Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 13

Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 13 Eldur í Arnarholti GLDUR kom upp í einu húsi vistheimilisins í Arnarholti á Kjalarnesi í fyrrad. en starfs- menn voru að ljúka við slökkvi- starf, er fyrsti bíllinn frá Slökkviliði Reykjavíkur kom á staðinn 21 mínútu eftir til- kynningu um eldinn. Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík, sagði Mbl. í gær, að fyrir um mánuði hefðu slökkviliðsmenn verið í Arnar- holti, þar sem slökkvibúnaður vistheimilisins var endurnýjað- ur. m.a. með slöngum við brunahanana. og hefði sú end- urnýjun sýnt gildi sitt í gær- morgun. Húsið, sem eldurinn kom upp í, var rýmt um áramótin, en unnið var að því að lagfæra þar til fyrir föndur- aðstöðu. Nokkrar skemmdir urðu í herbergi því, sem eldur- inn kom upp í, en að öðru leyti urðu litlar skemmdir og sagði Gunnar það mætti þakka því að starfsmenn Arnarholts hefðu gengið vasklega fram með hinn nýja slökkvibúnað. Starfsfólk vistheimilisins í Arnarholti hafði að mestu slökkt eldinn. þegar slökkviliðið kom á vettvang. Ljósm. Mbl.i Rax. Tvaer sýn- ingar í Norræna húsinu NÚ STANDA yfir tvær sýningar í Norræna húsinu, önnur nefnist Börnin og umhverfið og er á vegum Kvenfélagasambands Is- lands og Norræna hússins, en fengin frá Forbrukerrádet í Ósló. Lýkur henni annan dag páska. Hin sýningin heitir Með augum barns og sér Félag íslenzkra sérkennara um hana. Eru á henni verk grunnskólanemenda úr ýmsum deildum og sérskólum og lýkur henni 29. marz. * „A sama tíma að ári” sýnt á Suður- landi UM SÍÐUSTU helgi var sýnt í Vestmannaeyjum bandaríska gamanleikritið „Á sama tíma að ári“ og urðu sýningar þar 5. Eru það fleiri sýningar en áður í leikferð þar og var húsfyllir á hverri sýningu. Á næstunni verður verkið sýnt víða um Suðurland og verður reynt að sýna í flestum þeim félags- heimilum og samkomuhúsum. Verða þær sem hér segir: 27. og 28. marz á Selfossi, 29. marz í Stapa, 30. marz í Minni-Borg, Grímsnesi, 1. apríl Hvoli, 2. Aratungu, 3. á Flúðum, 4. á Hellu, 5. í Vík í Mýrdal og 6. apríl á Kirkjubæjar- klaustri. Það eru þau Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarna- son sem leika einu hlutverk leikritsins. Ljósmynda- sýning í Bú- staðakirkju Nú fyrir páskana verður sett upp ljósmyndasýnjng í Bústaða- kirkju. Er það Kjartan Kristjáns- son sem sýnir myndir sfnar og eru þær hengdar upp í safnaðar- sölum kirkjunnar. Sýningin verð- ur opin fram yfir páska og fram í aprílmánuð meðan fermingar f kirkjunni standa yfir. Sr. Ólafur Skúlason sagði, að nýmæli væri að fá ljósmyndasýn- ingu í kirkjuna, en áður hefðu verið sýndar höggmyndir og mál- verk og kvaðst hann vona, að þessi sýning yrði kirkjugestum til auk- innar ánægju í kirkjugöngu sinni. nordíTIende 7 Bang &Olufeen Magnkaup- Gerum tilboð í magnkaup, yður að kostnaðarlausu Lita- sjonvorp ALLAR STÆRÐIR r Magnafsláttur Tilvalið fyrir: þorp, kaupstaði, starfshópa og jafnvel ■HflfMÉHl byggðarlög. _ gra verð — Betri þjónusta Skiphotti 19 R. S. 29800 (5 línur)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.