Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 20
20 _____________________________;_________________S____ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Áttræður: Þorsteinn Jóhannesson fyrrverandi prófastur Prestsetrið Vatnsfjörður í Norð- ur-ísafjaðarsýslu var fyrr á árum talið eitt með betri bújörðum þessa lands. Það er margt, sem prýðir þessa ágætu jörð, selveiði, dúntekja, góð ræktunarskilyrði, silungsveiði og fagurt útsýni. Margir kunnir prestar hafa setið hana, og kunnað að notfæra sér gæði hennar. Þeir hafa sameinað að vera góðir kennimenn og hagsýnir bumenn. Vil ég nefna örfá nöfn kunnra kennimanna, sem setið hafa Vathsfjörð fyrr á árum: Séra Þórarin Kristjánsson (forfaðir núverandi forseta), séra Þórarin Böðvarsson, séra Stefán P. Stepensen, séra Pál Ólafsson og séra Þorstein Jóhannesson. Sá síðastnefndi, séra Þorsteinn Jóhannesson fyrrverandi prófast- ur, er 80 ára í dag. Hann er fæddur 24. marz 1898 á Ytri-Tungu á Tjörnesi. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóhannesson bóndi á Ytra-Lóni á Langanesi og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir prests í Vogsósum og Þóroddsstað Jónssonar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 25. júní 1920. Cand. theol. frá Háskóla íslands 8. júní 1924. Vígðist 24. október sama ár til Staðarpresta- kalls í Steingrímsfirði. Kosinn sóknarprestur í Vatnsfjarðar- prestkalli 10. sept. 1928. Þjónaði því prestakalli til ársins 1955. Skipaður prófastur í Norður-ísa- fjarðarprófastdæmi árið 1939. I tilefni 80 ára afmælisdags míns kæra vinar, langar mig til þess að senda honum kveðju, þótt fátækleg verði. Það er hverju byggðarlagi mik- ilsvirði, þegar þangað koma ógleymanlegir menn og konur, sem setja sérstakan svip á allt um- hverfið. Það er ekki hægt að tala eða skrifa um séra Þorstein fyrrv. prófast í Vatnsfirði, svo að ekki sé minnst elskulegrar konu hans frú Laufeyjar Tryggvadóttur, því svo samhent eru þau í öllu lífi sínu og athöfnum, að þeir, sem þeim hafa kynnst, gleyma þeim ekki. Heimili þeirra í Vatnsfirði gleymir enginn, sem þangað kom. Það var sannur griðasaður og einstök reisn og höfðingsskapur bæði úti og inni. Hver, sem þangað kom fann fljótlega, hversu velkominn hann var á heimili þeirra. Æskuheimili mitt var stutta bæjarleið frá Vatnsfirði. Voru því mjög tíðar samgöngur milli þess- ara heimila. Ekki get ég hugsað mér betra nábýli á allan hátt heldur en þar ríkti, gagnkvæmur skilningur og traust. Ég tel mig hafa lært afar mikið og að það hafi haft göfgandi áhrif á æsku mína og þroskað hugarfar m mitt, að hafa verið það ham- ingjusamur að eiga þess kost að alast upp í návist og við náin kynni prófastshjónanna í Vatnsfirði, frú Laufeyjar og séra Þorsteins. Það var svo margt, sem þeirra yndis- lega heimili opnaði manni innsýn í, að í barnshugann greiptist sú fallega mynd, sem heimilshættir þeirra fagra heimili veitti. Þar var ætíð útbreiddur armur þeirra beggja til þess að hlúa að öllu, sem betur mátti fara. Hvort það var lítið barn sem þurfti uppörvunar eða ellimótt gamalmenni. Öllum leið svo vel og allir fundu þann milda kærleik og hugarþel, sem frá þeim stafaði. Ég get vel um þetta