Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 31 Yfirlýsing 3ja stjórnarmanna RARÍK: Iðnaðarráðherra búinn að taka að sér stjórnina MORGUNBLADINU hefur borizt eftir- 'arandi yfirlýsing frá premur af 'iórum stjómarmönnum Rafmagns- veitna ríkisins, Þar sem fram kemur 80 Þeir segja sig úr stjórn RARIK vegna pess aö iönaðarráðherra hafi gengið þvert á sampykkt Þeirra um aö ráðast ekki í framkvæmdir við "esturlínuna svonefndu vegna 'Íárhagserfiðleika RARIK. Viö undirritaöir, Helgi Bergs, Björn Friðfinnsson og Tryggvi Sigurbjarnar- s°n, höfum í dag beðiö iönaðarráð- nerra aö leysa okkur frá störfum í s')órn Rafmagnsveitna ríkisins þegar í staö. Til skýringar á þessu viljum við taka 'ram það sem hér fer á eftir: Rafmagnsveitur ríkisins hafa mörg undanfarin ár átt við mikla og S|vaxandi fjárhagsörðugleika að stíða. Hofuðvandi RARÍK stafar af mikilli 'iarfestingu fyrirtækisins, sem svo til eingöngu hefur verið fjármögnuð meö 'anum. Lánin eru meö óhagstæðum kjörum, en framkvæmdir oft gerðar af yrnsum félagslegum og byggðapóli- tiskum ástæðum og þær skila yfirleitt mun lakari fjárhagslegri arösemi en sem svarar til kostnaðar við það 'iármagn sem í þeim er bundið. Eigandi RARÍK — ríkissjóöur — hefur ekki lagt fram fé til fyrirtækisins, neldur hefur hann útvegaö lánsfé og la9t verðjöfnunargjald á raforkusölu í Srnásölu til þess að mæta hluta af 'iarfestingarkostnaði RARÍK. __RARÍK eru nú komnar í alvarlegt Alþjóða leikhús- dagurinn HINN 27. marz ár hvert er "aldinn alþjóðlegur leikhúsdagur °8 er það Alþjóðaleikhúsmála- stofnunin sem stendur fyrir því aö halda hann hátíðlegan í aðildarríkjunum. Venja er að flytja ávörp á undan 'eiksýningum þennan dag og verð- ur svo einnig hér. Er ávarpið að Þessu sinni kafli úr ritverki eftir indriða Einarsson, sem var einn af ffumkvöðlum íslenzkrar leiklistar. fjárþrot. Bráðabirgöaráðstafanir duga ekki lengur. Framkvæmdir eru stöðv- aðar sökum fjárskorts og fyrirtækið skuldar Landsvirkjun hundruð milljóna króna fyrir keypta raforku. A.m.k. eitt olíufélag hefur stöðvað olíuafhendingu til dísilstöðva fyrirtækisins. Byggðalínurnar og spennistöðvar þeirra eru byggðar fyrir reikning ríkissjóðs, en kostnaður við byggingu þeirra hefur fariö fram úr áætlun sökum verðbólgu og skuldar nú ríkissjóður RARÍK hundruð milljóna af þeim sökum. Kostnaðartölur fjárlaga og lánsfjár- áætlun ríkissjóðs um framkvæmdir RARÍK 1978 eru miöaðar við verðlag í maí 1977 og því úreltar. Fá þarf mikið fé til viðbótar eöa skera niður framkvæmdir að öðrum kosti. í Ijósi framangreindra vandamála ákvað stjórn RARÍK nýlega að stofna ekki til nýrra greiðsluskuldbindinga að svo stöddu meðan fjárhagsvandi stofnunarinnar væri óleystur. Hinn 8. þ.m. lagði iðnaðarráðuneytið fyrir stjórn Rafmagnsveitnanna aö panta nú þegar allt efni til áætlaðra framkvæmda við svokallaða Vestur- línu. Stjórnin samþykkti af því tilefni á fundi sínum hinn 13. mars s.l., að á meðan ekki væri fengin lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar teldi hún ekki fært aö stofna til frekari greiðslu- skuldbindinga en þegar heföi verið gert og gæti hún því ekki orðið við þessum fyrirmælum. Hér er ekki um það að ræða, að stjórn RARÍK sé út af fyrir sig andvíg framkvæmdum við Vesturlínu, heldur hitt, að þegar