Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 21 forna Staðarprestakalls í Stein- grímsfirði, er prestslaust hafði verið tvö undanfarin ár. Það var Þorsteinn Jóhannesson frá Ytra- Lóni á Langanesi, sem lokið hafði guðfræðiprófi frá Háskóla íslands þá um vorið. Séra Þorsteinn er fæddur 24. marz 1898 að Ytri- Tungu á Tjörnesi, þar sem foreldr- ar hans bjuggu þá, Jóhannes bóndi Jóhannesson og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir prests á Þórodds- stað, Jónssonar. Bæjarhús á Stað voru hrörleg, enda sum að stofni til frá tímum sr. Sigurðar Gíslasonar, er var prestur á Stað Um og fyrir miðja 19. öld. Hann var búhöldur góður, framkvæmdamaður mikill og hafði byggt upp staðinn ágæta vel og stórmannlega að þeirrar tíðar hætti, bæði að íbúðar- og úti- húsum. Árið 1924 var húsakostur á Stað sem fyr segir forn og úr sér genginn, og jörðin í ábúð bónda meðan prestslaust var. Þennan fyrsta vetur prestskapar síns sat séra Þorsteinn því úti í Hólmavíkurþorpi með fjölskyldu sína, en hóf búskap á Stað vorið eftir, 1925. Kona séra Þorsteins er Laufey Tryggvadóttir kaupmanns á Seyðisfirði og síðar gjaldkera í Reykjavík, Guðmundssonar. Þegar þau hjón fluttu norður í Stein- grímsfjörð var fætt elzta barn þeirra, Tryggvi síðar læknir, þá á Þvottahús og efnalaugar hækka taxta sinn um 5,5% HEIMILUÐ hefur verið 5,5% hækkun á töxtum efnalauga og þvottahúsa. Hefur hin nýja verð- skrá þegar tekið gildi. Bandarískt herskip í Reykjavík DAGANA 23. og 24 marz verður statt í Reykjavík bandaríska herskipið La Moure County, en til Reykjavíkur kemur skipið eftir að það hefur tekið olíu í Hvalfirði. Á skipinu eru yfir 200 menn en það er 8.342 tonn. Yfirmaður þess er Comm. E.L. Schneider. -----«4«---- 16 ára piltur í gæzluvarðhald fyrir síbrot í VIKUNNI var 16 ára piltur úrskurðaður í allt að 30* daga gæzluvarðhald í Hafnarfirði fyrir síbrot. Piltur þessi hefur töluvert langan afbrotaferil þótt ekki sé hann gamall orðinn. Hefur hann einkanlega gert mikið af því að stela bílum og hefur hann á undanförnum mánuðum fengið á sig 7 kærur fyrir slík brot. I síðustu viku stal hann til að mynda tveimur bílum sömu nótt- ina og skemmdi annan þeirra töluvert. Leiðrétting í fréttaviðtali við Gunnar Peter- sen um sölu á mjöli og lýsi, sem birtist á bls. 2 í blaðinu í gær, kom fram slæmur misskilningur milli blaðamanns og Gunnars. Þar kom fram að sölutregða væri á mjöli og lýsi í bili og óseld væru 50 þúsund tonn. Hið rétta er að óseld eru 15—20 þúsund tonn. Þá skal einnig tekið fram, að lýsisverð er reiknað í dollurum en ekki pundum. Er Gunnar beðinn afsökunar á þess- um missögnum. fyrsta aldursári. Hin ungu og glæslegu prests- hjón unnu strax hugi og hjörtu sóknarmanna sinna, sem eftir megni vildu stuðla að því, að þau gætu búið vel um sig og komið fótum undir stórt bú, líkt og verið hafði hjá ýmsum hinna fyrri Staðarpresta. Frá upphafi vega hafði Staðartún verið ógirt, sem var allt að því einsdæmi þar í sveitum árið 1925. Með nokkurri aðstoð sveitarmanna var það nú girt stórri fjárheldri girðingu. Ennfremur var þá um sumarið byggt reisulegt íbúðarhús úr steinsteypu, sem flutt var í um haustið þótt smíði þess væri ekki að fullu lokið fyrr en síðar. Þau ár, sem séra Þorsteinn þjónaði Staðarprestakalli mun hann hafa komið upp allgóðu sauðfjárbúi, en fjárhagurinn þó verið frekar þröngur, bæði vegna skulda frá námsárunum og átaka við stækkun búsins. Þótt söfnuðir séra Þorsteins í Staðar- og Kaldrananessóknum misstu vinar í stað, er hann sótti um Vatnsfjörð eftir andlát séra Páls Ólafssonar haustið 1928 sættu þeir sig við þá ákvörðun þar eð þeir vissu, að Vatnsfjörður var sögufrægt höfuð- ból og tekju- og hlunnindameiri jörð en Staður. Vatnsfjarðar- brauði þjónaði séra Þorsteinn við sömu vinsældir og fyrr á Strönd- um norður, unz hann lét af embætti sumarið 1955 og flutti til Reykjavíkur. Hann þótti jafnan góður ræðumaður, frjálslyndur og víðsýnn í trúarefnum, söngvinn og áheyrilegur fyrir altari. En að öðru leyti skal það sagt um þjónustu hans, sem mælt hefur verið um annan mætan mann: „Að fræði sín kunni hann vel og allt það, er hann hafði numið, en skyldur sínar mundi hann ávallt bezt.“ J.Hj. Tefla ytra um páskana GUÐLAUG ÞORSTEINS- DÓTTIR, Norðurlandameist- ari kvenna í skák, mun tefla sem gestur í afmælismóti Danska skáksambandsins um páskana ásamt einum þátt- takanda frá hverju hinna Norðurlandanna. Fer mótið fram í Horsens á Jótlandi og hefst á skírdag og lýkur á annan í páskum. Þá hafa Einar S. Einarsson, forseti SÍ, og kona hans þegið boð um að vera viðstödd hátíðahöld sem fram fara í Horsens dagana 25. og 26. mars í tilefni af 75 ára afmæli Danska skáksambandsins. Birkir Leósson, nýbakaður unglingameistari Skákfélags- ins Mjölnis, mun taka þátt í alþjóðlegu unglingaskákmóti, sem fram fer í Fredrikstad í Noregi dagana 21.—26. mars. Páskar í Blómaval Páskaliljurnar eru ræktaðar í gróðurhúsinu og því aðeins seldar nýjar og ferskar. 300 fm blóma- og grænmetismarkaður. Opið um páskana Skírdagur: Kl. 9—22 Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur: Kl. 9—22 Páskadagur: Lokað 2. í páskum: Kl. 9—22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.