borið, betur en margur annar. Trygglyndi og kærleiksrík vinátta milli foreldra minna og prófastshjónanna í Vatnsfirði, var svo samofin og byggð á því trausta bjargi, sem aldrei bar skugga á öll þau sambýlisár, sem heimili þeirra stóðu hlið við hlið. Fyrir alla þeirra góðvild í garð foreldra minna, vil ég færa þeim prófastshjónum hjartans þakkir og bið þann sem okkur hagsæld ræður, vel þeim að launa. Ég gat þess fyrr í þessum línum, að Vatnsfjörður væri góð bújörð. Það sýndi búskapur þeirra prófasts- hjónanna, öll þau ár, sem þau dvöldu í Vatnsfirði. Gæði jarðar- innar kunnu þau að hagnýta sér. Bú þeirra var ætíð stórt og afurðagott, og þar af leiðandi þarfnaðist það nokkurs mannafla. Ég minnist þess eitt sinn, er núverandi búnaðarmálastjóri var staddur í Vatnsfirði og leit yfir fjárhóp prestsins. Hann lét þess getið að líklega ætti enginn prestur á íslandi jafn velræktað fé og Vatnsfjarðarpresturinn. Bæri það órækan vott um, hversu gott vit hann hefði á vaxtarlagi og eðli sauðkindarinnar. Séra Þorsteinn rækti hvort- tveggja af mikilli snilld og alúð, að vera góður bóndi í þess orðs beztu merkingu og framúrskrandi góður kennimaður. Hann er tákn festu og stöðugleika í hinu helga orði í öllum sínum embættisverkum. Hann er maður heillundaður, þess vegna er hann umfram allt, hollur þeim konungi, sem hann hafði vígst, hollur boðskap hans og kirkju. Enda mótaðist hugarþel sóknarbarna hans af stakri virð- ingu og trausti í öllu hans starfi. Það er stundum sagt að „glöggt sé gests augað". Ég minnist þess eitt sinn, en þingeyskur góðbóndi, Jón Sigurðsson frá Yztafelli í Köldukinn, kom vestur að Djúpi í þeim erindum að kaupa fé til fjárskipta. Mitt hlutskipti var að fylgja þessum skemmtilega og ógleymanlega manni á milli bæja er mest seldi bíllinn í Evrópu og hefur verið það í síðastliðin 4 ár. Nú hafa verið gerðar nokkrar endurbætur á árgerð 1978 FALLEGRI OG BJARTARI Stærri afturgluggar gera bjartan bíl enn bjartari Nýtt grill, listar, fram og afturljós og nýir stuðarar gera bílinn fallegri. ÞÆGINDI Breiðari og betri sæti með mismunandi áklæðum og val um 3 glæsilegar inn- réttingar í gerðum L — C ogCL HLJÓOLÁTUR Með bví að minnka hraða vélarinnar og með endur- bættum hljóðeinangrun heyrist nú minna vélar- hljóð i bilnum en áður. SPARNEYTINN 5—6 LÍTRA A HUNDRAÐI Þó að Fiat 127 sé einn spar- neytnasti bíll í heiminum í dag, bá hefur þó tekist með endurbót- um á vel að minnka eyðsluna um 7%—-10%. Það er ekki að ástæðulausu sem allar helstu bílaverksmiðjur heimsins hafa reynt að framleiða sambærilegan bíl - En það er aðeins einn F I A T 127 F ÍAT EINKAUMBOÐ Á iSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SfÐUMÚLA 35 SÍMI 8585S. KOMIÐ OG SKOÐIÐ NÝJAN F I A T 127. F I A T FREMSTUR í FLOKKI og aðstoða hann við að vikta líflömb og færa viktarnótur. Þegar við komum að Vatnsfirði, og hann hafði hitt presthjónin þar og móður séra Þorsteins, Þuríði, þá gleymdi hann öllum fjárkaupum: Bað mig að framkvæma viktun og val lamba og ganga frá fjárnótum. Það væri ekki víða sem hann mætti svona fólki og fallegu heimiii. Hann gat ekki slitið sig frá viðræðum við þetta indæla fólk. Hann fann fljótt hjartahlýj- una