fyrirtækið er í greiðslu- þrotum, þá getur þaö ekki bætt á sig nýjum fjárskuldbindingum. Iðnaðarráðherra sendi þá Raf- magnsveitustjóra ríkisins bréf, þar sem hann fyrirskipaði honum að panta samdægurs allt efni í Vesturlínu. Þeir stjórnarmenn RARÍK, sem nú hafa sagt sig úr stjórninni telja, að með þessu sé iðnaðarráðherra búinn að taka að sér hlutverk stjórnarinnar og hún sé því orðin bæði óþörf og gagnslaus. Ljóst er að á næstunni þarf að gera ráðstafanir sem duga til frambúðar varðandi fjárhag RARÍK. Taka þarf fjárfestingarstefnuna til endur- skoðunar, þannig aö þær framkvæmd- ir fyrirtækisins, sem ekki réttlætast af fjárhagslegri arðsemi, verði greiddar af ríkissjóði eða Byggðasjóði. Hægt er að reikna út áhrif allra meiri háttar Framhald á bls. 19. Xjiríýsing iðnaðarráðuneytisins: Skylda ráðherra að framfylgja ákvörðun Alþingis "Er A eftir fer fréttatilkynning ¦onaðarráðuneytisins um fjárhags- vanda RARIK og afsögn Þriggja "Wfnarmanna vegna ágreinings við aðherra um lagninu vesturlínu. Að undanförnu hefur af hálfu naðarráðuneytis verið unniö aö því "' 'inna lausn á fjárhagsvandamálum agnsveitna ríkisins Fyrir um viku Rafm °' ríkisstjórnin þeim Helga Bergs, ankastjóra, Gísla Blöndal, hagsýslu- JOra og Páli Flygenring, ráðuneytis- . ,0ra, að gera tillögur til lausnar, og amræmi við greinargerö þeirra gerði naöarráðherra ákveðnar tillögur á kisstjórnarfundi, þriðjudaginn 21. P-m- um leiðir til afc leysa þennan Van<la í heild. Málið er til meðferðar í ríkisstjórn- inni. ' v Varöandi pöntun efnis í stofnlínu til ráe^','arð'a (Vesturlínu) taldi iönaðar- u . nerra það skyldu sína að framfylgja Ir rr',akvöröun Alþingis, sem kemur la m ' 'iárlögum og lánsfjáráætlun, aö | | Ur veröi fyrsti kafli þessarar línu nú ý-Tj' Þess að það mætti verða, var aö n ?' aö dra9a ekki lena-ur ar Panta efni til þessarar framkvæmd- 'b°9 hefur það nú verið gert. e9ar stjónrarformaður og tveir stjórnarmenn Rafmagnsveitna ríkisins afhentu iðnaðarráðherra í morgun, 22. mars, lausnarbeiöni sína, tjáði ráö- herra þeim, aö honum þætti miður að þeir skyldu velja þennan kost og þakkaði þeim störf þeirra í þágu Rafmagnsveitna ríkisins. Iðnaðarráðherra mun þegar eftir páska skipa nýja stjórnarmenn. (Frá iðnaðarráðuneytinu) Páskagleði á Skaganum Akranesi, 22. marz ÞAÐ ER mikið um að vera hjá handknattleiksmönnum Akraness þessa dagana. Mánudaginn 27. marz halda þeir svokallaða páska- gleði í íþróttahúsinu. Þar verður margt til skemmtunar, t.d. dans- stúdíó, ferðakynning Urvals með tveimur bingóum og Hala og Ladda. Forsala aðgöngumiða hefst á annan í páskum milli 11 og 12. — Júlíus. Aðalfundur Verzlunarbankans: Aukning innlána fór yfir milljarð Pétur O. Nikulásson kjörinn formaður bankaráðs eða 40.5%. Reksturskostnaður Aukning innlána hjá Verzlunar- banka íslands fór í fyrsta sinn yfir milljarð á sl. ári og nam 1.124,4 milljónum króna, sem var 33,6% aukning. Útlánaaukningin á árinu varð 23,3%. Staða bankans gagn- vart Seðlabankanum batnaði í heild um 436,4 milljónir króna og lausafjárstaðan batnaði um 238,3 milljónir króna og var jákvæð um 199,3 milljónir í árslok 1977. Niðurstöðutala í rekstursreikningi Verzlunarbankans er 852,9 milljón- ir. Aðalfundur Verzlunarbankans sambykkti að greiöa hluthöfum 