Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 32
 • AlKil.ÝSINIÍASÍMINN ERi >—r-3 ZZ48U pl0r0w«felafeiti - aw;lVsin(;asíminn er: 2^22480 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 I.jrtsm Mbl. FrMþjðfur. Breytilegt páskaveður SAMKVÆMT upplýsingum Veðurstof u íslands var í gær útlit fyrir breytilegt veður um bæna- dagana og páskana og segja má að allt bendi til að þessa daga muni skiptast á skin og skúrir. Líkur eru á allmikilli norðaustan- átt annað slagið, en góðu veðri á milli. Veðurfræðingur kvað sennilega norðlægar og norðaustlægar áttir mundu skiptast á að ríkja um landið — alla vega fram að helgi. Á skírdag var búizt við nokkuð stífri norðaustlægri átt um allt land og sennilega með éljagangi norðanlands. Þegar líður á daginn, ætti síðan að draga úr vindi og síðari hluta dags í dag ætti að verða gott veður um alit land — hæg norðanátt með sól sunnan- lands. Á föstudag er sennilega ný lægð í uppsiglingu, sem veldur að öllum líkindum vaxandi norðaustlægri átt á ný og gæti fylgt henni snjókoma og éljagangur syðst á landinu — sérstaklega þegar iíður á föstudaginn langa. Þessi lægð ætti svo að vera komin austur fyrir land aftur á laugardag og fer þá vindátt aftur að snúast í norður og ætti sennilega að vera komið gott veður aftur síðla á laugardag eða sunnudag. Þrír stjórnarmenn RARÍK segja af sér: Ráðist í Vesturlínu gegn samþykkt stjórnarinnar ÞRÍR af fjórum stjórnarmönnum Rafmagnsveitna ríkisins hafa beðið um að verða leystir frá störfum vegna þess að iðnaðar- ráðherra hafi haft af engu samþykkt stjórnarinnar um að ráðast ekki í kaup á efni fyrir svonefnda Vesturlínu vegna fjár- hagsörðugleika fyrirtækisins heldur hafi ráðherra fyrirskipað Rafmagnsveitustjóra rfkisins að panta samdægurs allt efni í Vesturlínu. „Þeir stjórnarmenn RARÍK, sem nú hafa sagt sig úr stjórninni, telja, að með þessu sé iðnaðarráðherra búinn að taka að sér hlutverk stjórnarinnar og hún sé því orðin bæði óþörf og gagnslaus," segir í greinargerð þremenninganna, Helga Bergs, Tryggingaeftirlitið: Mælir með 67% meðafliækk- un ábyrgðartrygginganna eftirlits ríkisins, í samtali við Mbl. í gær. „Við mælum með sömu hækkun, 67%, á framrúðu- tryggingum, en þar fóru félö'gin fram á 84% hækkun." Erlendur sagði að tryggingaeft- irlitið hefði mælt með þeim breytingum á iðgjaldatöxtum, sem tryggingafélögin settu fram, en þar væri um að ræða breytingu á hlutföllum milli áhættusvæða og áhættuflokka. „Þessar breytingar ganga út á að jafna þann mun, sem verið hefur," sagði Erlendur, „en iðgjöld úti á landi voru orðin of lág miðað við þéttbýlið." Erlendur sagði, að beiðni trygg- ingafélaganna um hækkun á kaskótryggingu hefði ekki borizt ennþá. „VIÐ höfum sent tryggingaráðu- neytinu okkar greinargerð, en f henni mælum við með því að tryggingafélögin fái þá 67% meðalhækkun á ábyrgðartrygg- ingum bifreiða, sem þau fóru fram á," sagði Erlendur Lárus- son, forstöðumaður Trygginga- ™ iij'/»lV iílorðunWaí>0m0 í DAG er páskablað Morgun- blaðsins borið til lesenda, en næsta Lesbók kemur út laugar- daginn 1. aprfl. Björns Friðfinnssonar og Tryggva Sigurbjarnasonar. I greinargerð iðnaðarráðu- neytissins kemur fram að fjár- hagsvandi RARÍK og tillögur til lausnar honum séu til meðferðar í