og kærleikann sem mætti honum þar, eins og jafnan öllum, sem á heimili þeirra komu. Ekki get ég skilið svo við þessar línur, að ekki sé minnst manns, sem dvaldi á heimili þeirra flest árin, sem þau voru í Vatnsfirði. Hann hét Þorkel! Guðmundsson fyrrv. bóndi í Þúfum. Þegar séra Þorsteinn flutti í Vatnsfjörð, réðst hann til þeirra hjónanna sem ráðsmaður. Þessi gamli góði mað- ur var þeim hjónum ekkert skyld- ur,- en vann þeim vel meðan kraftar entust. En eftir að starfs- þrek hans þraut, þá var aðdáunar- vert, hvað vel fór um hann í umsjá prófastshjónanna. Það var auð- fundið, að þau vildu láta hann eiga gott ævikvöld. Enda höfðu synir hans orð á því, hveð vel honum leið í Vatnsfirði, og gott væri, ef allir „afar" hefðu jafn góðu að mæta og hann hafði. Ég hef nú ekki tíundað öll þau störf, sem séra Þorsteinn vann að velferðamálum byggðarlags síns, meðan hann dvaldi í Vatnsfirði. Hann taldi ekki eftir sér að leggja hverju góðu framfaramáli lið. Hygg ég að þar muni hæst rísa störf hans og áhugi við Reykjanes- skólann. Þar var hann frá upphafi skólans prófdómari og flest árin formaður skólanefndar. Mörg fleiri störf vann hann til heilla sveit sinni og samferðafólki. Börn þeirra prófastshjónanna erux fimm, Tryggvi læknir við slysadeild Borgarspítalans, Þuríð- ur húsfrú í Reykavík, Jóhannes vélvirki og verkstjóri á ísafirði, Jónína Þórdís húsfrú í Reykjavík og Haukur tannlæknir í Reykja- vík. Auk þess eiga þau tvær fósturdætur, Elínu Jónsdóttur og Sigurlínu Helgadóttur. Öll bera börnin vott þess, hvaða uppeldi og eðliskosti þau hafa erft. Glæsileik og gáfur foreldranna og framkoma mótuð af fögru heimilislífi og hjartahlýju. Síðan þau hjónin fluttu til Reykjavíkur hefur sama rausnin, góðvildin og kærleiksríkt hugarfar einkennt heimilislíf þeirra. Er mér kunnugt um, að burtfluttir Djúp- menn hafi oft átt þangað leið og presturinn þeirra unnið æði oft prestverk fyrir þá. Svo traustum vináttuböndum voru sóknarbörnin bundin þeim frá fyrri samveruár- um. Nú þegar minn kæri vinur er áttræður í dag, veit ég að margir verða til þess að þrýsta hönd hans og hugsa hlýtt til hans. Ég veit og vona að á 80 ára afmæliskvöldi prófastsins frá Vatnsfirði, rifjast margt upp frá dvöl þeirra við hið bláa og fallega Djúp. Því þar held ég að þeim hjónum hafi liðið vel og farsæld og hamingja fylgdi öllum þeirra athöfnum þar. Vatns- fjörður og fólkið við Djúpið er þeim virkilega kært. Á kyrru og fallegu vorkveldi er gaman að dvelja í Vatnsfirði, lognið endurspeglar hjallana í sjávarfletinum, því kyrru logn- kvöldin þar eru ógleymanleg, æðurin úgar með ungana sína í Bólvíkinni, krían gargar ráðrík í Stekkjarnesinu, urturnar hyggja að kópum sínum í Selvíkinni og ekki má gleyma sjálfri „Paradís- inni" henni Borgarey. Að ganga þar um varpland á fögrum vordegi mun enginn gleyma. Ég veit að þetta mun allt rifjast upp í huga vinar míns þegar huganum er rennt til liðinna góðra ára, sem þau áttu í Vatnsfirði. Guð blessi þig og fjölskyldur þínar á þessum áttatíu ára af- mælisdegi þínum. Páll Pálsson. Borg. Síðsumars árið 1924 vígðist ungur guðfræðikandidat til hins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.