13% arð. Þorvaldur Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaöur bankaráðsins og var Pétur O. Nikulásson kjörinn í hans stað. Aðalfundur Verzlunarbankans var haldinn að Hótel Sögu á laugardag- inn. Fundarstjóri var kjörinn Sveinn Björnsson, stórkaupmaður, en fundarritarar voru Gunnlaugur J. Briem og Magnús E. Finnsson. í ræöu formanns bankaráðsins, Þorvalds Guömundssonar, kom m.a. fram, að aukning innlána hjá Verzlunarbankanum fór á s.l. ári í fyrsta sinn yfir milljarð og nam 1124,4 millj. kr. eða 33.6% aukning og voru innlánin í árslok 4476,3 millj. kr. Aukning spariinnlána hjá Verzlunarbankanum varð 795,5 millj. kr. eða 29.1%. Aukning var mest í vaxtaaukainnlánum eða 78,7%. Þau voru í árslok 15,6% af spariinnlánum en í upphafi ársins 11,3%. Aukning veltiinnlána varð veruleg á árinu eða 328,8 millj. kr., sem er 53,5% aukning. Með fjölgun útibúa hefur hlutur þeirra oröið meiri í innlánum og var í lok s.l. árs 24% á móti 22.5% árið áður. Útlán Útlán Verzlunarbankans námu í lok s.l. árs 3256,1 millj. kr. og varð aukning þeirra 615,4 millj. kr. eöa 23,3% en gert samkomulag við Seðlabankann var 20% aukning. Með tilliti til meiri innlánsaukningar en áætlaö haföi veriö og bættri lausafjárstöðu á árinu um 238 millj. kr. verður að telja þessa útlána- aukningu innan eðlilegra marka. Útlán í formi víxla eru enn sem fyrr höfuölánaformið. Víxlaeign bankans í lok s.l. árs var 61.2% af útlánum hans en var árið áður 64,6%. Á sama hátt lækkaði hlutur annarra útlánaforma nema útlán með vaxtaauka sem hækkuöu úr 5% heildarlána í upphafi s.l. árs í 11,9% í lok þessa. Staðan gagnvart Seðlabankanum Innstæður bankans í Seölabank- anum námu í árslok 1093,4 millj. kr. Þar af var bundin innstæða 925,6 millj. kr., hafði á árinu hækkað um 201,1 millj. kr. eða 27,8%. Innstæða á viðskiptareikningi var 167,8 millj. kr. Lán bankans hjá Seðlabankan- um lækkuðu á árinu um 67,5 millj. kr. og voru í lok þess eingöngu endurkaupalán að upphæð 31,9 millj. kr. í heild batnaði staða bankans gagnvart Seölabankanum Þorvaldur Guðmundsson flytur ræðu sína á aðalfundi Verzlunarbankans. um 436,4 millj. kr. Lausafjárstaðan batnaði um 238,3 millj. kr., var jákvæð um 199,3 millj. kr. í árslok. Bindifénu ver Seölabankinn til rekstrar- og birgðalána atvinnuveg- anna í gegnum viðskiptabankana. Með þessum hætti er mikið fé flutt milli lánastofnana og þeim, sem njóta, auöveldað að gegna hlutverki sínu, en býöur jafnframt upp á rýmri stöðu til annarra lána í samkeppn- inni við þá, sem aðeins eru veitend- ur en ekki þiggjendur í þessu kerfi. Verzlunarlénasjóður Útlán Verzlunarlánasjóðs námu í lok s.l. árs 596,7 millj. kr. og höfðu hækkaö á árinu um 187,3 millj. kr. eöa 45,8%. Eins og kunnugt er vinnur Verzlunarlánasjóður að langmestu leyti meö lánsfé, aöallega frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna og fengust frá honum 150 millj. kr. á s.l. ári. Frá Framkvæmdasjóði fengust að láni á s.l. ári 50 millj. kr. Lán veitt á s.l. ári voru að einum fjóröa hluta til 12 ára með 5,5% vöxtum að viðbættri hækkun byggingarvísitölu á lánstímanum. Þrír fjóröu hlutar hvers láns eru lánaðir til tíu ára og bera hæstu lögleyfða vexti, sem voru í árslok 23% á ári. Jöfnunarhlutabréf og aukning hlutafjár Fundurinn samþykkti að tvðfalda hlutafé bankans