Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 15 M ál ver kasýn- ing á Selfossi SVAVA Sigríður Gestsdóttir heldur málverkasýningu í sýn- ingarsal Safnahúss Árnssýslu á Selfossi um páskana. Á sýning- unni verða 23 oliumálverk og 24 myndir málaðar á rekavið, sem borið hefur á fjörur víðs vegar um landið. ¦ Svava hélt síðast málverkasýn- ingu á Selfossi fyrir tveimur árum, en síðan hefur hún tekið þátt í efa að svo verður nú ef veður spillist ekki, því það er hæfilegur áfangi fyrir listunnendur syðra að koma við á sýningu hennar er þeir renna austur yfir Fjall um pásk- ana. Sýningin verður opin dagana 23. mars til 2. apríl, kl. 2 til 10 á helgum dögum en 4 til 9 á virkum dögum. Tómas. Guðni Hermansen við eitt málverk sitt af Ein af olíumyndum Guðna, Á heimaslóð. Ljósmyndir Helgafelli. Mbl. Sigurgeir. Guðni með páska- sýningu í Eyjum GUÐNI Hermansen list- málari í Vestmannaeyjum opnar málverkasýningu í Akoges-húsinu í Eyjum á skírdagskvöld kl. 20. Verður sýningin opin dag- lega kl. 2—10 fram á annan í páskum. Guðni sýnir 38 olíumálverk og liðlega 20 vatnslitamyndir, en fyrir- myndir sínar sækir Guðni til Vestmannaeyja og stemmninguna í kringum þær. Guðni hefur haldið margar sýningar í Eyjum, á fastalandinu og á Norður- löndum og um þessar mundir er hann að undir- búa sýningu í Grænlandi en þar hafa íslenzkir mál- arar ekki sýnt fyrr. Fyrir tveimur árum hélt Guðni yfirlitssýningu á Kjarvals- stöðum og var hún fjölsótt. ^Y1 - ' í Svava Sigríður Gestsdóttir sýnir málverk og myndir málaðar á rekavið. samsýningu listamanna hér aust- an Fjalls. Áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér og erlendis. Hún nam list sína við Myndlistarskólann við Mímis- veg í Reykjavík og Handíða- og myndlistaskólann. Svava hefur verið búsett á Selfossi í tvö ár, en áður var hún búsett í Danmörku. Myndir henn- ar eru mjög skemmtilegar og listrænar að áliti mínu, og veru- legur fengur fyrir okkur Selfyss- inga að eiga svo góða listakonu hér. Metaðsókn var að sýningunni fyrir tveimur árum, og er ekki að ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? tP Þl' AIGI.YSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINl Söngtón- leikar Rannveig Eckhoff hélt fyrir skömmu tónleika í Norræna húsinu og flutti norska og franska söngva. Eckhoff hefur fallega rödd og hefur undanfar- ið fengist við óperusöng, enda mátti heyra í söng hennar ýmis einkenni, bæði er varða tónblæ og tónskipti, sem eiga ekki vel heima.í viðkvæmum ljóðasöng. Það er ekki nóg að hafa fallega og sterka rödd og vera músi- kölsk, þegar ljóð eru sungin. Flekkótt tónmyndun, þ.e. áber- andi blæmunur á raddsviðinu, er merki um ónóga þjálfun eða miður heppilegar söngvenjur, sem erfitt getur reynst að yfirstíga. Eckhoff er ung og hefur aðeins fengist við ljóða- söng í tvö ár og eftir því, sem dæmt verður af einum tónleik- um, hefur hún hæfileika, sem henni ber skylda til að aga við flutning á góðri tónlist. Sá sem er bráðlátur glatar tíma og tækifærum fyrir eintóm frum hlaup. Undirleikur Guðrúnar Kristinsdóttur var frábær, eink um í frönsku söngvunum. Tónllst eftir JON ÁSGEIRSSON Nú er í PASKASTEMMNING r BRAUÐBÆ Opiö í dag, skírdag kl. 10—22.00, lokaö föstudaginn langa, laugardag opiö kl. 9—23.30, páskadag lokaö og 2. í páskum opiö kl. 10—23.30. b Matseðill Skírdagur 23. mars Blómkálssúpa Grísakótlletta m/ferskjum, rjómalagaöri paprikusósu, belgjabaunum, hrásalati og frönskum kartöflum. Verö kr. 1.490- Sérstakur barnamatseöill verö kr. 300- og góöu börnin sem klára matinn sinn fá páskaegg í verölaun. t AUGLYSINGASÍMINN ER: r^^^s OO/I Qfi ^—t-* ZZ4oll Heimsókn meö fjölskylduna í Brauöbæ svík- _, *, ur engan. Biauðbær Veitingahús 5^^ ^\ við Óðinstorg. simi 20490. sp> ((£\í Matseðill 2. í páskum 27. mars Rósinkálssúpa Hamborgarakóti- letta m/ananas, ertum, rauökáli, sykurbrúnuöum kartöflum og rauövínssósu. Verö kr. 1.490- Viö óskum öllum vinum okkar Gleðilega páska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.