ríkisstjórn. Iðnaðarráðherra hafi talið skyldu sína að frámfylgja ákvörðun Alþingis er fram kæmi í fjárlögum og lánsfjáráætlun, að fyrsti kafli línunnar yrði lagður í ár og að hann muni þegar eftir páska skipa nýja stjórnarmenn í stað þeirra er sögðu af sér. Yfirlýsingar þessara aðila eru birtar á bls. 31. í samtali við Pál Flygenring, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- neytinu, kom fram, að Vesturlínan sem þarna um ræðir er upphafið á línunni til Vestfjarða og byrjar í Hrútafirði en fer síðan yfir í Dali og að Gilsfirði. Er í áætluninni fyrir þetta ár að reisa staurana á Næsti fund- ur 31. marz VIÐRÆÐUNEFND ASÍ, VSÍ og VMSS hélt fund í gær klukkan 14. Á fundinum var rætt vítt og breitt um vandamálin, en nefndin á að kanna, hvort einhverjar leiðir séu til þess að auka kaupmátt launa- fólks, Næsti fundur nefndarinnar hefur verið ákveðinn klukkan 10 föstudaginn 31. marz. þessari leið og samkvæmt láns- fjáráætlun er gert ráð fyrir að verja um 408 milljónum króna til framkvæmdarinnar á þessu fjár- hagsári. Þegar er búið að panta staurana samkvæmt fyrirmælum iðnaðarráðherra og koma þeir Framhald á bls. 19. Flestir með trossurnar um borð NÆR ALLIR netabátar á Suðurlands- og Suðvestur- landsmiðum voru búnir að taka upp net sín í gær vegna þorskveiðibannsins sem er í gildi til hádegis 28. marz. Til dæmis tóku 10 Vestmannaeyja- bátar upp net sín, en nokkrir Eyjabátar hafa verið í mokafla af ufsa síðustu daga og halda þeir áfram veiðum. Þá voru allir Grindavíkurbátar á net- um, 21 að tölu, búnir að taka upp netin í gær og sama er að segja um báta frá öðrum verstöðvum á Suðurnesjum. Þá munu Hornafjarðarbátar hafa tekið upp sín net, en á Aust- fjörðum eru fáir netabátar og nær engir á Vestfjörðum eða Norðurlandi á þessum árstíma. Öllum messuklæðum Fríkirkjunnar stolið INNBROT hefur verið framið í Fríkirkjuna hér í Reykjavík, Hefur þjófurinn eða þjófarnir haft á brott með sér alla messuhökla Fríkirkjuprestsins, séra Þorsteins Björnssonar, en þeir eru þrír. Innbrotsþjófriaður þessi er nú í höndum rannsóknarlögreglunnar, en í gær hafði ekki tekizt að finna messuklæðin. Þjófarnir hafa sprengt upp dyr mót suðri að Glaumbæ. Hefur þjófurinn einnig fundið lykla að peningaskáp í skrifstofu kirkjunn- ar. Þar voru engir peningar, en geymdar kirkjubækur og önnur skjöl kirkjunnar. Þá hefur verið stolið lítilsháttar af messuvíni sem var í skrifstofunni svo og lyklunum aö peningaskápnum. ísak Sigurgeirsson, formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar, sagði Mbl. í gær, að trúlega hafi innbrotið verið framið á mánu- dagsnóttina. — Hann kvaðst vilja benda á að þjófnaður þessi myndi vera algjört einsdæmi hér á landi. Tjónið er eðlilega mjög tilfinnan- legt fyrir Fríkirkjuna. — Ég held að það hafi aldrei komið til tals að tryggja neitt í kirkjunni fyrir slíku tjóni sem hlotizt gæti af innbroti og þjófnuðum. ; Ég vil heita á þann eða þá sem hér hafa verið að verki í Fríkirkj- unni að koma messuklæðunum óskemmdum til baka til okkar í kirkjuna. — Og ég vil biðja alla þá, sem hjálpað geta til að upplýsa þetta óvenjulega mál, að gera lögreglunni eða mér viðvart. Heimasími minn er 34247, sagði ísak Sigurgeirsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.