með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa þannig aö þaö hækk- aöi úr 100 millj. kr. í 200 milij. kr. í upphafi næsta árs. Einnig sam- þykkti fundurinn tillögu bankaráös- ins um aukningu hlutafjár í 500 millj. kr. með innborgunum á árunum 1979—1981, 100 millj. kr. hvert áranna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, las og skýrði reikninga bankans. Niöurstöðutala í rekstursreikningi bankans er 852.9 millj. kr. á móti 606.9 millj. kr. árið á undan og hefur þannig hækkað um 246 millj. kr. bankans á árinu varö alls 297.6 millj. kr. á móti 194.5 millj. kr. fyrra ár og er hækkunin milli ára 53%. Laun hækkuðu um 74.8 millj. kr eða 62.4%, en annar kostnaður um 28.3 millj. kr. eða 38.0%. Á árinu var samið um verulegar launahækkanir og eru það þær sem valda hvað mestu um þá gífurlegu hækkun, sem varö á árinu á reksturskostnað- inum, en hækkun annarra rekstrar- gjalda varð mun hóflegri. Vaxtagjöld urðu alls 529.6 millj. kr. Afskriftir aö upphæö tæpar 5.5 millj. kr. sundurliðast þannig að af skrifstofuáhöldum og húsbúnaði eru afskrifaðar 4.5 millj. kr., af stofn- kostnaöi 400 þús. kr. og af sjóðmis- mun og útlánum rúmlega 500 þús. kr. Til varasjóðs er variö 9.6 millj. kr. og óráðstafað er um 10.5 millj. kr. Vaxtatekjur bankans eru alls 732 millj. kr. og hafa hækkað frá fyrra ári um 36.2% en aðrar tekjur, sem eru ýmis konar þóknun og umboðs- störf nema 120.2 millj. kr. og höfðu þær aukist um 74.5% frá fyrra ári. Eigið fé bankans er í árslok alls 396.1 millj. kr. Innborgað hlutafé nemur 80.6 millj. kr., varasjóður er 160 millj. kr. og höfuðstóll 145 millj. kr. Rekstur stofnlánadeildar bank- ans, Verzlunarlánasjóðs, skilaði á árinu tekjuafgangi að upphæð 13.5 millj. kr. sem er 32.3% hærri en árið áður. Nemur varasjóður Verzlunar- lánasjóös í árslok 42.1 millj. kr. og er ásamt stofnframlagi bankans 8.7% af útlánum. Úr bankaráðinu áttu að þessu sinni að ganga þeir Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, formaður, .Pétur O. Nikulásson, stórkaupmað- ur,- varaformaður og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður. Pétur O. Nikulásson var kjörinn formaður bankaráðsins og með honum þeir Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, og Sverrir Norland, verkfræðingur. Þeir voru allir kjörnir til tveggja ára. Fyrir eiga sæti í bankaráðinu Leifur ísleifsson, kaupmaður og Guð- mundur H. Garðarsson, alþingis- maður. Þorvaldur Guömundsson, for- stjóri, sem átt hefir sæti í stjórn bankans frá upphafi og gegnt þar formennsku um árabil haföi lýst því yfir fyrir fundinn að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður. Hins vegar varð hann við óskum margra hluthafa að starfa áfram í bankaráðinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stór- kaupmaöur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Varamenn í bankaráðinu eru þeir Hreinn Sumarliðason, kaupmaður, Hannes Þ. Sigurðsson, deildarstjóri, Jónas Eggertsson, bóksali, Sigurö- ur Gunnarsson, forstjóri og Víglund- ur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Hilmar Fenger, framkvæmdastjóri og Kristmann Magnússon, kaup- maður og til vara Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaöur og Magn- ús E. Finnsson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.