ibsen varð erfiður á heimilinu og húsmóðirin varð döpur og fá. Fyrsta leikhúsið Henrik Ibsen, tasplega sextugur aö aldri. Það má því nærri geta að Henrik, sem var einrænn að eðlisfari, fór ekki varhluta af þessum þrenging- um. Hann dró sig inn í skel og undi sér aðeins í litlu herbergi inn af eldhúsinu. Þar teiknaði hann og málaði, las og lék sér með brúðuleik- húsið sitt. Mest óttaðist hann að hin börnin kæmust inn í helgidóminn og rótuðu í dótinu hans, og systir hans, Hedvig, hefur lýst því hvernig ómögulegt var að fá hann til að taka þátt í leikjum hinna barnanna. Þau létu öllum illum látum til að ýta við dauðyflinu, sem lifði svo algerlega í eigin hugarheimi, og hættu ekki fyrr en þau höfðu gert hann æfan af reiði. En Henrik Ibsen var silalegur og hafði ekki við hrekkjusvínunum á hlaupunum. Auk þess var hann afskiptalítill og laus við árásargirni, svo hann lét sér nægja að reka þau á flótta. Brátt kom þó að því að drengurinn lét sér ekki nægja brúðuleikhúsið og einveruna. Hann fór að skipuleggja leiksýningar þar sem hin börnin aðstoðuðu hann, en skemmtilegast fannst honum þó að koma fram sjálfur í gervi töframanns. Hann stundaði búktal, og á sunnudags- kvöldum kom það fyrir að hann bauð nágrönnum til að sjá sýningarnar. Búktalið var sannkallað glansnúmer, en áhorfendurnir vissu auðvitað ekki að það var ekki rödd snillingsins, sem stóð og baðaði sig í aðdáun þeirra, sem heyrðist, heldur rödd Jóhanns litla bróður, sem kúrði í kassa. Þá sjaldan að vel lá á Knud Ibsen átti hann það til að hjálpa til við sýningarnar, og hann skemmti sér dável við að horfa á svipinn á sýningargestunum. Þessi málsgrein er ekki tekin úr nýlegri rauðsokkuprédikun, heldur er hún úr aldargömlu uppkasti Henriks Ibsens að „Brúðuheimilinu". Það er eitt af" megineinkennum verka Henriks Ibsens, að þau eru ekki síður umhugsunarefni og ádeila nú á dögum en þegar þau voru frumflutt. Er þess skemmst að minnast þegar Nóra, sem fékk nóg af mömmuleiknum, varð fyrir nokkrum árum persónugervingur nútímakon- unnar, og „Brúðuheimilið" komst í brennidepil í umræðum um kven- frelsis- og jafnréttismál. í frumdrög- um að leikritinu segir ennfremur: „Til eru tvenns konar andleg lögmál,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.